Þjóðviljinn - 31.08.1952, Page 1

Þjóðviljinn - 31.08.1952, Page 1
VEGNA skemmtiferðar starfsfólksins kemur næsta blað af Þjóð- viijanum ekki út fyrr en á miðvikudag. ðsvífnl bandarfska sendiherrans í sf jórnlnnl 1 klípu Stfórnarblað hrefst að hann verði hallaður heint E. Peurifoy, sendiherra Bandaríkjanna í Grikklandi, hefur aldrei farið dult með, aö hann álítur rikisstjórn og stjórnmálamenn Grikklands bandaríska leppa, sem hafi það eitt hlutverk að hlýða boði og banni Bandaríkj- anna, og hafa þeir oft haft ástæðu til aö kvarta undan bersögli hans. Á þriðjudaginn lýsti hann yf- ir, að „nú verðum við að kom- ast að raun ura án tafar, hvern gríska þjóðin vill láta ráða mál- um sínum: Papagos marskálk ©ða Plastiras hershöfðingja. Það svar fæst aðeins með nýj- um kosningum við fyrsta tæki- færi og í þeim kosningum verð- ur meirhluti atkvæða að ráða kjöri“. Peurifoy hefur áður heimtað kosningafyrirkomulaginu breytt þannig að tekin verði upp ein- menningskjördæmi í .stað hlut- fallskosninga. Þá mótmælti rík- isstjórn Plastiras þessari op- inskáu íhlutun. Peurifoy verði kallaður heim. Blað stjórnarinnar Helliniki Imera krefst þess nú að Peuri- foy verði 'kallaður heim. „Mr. Peurifoy er ekki hingað sendur til þess að gefa löglegri stjórn okkar fyrirskipanir“, segir blað ið. „Hann hefur algerlega mis- skilið stöðu sína“. Meinað málaliðs Indverska stjórnin hefur til- kynnt, að hún muni ekki fram- ar leyfa Bretum að afla sér málaliðs meðal Gúrkakynflokks ins í Nepalriki, en þaðan hafa Bretar fengið hermenn í ný- lenduher sinn um margra ára skeið. En Peurifoy veit hvað hann syngur, hann veit hver hefur undirtökin á grísku þjóðinni. Þegar sósíaldemokratar mót- mæltu í þinginu þessari síðustu íhlutun hins bandaríska sendi- herra, sagði Venizelos varafor sætisráðherra: „Við höfum engan rctt til þess að fara með slík ummæli um erlenda full- trúa.“ Herinn minnkaður um helming. Ástæðan til þessarar íhlutun- ar Peurifoys er sú, að stjórn Plastiras hefur hótað að leggja til kosninga með stefnuskrá, þar sem lagt er til að herinn verði minnkaður um helming, sem svar við þeirri ákvörðun Bandaríkjanna að skera efna- hagsaðstoðina niður um helm- ing. 3Malih hafnisr áróðurstillögu Malik hafnaði í gær á fundi afvopnunarnefndar SÞ áróðurs- tillögum Vesturveldanna um af- vopnun. Þessar tillögur voru lagðar fram í maí og fólst í þeim, að stórveldin þrjú Bandaríkin, Sovótríkin og Kína takmörkuðu heri sína við 1,5 millj. manns hvert, en Bretland og Frakk- land við 800 þús. Með þessu móti fengju vesturveldin þrjú sem hafa samtals um 250 millj. íbúa, fjölmennari her en Sovét- ríkin og Kína sem hafa um 650 millj. íbúa. Malik lagið í sta&inn til, að fækkað yrði í öllum herjum um þriðjung sem fyrsta skref á . leiðinni til algerrar afvopnun- ar og algert bann yrði lagt við kjarnorkuvopnum. BANDARÍSKAR sprengjuflug- vélar gerðu í gær loftárásir á raforkuver í Norður-Kóreu. Sagt var í Tokio, að útvarpið. í Pyongyang hefði þagnað við loftárásina miklu í fyrradag og hefðí enn ekki heyrzt í því. Bandarískri kröfu um forréttindi í Marokko hafnað af Haagdómstólnum Vildu ekki hlíta lögum landsins, heimtuðti tolla- og skattfríðindi Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur kveðið upp úrskurð í deilu- máli Frakklands og Bandaríkjanna um réttarstöðu bandarískra þegna í frönsku Marokko, sem hafa þar aðsetur vegna banda- rískra herstöðva. Úrskurðurinn var í flestum atriðum Frökkum i vil, Banda- Kína semur um stórfefld við- ' skipti við Bretland Samningar undirritaðir um kaup á vefnaðar- vörum fyrir 1,5 millj. punda Kína hefur samið við 60 vefnaðarframleiðendur í Yorks- hire um kaup á ullarvörum, sem nema að verðmæti 568 þús. sterlingspund, eða um 26 millj. króna. Samningar þessir eru gerðir fyrir hönd kínversku stjórnar- innar af umboðsfélagi í London. Forstjóri fyrirtækisins London Export Corporation, Jac'k Perry sem tók þátt í efnahagsráð- 26 þús. farast í umferðaslysum Tuttugu þúsund manns hafa farizt í umferðaslysum í Banda- ríkjunum, og segja Bandaríkja- menn það sjö sinnum meira mannfall en þeir hafi orðið fyr- jr í Kóreu stefnunni í Moskva í apríl, seg- ir að hann vonist til að hann geti lagt fram pantanir fyrir hönd Kínastjórnar á vefnaðar- vörum fyrir 3,5 millj. sterlings- pund, (rúmum 160 millj. kr.) á þessu ári. Bann dregur úr við- skiptunum. Nú þegar hefðu verið undir- ritaðir samningár um viðskipti fyrir 1,5 millj. sterlingspunda, en bann brezku stjórnarinnar við sölu annarra vara en vefn- aðar til Kína mundi að líkindum draga úr frekari viðskiptum. Kínastjórn vill auk vefnaðar- vara kaupa lyfjavörur og alls 'konar vélar og áhöld. ríkin urðu ofaná í aðeins tveim atriðum. Dómstóllinn vildi ekki viður- kenna kröfu Bandaríkjanna um að bandariskir þegnar þyrftu ek'ki að hlýta marokkönskum lögum, nema því aðeins að þau væru viðurkennd af Bandaríkja- stjórn, nó heldur þá kröfu að bandarískir þegnar ættu ekki að greiða beina skatta í Mar- okko eða neyzlutolla þá, sem lagðir höfðu verið á árið 1948. Bandaríkin hafa 'krafizt að fá að greiða innflutningstolla eftir ákvæðum sem þeir höfðu sjálfir samið, en dómstóllinn vildi heldur ekki fallast á það og lagði áherzlu á, að ekki væri hægt að gera upp á millj inn- flytjenda. MOSSADEGH ræddi í gær við Iranskeisara í liálfa aðra klukkustund. Brezka stjórnin hefur fengið skýrslu frá Midd- leton sendiherra hennar i Te- heran um umræður hans við Mossadegh. Bandaríski sendi- herrann í London hefur átt viðræður við Eden ^um olíu- deiluna. Forstjóri bandariska olíufélagsins NCity Service Cor- poration er kominn aftur til Teheran eftir 4 daga dvöl í Abadan. LEIÐTOGAR Wafdistaflokksins hafa mjög komið við sögu í i'réttum frá Egyptalandi að undanförnu. Hér sjást þeir helztu, Nahas fyrrv. forsætisráðherra er til vinstri (með fez á höfði) en i'ormaður flokksins Furag Serag el Din er honum á hægri hlið.. í miðju uppreisnarhershöfðinginn Naguib. Engisprettur herja i norS- í vesturhéruBum Indlands ' Stærstu hóparnir 25 þús. lestir að þyngd Versta engilsprettuplága, sem komið hefur í mörg ár, herjar nú í norðvesturhéruðum Indlands. Fréttaritari brezka útvarps- ins segir að síðustu þrjá daga hafi hver engisprettuhópurinn eftir annan flogið yfir höfuð- borgina, Nýju Delhi, og hann segir þá vekja jafnmikinn ugg meðal íbúanna og óvinasprengju flugvélar hefðu gert. Enn meiri ástæða er til að óttast þessa plágu vegna þess að upps'keruhorfur eru nú mjög góðar í Indlandi. Engisprettan getur étið tíu sinnum eigin þunga á einum degi, og þegar þess er gætt að stærstu hóparn ir munu vega um 25 þús. lestir er fljótséð hvílík landauðn þeir geta skilið eftir sig. Baráttan gegn plágunni og varnarráðstafanir hafa þó geng ið vel hingað til og vonir standa Á NÆSTUNNI tekur til starfa úraníumnáma í Suður- Afrku, og er búizt vi'ð að þeg- ar fullur skriður er kominn á vinnsluna muni Suður-Afríka verða stærsti framleiðandi úr- aníums og sá námugröftur jafn mikilvægur landinu og gull- gröfturinn hefur verið. Stjórnarkreppa í Finnlandi Stjórnarkt'eppa er nú í upp- siglingu í Finniandi, þarsem stjórnarflokkarnir eru sundur- þykkir um verðlagningu á kornvörum, og ekki lítur út fyrir að þeir komist að sam- komulagi. Bændaflokkurinn vill hækkun kornverðsins, en sósíaldemó- kratar hafa ekki viljað fall- ast 'á hækkunina. Þeir hafa hótað því áð segja sig úr stjórninni, ef hækkun korn- verðsins verður samþykkt af meirihluta ráðherra, en talið I er sennilegt að svo verði. til að komið verði í veg fyrir stórfellda eyðileggingu. Shinweil krefst styttingar herskyldnnnar Shinwell, sem var landvama- ráðherra í stjórn Verkamanna- flokksins, hefur 'krafizt að her- skyldutíminn verði styttur í Bretlandi. Eitt ár væri feykinóg til hem aðarþjálfunar, sagði hann. Verkamannaflokkurinn hefði tekið upp tveggja ára herþjón- ustu, en það hefði aðeins verið bráðabirgðaráðstöfun. Shinwell lagði áherzlu á að Verkamannaflokkurinn yrði að ta'ka upp róttækari stefnuskrá, ef hann vildkhalda velli. 'ji--------%—i------------- andarískt jafn- rétti! Utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna tilkynnti á miðviku- daginn, að enn hefði engin á- kvörðun verið te'kin um hvort væntanlegir innflytjendur yrðu skyldaðir til að upplýsa hvort þeir væru af Gyðingaættum. Lögfræðingar í utanríkis- og dómsmálaráðuneytunum athuga nú hvaða spurningum innflytj- endum beri að svara samkvæmt hinum nýju lögum um innflytj- endur. Olíufundur í íran Bandarískir olíuleitarmenn hafa fundið olíulindir um 150 km fyrir sunnan Teheran. segir New York Journal of Comm- erce. Það er álitið sennilegt, að hér sé um jafnauðugar lindir að ræ'ða og þær sem Bretar höfðu ráð yfir við Aba- dan, áður en. þær voru þ;óð- nýttar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.