Þjóðviljinn - 31.10.1952, Síða 1
Vostmlagur 31. október 1952 — 17. árgaiigur — 246. tölublaó
boðar iyrirætlanir um að
bizida allt kaup með nýjum þrælalögum
Tillaga sósíaíista um mánaðarlegar vísitiiiugreiðslnr
samkvæmt framlærsluvisitölu lelld I elrideild
.rt'.-"
Stjórnarliðið' í efrkleild felldi í gær tillögu frá Magnúsi
Kjartanssyni þess efnis að frá 1. nóv. n.k. skyldu allir
iaunþegar fá greiddar mánaðarlegar vísitöluuppbætur
•samkvæmt framfærsluvísitölu — en hún er nú 162 stig.
Urðu miklar tunræður um þessa tillögu, og m.a. lýstu
þrír þingmenn stjórnarinnar því yfir aö þeir væru
fylgjandi nýrri lögbindingu á kaup, þótt sú leið væri
c-kki framkvæmanleg alveg strax — þ.e. ekki fyrr en
eítir næstu lcosningar.
Magnús flutti tillögu sína
sem breytingartill. við frumv.
i íkisstjórnarinnar um fram-
lengingu á ársfjórðusigslegum
vísitölugreiðslum til opinberra
starfsmanna. Rakti Magnús í
framsöguræðu sinni fyrir til-
lögunni hversu ofboðslega dýr-
tíð hefði vaxið undanfarin ár,
og hversu stórlega laun verka-
manna hefðu dregizt aftur úr.
Framfærsluvísitalan er nú 162
stig, en gamla visitalan er kom-
in upp í um 640 stig og hefur
þannig meira en tvöfaldazt á
fimm árum. Væri kaup greitt
samkvæmt gömlu vísitölunni
— eins og gert var til 1947
þegar AB-menn afnámu þau
réttindi — ætti Dagsbrúnar-
maður nú að hafa tæpar 20
kr. um tímann, en það sam-
svarar því að árslaun hans
ættu að vera um 14.000
kr. hærri miðað við 300 fulia
vinnudaga. Það er því sú upp-
hæð sem á skortir að Dagsbrún-
arkaup hafi fylgzt með hinni
skipulögðu dýrtíð. í þokkabót
er atvinnuleysið nú orðið mjög
víðtækt og alvarlegt og liefur
skert lifskjör allra verkamanna
á geigvænlegan hátt.
f þessu sambandi minntist
Magnús sérstaklega á það að
verkalýðssamtökin eru nú að
-búa sig til stórsóknar til að
vega að einhverju gegn þess-
ari þróun. Þetta eru þær stað-
reyndir sem nú blasa við Al-
þingi, og hjá því verður ekki
komizt að Alþingi taki þessi
stórmál til skjótrar og rögg-
samlegrar meðferðar. Kvað
hann tillögu sína hugsaða sem
lið í sjálfsögðum viðbrögðum
Alþingis við kröfum verkalýðs-
samtakanna.
Miklar umræður spunnust
um málið og töluðu auk Magn-
úsar Haraldur Guðmundsson,
Bemharð Stefánsson, Eysteinn
Jónsson, Páll Zóphóníasscn, og
Gísli Jónsson. Mælti Haraldur
fast með tillögu Magnúsar, en
hinir snérust gegn lienni. Og
í sainbandi við ræður þeirra
gerðust þau tíðindi sem að of-
an greinir að jiingnieim stjórn-
arflokkanna Iýstu yfir ein-
dregnum vilja sínum til að
binda kaup og' afurðaverð
bæuda með nýjum Jirælaltígum.
Ekki væri að visu tímabært að
gera Jiær ráðstafanir nú —
(fyrir kosningar!) — en til
beirra yrði að grípa mjtíg fljót-
lega.
Þessa yfirlýsingu ber ef-
laust að skoða sem svar stiór-
arliðsins til verkalýðssamtak-
anna, og er ekki að efa að
næsta þing Alþýðusambandsins
hljóti að taka þau til alvar-
legrar meðferðar og haga störf
um sínum í samræmi við þau.
Ættu þau ekki sízt að vera
lærd.ómsrík fyrir Alþýðuflokks-
fulltrúana á þinginu.
Tillaga Magnúsar var felld
með 8 atkv. *gegn 5.
Fangamorðin í S.-
Kóreu baia valcið
viðbjóð maniia um
heim allan og
meira að segja inn
an liandaríska
hersins hafu mcim
íátið l*á tilfinningu
í ljós. Á myndinni
sést bandaríski
liðþjálfinn Dean
Chase, 24 ára gam
afl, sem liefur haft
aðsetur í herbúð-
um við Fort Orr í
ICaliforníu. Hann
heldur á afriti af
bréfi, , sem hann
skrifaði Mark
Qlark, yfirhers-
liöfðingja Banda-
ríkjaliers í Kóreu,
þar sem' hann
komst svo að orði
aö aðfarirnar við
fangana væru „við
urstyjigilefíur og siðiausar". •Yfirboðarar þessa hugprúða hermanns
stefndu lionum strax fyrir herrétt og kröfðust þess að lionum yrði
stranglega refsað.
Matthías Þórðarson fyrrver-
andi þjóðminjavörður var 75
ára í gær. Forseti íslands
sæmdi hann stóikrossi á af-
mælisdaginn í viðurkenningar-
skyni fyrir þjóðnýt störf.
Fyrirspurnir á Alþingi:
Hverjir íengu
bilana?
Steingrímur Aðalsteinsson
flytur á þingi eftirfarandi fyr-
irspurn til viðskiptamálaráð-
herra um innflutning fólksbif-
reiða:
,,a) Hvcrsu margar fólksbif-
reiðar 6—7 manna hafa
vcrirt fluttar inn á árinu
1952?
b) Hverjir liaí'a fengið inn-
flutningsleyfi fyrir slík-
um bifreiðum?
c) Hversu mikinn erlendan
gjahleyri kosta þær fólks-
bifreiðar, sem liér urn
ræðir ?“
Fangar skotn-
ir í FLóreu
Bandaríska herstjórnin í
Kóreu tilkynnti í gær, að enn
hefðu verðir við stríðsfanga-
búðir hennar skotið til bana og
sært fjölda stríðsfanga frá
Norður-Kóreu og Kína. Sagði
hún að verðirnir hefðu skotið á
fangana er þeir liefðu reynt að
strjúka úr íangabúðunum á
næturþeli og liefðu margir
fangar fallið og særzt. Ekki
voru neinar tölur ne.fndar.
Frygðarlyfianofkun banda-
rískra hermanna í Bretlandi
Frygðarlyfjabyrlun bandarísks hermanns við brezka
slúlku var þáttur í hjónaskilnaðarmáli í Bretlandi nýl.
Carey Evans, dómari í hjóna-
skilnaðarréttinum í Norwich,
veitti að sögn brezka blaðsins
News of the VVorld 12. okt, sl.
Monica Gladys Niohols skilnað
komið nt
Nýja stúdentablaöiö, málgagn Félags rótttækra stúd-
enta, er komiö út og er helgað stúdentaráöskosningun-
unum sem fram fara á morgun og öðrum bugöarefnum
scúdenta.
Þessar greinar eru í blaðinu:
Stúdentar hafa ætíð staðið
gegn erlendri áþján. Einar
Kiljan Laxness stud. mag. skrif
ar greinina Sameinizt um sig-
ur róttækra. Gerð tilraun til
að afnema akaderaískt frelsi
stúdenta og Efling lánasjóðsins
er eitt mesta hagsmunamál há-
skólastúdenta, báðar eftir Inga
R. Helgasou stud jur. Hernám-
ið og háskólastúdentar, eftir
Boga. Guðmundsson, stud oeeon.
Valið er auðvelt, eftir Friðrik
Sveinsson, stud med. Búksorg-
ir, eftir Ólaf Jensson, stud med.
Tvær sígildar setningar, eftir
Guðgeir Magnússon, stud phil.
Ennfremur Háskólapistill o.fl.
Blaðið er hið vandaðasta. Rit-
stjórn þess hafa annazt Guð-
geir Magnússon, Ólafur Jens-
son og Einar K. Laxness.
frá manni hennar, Bernhard
Frank Nichols.
Dómarinn kvað það sannað
að hann hefði komið grimmd-
arlega fram við konu sína.
Setti lyfið í vín.
Dómarinn kvað það eitt af
dæmunum um grimmúðgi
Franks að hann hefði sífellt
núið Monicu því um nasir að
hún hafði átt barn með banda-
rískum hermanni áður en þau
giftust. Dómarinn sagði að slík
framkoma eiginmannsins hefði
verið óverjandi eins og málum
var háttað. Sautján ára gömul
hefði Monica farið út að
skemmta sér með bandarískum
hermanni, og þegið af honum
það sem hún áleit vera mein-
laust vínglas. En hermaðurinn
lét í glasið eitthvað það, sem
varð þess valdandi að hún
missti alla stjórn á sjálfri sér.
Bandaríkjamaðurinn átti við
hana kynferðileg mök og gat
við henni barn, sem dó fimm
daga gamalt.
Nefnd hlutaðeigenda leiti
fvrir sér um frið í Kóreu
tillaga Vishinski á þingi SÞ í New York
Á fundi stjómmálanefndar þings SÞ í New York í
fyrrakvöld flutt-i Andrei Vishinski, utanríkisráöherra
Sovétrílcjanna tillögu um aö nýjar leiðir yröu reyndar
til aö koma á friöi í Kóreu.
I þriggja klukkutíma og
fjörutíu mínútna harðskeyttri
ræðu svaraði Vishinski ræðu
þeirri um Kóreustríðið, sem De-
an Acheson, utanrí'kisráðherra
Bandarikjanna, hélt í síðustu
viku.
Brot á aljijéðalögum.
Vishinski sagði að ekkert
stæði nú í vegi fyrir vopnahléi
í Kóreu annað en sú krafa
Bandaríkjamanna, að fá að
halda þeim stríðsföngum, sem
þeir halda fram að neiti að
snúa heim til sín. Kvað hann
þessa kröfu brot á skýlausum
ákvæðum alþjóðalaga, Genfar-
sáttmálans um meðferð stríðs-
fanga, sem Bandaríkin sjálf
eru aðili að.
Nýr vettvangur.
Það er ljóst, sagði Vishinski,
að afstaða bandarísku samn-
ingamannanna hefur girt fyrir
það að samningar um vopna-
hlé takizt. Hann kvaðst því
vilja leggja til að umleitanir
um frið í Kóreu yrðu teknir
upp á nýjum vettvangi. Myndi
vænlegast til árangurs að það
yrði nefnd, skipuð fulltrúum
allra þeirra aðila, sem hlút eiga
að máli.
Þúsundir
handteknar
Brezku nýlenduyfirvöldin i
Kenya skýrðu frá því í gær að
herlið þeirra og lögregla hefðu
þann eina dag handtekið um
700 Afríkumenn. Þá er tala:
handtekinna þá 10 daga, sem
liðnir eru síðan nýlendustjórn-
in lýsti neyðarástandi í Kenya,
komin upp í 3600.
enHnr métmæla
„Fundur , hsldiun í Framt:ð-
inni, málfundafélagi mennta-
skólanemenda í Reykjavík 30.
okt 1952 lýsir yfir fullum
stuftningi sínum við mótmæli
Háskólastúdenta gegn frum-
\arpi því, sem menntainálaráð-
herra flutti nýlega að beiðiii
háskólaráðs. Þar eð nemendur
Menntaskólans álíta, að mál
þetta skipti |iá miklu, telur
fundurinn, að með samhvkkt
frumvarps Jiessa, yrði aðstaða
févana námsmanna þyngd að
muii og gæti ýaínvel uevtt þá
tii að liverfa algjör’.ega frá
nárni. Fundurinn krei’st •'l,,ers
akademisks frelsis í Iiás’-éla,
bæði i íþróttum og tíð’ iim i'árns
greinnm. Fyrir J»ví skorar haim
á hið liáa alþingi að vi«a fr"m-
varpi Jiessu frá og þakkar jafn-
framt þeim þingmönnum, sem
vilja varðveita hið akademiska
frelsi í sinni réttu mynd.“