Þjóðviljinn - 16.10.1952, Side 3
Fimmtudagur 16. október 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3
iin af
UM þessar mundir er stödd
hér í bœuuni frú SiRríður
Sigurðardóttir frá SigSu-
firði, cji hún er móðir Þór-
odds Guðmundssonar og
þeirra systkina. Af því að
mér datt í hug að liún lum-
aði á ýmsiun fróðleik lagði
ég Ieið mína til hennar hér
um dagiim og bað hana um
viðtal og lét hún {mð góð-
fúslega í té, liittist svo
skemmtilega á að þá var
einmitt gullbrúðkaupsdagur
gömiu kommnar.
Sigrí'ður er 76 ára að aldri,
fædd og uppalin á Siglufirði.
Hún giftist fyrir 50 árum Guð-
mundi Jörundssyni frá Hrísey,
var hann einn af þeim fyrstu
sem keypti vélbát við Eyja-
fjörð, gerði liann þann vélbát
út til dauðadags og druliknaði
af honum 9. nóvember 1912, þá
bjuggu þau hjónin á Þöngla-
bakka við Þorgeirsfjörð og áttu
6 börn.
— Það hefur verið erfitt að
standa ein uppi með sex börn
þá?
— Dálítið, elzta bamið var
níu ára en það yngsta niu
mánaða, og allt Var óvátryggt
í þá daga. En um þetta vil ég
sem minnst tala, allt komst það
einhvern veginn af og aldrei
þurfti ég neitt að þiggja af
því opinbera. Við vomm búin
að búa á ÞöngVbakka í þrjú
og hálft ár þegar GuÖmundur
drukknaði og ég bjó þar í þrjú
ár eftir það. Á þeim árum
giftist ég aftur og eignaðist ég
þrjú börn með þeim manni, svo
bðrnin urðu alls níiu — Frá
Þönglabakka f luttist ég að
Staðarhóli á Sigííífirði*'og',*það-
an á Eyrina, en þar hefi ég
búið síðan.
Upphaí verkalýðssamtaka
á Siglufirði
— Hvernig var atvinnulíf á
Siglufirði á þeim árum?
— Þá var síldin þar í al-
gleymingi og nóg atvinna, en
lágt var kaupið. Það var fyrst
1926 að bagur vinnandi fólks
f ór að batna, en þá stofnuðum
við fyrsta verkakvennaféiagið
þár, það var stofnað 4. maí
það vor. Það er margs að
minnast frá því sumri og við
mikla erfið'eika að etja þegar
verið var að semja um launa-
kjörin, verst var þó oft að
eiga vi'ð skilningsleysi kvenn-
anna sjálfrá sem í félaginu
voru, þó að margar þeirra —
og einkum stjómarkonurnar —
stæðu sig prýðilega vel í þeirri
baráttu.
— Hvað va.r verkakvenna-
kaupið hátt á Siglufirði þegar
félagið var stofnað?
— Það var 0,60 kr. um tím-
ann, 0.75 kr. á tunnu við að
kverka óg salta síld og 1,25 kr.
við að hausskera og salta. Við
fengiun kaupið við að kverka
og salta upp í 1,00 lcr. á tunn-
una, kostaði það mikil átök,
og raunar bjóst ég ekki við að
það hefðist. í gegn. Man ég sér-
staklega eftir fundinum sem
við samþykktum að setja fram
þá kröfu, ]>á stóð upp ein kona,
sem við höfðum ekki búizt við
að stæði með okkur og sagði:
,Við erum svo margar að við
hljótum að geta fengið krón-
una, og krónan skal það verða“
og sló í borðið. Ég bar þetta
undir atkvæði og var það sam-
þykkt í ebiu hljóði. Síðan var
farið að semja við vinnuveit-
endur og var það ekki átaka-
laust, en ef segja ætti þá sögu
alla yrði það nóg í margar
kvennasíður, en við höfum
þetta fram að lokum og þetta
kaup var greitt allstaðar á
Sigríður Sigurðanlóttir
Siglufirðd um sumarið og þótti
mikill sigur að fá því fram-
gengt. Þá fer.gu fastráðnar
stúlkur 4,00 kr. á viku, nokk-
urskonar tryggingu, við feng-
um það hækkað upp í 6,00 kr.
einnig eftir mik’a baráttu.
— Þú liefur verið ,formaður
í þessu félagi?
— r frað í þessu
fyrsta verkalrvennafélagi. 1931
klufu svo kratamir það og síð-
an urðu tvö félög til ársins
1938. þá lögðum við bæði félög-
in. niður og sameinuðum þau í
eitt félag, og hefur það verið
eitt síðan.
Siqluíjörour í dag
— Kvernig er svo ástandið
á Sig’.ufirði í dag?
— Það er ekki gott, nú sem
stendur, þegar sildin hefur
brugðizt svona hvert sumarið
eftir annað og sjaldan eins og
í sumar. I-Iafa sumar söltunar-
stöðvar sama og ekkert saltað
í sumar, þó vcit ég um a.m.k.
eina söltunarstöð sem hefur
saltað íast að þvi upp í trygg-
ingu.
— Hvað um aðra atvinnu
á staðnum?
■— Bærinn á tvo togara og
hafa um 70 manns atvinnu við
bá og dálítil atvinna er við
að þurrka sa’tfísk. Þá eru
nokkrir mótorbátar á staðnum
og' allmargir hafa vinnu við
þá. ELnnig er á Siglufirði
tunnuverksmiðja" og er hún
starfrækt á vcturna og viimu
við hana skipt milli manno
þannig að hún komi scm jafn-
ast niður. Tvö fiskþurrkunar-
húg eru í bænum og tvö íshús.
Þá er einnig stimdum ofurlítil
bæjarvinna við gatnagerð og
þess háttar. Allt frara að þess-
um tíma álít ég enga neýð hafa
verið hjá almenningi á Siglu-
firði samanborið við það sem
ég kalla neyð og þekktist hér
áður fyrr, en nú fer vetur í
hönd og ekki er glæsilegt at-
vinnuástand framundan.
— Það eru bæði verkamanna-
■ verkalýðsmálin á Siglufirði
núna?
Hvað getur þú sagt mér um
og verkakvennafélög á staðn-
um, í þeim munu vera um 900
manns. Allar konurnar sem
vinna úti eru skyldugar til að
vera í verkakvennafélaginu og
greiða því árgjald sitt. Félags-
líf í verkakvennafélaginu er
gott og félagarnir standa vel
saman um hagsmunamál sín
hvaða flokkum sem j>eir fylgja
og hve simdurleitar skoðanir
sem þeir annars hafa á öðrum
málum. Tel ég það vel farið
og gjarnan mega, vera öðrum
til fyrirmyndar. Verkalýðnum
veitir ekki af því, einkum nú
á þessum erfiðu tímum, að
standa fast saman um hags-
muni sína. — M. Þ.
Hreyií tllhög
un Mvenna-
síðnnnar
I’AK sem ritstjórn Þjóövlljans
Hefur ákveðiS að fella niður
Kvennasíðuna í sinni núver-
andi fnyntl, verður þetta sein-
asta síðan er ég nnnast. Eg
þaklia konunum gott samstarf.
María Þorsteinsrlóttir
„Ljótt er að heyra" datt mér
hug, þegar ég fyrir skemmstu
las í Tímanum. um atvikið sem
sagt var að gerzt hefði í Vest-
mannaeyjum í sumar, að ung
stúlka í fylgd með hennanni
hefði tínt af sér fötin á al-
mannafæri. Því langar mig til
að senda blessuðum ungn stúlk-
unum línu. Látið ykkur aldrei
detta hug að þessir menn lyfti
ykkur upp á hærra menningar-
stig. Auðvitað eru þeir mis-
jafnir eins og aðrir menn og
alls e'kki óþokkar upp til hópa,
en treystið ekki á heppni ykk-
ar í því vali, treystið á sjálfar
ykkur. Hugsið til foreldra ykk-
ar og systkina, munið þið þá
minnast þar fyrst og fremst
móður ykkar, sem sjálfsagt
liefur borið hitann og þungan
af vandamálum ykkar með ykk-
ur, það sem af er ævinnar,
þangað til ykkur datt í hug að
sækja ykkur elskhuga suður á
Keflavíkurflugvöll. Hvað hald-
ið þið, stúlkur minar, að mæð-
ur ykkar hafi tengt margar
fallegar og glæsilegar vonir við
fi'amtíð ykkar ? ættu þær e. t. v.
ekki skilið að eitthvað af þeim
vonum fengi að rætast? Gætuð
þið hugsað ykkur nokkuð sár-
ara, ef þið væruð mæður sjálf-
ar, en að dætur ykkar væru
að tína af sér fötin á al-
mannafæri og gengju svo hálf-
naktar ?
Mæðurnar finna fljótlega a.ð
eitthvað er að, en þær eiga
kannski bágt með að trúa þyí.
Þær hugsa sem svo: „getur
þetta hafa hent stúlkuna mína,
sem ég hefi reynt að ala upp
í guðsótta óg góðíun siðum,
eða er búið að ræna hana
öllu velsæmi?" Eitt er víst,
þetta gerir engi.n með heilbrigða
sansa. Eg hefi oft verið að
velta því fyrir mér hvar or-
! •—■¥ilb@rgi’ÓSsafscl©ffir
FAEIN MINNINGARORÐ
I dag verður lögð til hinztu
hvildar Vilborg Ólafsdóttir,
Njarðargötu 33. Hún lézt á
sjúkrahúsinu Sóiheiinum 10.
þ. m. aðeins 53 ára að aldri.
Vilborg ÓlafsdÓttir hafði átt
við löng og erfið veikindi að
stríða en bar þrautir sínar með
æðrulausu hugrekki þótt henni
væri ljóst að hverju dró.
Með Vilborgu er til moldar
gengihn einlægur og ötull mál-
svari verkalýðshreyfingarinnar
og sósíalismans. Munu starfs-
systur hennar í starfsstúlkna-
fálaginu Sókn ekki sízt nú minn-
ast með þakklæti þess mikla
starfs sem hún lagði á sig í
þágu þess félags bæði fyrr og
síðai'. En Viiborg var einn af
stofnendum Sóknar 1934 og
átti sæti í stjórn félagsins frá
byrjun, ýmist sem meðstjórn-
andi, gjaldkeri eða fonnaður,
en formannsstörfum í félaginu
gegndi hún óslitið frá 1945 þar
til á síðastliðnu vori. Vann
Vilborg heitin mikið og gott
starf í þágu stéttar sinnar bg
vildi jafnan veg félags síns
sem mestan.
Vilborg Ólafsdóttir lét sér
ekki nægja starfið og' bftfáttuna
á vettvangi hinnar faglegu
hagsmrmabaráttu verkalýðsins.
Hún skipaði sér snemma af
einlægni og festu í raöir ís-
lcnzkra sósíalista og gerðist
Vilborg Ólafsdóttir
einn af stofnendum Sósíalistá-
flokksins 1938, og starfiui í
lionum til dauðadags af sáma
áhuganum og drengskapnum cg
og liún sinnti málefnum stctt-
arfólags síns.
í dag kveðja vinir og fé-
lagar Vilborgu með þakklrrti
fyrir framlag. hemiai', tryggð
og festu í j ág'u verkalýðshi vyf-
ingariimar og sósíalismans og
heita því að halda jafnan hátt
á lofti mérkjum þeirra hug-
sjóna sem hún stai-faði fyrir
og unni heitast.
sakanna fyrir þessu vandamáli
væri að leita. Eg held að þjóð-
félágið eigi þarna mikia sök.
Ef þessar stulkur hefðu vel-
launaða vinnu væri hag þeirra
á allan hátt betur borgió. Þá
gætu þær veitt sór það sem
hugur þeirra girnist, svo sem
falleg föt, vistleg herbergi, þar .
sem þær gætu eytt frítímum
sínum og einhverja menntun.
Margar imgar stúlkur eru at-
vinnulausar núna, og þó segja
megi að vistir í húsum standi
alltaf til boða, þá eru þær
eins misjafnar og þær eru.
margar, og engri stúlku lái ég
þó hún vilji ekki gera vist að
ævistarfi sínu. Einn góðan veð-
urdag hitta þessar stúlkur svo
hermenn sem virðast hafa fulla
vasa af peningum og geta veitt
þeim allt sem þær vilja, þá
dettur þeim élcki í liug að þær
þurfi að kaupa það svo dýru
verði að þær þurfi að dreklca
ofan í sig ólyfjan sem gerir
þær kynferðislega brjálaðar.
Það getur engum liðið vel
sem heyrir eða les um þetta,
og ekki skil ég að stúlkum
þessum líði vel sjálfum þegar
þær koma til vits aftur og
finna hvernig leikið hefur verið
á þær, og vita að mennirnir
sem þær treystu hafa dregið
þær svo langt niður í svaðið
að fá dæmi munu til annars
eins. Svo heyrir maður raddir
um að þetta sé allt lygaáróður.
Ónei gott fólk, ég veit að þetta
er hvorki áróður né lygi. Ég
veit að margt illt hefur gerzt
þarna suður á Keílavíkurflug-
velli síðan herinn kom til lands-
ins. Það er ekki langt síðan ég
var sjálf stödd á þessum slóð-
um og þurfti að komast til
Reykjavikur að kveldi til, en
hafði misst af síðustu áætlunar-
bifreiðinni. Kom þá bíll sem
var að flytja þrjár stúlkur suð-
ur á. Keflavíkurflugvöll. Hafði
ég tal af þeim og sá að þetta
voru allt prýðismyndarlegar
stúlkur, en mjög áberandi und-
ir áhrifum áfengis. Sögðu þær
að ég gæti fengið far með
bílnum til baka, það væri búið
ið borga hann. Spurði ég eina
óessa stúl'ku <þá sem mór virt-
st hafa forustuna fyrir ferða-
'aginu, hvort hún væri kunnug
i veilinum, svaraði hún því á
bá leið að hún væri á leið þang-
að að hitta „sjensinn sinn“
n að hinar tvær hafi ekki kom-
'ð þar áður. Ein þessara
túlkna var mjög ung að sjá,
vona á að gizka 14-—15 ára.
>að get ég sagt ykkur að mér
ar ekki sársaukalaust að sjá
’sssar ungu, og að því er
Irtist efnilegu, stúlkur vera að
'ara á þennan stað, þar sem
’orsmán ög niðurlæging biði
jeirra.
Víst er um það að ef bragg-
arnir á Keflavíkurflugvelli
hefðu mál og gætu sagt frá
því sem þar hefur gei-zt og þar
er að gerast, þá myndi mörg-
um okkar bregða í brún, svo
ófagrar yrðu þær upplýsingar.
Ég á mér enga heitari ósk en
þá að allar ungar, íslenzkar
stúlkur vilji forðast allt sam-
neyti við setuliðið meðan það
dvelst hér og koma ætíð fram
sem siðuðum og menntuðum
ungmennum sæmir, og þá muii
öll þjóðin verða stolt af ykk-
ur, íslenzku stúlkur.
Steinþóra Einarsdóttir