Þjóðviljinn - 18.01.1953, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.01.1953, Blaðsíða 5
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 18. janúar 1953 Sunnudagur 18. janúar 1953 — ÞJÓÐVILJINN —,(5 þlÓOVIUINN btgefandl: Sajnelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistéiflokkurinn. Rltstjórar: Magnus Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamonn: Á.smundur Sigurjónsson, Magnúa Torfi Ólaísson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: 'Skólavörðustíg. 19. — Simi 7500 (3 línur). Áakrlftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 16 annars staðar é iandinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið Prentsmiðja Þjóðviljans h.f Kjarabarátta og sésíalismi Hinn nýi ritstjóri AB-blaðsins hefur í gær fundið í fórum fyrirrennara síns gamla forustugrein sem nefnist „Kjarabætur og kommúnismi“ og, hann lætur ekki á sér standa að birta hana með mikilli velþóknun. Efni hennar er það að íslenzkir sósíal- istar séu andvígir öllum kjarabótum; þeir vilji að almenningur búi við sem mesta éymá og sem algerast volæði; það telji þeir i.auðsynlegasta forsendu í baráttu sinni fyrir sósíalistískum þjóðfélagsliáttum. Það þarf ekki ncina smávegis óskammfeilni til að halda slík- um kenningum fram opinberlega, og sá ritstjóri sem telur slíka lokleysu prenthæfa, er ekki stenkur á svelli dómgreindarinnar. i5ú staðreynd er öllum öðrum kunnari í íslenzkum stjórnmálum að það eru einmitt sósíalistar sem haft hafa forustu í allri kjara- baráttu alþýðu allt f.rá upphafi starfsemi sinnar og náð mjög stórfelMum árangri. Aldrei hafa kjör almennings verið bætt á jafn víðtækan hátt og á meðan sameiningarmenn stjórnuðu alþýðusamtökunum og sósíalistar mótuðu stefnu ríkisstjómar- Innar í hinum veigamestu atriðum. Þá tókst að skapa íslenzk- ron verkalýð þau líí'skjör að óvíða verða fundin sambærileg dæmi, og með nýsköpun atvinnulífsins var lagður grundvöllur að áframhaldandi sókn til batnandi lífskjara. Einmitt á þeim árum sýndu sósíalistar í verki. hvernig þeir vinna að málefnum þjóðarinnar og sýndu allri alþýðu livernig hægt er að stjóma .landinu í liennar þágu. Áhrif þessa tímabils voru svo stórfelld að þeirra gætir enn þrátt fyrir sex ára afturhaldstímabil þrí- flokkanna. Síðan inniendu og erlendu afturlialdi þótti sá kostur vænztur að koma í veg fyrir afskipti sósíalista af stjórn landsins og þrí- fiokkarnir sameinuðust um þá stefnu, hafa sósíalistar stjórnað vörn alþýðunnar gegn hinum sívaxandi árásum auðstéttarinnar. Þeir hafa. haft forustu í allri kjarabaráttu verkalýðssamtæk- arnia, þeir hafa flutt hagsmunamál alþýðusamtakanna á Alþingi og í bæjarstjórnum og þeir hafa einnig náð stórfelldum árangri í þessari baráttu. Síóasta dæmið er desemberverkföllin miklu, sem mæddu langsamkga mest á félögum þeim sem sameiningar- menn stjóraa; og AB-blaðið hefur getað fundið sósíalistum það eitt til föráttú í verxföllunum að þeir hafi viljað knýja fram meiri kjarabætur en fengust! Það væri hægt að skrifa stórar bækur um kjarabaráttu sósíal- ista á ýmsum sviðum þjóðlífsins á þessu tímabili, og það verður eflaust gert síðar. Hitt er svo rétt hjá. AB-blaðinu að „borgara- legt þjóðfélag hefur síður en svo verið tekið í sátt af þeim“ — en það telur AB-blaðið einn versta ijóðinn á ráði sósíalista. Sósíaiistum er það fullkomiega ijóst að enginn endanlegur árang- ur fæst af kjarabaráttu alþýðunnar nema með nýjum þjóðfé- lagsháttum, sósíalisma. Sósíalistaflokkurinn liefur aldrei misst sjónar af því marki, en liann telur einmitt að skelegg og mark- viss ikjarabar-átta sé leiðin að markinu og opni alþýðunni þann skilning á þjóðfélaginu sem er forsenda sigurs. En þessu er öðruvisi farið með AB-flokkinn. Hann hefur fyrir iöngu kastað öllum sósíalisma fyrir borð og er í fyllstu sátt við borgaraiegt þjóðfélag. Og um leið hefur áhugi hans á kjara- bótum farið veg allrar veraldar. Hlutverk hans hefur nú um langt skeið verið það að samlaga verkalýðsbaráttuna hagsmun- um og stjórn auðstéttarinnar. Um alllangt skeið hafði þessi ílokkur meira að segja forustu fyrir einni óvinsælustu aftur- haldsstjórn sem þjakað hefur þjóðina og barðist þá gegn hverrí sókn aiþýðusamtakanna af fylista fjandskap. Afþví gat hann sér slikar óvineæidir að honuro hefur verið fengið annað hlutverk um skeið, en það breytir þó i engu því meginverkefni hans að aölaga verkalýðsbaráttuna vilja ráðandi stjómarvalda; því liefur hann verið trúr í öllum átökum og nxi síðast í desem- berverkföllunum. Ailt eru þetta staðreyndir sem blasa, við hverjum manni, enda eykst sósíalistum stöðugt fylgi innan verkalýðshreyfing- arinnar eins og t, d, kom glöggt frajn í alþýðUsambandskosn- ingunum í haust. Hks vegar vex upplausnin innan AB-fiokks- ins; öllum. forráðamönnum var sópað fyrir borð í haust og nýja forustajr virðist ekki vita sitt rjúkandi ráð um neit.t. Blík <jru örlög þeiri'a sem avikja hugsjónir sónar. Snjór — Svikinn þvottapottur NÚ BÓLAR loks á því að yngstu borgararnir fái ósk sína uppfyllta. Að hætti reyndra veðurspámanna eru þeir farnir að gá til veðurs á morgnana og það er farið nið- ur í ikjallara eða út í hjall og hugað að sleðum og s’kíðum. Það er loksins kominn alvöru- vetur með snjó, nokkuð sem þeir voru næstum búnir að gleyma síðan í fyrra. Það sem einum búmanni finnst hið mesta góðæri finnst öðrum bara frat. Snjólaus vetur er ómark. Og senn verður hlegið dátt niðri á Arnarhóli eða inn í Ártúnsbrekku þar sem rjóðir borgarar fá sér hverja bununa af annarri í hinum langþráða snjó. ★ KONA EIN kom að máli við Bæjarpóstinn og sagði farir sínar ekki sléttar. Fyrir all löngu síðan keypti hún raf- magnsþvottapott hjá Nýju Blikksmiðjunni í Reykjavík Er hún fór að þvo í honum, tók hún eftir því að það komu blettir í þvottinn og var það að því er virtist ryð. Hélt hún í fyrstu að þetta væri vegna þess að potturinn væri nýr og hélt áfram að nota .hann, en blettir þessir færðust held- ur í aukana. Tók hún þá eftir því að tinhúð innan í pottin- um var farin að slitna og 'þótti að vonum undarlegt með svo nýtt verkfæri, og það sem verra var, potturinn fór að brenna. Hringdi hún þá í verk- smiðjuna og kvartaði undan þessu en það virtist tregða á því að fá nokkra leiðréttingu, jafnvel athugun á pottinum. 'Svo fór að lokum að pottur- inn. var skoðaður. Kom þá í ljós að liann hafði verið stillt- ur á 4 kílóvött en var gerður fyrir 2 og þár í lá bruninn. Var síðan sett ný tinhúð inn- an í haiisri og vonaði. konan, að nú tæki að vænkast ráð sitt, en áður en langt um leið ikomu aftur blettir í þvottinn og það fór sem fyrr að tinhúð- in bilaði. Síðan hefur konan átt tal við forráðamenn verk- smiðjunnar en árangurslaust. Hún situr með óriýtan þvotia- pott og fær enga leiðréttingu. — Undanfarið hefur mönnum orðið tíðrætt um íslenzkan iðnað, þcnnan nýgræðing i ,ís- lenzku atvinnulífi. Það er ekki til að bæta fyrir íslenzkum iðnaði að slíkt sem þetta skuli henda. Að vísu koma fyrir mistök á beztu bæjum, en framleiðendum ætti að vera 1 júft að bæta úr, ef þeim er bent á að þeir háfi selt svikna vöru. Enn ber talsvert á van- trú meðal almennings á ís- lenzkum iðnaði. Þessi vaptrú á sér yfirleitt enga stoð, en eitt atvik sem þetta á drjúgan þátt í að spilla fyrir iðnaðin- um í lieild. Um BÆKUR 09 annaS Kínverskai’ bækur. — „L’Enfant au Pigeon“ — Litografíur. eru þeir Þeir eru: Handbók stofnanir þýðuríki, BóKABÚÐ KRON fær að staðaidri bækur og blöð frá, al- þýðulýðveldunum. Áhugi fyrir öllu sem gerizt í Kína er milcill hér á landi og hafa selzt vel al'- ar bækur seni um það fjalla. Ný- komin er sending kinverskra. bæklinga (á ensku) í KRON, og allir liinir fróðlegustu. A Guide to Nevv China. um stjóvnarkerfið, o.m.fl. í hinu nýja al- með annál helztu við- bfi rða úr sögu þess. 117 bls. kost- ar 2 kr. — Thirty years of tlie Comnmnlst. Varty of China. Þrjá- tiu ára saga Kommúnistafipkks Kína er þegar orðinn merkur þáttur Asiusögu og a.lmennrar mannkynssögu. Bælclingurinn er 93 bls., verð 3 kr. —Mao Tse-tung: On l’egsie’s Democrtttlc Dicta- torship . (verð 1,50). — Mao Tse- tung: On Contradletion. (Verð 2 kr.) — l.íú Sjaó-sí: How to be a good coinmunlst (3,50). — Líú Sjaó-sí: On Inner I'arty Struggle (2,60). ■— Líú Sjaó-sí: Internation- alisni Nationalisni (2.50). — Ræður tveggja heimsfrægra :?or- ystumenn kínverskrar alþýðu. — From struggle to vlctory. Um baráttu kinverski-a kvenna. (112 bls. Verð 1,50). — Sósíalistar og aðrir þeir sem kynnost vilja hinu risastóra alþýðuríki Austur'anda beint og milliliðalaust ‘ (bækling- arnir eru aliir gefnir út í Pek- ing) ættu að ná sér í þessi rit. Verði þeir uppseldir mun Bóka- búð KRON sjálfsagt panta nýja sendingu. M( ORGUNBLADItí birti í fyrradag mynd þá eftir Picasso. feem seld var tii ágóða fyrir Frið- arþing þjóðanna, sem haklið var í Vin i síðasta. mánuði. Morgun- blaðið leiðréttlr þá missögn Þjóð- viljans að myndin hafi verið mál- jið í tilefni af þinghaldinu, og er sjálfsagt að' hafa það sem sann- ara reynist, Það vill svo til, að M,orgunbiaðið hefur rétt. fyrir eér í þetta skipti, myndin, „L’Enfant au I’igenn‘% er frá. fpskuárum Piqassos. Hins vegar veitti Pi- casso leyfi til að, myndin væri sold til ágðða fyrir Friðarhreyf- inguna, log er erfitt að' sjá hvern- ig slíkt getur „verið', ljóta áfall- ið fyrir komtnaskinnin við Þjóð- Ticasso viljann", einsog Morgunblaðið kemst að orði. Ýmislegt gæti aft- ur á inóti- bent til þess, að Morg- unbiaðsmenn ha.fi aldrei náð sér eftir það áfall, sem þeir urðu fyrir, þegar Picasso gerðist fé- lagi í flokki franskra kommún- ista. ■sem nú stendur yfir í Listyina- salnum, eru kallað'ar litógrajiur. Því orði hefur annars verið snú- ið á íslenzku og kallaö stein- prentun, og er það ágætt orð. Það hefur hinsvegar einn ólfost, sem gerir það skiljahlegt, að þeir sem fyrir sýningunni standa liafa forðazt að nota það. Það vckur nefniiega lijá fólki hugmynd um, að hér sé um fjöldaframleiðslu að ræða, ekki frummyndir, heldur eftirlíkingar eða repródúksjónir. Nú má þetta náttúrlega til sanns vegar færa, þar sem listamaður- inn prentar oftast fleiri en cina mynd, en engar þeirra veiða al- veg eins, og oftast.er um fáar að ræða, svo að verðmæti hverrgr steinprontunar slagar oft uppi verðmæti þeirra mynda, sem að- eins eru gorðar í einu eintaki, Þetta var verðmæt,ið, metið í pen- ingum, annað mál er svo iistgildi myndanna, það er náttúrlega ó- breytt hvort sem þær eru til í færri eða fleiri eintökum. M VNDTR þær sem sýnd- á hinni merku sj-ningu, * *• ....................... ENGIN STETT HEFUR BUIB VIÐ JAFN ILL OG ÓTRYGG KJÖR Kjarabarátta sjómaima og svik stjómar Sjóiiiaiiuaiélags lleykjavikur og Alþvóusanibamlsiiis Kjör bátasjómanna eru nú til umræðu og verkfallið á bát- unum mjög umtalað. Áreiðan- lega veit allur almenningur lít- ið um við hvaða kjör bátasjó- menn búa, eða hvaða kröfur eru gerðar fyrir þeirra hönd. og livað þeir fara fram á. Það má ótvírætt fullyrða að engin stétt hefur búið við jafn ótrygg og ill kjör og bátasjó- menn. Vinnan og aðbúðin um borð í mótorbátunum er áreið- anlega sú versta sem þekkist hér á landi nú og viiumtíminn ótakinarkaður víðast hvar, og svo hafa iþessir bátar flestir eitt fram yfir flest önnur fljót- andi för hér, að hver sá maður er á þeim dvelur þarf að borga rándýrt fæði af, iþví oftast lé- lega kaupi sem hann ber úr býtum. Kjarasamningum sjó- manna var ekki sagt npp í 5 ái! Kjarasanmiitffum sjómanna Itefur ekki verið sagt upp í 5 ár, og því býr þessi stétt við ýmsar ágætar (!!) bjargráða- ráðstafanir fyrstu stjórnar Al- þýðuflokksins á íslandi, t. d. 23ja stiga vísitölu á kaup. Og fyrir hvað 'er svo verið að hegna þessum mönnum ? Sennilega fyrir það að þeir eru taldir framleiða hráefnið í full- an helming af útflutningsverð- mæti þjóðarinnar. Nú furðár menn sjálfsagt ekkert á að heyra þetta seni að framan er sagt, en ofan á allt þetta bæt- ist svo hvað þessi vinna er stopul, því þessir bátar liggja oft langtíma bundnir við land- festar. Og loks kcinur svo. rúsínan: oft fá þessir meiui ekki kaupíð greitt nema með mjiig mikilli fyrirhöfn, málarekstri og rifr- ildi, — því eklu liefur Sjó- inaunafélag líeykjavíkur getið sér frægð fj rir að innheimta kaupið frekar en annað. S. R. halöi enga samninga um netaveiðar Línugamningamir eru sem sagt orðnir 5 ára og að mörgu leyti orðnir úreltir. Aðrir sanin- ingar á bátunum eru 4 ára. stéttarfélög fengið stórkostleg- ar lagfæringar á samnmgum sínum. Eins og kunnugt er sam- þykkti Sjómannafélag Reykja- vikur á fundi seint í okt. s. 1. að segja upp þessum samning- um um línuveioar o .fl. og átti jafnframt að scmja um þorska- netaveiðar, en um þær veiðar hafði Sjómannafélag Reykja- víkur enga samninga liaft, þrátt fyrir að nokkrir bátar hafa verið gerðir út á þær veiðar héðan s. 1. vertíð. Á þessum fundi var stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur falið að leita samstarfs rfð liin félögin við Faxaflóa um sam- eiginlegar ikröfur og sajnninga og liét hún jafnframt að halda fund í félaginu þar sem rædd- ar yrðu kröfur við væntanlega samninga félaganna við útgerð- armenn. Ritari S. R. og fiam- hvæmdastjóri A. S.!. — Hverjar urðu efndirnar? Þessum skyldum og Ioforðum hefur stjórn S. R. gcrsamlega brUgðizt. Efndirnar um fund eru þær, að bátasjómenn voru einu sinni hvattir til að koma á fund sem boðaður var með litlum fyrirvaia og alis ekki sem sjómannafélagsfundur. Þenna fund sóttu samt nokkrii' menn af bátunum og hvöttu éindregið til samstöðu við önn- ur félög við Flóanu, sem einnig •voru með lausa samninga, og einnig töluðu þeir um að nota liinar hagstæðu aðstæður þar sem Alþýðusambandsþing stæði fyrir dyrum og leita bæri að- stoðar Aiþýðusambandsins í þessu sambandi, —• og taldi Jón Sigurðsson að það mjmdi auðvelt 'þar sem „sami maður væri ritari S. R. og fram- kvæmdastjóri A. S. í.í*! Kauptrygging sé ekki lægri en verkamanna- kaup Á, Alþýðusambandsþinginu var svo kosin sjómannakjara- nefnd og skilaði hún áliti sem samþykkt var einróma af þing- heimi. Þar var þessi klausa um kjaramál sjómanna: „Þingið telör rétt að í rýjum kjara- Á iþessu tímabili hafa flestöll samiiingum sjómmma verði stefnt að því að farið verði inn á lirein hundraðshlutaskipti og sjómenn hætti þar nieð að taka þátt í liiiuim ýmsu liðiim út- geroarkostnaðar, Ennfremnr að kaiiptrygging sjómanim \erði ekki lægri en sem svarar dag- lauuaviniiu verkamanns ‘scrn yinnur 8 stundir. Jalnframt verði sjómönnum sem starfa á litilegnbátum trjggður með saniningum nauðsynlegur livíld- artími og þeir umlanjiegnir löndun á aflanum”. Sjómenn íái sama verð fyrir fiskinn og útgerðar- menn Þá er einnig þessi klausa í sama áliti: „Gengið verði örugglega frá þvi í saim.ingum að sjómenn fái iindantekningarlaust sama verð fj’rir aflahiut sinn, sem útgerðarmaniii cr greitt fyrir sinn lilut hverju sinni. Þingið telur sjálfsagt að A. S. f. beiti sér fyrir því fyrir liverja vertíð, að koinið verði » 6 manna samninganefnd, þremur frá útgerðariniinnum, er liafa ekki að neinu leyti hagsnmna að gæta sem kaup- endur á fiski, og þremur frá samtökum sjómaima, sem aimist samninga um fiskverð við i'rystihúsaeigendur og aðra tiskikaupmeiin”. Hvernig undirbjó stjórn S. R. baráttu sjómanna? Það sem svo gerist í þessum málum er það, að um mánaða- mótin nóv. og des. sendir stjórn S. R. útgerðarmönnum kröfur félagsins á línuyeiðum og virð- (ist iþesgir menn þá alveg vera búnir að gleyma samþykktum A,. S. í„ svo ekki sé fleira nefnfc, því kröfutilboð þetta er frámunalega flausturslegt og mjög á annan veg heldur en til hufði verið ætlazt af þinginu Þá virðist líka allfc vera búið að vera méð samstarf félaganna og samstöðu, því nú miðast samningagjörð einvörðungu við Reykjavík og Ilafnarfjörð. Það sem þurfti að gera í þessu máli var að semja kröfur fyrir allar veiðar bátanna og gera það í samráði við sjó- mennina og með samþykktir A. S. í. í huga, síðan a'ð vinna að því meðal félaganna utan Reykjavíkur að mynda sam- stöðu um þessar liröfur. Ekkert slíkt íinnst Eitt höfuðatriði þessara krafna átti að vera að sjómenn fái sama fyrir sinn hlut aflans og útgerðarmenn, on ekki eins og nú er, að útgerðarmenn taki ekki aðeins hærra verð fyrir sinn hluta af aflanum heldur einnig fyrir þann hluta sem skipverjar eiga, — enis og þeim hefur verið gert kleift með hinu fræga bátagjaldeyrisbraski. EKKERT er um þetta í hin- um nýju samningum þeirra félaga. sem búin eru að semja, og EKKERT slikt finnst í kröfum þeim sem S. R, hefur gert til útgerðar- manna. Þá hefur EKKERT heyrzt frá A. S. í. um neina tilraun með að liafa áhrif á að sjómenn fái sama verð . fyrir fiskinn og útgerðar- mcnn. Sjómenn bera kostnaðinn — Útqerðarmenn hirða gróðann 303. daffui. Það skal liér i'ram tekið, að eins og alkunmifft er i'enffu út- gerðarmenn s. I. vertíð 15— 20% liærra verð fjrir fiskinn en sjóinenn, og væri í raun og sannleika eðlilegast að ]»að yrði aðalkrafan: að sjómenn fengju sama verð og útgerðar- menn, við sainningaborðið i'yrlr þessa vertíð. Það er hláiegt að sjómenn, sem » þorskavciðum cru ]>átt- takendur í útgerð hvers báts og greiða að-sínum liluta hiim .vmsa kostnað, sem stöðugt liei ur iarið hækkamli, svo sem béitukbstiiáð; olíu, salt, ís b, fl. skuli svo ekki verða þeicrar hækkunar aðnjólandi scm látin er i íé a£ hálfu hins opiubera til að vega á móti ]>essiun sama síhækkandi kostnaði. T»að verð- Ur því að áíelja harðlegar að A. S. I. skuli algjörlega hata brugðizt í ]iessu stóra hagsmuna wáli sjómanna. Þá hefur stjórn Sjómannafé- lags Reykjavikur og stj. Sjó- mamiafélags Hafuarfjarðar vanrækt algjörlega að láta þessa liöfuðkröfu skipa þaun sess er hún ætti að gera sam- kvæmt eðli sínu og þeirri þýð- ingu sem liún hefur fyrir sjó- menn. Þessir aðilar hafa einnig vanrækt að bera fraip kröfu um hreinar prósentur til skip- verja, eins og samþykkt A. S. 1. hvetur til, og áreiðanlega er grundvöllur fyrir meðal sjó- manna, se.m löngu eru orðnir leiðir á hinum Stöðugu þrætum og s-tappi er ávallt hefur veriö út af þessum sameiginlega kostnaði. Emsdærai í söau ís- lenzkra verkalvðsíélaga krafna bátasjómanna, því eng- inn löglegur eða álj’ktunarfær fundur hefur verið haMinn siö- an samsiingum var sagt upp. og álít ég áð það sé einsdæmi sögu íslenzkra verkalýðsfé- laga, að ekki skuli hafa verið haldinn fundur í félaginu sem hefur sagt upp kjarasamning- um, útbúið kröfur til atvinnu- rekenda og lýst yfir verkfalli verkfalli sem hefur stáðið í hálf- an mánuð — og enginn fundui verið haldinn! Það eru þó líklega ekki sömi , menn sem stjórna slíkún. vinnubrögðum á sviði félags- mála vei'kalýðsins, sem ætlr, að koma á þessu vori með nj slagoi'ð í atkvæðasmöhui ti. alþýðu við sjó, og ætlast ti. að lnin veiti þeim brautar- gengi að vertíð lotkinni. Þeii cru bjartsýnir þessir menn. Stjórn A. S.!. hefur gjör- samlega brugðizt skyld- um sínum í málum báta- sjómanna. Og ekki væri það ólíklegt ac sjómenn mjmdu deginum leng- ur hvernig stjórn A. S. 1. hef- ur gjörsamlega brugðizt skjdd- um sínum.í þessu máli með þv að vanrækja að efla og styðjf samstöðu félagamia við Faxa- flóa og stuðla að því að gerður yrði einn samnmgur fyrir sömi veiðar hér við Flóann. I stac' þess er.u nú öll félögin utar Hafnarfjarðar og Reykjavíkur búin að semja fyrir vertíðin; og bátar þar byrjaðir róðra. Öllum er ljóst, og ekki síz' útgerðai’mönnum, hversu erfitt félögin gera hvert öðru með slíkum aðförum, en höfuðsö'. iþessa hlýtur að vera hjá A. S í. og ekki sízt framkvæmda- stjóra þess, — hinum sam; manni er skip.ar ritarasæti S R„ og er ekki að furða (þc margur spyrji: hvers vegna. ei þessum duglausa manni hossað Upp í mestu ábyrgðarstöðu’- verkalýðshreyfingarinnar ? Síðan g-ullu við óp um allt torgið: Hodsja Nasreddin! Hodsja Nasreddín! hrópaði mannfjöldinn. Hodsja Nasreddín! hvíslaði InrBliðið: Hod-: sja Nasraddín! sagði Ai'Bianbekk hálfhátt við sjátfan sig. Og nú kom emírinn aftur ti! .“jálfs sin og tuidraði ógreinilega: Hodsja Nasreddín. Já, þetta ter ég, Og' nú skslt. þú, emir, akipá aö láta. höggy-a höfuðið af sjálfum þér, þvi þú hefur icynt mérl Munurinn: þá var ekkert sjómannaverkfal! til að skella skuláinni á Sjómannafélag Reykjavíku: og' Hafnarfjarðar em nú búii að stánda í rúml. hálfan mánuC í verkfadli, skuMinni af '-því er skellt á sjómenn, þeir geri ó- hóflegar kröfur, en g;eti ekk sætt sig við það sem samið hef- ur verið ufn i Keflavík, á Ak.ra- nesi eða Sandgerði. Saanleikur- inn í þessu máíi er sá, a.ð ■ hér í Reykjavík hefurT staðið j’fir stöðugt rifrildi milli ríkásstjórn- arinnar, útgerðarm. fiskkaupm um það hvemig skipta eigi arð- inum af striti sjómanna á kom- andi vertíð, og því ekki verið tíroi til að tala við sjómenr. eða fulltrúa þeirra, og væri þv: sanni naer að ríkisstjórnin feng . sinn liluta af tþeirri skömn. sem ]>að er, að þrátt fyrir 2—£ mán. stöðvun bátaflotans skul: ekki vera hægt að byrja vertíf strax eftir áramót. Ekki svo að skilja að þetta sé neitt eins- dæmi, því árið 1950 fór allui janúar í rifrildi, eins og hanr. virðist ætla að gera nú, munur- inn er aðeins sá, að nú á að láta sjómenn og útgerðamient'. i H-afnarfirði og Reykjavík bera skaða og skömm af þessurr. semagangi ríkisstjórnarinnar stað ]h'ss að 1951 náði stöðvun- in til allra verstöðva, og þá va: ekkert sjójnannaverkfall til a<"‘ skella, skuklimii á. í kröíum S. R. og S. H. er >kl:i á neinn liáit rcynt að fara inn .á -þessa braut, vcrður einn ig. a.ð harmá það og átelja harð lega.að ekki skuli leitað álits sjðaianna í Sjóznamraféiagi Reykjavíkur við sanmhig SiómenR fordæma aiian afsláit . Nú er. verkfall og alla Veg.i junÆJvlðyii þýriað. tipjl » o„..u- Fnmahaid; á 7. siou,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.