Þjóðviljinn - 24.12.1952, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1952, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Jól 1952 legrar niðurlægingar var hið fíngerða blóni kínverskr- 'ar hámenningar sprottið, en þaðan er líka stigin sá máttuga frelsisbylgja sem í dag flæðir yfir öll Kína- lönd. Hið ótrúlega burðarþol kínverskrar alþýðu hefur loks reynzt þess umkomið að lyfta sér upp úr moldinni, bylta af sér okinu, jafnt innlendu sem er- lendu, hrista af sér sníkjudýrin og kvalarana — breiða út faðminn mót morgni og sól í stað þess að fleygja sér á grúfu og bíða eftir högginu. Maó forseti, sjálfur bændaættar og sonur góðrar móður, studdi að vísu forustu sína við menntamenn og verkalýð bæjanna, en enginn vissi þó betur en hann áð vakning og fylgi sveitabænda og kvenna var frum- skilyrði sigursællar baráttu, enda eru það bóndinn og konan sem af dýpstri lotningu tala um lýðfrelsun- ina og það nýja Kína sem verið er að skapa. Að dvelja meðal þessa fólks er eins og að finna hræðilegan veru- leika orðinn að fögru æfintýri. Það er eins og að hlusta á fugls^öng um óttuskeið. Það er eins og að ganga nxeðal nýútsprunginna blóma. Hvað verður úr fílábeini og postulíni keisaranna frammi fyrir þessu morgunsæla brosi? Hvað verður úr jaði og perlum lénsdrottnanna frammi fyrir þessum forvitnu, elsku- legu augum? Ekkert er fegurra en „sál sem rétt er vÖknuð“. Mér er næsta minnisstæður oddviti í sveitaþorpi einu, Sen Tsaótsjú að nafni, hrukkóttur af striti og raunum, bitinn af veðrum. Ég mun seint gleyma hversu hlý hin kræklótta, sinabera hönd hans var þegar hann leiddi mig inn í þorpið sitt. Röddin sveifl- gðist milli sársauka og harðneskju þegar hann var að segja frá hinni ömurlegu fortíð sinni og annarra þorpsbúa. En þegar talinu vék að framtíðinni upp- ljómaði hann allur og endurtók hvað eftir annað að hann ætti enga betri ósk okkur til handa en að við yrðum eins hamingjusöm og hann. Þegar verkamannskonan Sang Ta-sjang var búin að segja frá hundalífinu sem fjölskyldan varð að þola á dögum Nankingstjórnarinnar, þá mælti hún tárfellandi: Áður vorum við eins og munaðarlaus börn, en svo kom Maó og gekk okkur í móður stað. Þessi 53 ára gamla kona lærði að lesa og skrifa 2 þúsund kínversk tákn á 35 dögum og barðist nú fyrir því af kappi að kynsystur hennar freistuðu hins sama. Daglega gengur hún út á götuna og kunngerir boð- skap hins nýja tíma og vilji nágrannamir ekki hlýða á mál hennar, þá snýr hún því í ljóð, syngur það með góðum árangri og leikur undir á hljóðfæri. Meðal þess fólks er varð okkur einna handgengast var liðlega tvítug stúlka — nafn hennar á íslenzku Islcnzku Ktnafararnir. mundi vera Blómið hreina. Hún var ærið smá vexti og hafði ekkert það til að bera er einna mest þykir prýða vestrænar kvikmyndadísir. Andlit hennar bar öll ein- kenni þolandans: það var sem þroti umhverfis augun eins og hún hefði grátið nýlega og í þeim virtust stýrur. Svo var það einn dag að ég lá rúmfastur að læknisráði. Bar þá meðal annars svo til að drepið er varlega á dyr og inn gengur Blómið hreina. Aldrei hefur hæverskari gest borið að beði mínum. Aldrei hef ég séð þvílíka fortíð 1 neinum augum. Aldrei hef ég séð þvílíka framtíð í neinu brosi. Aldrei hef ég séð gráa fyrnsku og bláa bernsku renna jafn undar- lega saman í einni ásjónu. Ég varð allt í einu gripinn þeirri einkennilegu tilfinningu að öll kínversk alþýða, kynslóð eftir kynslóð, fetaði hljóðlega inn gólfið í þessari veru og tyllti sér á rúmstokkinn minn. Við tókum tal saman eftir því sem efni Ieyfðu. Rödd hennar virtist allt í senn: rödd móður, systur og dótt- ur. Það var eins og herbergið fylltist ómælanlegri sorg, óendanlegri þrá, ósegjanlegum fögnuði. Austur og Vestur eru ekki lengur til — einungis manneskjan var til, ódauðleg í lífsþorsta sínum og frelsisstríði. Það stóð heima: þau systkinin voru þrjú, tvær systur og einn bróðir, börnin mín voru líka þrjú, tvær systur og einn bróðir — var þetta ekki merkilegt ? Ó bara að það yrði friður um allan heim. Bara að fólk fengi að lifa og elska og starfa. Við höfum orðið að þola mikið, sagði hún meðal annars; þessvegna elskum við Maó svona heitt. Ég vissi ekki hvort þetta var spaklega mælt eða barnalega #

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.