Þjóðviljinn - 22.11.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.11.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — lÆugardagur 22. nóvember 1952 »Vter» Gólfteppi frá sænsku verksmiSj unni AB Márta Máás-Fjetter s.tröm, ofið af Barbro Niisson. Sœnsk feppi Það er athyglisvert, að það eru ekki þær þjóöir, sem státá af risavöxnum iðnaði, sem kunna bezt að framleiða hús- muni, sem bera með sér hvort tveggja í senn, fegurð og nyt- semi. Smáþjóðirnar eru 'þeim þar miklu fremri, en þó einkum tvær af frændþjóðum okkar, Danir og Svíar. Það fer ekki milli má'a, áð þessar tvær þjóo ir standa fremst allra í gerð, húsmuna, Svíar ef til villj skrefi framar en Danir. Við, höfum áður hér í þættinum! birt sýnishorn af sænskri hús- gagnagerð. Hcr eru tvær mynd ir af sænskum, handofnum gólfteppum. Því miður getum við ekki sýnt þau í réttum lit- um. Þessi teppi hafa aðeins einn galla, — þau eru of dýr, enda hándofin. Einhver gæti spurt, hvers vegna við birtum hér myndir af erlendum teppum, húsgögn- um og hvaíeina, sem etki er hægt að fá hér á landi, jafn- vel þótt beinharöir peningar væru fyrir hendi. Þessu má svara á þann hátt, að á fáum sviðum er okkur meiri nauð- syn að sækja fyrirmyndir til útlanda en einmitt þar sem heimilismenning og húsaprýði eiga í hiut. Þetta er frá söimi verKsmiðju, cf» Ið af Arm-Mari Forsnerg. /--------------------------^ Maturinn a morgun ■k Steikt kjötlæri, rauSkál, bak- aðar kartöflur — Sveskjukaka. □ Lærið er drýgst að steikja í ofni og baka kartöflurnar í ofnskúffunni hjá. Ef húsmóð- irin hefði tima til, væri liyggi- legra að kaupa heilan fram- part, 3—4 kg. Taka hokkuð frá til að hafa í kjöt í karrý eða annan lcjötrétt á miðviku- dag. Taka síðan beinin úr bógnum, vefja kjötinu saman i pylsu og steikja í ofninum eins og læri. Þá fengjust einn- ig bein til að sjóða í súpu- soð og e. t. v. mætti skera svolítið af kjöti utanaf og strá sa'ti og nota í kjötdeig seinna i vikunni. Þannig ofn- steikur er alltaf gott að fyl’a með þurrkuðum ávöxtum og sé kjötið magurt, m/ steinse'ju- smjöri. Vitanlega mætti einn- ig beina lærið og fá þann- ig bein i súpu, en það er lítið minni fyrirhöfn en. beina bóg- inn og framparturinn alltaf ódýrari og kjötið jafnvel enn brágðbetra. 1% rauðkál er skorið í mjó- ar ræmur, látið helzt í emel- eraðan eða glerhúðaðan pott og 4 msk. af ediki hellt yfir, svo að kálið haldi rauóa litn- um. Soðið i örlitlu vatni i um % k'st., 1 msk. smjörliki sett út í og saft og sykur eftir smekk. Ágætt er að nota kryddlög áf sýrðum rauðrófum í staðinn fyrir edikið. — Sagt var frá sveskjukökunni í gær. __________________________/ Ef svitaborðinn i karlmanns- hatti hefur hrukkast, má slétta hann með því að væta aðeins með kö'du vatni og strjúka með hend- inni, þangað til hann sléttist. Bafniagnstakmörkunin Austurbærinn og Norðurmýri, milli Snorrabrautar og Aðalstræt- is, Tjarnargötu og Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunn- an. Leiðréttiiíg á ásaniiindam Framhald af 5. siðu. „vartiarsamnirigurinn,“,. seip,, nú eJá ,í, SÍ' ój J)g„hefyr„verið hald- inn svo sem alþjóð er kunnugí og nokkúð hefur verið drepið á hér að framan. Þess; er reynsla Isiendinga af samningum við Bandaríkin. Það er grundvallaratriði, sem allir milliríkjasamningar og allnr þjóðaréttur bygg'st á að „samninga ber að halda“. Þetta grundval'aratriði og þessi forsenda allra ríkjasámn- inga hefur sannan'ega brostið í ölliun hinum þýðingarmestu samningsv'ðskiptum Isiands og Bandaríkjanna, eins osr hér hef- ur verið sýnt, og er Islending- um aúðvelt að sanna þetta fyr- ir öllum heimi hvenær sem er Efnd'r þe’rra fiogurra samn- inga, sem hér er minnt á, sýna. að Bandaríkin hafa ekki hirt um að halda orð eða anda þeirra samninga, sem þeir hafa gert við Island. Framkvæmd þessa samnings sýnir bó allra skýrast að það er ekkí vernd eða öryggi Is- lendinva sem smáþjóðar, sem fyrir beim vakir, he’dur her- nám ÍJandn í anda amerískrar hemaðarstefnu og veena hern- aðarþarfa Bándaríkjanna án minnsta tillits t.i' smæðar og veikrar aðstöðu ísienzku bjóð- arinnar. Með öðrum orðum þíjð er framkvæmd hinna ó- grímuk'æddu herstöðvakrafna frá 1945 og ekkert anhað. Það var ekki vilji eða tilæt.l- un ís'enzkji þjóðarinnar 1945 né 1951. Þess vegna ber að se-gja þessum samningi upp þc-gar í stað. P’ramhald af 3. síðu hefur í stjórn félagsins að mestu óslitið frá stofnun þess og gegnt hefur störfum fyrir félagjð af miklum áhuga til þess eins að vinna félögum sín- um gagn, hefur aldrei komið til hugar nein brögð eða lögleys- ur til að nú yfirváðum í þessu félagi. Að framansögðu hlýtur hverjum að vera ljóst að hér hefur greinarhöfundur, hver sem hann var, farið með raka- laus ósannindi. Varðandi skrif Þjóðviljans um málið vil ég segja það að þau eru að mestu telja eftir skjalföstum heimild- um sem komið hafa fram í mál- ;nu, og væri mér Ijúft ef til- efni þætti til að rekja málið í heiid hér í blaðinu eða hvaða öðru blaði sem væri. I þessu máli er .af hendi meirihluta fc>- lagsstjómark.mar allt hreint og ek'kert sem þyrfti að dylja. Varðandi það sem Gunnar cg Sverrir hafi strax gert skil með félagsgjöld sín og farið var fram á það við þá, skal ég upp- lýsa að það er alrangt. Marg- ■oft hafði ég ó-kað eftir greiðslu v;ð Gunnar Heiðdal og sömu- leiðis gjaldkeri félagsins og enpfremnr við Sverri en hvort- tveggja án. árangurs, og skuld- aði Gurmar þó á þriðja ár orð- Ið. Um bá fullyrðingu að meiri- hluti stjómarinnar hafi neitað að taka við fclagsgjöldum um- ræddra manna læt ég nægja of- anritað, en vil benda á til að fyrirbyggja misskilning að meirihluti félagsstjómar taldi ekki rétz að taka félagsgjöld af þessum mönnum ncma til 16. ágúst,- þar til þeir tóku prent- njyndagerð Ölafs á leigu. Þó fullyrðir greinarhöfundur að ég cg B. G. höfurn viður- kenat að fyrri fulltrúakosning á þing A. S. I. í félaginu hafi verið ólögleg. Er þetta enn ó- skammfeilin ósannindi. Við bár- um einmitt fram á félagsfundi tillögu um að félagsfundur ósk- aði eftir því að miðstjórn A.S.Í. endurskoðaði afstöðu sína tii bessa máls eða að öðrum kosti vísaði málinu til sambands- bings, sem er æðsti úrskurður verkalýðssamtakanna í þessum máluin. Þessa afgreiðslu málsins taldi meirihluti féla gsstjórnarinnar eðlilegasta cg lýðræðislegasta. Sigurbjörn Þcrðarsson. Umdim&rdeilan P'ramhald af 1. aí5u. kjördæminu í Hull, Mark Hew- 'tson höfucamaður, sem reið á vaðið með þá kröfu að brezka stjórnin bannaði íslenzkum "kipum að landa fiski í Bret- landi. Krataforingjar taka undir Dugdale fiskveiðaráðherrp kvað ríkisst.jórnina ekki hafr heimild til slíkra aðgerða. Alls tóku átta þingmenn þátt í orðaskiptunum. — Kenneth Younger og Chuter Ede, fyrr- verandi ráðherrar í stjóm Verkamannaflokksins), tóku undir kröfu Hewitsons og ann- arra um að ræða bæri málið ýtarlega þegar í stað. THEODORE DREISER: 312. DAGUR stundum um hann — hvort hann væri raunverulega hinn seki. Og Miller Nicholson, lögfræðingur frá Buffaló, á að gizka um fertugt, hár, grannvaxinn og virðulegur í framkomu — fínlegur, gáfulegur maður, sem engum hefði dottið í liug að væri morðingi — fremur en Clyde — eftir útlitinu að dæma, en var engu að síður dæmdur fyrir að hafa byrlað gömlum auðmanni eitur og reynt síðan að ná haidi á eignum hans. En Clyde fannst ekkert í útliti hans né framkomu benda á illt innræti — og þetta var kurteis og prúður maður, sem tó'k eftir Clyde daginn eftir að hann kom, gekk til hans og sagði: „Hræddur ?“ En rödd hans vár blíðleg og full sam- úðar — og Clyde fanu það, þótt hann stæði þama stirðaaður og kaldur — og þyrði varla að hreyfa sig — né hugsa. En var svo vonlaus og niðurbeygður —að hann svaraði: „Já, ég er það víst.“ En um leið og hann var búinn að sleppa orðinu furðaði hann sig á að hann skyldi segja þetta (við- urkenna veikleika sinn), en eitthvað í framkomu mannsins uppörvaði hann, og hann óskaði þess að hann hefði ekki sagt þetta. „Þér heitið Clyde Griffiths, er það ekki?“ „Jú“. „Og ég heiti Níeholsen. Þér þurfið ekkert að óttast. Þér venjist þessu brátt.“ Hann brosti fjörlegu en sálarlausu brosi. Því að augu hans — þau brostu ekki. „Eg er nú ekki mjög hræddur", svaraði Clyde og reyndi að draga úr áhrifum fyrstu, vanhugsuðu játningarinnar. „Það er ágætt. Herðið bara upp hugann. Við verðum allir að gera það — annars yrðum við brjálaðir. Dragið djúpt andann! Gangið um! Þér hressist við það“. Hann gekk nokkur skref frá honum og fór að gera æf- ingar mcð handleggjunum en Clyde stóð kyrr og endurtók — næstum upphátt — hann var í svo miklu uppnámi: „Við verðum allir að gera það — annars yrðum við brjálaðir". Þetta var satt. Hann fann það og vissi eftir fyrstu nótt- ina. Brjálaður, já. Píndur til dauða, af því að bann var neyadur til að vera vitni að þessum hræðilegu, ógnþrungu örlögum. En hversu lengi þurfti lian« að þola þetta? Hversu lengi gat hann það? En næstu daga komst harm að raun um að þessi biðsalur dauðans var ekki ógnin ein — yfirborðio. gat verið á annan veg. Þarna fór fram — þrátt fyrir dauðann sem vofði yfir hverjum manni — glenz og gaman — spil og viðræður um allt milli himins og jarðar, frá dauða og kvenfólki til íþrótta og leiklistar — ailar tegundir mannlegrar hugvitsemi —eða þvert á móti, þvi að flestir fanganna höfðu minna en meðal- greind. ‘ . .. Að lokrrum'háclegisveroi — var annar flokkurinn sendur út í garðinn til að fá loft í lungun, en hinir léku dam eða spiluðu á spil, ekki með damborði eða spilum, svo að fangarnir þyrftu að fara út úr klefunum, heldur afhentu fangaverð- imir föngunum damborð en enga menn, þeirra var ekki þörf. Síðan kallaði einhver upp fyrsta leikinn. „Ég leik frá F2 til Fl“, hver reitnr var merktur með bókstaf og tölu. Leikirnir voru færðir inn með blýanti. Þegar mótstöðumaðurian hafði fært leikinn inn á borð sitt og virt fyrir sér áhrifin á stöðuna, hrópaði hann: „Ég leik frá E7 til F5“. Ef fleiri fangar vildu taka þátt í leikn- um var útbýtt fleiri damborðum og blýöntum Og þá gat verið að Litli Bristol, sem vildi hjálpa „Hollendingnum“ Swighort. þremur klefum innar, hrópaði: „Þetta myndi c.g ekki gera í þínum sporum. Bíddu hægur. Það er annar betri leikur“. Og svo héldu þeir áfram og sögðu fyndni, bölvuðu, hlógu, rifust eftir því hvort leikurinn gekk vel eða illa. Og eins var þegar þeir spiluðu á spil. Hver maður spilaði í klefa sínum; en það gekk prýðilega. En Clyde hirti ekki um að spila — né taka þátt í samræð- um og ruddalegri fyndni. Að undanteknum samræðum við einn einasta mann — Nicohlson — var allt tal fanganna gróft og ósiðlegt og fráhrindandi. En Nioholson féll honum vel í geð. Að nokkr"m tíma liðnum — fáeinum dögum — var liann farinn að halda að þessi lögfræðingur — félagi hans á æfingavellinum gæti hjálpað honum til að þola vistina þarna. Hann var gáfaðasti og stilltasti maðurinn á þessum stacj. Hinir fangarnir voru allt öðru vísi — stundum þöglir — og mestmegnis ruddalegir og grófir og honum svo framandi. En viku eftir komu haus — þegar kunningsskapur hans við Nieholscn var að hefjast — var framkvæmd aftaka Pas- quale Cutrone frá Brooklyn, ítala, sem hafði myrt bróður sinn, vegna þess að hann hafði ætlað að tæla konu hans. Hann var í eirmm klefanum við þverganginn, og Clyde hafði heyrt, að hann væri næstum búinn að missa vitið af hræðslu. Að minnsta kosti var honum ævinlega haldið inni í klefanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.