Þjóðviljinn - 09.10.1952, Page 3
Finruntxidagiir 9. október 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3
ÞJ ÓÐLEIKH ÚSIÐ:
eftir
Sean O’Casey
Leikstjóri: Lárus Pálsson
Leikrænn skáidskapui’ Ira á
tuttug-ustu öld er merkur þáttur
og glæsilegur i bókmenntum ver-
aldar, en enn þekktur af fáum á
landi hér. 1 þetta skipti hvikar
Þjóðleikhúsið ekki frá skyldu
sinni, heldur leggur á brattann,
og sýnir eitt af meistai-averkum
Seans O’Casey, mesta leikskáida
Ira sem nú lifa. Vera má að
sumt í leikriti þessu komi þeim
annarlega fyrir sjónir sem lítt eru
kunnir bókmenntum Ira og sögu,
en i þvi speglast hörmuleg örlög
þeirra og sérkenni; fáar þjóðir
hafa orðið áð þola meiri raunir.
„Júnó og páfuglinn" .gerist í
hröriegum leiguhjalli i einu af fá-
tækrahverfum Dyflinnar árið 1922
og er bitur harmleikur, en auðug-
ur að mergjuðu skopi, tvísæju
háði, safaríkri kímni; persónurn-
ar margar gráthlægilogar og
mannlýsingar allar meitlaðar og
sterkar. Andi-úmsloftið er böli
þrungið, við kynnumst örbirgð og
fáfræði, borgarastríði og látlaus-
um mannvigum, kúgun og lög-
reglUveldi; algeru fyrirhyggjuleysi,
fullkomnu vonleysi. O’Casey er
kommúnisti og ákafur íriðarsinni
og hefur jafnan barizt við rang-
lætl og þröngsýnl, hjátrú og aftur-
haldssemi landa sinna og myrkra-
veidi kaþólskrar kirkju, hann ólst
upp í urnhverf) því sem hann lýsir
og varð lengi framan af æfi að
búa við skort og þrengingar hins
írska verkamanns, gerðist ungur
verkalýðsforingi og tók virltan
}>átt 1 baráttu þjóðarinnar gegn
harðstjóm Engle-ndinga — og þeg-
ar alls þessa er gætt má furðu-
legt kaiia að hvergi skuli gæta
prédikunartóns í hinu fratga leik-
riti; skáldið lítur slcyggnuin, raun^
stejum og hiutlægum augum á
líf sína eigin fólks, þess fólks
sem bann berst fyrir og ann.
Við kynnumst írskri alþýðufjöi-
skyldu, kunningjum hennar og ná-
grönnum, vonum og óbærilegum
höi-mum. Húsbóndinn, Jack Boyle
að nafni, er drykkfelldur ónjdj-
ungur, slæpingi og gortari, kall-
aður páfuglinn vegna útlits síns
og göngulags, ærlegt handtak ger-
ir hann aldrei af fúsum vilja,
Sonurinn er hryggileg ímynd von-
levsis þess og ótta eem örbirgðin
skapar, hann ’hefUr lilotið örlcunil
í borgarastríðmu og einhverra
hluta vegna svikið félaga sinn í
hendur fjandmönnunum, og bíður
hvergi sjáist slrima, ákveður að
hefja nýtt lif á brennandi rústun-
um — leikslokin geta jafnvel
beint huganimi að niðurlagi „Sjálf-
stæÖ3 fólks", hinnar miklu ís-
lenzku skáldsögu. Júnó er hin ei-
lífa móðir, boðberi réttlætis og
kærleika, friðar og mildi, í lýsingu
hennar liefur skáldið ofið mann-
úð sína og ást.
örbirgðin er verst allra glæpa,
Júnð, lokaorð
(Arndís Björnsdóttir)
nú hefndarinnar taugasjúkur aum-
ingi. I annan stað berst dóttirin
eins og hetja gegn fáfræði og
niðurlægingu, en bíður líka ósig-
ur: kennaraspjátrungur flekar
hana og hleypst síðan á brott,
on að ala barn í lausaleik er
hörmulegra áfall en órð fái lýst
i hinu ramkaþó’ska landi. Júnó,
eiginkonan og móðirin, er hin
sanna hetja . l^iksins, Skorturinn
hefur að vísu merkl hana og mót-
að en ekki bugað til fulls, hún
þrælar án afláts og berst fyrir
iifi fjölskyldunnar og ber höfuðið
hátt þótt allar vonir bresti og
Joxer Daly
(Lárus Pálsson)
og það er bölvun fátæktarlnnar
sem skáldið leiðir fram á sviðið
og festir okkur í mlnni. Hann
lýsir fáeinum sérkennilegum ein-
staklingum, en líf þeirra, skapgerð
og orðsvör bregða furðulega skæru
ljósi yfír mikil víðemi, þeir eru
Smynd hinnar þrautpíndu írsku
þjóðar, kosta liennar og iasta.
Harmleikur O’Casey er biturlegur
og sár, en þó dylst ekki jáltvæð
afstaða skáldsins; hann ann gleði
lífsins, fyrirlítur heigulskap og
hræsni, trúir á manninn; „maðui-
inn er gullið, þrátt fyrir allt'V
Vonleysi, dauðabeygur og lífsflótti
nútímaskáldanna vestrænu er hon-
um fjarri.
Þéir einir sem kynnzt hafa leik-
list íra munu geta um það dæmt
hvernig lýsa skuli persónum þyíisa
)eiks, umhverfi þeirra og and-
rúmslöfti, en að mínu viti kemst
Lárus Pálsson vel úr þeim vanda,
sýningin er áhrifamikil og lifandi
heild og farsællega skipað í öll
hinna meiri hiutverka — fremur
ógreinilega framsögn einstakra
leikenda þarf tæpast að nefna,
enda daglegt brauð. Það hefur
verið að sjónleiknuin fundið að
skopið gangi fram úr hófi í fyrri
hlutanum og hörmungarnar dynji
of snögglega yfir; þeim aðfinnsl-
um mun sliáldið raunar svara
því einu að þannig sé lífið sjálft.
En auðsætt er að bygging verks-
ins leggur leikstjóranum mikinn
vanda á herðar, hann verður að
gæta þess öllu framar að eklri
raskist jafnvægi leiksins. Og það
hefur Lárusi Pálssyni vel tekizt,
hann gefur skopinu ckki lausan
tauminn, gáskinn fær aldrei að
drottna, einn á sviðinu; við finn-
um að ólánið vofir yfir, jafnvel
þegar fiest virðist. !eika í lyndi.
— Prá sviðbúnaði er vel gengið,
on Lárus Ingólfsson hefur málað
hina fátæklegu dagstofu fjölskyld-
unnar. Mjög vönduð og kjarngóð
er þýðing Lárusar Sigurbjörssonar
og bersýnilegt að þýðandinn ein-
setui' sér að íslenzka leiliritið í
sannri merkingu orðsins, einstaka
atriði er ég ósammála eins og'
gengur, og sumt af bundna mál-
inu mastti betur fara.
Arndís BjÖrnsxJóttir og Valur
Gislason hafa oftlega leikið sam-
an mikil hlutverk við góðan orð-
stír, og gera það enn að þessu
sinni, en þau eru Júnó og páfugl-
inn. Sannar og heilsteyptar per-
sónur tekst þeim báðum að skapa,
þau eru mikJar andstæður, hjónin,
sem vera ber, en þó skiljum við
fljótlega að þau hafi lengi búið
undir sama þaki. 1 leik Ai-ndisar
er eðlilegur stígandi allt til enda,
tilsvör hennar og athafnir í hin-
um harmi slungna lokaþætti ein-
læg, djúp og sönn og ná beint
til hjartans, en lokaorð hinnar
hrjáðu og hugrökku móður eru
vandasömust og veigamest i öll-
um leiknum. Og ágæta vel lýsir
Arndis skapbrigðum hennar áður,
það er eins og Júnó yngist upp
og fieygi álagahamnum þegar hún
fréttir um arfinn og bjartari dag-
ar sýnast í vændum, og því átak-
anlegri verða þögul og sár von-
brigði hennar og grimmar sorgir.
— Forkunnlegt er gerfi Vals, lát-
bragð og svipbrigði, og mjög sam-
hljóða lýsingu skáldsins sjálfs, og
óþarft að kjósa þennan fáfróða
drykkjumann og landey'ðu öðru
vísi. Leikur Vals er fyndinn, kröft-
ugur og mannlegur hvort sem
hann lýsir gortl eða skreytni
„skipstjórans" svonefnda, eða upp-
gerðarsýki hans, ínnantómri reiði
og skyndiiegri kæti; og ieikarinn
ýkir ekki galla þessa vandræða-
rnanns, skilur breyskleika hans.
Soninn leikur Baldvin Halldórs-
son á sannfærandi og látlausan
hátt og er réttur maður á rétt-
um stað, en hlutverkið er tragískt
frá upphafi og eitt hið þýðingar-
mesta í leiknum. Átakanlegt er að
sjá þennan vesaling og 'neyra í
meðförum Baldvins, við hljótum
strax að aumkva hann, harma
örlög hans. Segja má að Baldvin
hafi ekki enn náð fullkomnu valdi
yfir rödd sinni, en öruggum og
skjótum framförum hefur hinn
ungi leilcari tekið, og má þess
minnast að fyrir réttum tveim
árum lók hann nnnan taugaveikl-
aðan son, að vísu ólíkrar stétt-
ar, Eric Birling í „Óvæntri heim-
sókn“. Herdís Þorvaldsdóttir leik-
ur dótturina mjög snoturiega, en
lætur ekki veruiega að sér kveða;
búningurinn fer henni ekki nógu
vel. Fallegur og innilegur er leik-
ur hennar í lokin, þegar hin unga
gæfusnauða stúlka segir skilið við
ást sina og allar hamingjuvonir.
Mikia og óskipta athygli vekur
Lárus Pálsson í hlutverki Joxers
gamla, drykkjubróður og sálufé-
laga páfuglsins, þessa skemmti-
lega lygalaups og einstæða sníkju-
dýrs sem helzt mælir í orðskvið-
um eða ljóðum. Hnitmiðaður og
fíngerður er leikur hans og veru-
lega ferskur og nýstáriegur; Joxer
er skemmtilega ólíkur öllum þeim
náungUm sem Lárus hefur áður
skapað, gríninu stilit í hóf á næst-
um v:sindalegan hátt þótt freist-
ingin hljóti að vera mikij, og aldr-
ei slegið á ódýran streng.
Tveir ungir menn Ueppa mn
ástir dótturinnar, kennarinn og
uppskafningurinn Gestur Pálsson
og verkalýðsforinginn Róbert Arn-
Júnó og páfuglinn (Arndís Björns-
dóttir og Valur Gislason)
finnsson. Túlkun Gests er hnitti-
leg og þróttmikil, en kvennabósi
þessi verður þó of ógeðfelldur í
meðförum hans, varmennskan of
augljós við fyrstu sýn. Látlaus
og geðfelldur er ieikur Róberts,
en ef til vill mætti leggja ríkari
áherzlu á framgirni og hentistefnu
þessa unga jafnaðarmannas sem
prédikar eitt en gerir annað.
Regína Þórðardóttir fer skemmti-
lega með hlutverk hinnar skraf-
hreifnu frú Madigan, en er í
mörgu harla ólík þvi sem skáldið
lýsir þeirri konu, hún á að vera
næsta grófgerð og í öllu hinn
mesti boldangskvenmaður. Smekk-
lega flytur Emelía Jónasdóttir orð
frú Tancred, hinnar syrgjandi
móður; Ælvar Kvaran er klæð-
skerinn gamli, klæddur skemmti-
legu gerfi.
Ilúsið var hvergi nærri full-
skipað, en leiknum ágætlega tek-
ið og mjög að verðleikum, enda er
harmleikur hins írska stórskálds
merkast allra þeirrra viðfangs-
efna sem Þjóðieikhúsið hyggst
að glíma við á þessu leikári.
Á. Hj.
Af fjörrum
löndum
Bretland gerist kj amorku veldi
JB sumar hefur verið sigling
mikil til eyðieyjunnar Monte
Bello undan strjálbýlli strönd
Norðvestur-Ástralíu. Þangað hafa
siglt drekkhlaðin farmslrip frá
hafnarborgum Ástralíu og alla
leið frá Bretlandi. Þar var ráðizt
í.að byggja lieilt borgarhverfi með
rafleiðslum, vatnsveitu og öðru til-
heyrandi. Ekki átti það byggðar-
lag þó að eiga sér Janga sögu.
Húsunum var ekki ætlað að vera
mannabústáðir og nú eru þau í
rústum, Nýbyggðin á Monte Bello
var þurrkuð út i kjarnorkuspreng-
ingu á föstudagsmorguninn í fyrri
viku. Mannvirkin þar voru reist
til að reyna á þeim eyðingamiátt
fyrsta kjarnoi-kuvopns Breta.
WBREZKIR vísindamenn voru
framarlega í þeirri alþjóðlegu
fylkingu, sem stóð við vöggu
kjarnorkuvísindanna á fyrstu tug-
um þessarar aldar. Nægir þar að
nefna Rutherford iáávarð og sam-
starfsmenn hans. Það fór ekki
fram hjá Bretuin þegar þýzki
prófessorinn Hahn sýndi fram á
það rétt fyrir upphaf heimsstyrj-
a’darinnar síðari að við breytingu
úranmálms úr einu efnisafbrigði
i annað losnar orka úr læðingi.
Þegar Einstein sannfærði Roose-
velt forseta um að smiði kjarn-
orkuvopna væri fræðilegur mögu-
leiki höfðu brezkir visindamenn
linnið mikið starf ú því sviði.
Að frumkvæði Bandarikjamanna
hættu Brctar 1942 sjúlfstæðum
kjarnorkurannsóknum og allir
siijö'lustu fræðimonn þeirra gengu
í þjónustu Manhattanáætlunarinn-
ar, en það var duinefnið á tilraun-
um Bandaríkjamanna til að smíða
kjarnorkuyopn.
’BC'INS og allir vita har þetta
brezk-bandariska samstarf á-
rangur sumarið 1945 og kjarnorku-
öldin var hafin með slátrun og
limlestingu nokkur, hundruð þús-
und Japana sama haust. Eh þeg-
ar komið var yfir örðugasta hjall-
ann var öllu samstai'fi lokið af
hálfu Bandaríkjamanna. Banda-
ríkjaþing lýsti visindalegar og
tæknilegar uppgötvanir Manhatt-
anáætlunaiánnar, árangurinn af
starfi vísindamanna frá mörg'um
þjóðum, bandaríska,einkaejí>'n, ojj
lagði tuttugu ára fangelsi við
úppljóstrunum kjarnorkuleyndar-
mála. Bretar, sem höfðu lagt í
hinn sameiginlega sjóð þekkingu
og sililli sinna fremstu vísinda-
manna, fengu að heyra það að í
þessum málum væru þeir utan-
Veltubesefar og aðskotadýr, þeim
var vitneskja um kjarnorkuvopn
Bandarikjanna jafn óheimil og
erkióvininum í Kreml.
INSTON CHURCHILL hef ur
margoft látið í það slrina að
honum hefur sviðið þessi meðferö
ráðamaima í Washington á banda-
mönnum sínum í London. Hann
sat sig- því ekki úr færi að gja’da
líku Hkt þegar tækifæri bauðst.
Þegar kjarnorkurannsóknii'nar.sem
brezk stjórnarvöld hófu eftir brott-
reksturinn úr hinu engilsaxneska
kjarnorkusamfélagi, voru komn-
ar á það stig að tekizt hafði að
smíða brezkt kjarnorkuvopn. neit-
aði hann þverlega beiðni banda-
rísku kjarnorkunefndarinnar um
að. fá að hafa áhorfendur við til-
raunina á Monte Beilo. Gamla
manninura va.r ósárt um að !áta
bandarísku oflátungana lienna á
eigin sjálfbirgingsskap.
ÁÐAMENN Bandarikjanna
gerðu sér það nefniíégá í hug-
arlund fyrst eftir heimstyrjö!dina
síðari, áð í krafti kjarnorkusprengj
unnar gætu þeir ráðið heiminum,
Þeir héldu að yfirburðir Banda-
rikjanna i trokni væru svo miklir,
að það væri óhugsandi að önnur
riki gætu nokkru sinni náð þeim
í kjarnorkuvopnasmíðum, livað þá
heldur farið fram úr þeim. Þessi
þægiiega sjálfsblekklng fauk út í
veður og vind haustið 1949, þeg-
ar Truman forseti varð að játa
það að Sovétríkin réðu yfir kjarn-
orkuvopnum, fimm árum áður en
sérfræðingar Bandaríkjastjómar
höfðu talið mögúlegt að þau yrðu
smiðuð þar. Og eftir kjamorku-
sprengingu Brcta ríkir hrein og
bein skelfing í Wa.shington. Harð-
sviruðustu lieiuisvaldasinnar
heimta að kjarnorkulögin verði
endurskoðuð til a.ð gera það mögu-
legt að taka upp samvinnu við
Breta á ný.
(AÐ þykir nefnilega fulivíst,
þrátt fyrir algera þagmælsku
opinberra aðila í Bretiandi, að
brezka kjarnorkuvopnið sé á ýms-
an hátt enn stórvirkara drápstæki
on þau, sem Bandaríkjamenn hafa
pmiðað. Komið hafa fram getgát-
ur um að það sér vetnis-
sprengja af syipaðri stærð en
iangtum aflmeiri en plútóníum-
eprengjur Bandaríkjamanna. En
það skiptir elriri mestu má!i. Hvar
vetna hefur sú skoðun komið
fram að kjarnorkusprenging Breta
hafi ekki fyrst og fremst visinda-
le-ra þýðingu heldur stjórnmála-
lega. Kjavnoi'kusprengingin í Sov-
étríkjunum 1949 rauf kjarnorku-
einokun Bandaríkjamanna í heim-
inum og kjarnorkusprenging Breta
i síðustu viku rauf kjarnorlcuein-
okun þoirra meðal Vesturveldanna.
Bret’and er ekki eins háð Banda-
ríkjunum og áður. í sömu vikunni
og Churchill lét reyna fyrsta,
brezka kjarnorkuvopnið á Monte
Be.l’o kaus kjarni Verkamanna-
flokksins, sem fullvíst er talið að
vinni næstu þingkosningar i Bret-
landi, sex af sjö fuíltrúum sinum
i miðstjórn flokksins einmitt þá
menn, sem eindregnast hafa kraf-
izt þess að Bretar taki upp sjálf-
stæða stefnu í utanríkismálum og
hætti að vera tagihnýtingar Banda
rikjanna. Sprengingin á Monte
Bello mun gefa þeirri stefnu byr
undir vængi.
M. T. Ó.