Þjóðviljinn - 16.10.1952, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.10.1952, Blaðsíða 5
4) _ í>JÓÐVILJINN — Fimmtudagur 16. október 1952 Fimmtudagur 16. október 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5 jsióiviyiNN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, <áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Magnús Torfl Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu3tíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 1S annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. _________________________________________________✓ Bandaríska sijérnarstefnan þýðir Iðnaðarmálaráöhfcrra, menntamálaráðherra íslands Bjöm Ólafsson, er fulltrúi heildsalastéttarinnar í aftur- haldsstjórn íhalds og Framsóknar. En meira að •segja í þeirri endemisstjórn er nú situr að völdum á íslandi af bandarískri náð hefur honum tekizt að slá met, verða mesti endemisfulltrúinn sem bandarísku lepp- flokkarnir tylla í ráðherrastólana. Ýmsir hafa lært sitthvaö á iðnsýningunni sem nú er að Ijúka. Iðnaðarmálaráðherra íslands, Björn Ólafsson, virð- ist þó þó hafa lært einna mest — ummæli hans benda til þess að honum hafí fyrir sýnúnguna ekki einungis vcrið ókunnugt um gildi íslenzks iðnaðar fyrir þjóðar- heildina, heldur hafi sú vanþekking valdiö því að hann og rikisstjórn hans hefur unnið markvisst að því árum saman að leggja íslenzkan iðnað í rúst! Eöa það gæti góðgjarn maður haldið sem les þá yfirlýsingn ráðherr- ans í Morgunblaöinu að sá iðnaður sem geti haldið slíka iðnsýningu „eigi krófu til þess að hið opinbera, ríkisstjórn og Alþingi geri sér grein fyrir hvaða ráðstafanir þurfi að gera til þess að skapa varanleg skilyrði fyrir heil- brigðri þróun innlends dðnaðar“. Að vísu gæti jafnvel góðgjarn maður undrazt að iðnaðarmálaráðherra ís- lands þurfti að fara á sýningu til aö uppgötva helztu staðreyndirnar um íslenzkan iðnað! Þess hefur jafnvel orðið vart að forgöngumenn iðn- sýningarinnar hafi gert sér vonir um að ríkisstjórnin tæki sinnaskiptum við sýninguna og léti af fjandskap viö innlenda iðnaðinn. Þó munu þeir fáir svo bjartsýn- ir. Og sannast mun að Bjöm Ólafsson og samráðherrar hans i bandarísku leppstjóminni hafa ekkert lært, ekki heldur af iðnsýningtmni. Þeir hafa kannski lært það af þunga almenningsálitsins að ráðlegast sé að hræsna dá- lítið fyrir iðnaðinum innlenda á síðasta ári fyrir kosn- ingar. En minnugm mcga íslenzkir iðnrekendur og ís- íenzkur almenningur vera á athafnir Björns Ólafssonar og samráðherra hans í garð iðnaðarins í landinu. Minn- ugir á að það er liður í þeirri bandarísku stjórnarstefnu sem nú er fylgt að lama innlenda iðnaðinn. Þaö er stefna lyrirskipuð af Benjamín fyrir hönd húsbændanna vestra og trulega framfylgt af Birni Ólafssyni og stjórnarflokk- unum. stefna uppáskrifuð af Alþýöuflokknum í tíð Stefáns Jóhannsstjórnarinnar. Benjamín og Ólafur Björnsson „reiknuðu" að fólkið í iðnaðinum sem niður legðist færi f ,,útflutningsframleiðsluna“. Þeir reiknuðu skakkt þá eins og endranær. Fólkið úr iðnfyrirtækjunum sem hiakið var þaðan af hinni bandarísku stefnu Björns Ólafssonar og Co. lenti út í afvinnuleysið velflest. Og það var líka tilgangurinn. „Hæfilegt“ atvinnuleysi er óhjákvæmilegur liður í því „jafnvægi“ sem ríkisstjórnin tók að sér að skapa í landinu, „jafnvægi“ síversnandi kjara alþýðunnar annarsvegar og sívaxandi gróða af- ætustéttanna i þjóðíélaginu hinsvegar. Björn Ólafsson verður aldrei til þess áð rétta hlut héilbrigös iðnaðar 1 landinu. Hann kann einungis aö rneta sjú.kan iðnáð. Gróðabrall á borð við Kókakólafram- leiösluna er sá eini iðnaður sem sLkir menn kunna að meta, vegna þess að þeir græöa sjálfir fjárfúlgur á hon- um. Þjóöhollustu væntir enginn af þeim maiini sem á stríösárunum setti það skilyrði fyrir utanlandsfcr í þágu landsins að hann mætti misnota förina til að hamstra bandarísk einkaumboð fyrir sjálfan sig. Það þarf meira til en að Kókakólabjörn sjái iðnsýninguna. Það þarf breytta stjórnarstefnu, nýja heilbrigða íslcnzka stjórn í r-tað hinnar bandarísku leppstjómar ef takast á að búa heilbrigðum iðnaði holl og góð vaxtarskilyrði í landinu. 19.30 þingféttir. — Tónleikar. 20.30 Er indi: Öryggisráð- stafanir á vinnu- stöðvum (Páll S. á ( !!), á vegum hlutafélags Næturvarzla sem nú títtaðvikin ,.þjóð- Iðunni. Simi 7911 félagsstoð" er formaður í. Mér datt í hug í gær þegar ég sá Morgunblaðið og rakst þar á fingrafettur í þessa strákslegu ráðstöfun orðu- nefndar, samlíking sem eitt , - Páisson íögfræðing ástsælt þjóðskáld okkar not- urj 21.55 Tónleikar: Söngvar eft- aði um skítalykt og tengda- ir Hugo Wolf við texta eftir móður SÍna: „Svo var skíta- Goethe (John McCormack, Fried- lyktin mögnuð að jafnvel Mar- rich Schorr og Alexander Kipnis grét fór út“. Hinsvegar er syngja). 21.20 Upplestur: Karl Is- ekki kannski með öllu óhugs- feld les Þýdd °S frumort ljóð. 21.35 andi að karlarnir í orðunefnd Einieikur á píanó: Magnús Bl. séu orðnir demokratiskir og Illur þeíur — Braqgaútvarp — Krómaðir svindlarar ^æturvörður. SA skrifar. Illur þefur pínir okkur sem búum í nánd við gúmmíviðgerðarstofu eina við Bergstaðastræti milli Spítala- stígs og Bjargarstígs. Á lágri skúrbyggingu er ferlegur reykháfur sem oft fær mann til þess að gnísta tönnum. Þar er brennt miklu af gúmmíi og allir kannast við lyktina er leggur af slíku eldsneyti. Það dugar lítt að loka gluggum, ,,ilmurinn“ smýgur í gegnum allt. Að lokum varð ég svo aðframkominn af eiturgasi þessu, að ég fann mig til- neyddan til þess að kæra til borgarlæknis. Þar eð ég hef lesið að við búum í reyklaus- um bæ, þóttist ég vita að fljótt mundi vænkast ráð okkar þján- ingarsystkina í hverfinu er mað- ur kom frá borg- arlækni til þess að athuga málið. En næst þegar mér varð litið út um gluggann brá mér heldur en ekki í brún. Það rauk sízt minna en áður. Maðurinn frá borgarlækni kom, sá og síðan ekki meir. Við sem búum í reyklausum bæ höldum áfram að kveljast af reyk og óþef. Skipadeild S.I.S.: Hvassafell iestar síld á Breiða- firði. Arnarfeil lestar saltfisk í Eyjafirði. Jökulfell fór frá N. Y. 11. þm., áieiðis til Rvíkur. Læknavarðstofan Austurbæjarskól- anum. Simi 5030. Kvöldvörður og Lyfjabúðinni Jóhannsson leikur. a) Fantasia , , , . eftir Mozart. b) Prelúdía eftir a moti krossavesemnu og lati Chopin c) Scherzo j b.moI1 eftir það í ljósi með svo meinfyndn- Chopin. 22.10 Tónieikar: Klarínett- um hætti. Annars má þetta konsert í A-dúr (K622) eftir Moz- allt hafa hin verstu eftirköst, art (R. Kell og Philharmoniska sem sagt ef maður fær kross hljómsveitin i London leika; Sir eða stjömu getur bann búizt Malcolm Sargent stjórnar). 22.10 við að verzlunarfélagar hans Dagskrárlok. hlaupist umsvifalaust af landi í þeirri trú að allt hafi komizt Húsmæðrafélag Reykjavíkur. upp en röðinni bara snúið, Ve5na forfalla er hæ^ að bæta fyrst stjaman syo saksokmn ske.g félagsins _ Námskei3ið er enda er það eðlilegn roð, ef að hefjast Upplýsingar j sima í alvöru er talað. — Með kærri 4740. kveðju frá manninum á göt- unni. Sjö sönglög eftir Brynjólf Sig- fússon, fyrrum söngstjóra í Vest- mannaeyjum, hafa borizt. Eru þau m. a. við Eldgamla Isafold, Ólag Gríms Thomsen og kvæði Gísla Brynjólfss. Hin dimma, grimma hamrahöll. Lögin eru raddsett fyr- ir 4 söngraddir. Loftleiðir h.f. Hekla fór til N.Y. kl. 9.30 í gær- morgun, væntanleg hingað aftur Flmmtudagur 16. okt. (Gallus- á morgun snemma á leið til Hafn- messa). 290 dagur ársins — Hefst ar og Stavanger. 26. vika sumars — Tungl i há- KONA skrifar: Afsiðunarspjót- in standa nú að okkur rú öllum áttum. Og mikið er í húfi að draga úr íslenzkri þjóðernistilfinningu. — Þings- ályktunartillaga þeirra Jónas- E - Háfiæði ki. 3.40 ar Amasonar og Emars Ol- og 15 55 _ Lágfjara kl. 9.52 og geirssonar um braggaútvarp 22.07. erlendra hermanjia í landi þar sem ríkið eitt hefur rétt til Ríkisskip þess að starfrækja utvarp, er Esja er j Reykjavik og fer það- sjávar við Nauthólsvik i Fossvogt. timabær. Morð, meira morð, an nœstkomandi föstudag vestur Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Og ,,I love you, love me tOO“ um land í hringferð. Herðubreið Mosfellssveit og Kjalarnes, Áraes- er sá söngur sem íslenzk var á Hornafirði í gær á austur- og Rangárvallasýslur. æska skal alast upp við nú, leið. Skjaldbreið á að fara í dag CJWýí"®® Söngfélag verka- “ * -®®'1** lýðssamtakanna Rafmagnstakmörkunin Nágrenni Rvíkur, umhverfi Ell- iðaánna vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til til Skagafjarðar- og Eyjafjarðar- hafna. Skaftfellingur á að fara íyossamtakanna i frá Reykjavík á morgun til Vest- Reykjavík vantar nokkrar raddir, mannaeyja. Baldur fór frá Reykja einkum bassa, til söngs í vetur. vik i gær til Breiðafjarðarhafna. Ueir sem kynnu að hafa hug á að , . syngja með kórnum, tali við stjórn bam við að opnað se fynr EOISKIP: __ anda hans, Sigursvein D. Krist- breimstöð þessa, en enginn Brúarfoss fór frá Ceuta 9.10. til insson, Mávahlíð 18. Sími 80300. getur vænt konu þá um kom- Kristiansand. Dettifoss fór frá múnisma, þótt hún yrði ef til Rvík 12.10. til Grimsby, London Kvenfélag Óháða fríkirkju- svo að henni verði ekki á að hugsa of mikið. Það er til fyrirmyndar að í einum stærsta húsmæðraskóla lands- ins hefur skólastýran lagt vill kölluð Óamerísk — Kona. °S Hamborgar. Goðafoss fór frá safnaðarins heldur fund í Breið N.Y. 9.10. tii Rvíkur. Gullfoss fór . frá Leith 14.10. til Khafnar. Lag- Úrðingabuð 1 kvold kl. 8.30. Tli arfoss er í Antverpen. Reykjafoss skemmtunar: Séra Emil Björns ___T „ . , , . , fór frá Kerni 10.10. til Rvíkur. son les upp, söngur. — Konur KÆRI Bæjarpostur. „At denne selfoss er j RVjk. Tröilafoss fór eru beðnar að taka með sér avsides hop penger samlet frá Rvík i gærkvöld, til N.Y. handavinnu. samen i lutter urett og uhum- skhet, at den allerede hadde kunnet stinke like til Stock- holm“ segir Kielland í ,,Jakob“ sem framhald af ,,at Direk- tör T. Wold vilde ved förste 229- dagur. lejlighet bli utnevnt ridder af JS' St. Olavs ordenen": er þetta ekki klassiskt og háaktuelt, p; svo maður sletti meiri út- lenzku, hér á ættjörðdnni. Ein '.f,' áberandi persóna í þjóðlífi u okkar er nefnilega svo spreng- hlægilega lík honum Törres i ífí ,.Jakob“ Kiellands gamia. Ll: I raun og veru er það smá- S; vægilegt atvik í svívirði.nga- [{•; samstæðu valdhafanna og þó ' t er fátt sem hefur eins vakið t athygli og verðjigt umtal f-;( fólksins á götunni, og þegar fe Af fjörrum löndum gÉRHÆFING er kjörorð nú- tímans, í vopnasmíðum ekki síður en á öðrum sviðum, en fáa mun hafa órað fyrir því að sér- hæfingin er komin á það stig að farið er að framleiða skot- vopn, sem að allri gerð eru mið- uð við það eitt að þau séu hentug verkfæri í höndum iaun- morðingja. Af einskærri tilvilj- un varð það opinbert í apríl í vor, að slik vopn eru smíðuð í þúsunda tali fyrir Bandarikja- stjórn. Þá bar það við að maður að nafni Schuster var myrtur á götu í New York. Morðið vakti óvenju mikla athygli, vegna þess að Schuster hafði rétt áður komið upp um Sutton nokkurn, banka- ræningja, sem lengi hafði verið leitað. Mánuði eftir að morðið var framið fannst morðvopnið, og að sögn New York Times 8. apríl þ.á. var það skammbyssa, nefnd Chiefs Special, „tiltölulega ný fiöt tegund með stuttu (tveggja þumlunga) hlaupi og aðeins sex og hálfs þumlunga löng enda á milli.... til notkunar fyrir menn í leyniþjónustu hersíns vegna þess að hún er svo flöt að ekki ber á þótt menn í borgaralegum klæðum beri hana. ... Vopnið er smíðað til notkunar í návigi og til þess að skjóta hratt.... hægt er að skjóta þeim fimm skotum, sem þessi skammbyssa tekur, svo ótt að óvönum eyrum mjmdi heyrast að einungis tveim hefði verið hleypt af“. Byssan, sem Schuster var banað með, var ein af fjórtán, sem stolið hafði verið af bryggju Bandaríkjahers í Brooklyn úr sendingu 2000 sams- konar skotvopna, sem fara áttu til Evrópu. H1 rlÐ bandaríska stórblað gaf þessar upplýsingar í fram- hjáhlaupi í frásögn af fréttnæmu morðmáli og bar ekki á að þvi þættu þær á neinn. hátt merki- legar. Hins vegar er hætt við að ýmsum Evrópumönnum þyki það hálf óþægileg tilhugsun að vita þúsundir bandarískra spæjara laumast mitt á meðal sín búna návigisskotvopni, sem er svo hug- vitssamlega gert að ekki sér einu sinni bungu á vasanum og fimm skothvellir renna saman í eitt við notkun þess. Bandarískum ráða- mönnum er gjarnt að státa af því, hve mörgum milljónum þeir geti banað með kjarnorkusprengj- um sinum en ljóst má vera af lýs- ingunni á Chiefs Special að þeir hafa ekki síður hugsað fyrir manndrápum í smáum stíl. En nú hefur tekizt svo óhöndulega til að hluti af skránum yfir þá, sem ætlunin er að kála við tælcifæri, hefur komizt í hendur manna, sem eru ekki meira en svo hrifn- ir af því að bandaríska leyni- þjónustan trakteri fólk, sem henni gezt ekki að, á fimm skammbyssukúlum á sekúndu. Það vakti geysilega athygli er þýzki sósíaldemokratinn Georg August Zinn, forsætisráðherra fylkisstjórnarinnar í Hessen, skýrði frá þvi í síðustu viku að bandaríska leyniþjónustan hefði skipulagt fyrrverandi nazistaliðs- foringja til skæruhernaðar og morða. 'W7IKKI var von að Zinn gæti orða bundizt. Af 95 papp- írsörkum þöktum nöfnum þess fólks í Vestur-Þýzkalandi, sem átti að „gera óskaðlegt“, með byssukúlum ef þörf þætti, voru nöfn flokksbræðra hans, vestur- þýzkra sósíaldemokrata, á 80 en aftökulistinn yfir kommúnista komst fyrir á 15 örkum. Máske hefur nafn Zinn .sjálfs verið þarna að finna, því að í hópi sósíaldemokratanna, sem koma átti fyrir kattarnef, voru þing- menn á fylkisþingum og ríkis- þingi og ráðherrar í fylkisstjórn- um. Bandaríska hernámsstjórnin í Þýzkalandi hefur játað að upp- lýsingar Zinn séu réttar, og Don- nelly hernámsstjóri hefur orðið að lofa að senda utanrikisráðuneyt- inu í Washington slcýrslu um þessa framtakssemi bandarígku leyniþjónustunnar í Vestur-Þýzka- landi. t”TR því að bandaríska leyni- þjónustan undirbýr hóp-- morð í bandamannaríkjum sínum í Vestur-Evrópu, má nærri geta hvaða starfsaðferðum hún beitir í ,„óvinalönd|unum'‘ í austurhljuta álfunnar. Bandaríska vikuritið U.S. News & World Report skýrði lítillega frá þeim fyrirætlunum, sem efst voru á baugi í Was- hington árið 1948. 1 hefti, sem kom út 9. april það ár, segir frá „hernaðaraðgerð X“ sem ver- ið sé að undirbúa. Þar er rætt um ýmsar leynileiðir í „barátt- unni gegn kommúnismanum" allt frá „fjárhagsaðstoð við andkom- múnistíska verkalýðsforingja" í Vestur-Evrópu til „morða á kom- múnistaforingjum" í Austur-Evr- ópu. 1 New York Times 9, des- ember í fyrra ræðir James Rest- on um „hernaðaraðgerð X“ í framkvæmd. Hann kallar nefnd- ina til að stjórna sálrænum hern- aði (Psychological Strategy Bo- ard), sem nú starfar í Washing- ton, Óþokkabragðaráðuneytið. — I nefndinni eiga sæti fulltrúar ut- anríkisráðuneytisins, landvarna- ráðuneytisins, Bedell Smith, hers- höfðingi og fyrrverandi sendi- herra í Moskva, nú yfirmað- ur leyniþjónustu Bandaríkjanna (Central Intelligence Agency), og formaður nefndarinnar er Alan Kirk aðmiráll, annar fyrrverandi Moskvasendiherra Trumans,- — Nefndin hefur mikið fé til um- ráða og þarf ekki að gera neina grein fyrir, hvernig því er varið. Reston hæðist að bandaríska ut- anríkisráðuneytinu fyrir að bera á móti þvjí að Bandaríkjastjórn „leiki bófa og lögregluþjóna hinu- megin við járntjaldið". iw REIN Restons var skrifuð stjórnin hafði mótmælt 100 millj- ón dollara fjárveitingu Banda- ríkjaþings til að styrkja „valda menn sem eru búsettir í eða hafa sloppið frá Sovétríkjunum, Póllandi, Tékkóslóvakíu, Ungverja- landi, Búlgaríu, Rúmeniu eða Al- baníu, annaðhvort til að mynda af þeim mönnum deildir úr her- afla Atlanzhafsbandalagsins eða í öðrum tilgangl". Kersten full- trúadeildarmaður, flutningsmaður tillögunnar um þessa fjárveitingu, sagði í ræðu á Bandaríkjaþingi: „Að halda því fram að hermdar- verk myndu ekki vera þáttur í frelsunarhreyfingu í Austur-Evr- ópu er að gera sig beran að al- gerri vanþekkingu á því, hvað frelsunarhreyfing er“. Og í Nati- on’s Business, málgagni Verzlun- arráðs Bandaríkjanna, segir Ant- hony H. Leviero, blaðamaður við Framhald á 6. síðu. Heiman ég fór Hið forna sögubrot Halldórs Kiljans Laxness, Heiman ég fór, er Þjóðviljinn sagði frá um dag- inn, er nú komið á haustmark- aðinn. Það er ekki stór bók, um 130 gisprentaðar litlar síður. Út- gáfa kversins er einkar þokkaleg. Það heitir í skýringartitli sjálfs- mynd æskumanns, og er enn- fremur ejtt af drögum Vefarans mikla, fyrirlitið og fyrir munka kastað, siðan flutt til Ameríku, þaðan borið aftur heim á æsku- stöðvarnar. Fyrstu tveir kaflar sögunnar eru skáldlegir inngangar. Fimm þeir næstu eru ritaðir í stíl sann- ferðugrar endurminningar úr bernsku, og er það langbezti hluti verksins. Hver fullorðinn rithöf- undur væri fullsæmdur af þeirri frásögn; aðeins fáum mundi auðn- ast áð skrifa hana jafnskemmti- lega. Til dæmis þar sem segir af ömmunni og vatninu: „Vatns- bólið liggur lángt fyrir neðan bæ- Ofbeldishótanir þrífylkingar- innar afsanna ósannindi Morgunblaðsins og AB Þær virðast ekki ætla að taka ósigri sínum í fulitrúa- kjörinu í Reykjavík karixnann- lega lýðræðishetjur þrífylking- arinnar ef marka má AB og Morgunblaðið í gær. Þrátt fyrir ósigrana sem þeir hafa beðið í verkalýðsfélögunum og allir sem fylgzt hafa með fregnum blaðanna af ikosningaúrslitum þekkja, staðhæfa bæði þessi þrífylkingarmálgögn að ríkis- stjórnin og AB-liðið hafi tveggja atkvæða meirihluta í Fulltrúaráðinu þ. e. að hlutföll- in séu óbreytt frá því sem var fyrir fulltrúakosningarnar! Þjóðviljinn ætlar ekki að fara að elta ólar við þessar barna- legu staðhæfingar þrífylkingar- blaðanna sem enga stoð eiga í veruleikanum. Reynslan á eftir að skera úr því við vænt- anlegt stjórnahkjör í Fulltrúa- ráðinu hvort Þjóðviljinn eða þrífylkingarblöðin hafa rétt fyrir sér. Þjóðviljinn bíður ó- kvíðinn þeirra úrslita verði fylgt venjulegum reglum og farið að lögum. Verkalýður Reykjavíkur hefur kveðið upp sinn dóm í fulltrúakjörinu og honum ber öllum aðiljum að hlíta. „hins unga Jýðveldis" nokkr um dögum eftir að höfðað var sakamál á hendur leppum ,,direktörsins“ og vikapiltum fyrir stórfelldari fjárglæfra, en við eigum að venjast að opinber rannsókn fari fram framangreindur , Jakob“ ckk- ar hlut æðsta heiðursn^rki hinc nr»o-a Ivnvplrhs" nnlrkr- |W Þennan dag yfirgáfu margir Baktíar og . fyiltu flokk Hodsja Nasreddín. Um kvöld- ið ræddust Baktíar og Ars'anbekk við. Hinn nýi vitring-ur var þeim báðum sama ógnin, og þeir gleymdu sínu forna hatri „um stund: Það mætti reyna að sctja eitur í rr.atinn_ hjá honum, sagði Arslar.bekk. Og verða 'hálshöggvinn á eftir, andmælti Baktiar. Nei, betra væri að halda Hússein Húslía fram með öllu móti, ef hægt væri að koma því inn hjá emírnum að speki vitringsins skyggi á vizlcu hans sjálfs. Af- brýðisemi emirsins þýddi fall vitringsins. En örlögin héldu vörð um Hodsja Nas- reddín, og jafnvel mistök hans urðu honum nytsamleg. Er Baktíar og Arslanbekk höfðu komið því til leiðar með tvíefldu hrósi um vitringinn að emirinn fór að finna til af- brýðisomi, þá h'jóp Hodsja Nasreddin á sig einn dag. , Þeir gengu um garðinn, emírinn og vitring- ur hans og önduðu að sér ilmi blómanna og kættust við fuglasönginn, en emirinn þagði sífelit svo Hodsja Nasreddín fór að verða órótt. Það andaði kulda frá þessari þögn, og Hodsja Nasreddín fór að hug- leiða hver ástæðan gæti verið. En AB og Morgunblaðið sýna það bæði í gær að þau og þrifylkingin vita betur um nið- urstöður fulltrúakjörsins í Reykjavík en látið er í veðri vaka. Þessvegna endurtaka þessi málgögn sundrungarafl- anna í verkalýðshreyfingunni enn þá hótun sína að Dagsbrún skuli beitt skefjalausu ofbeldi og svift fulltrúum á sambands- þingi. Þeir eru sex Dagsbrún- arfulltrúarnir sem reka á af þingi heildarsamtakanna, hefur AB eftir atvinnurekandanum Sæmundi Ólafssyni, en Morgun- blaðið er enn veiðjbráðara og segir þá „sex til átta“!! Ekkert sýnir betur en þessi ósvífna ofbeldishótun við forustufélag íslenzkrar verkaiýðshreyfingar hve gjörsamlega trúlaúsir þrí- fylkingarmenn eru á stað- hæfingar sínar um meiri- hluta í hinu nýkjöma Full- trúaráði. Hver trúir því að þrífylkingu ríkisstjórnarinn- ar og AB-liðsins kæmi til hugar slíkt ofbeldisverk í garð Dagsbrúnar vissi hún sig ekki komna I vonlausan minnihluta eftir fulltrúa- kosningarnar í Fulltrúaráð- inu í Reykjavík? Áreiðan- lega enginn. Því eklti skal því trúað að sundrungar- öfjin geri sér ekki 1 jóst að svo ósvífið hnefahögg til Verkamannafélagsins Dags- brúnar geti dregið óþægileg- an dilk á eftir sér ef fram- kvæmt yrði. En vissulega mun því verða veitt almenn og vakandi at- hygli til hverra ráða „lýð- ræðis“-hetjurnar grípa til þess að reyna að breyta ósigri sín- um og minnihluta í ,,sigur“ og ,,meirihluta“ innan verkalýðs- hreyfingarinnar í Reykjavík. Hvort sem það verður níðings- verk framið á Dagsbrún eða eitthvað annað áiíka lýðræðis- legt muji það hljóta þungan og verðskuldaðan dóm verkafólks- ins sem í fulltrúakjöri verka- lýosfélaganna hefur dæmt þrí- fylkinguna af verkum hennar og svift hana þeim tæpa meiri- hluta sem hún áður hafði inn- an Fulltrúaráðsins. inn, og þegar við létum sogrdælu í kjallarann, og vatnið kom renn- andi upp á móti, þá sagði amma mín aðeins bittinú. Að vísu sá hún vatnið koma úr dælunni og hún dreypti á vatninu, og það var vatn, en hún sagði bittinú fyrir því“. Þetta var fornkona. Síðan fer höfundur heiman, til Reykjavilcur. Þar verður al’t and- rúmsloft óraunverulegra, það er eins og veröldin fari á flot, sveip- ist annarlegum þokum. Það er hvorki haldreipi né grundvöllur. Enn eru margir hlutir skemmti- legir, hugmyndirnar á ferð og flugi: höfundur mundi þekkjast þó nafns hans væri hvergi getið. En það verður enginn samfelldur söguþráður, höfundur ræður sýni- lega ekki við að tengja hugmyndir sínar lifandi persónum; þær eru reykur einn og litur. Miklar and- stæður ríkja í viðhorfi höfundar til heims og manna: hann er ekk- ert nema hrokinn gagnvart heim- inum, af því hann heldur að ver- öldinni komi hann verst; en af- staða hans til sögupersónanna virðist mótast af einhverskonar ti-úarlegri tilbeiðslu. Þær skína í einhverju Ijósi sem ekki tíðkast í mannahíbýlum. Höfundurinn var að skrifa sögu sína sumarið sem hann var 22 ára, og lauk þessum hluta um það bil sem hann gekk upp til stúdentsprófs. Sagan er heimild um höfund sinn, bæði þetta sum- ar og fyrri, og verður eftirtíman- um Ijóst dæmi þess hve frumleg gáfa hans var auðug og náttúrleg: bæði stílgáfan og sjálfgefin upp- reist hugsunarinnar gegn venju og hversdagsleik. Nú þykir manni sem ekki hafi þurft spámann til að sjá að það hlaut að verða maður úr þessum dreng. — B. B. Austantórur Svo nefnast minningar og sagna- þættir Jóns Pálssonar, fyrrum bankagjaldkera; en þriðja hefti þeirra er nýkomið út. Hefur Guðni Jónsson annazt útgáfu, en Helga- fell kostar hana sem fyrr. 1 þessu hefti eru nokkrir Þættir fx'á Eyrarbakka og Stokkseyri, svo sem: Leikfimi á Eyrarbakka fyrir 70 árum, Ábyrgðarfélag opinna róðrarskipa, Barnaskólinn á Stokkseyri, Skemmtiferðir á hest- um og skautum, Búskapar- og heimilisþættir, Fjallskil og réttir Flóamanna, o.s.frv. I Ýmsum end- urminningum segir m.a. frá Heim- ilisháttum og hollum siðum, Suð- urferðum, Hreppsnefndai-störfum á Eyrarbakka. En lengsti þáttur bókarinnar er helgaður séra Eggert Sigfússyni i Vögsósum, en hann er einn íurðulegasti maður sem uppi hef-’ ur verið á íslandi. Það ui'ðu færri messur en messxiföll hjá honum í lífinu og gefur hann í skýrslu til prófasts síns þessa skýringu á messufalli 1. sunnudag eftir trínít- atis 1906: „Forsöngvari kvaðst þreyttur". Fyrsta sunnudag í jólá- föstu sama ár varð messufall að Strandarkirkju vegna þess að „prestur gleymdi glei'augum". Og sunnudag milli jóla og nýárs: „Mikið norðanrok, enda prsetur fullur". — En nokkrum árum áður liafði eittsinn oi'ðið „messu- fall eftir samkomulagi". Látum það nægja um messuföllin, cn ekki er ófróðlegra hvernig k’erk- ur deilir mönnum í lóma og skúma: lómar heita góðir menn, skúmar allir hinir. Arið 1887 komu á heimili prests, í Vogsós- um, 489 skúmar og 16 lómar. Það varð honum mjög sterk sörinun urn þroska- og menntunar’.eysi sóknarbarna sinna, enda kor.iu 99 lómar að Hraungeröi á cinum. þremur mánuðum sama ái's. Mikinn fróðlcik af ýmsu tagi er að finna í Austantórum Jóns Pálssonai:, og er hann betur geymdur. Höfundur ritar sæmilegá tríxtt mál, og fátíð orð eru æðimörg i ritum hans. í þessari geymd felst gildi verks hans, þó það sé að öðru leyti ekki miklar bókmenntir. — B. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.