Þjóðviljinn - 10.02.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.02.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJÍNN — Þriðjudagur 10. febrúar 1953 / Gunnar Benedlktsson rithöf- undur hefur tekiö að sér aö ikrifa í Þjóðviljann vikulega yfirlitsgrein um efni útvarps- ins. — Fyrsta greinin birtist í dag — einskonar inngangsgrein að þess.um fasta þ.'etti, en hann mun eftirleiöis birtast hvern ÍJriðjudag.^ Konungurinn er dáinn! Lifi konungurinn! __________ Stundum verða tveir stórat- burðir samferða, þótt ekki verði rakið rökrænt samband þeirra á milli. Um leið og Þjóðviljinn stækkar upp í 12 síður, þá verða fyrstu skipti í sæti útvarpsstjóra við Útvarp Reykjavík. Jónas Þorbergsson hefur skip- að þetta sæti allt frá fyrstu dög- um þessarar menningarstofnun- ar til síðustu mánaðarmóta, um meira en 20 ára skeið. Á herðum hans hvíldu allir byrjunarerfið- leikar svo margbrotins og um- fangsmikils starfs. Hann hafði mikla kosti til að bera til að -gegna þessu starfi, hann var maður hugsjóna aldamótanna og átti drauma um starf til auk- innar menningar. Ég héf ástæðu til að efa að starfslægni hans hafi verið í fullkomnu samræmi við vilja hans til góðra verka óg hátíðlegar stemningar hjárt- ans. Starf sitt auðnaðist honum' að rækja á þá lund, að yfirráða- stétt íslands um miðja 20. öld, þótti vel fara á því að kveðja hann með nokkurri háðung að starfi loknu. Hvernig er líka hægt að hugsa sér það að heil stétt, sem sölsar í vasa sinn í andstöðu við öll guðs og manna lög, tugi og hundruð milljóna árlega, geti fyrirgefið þvílíkan . aumingjaskap sem þann að vera að gugta við með Jiangandi hendi -að næla sér í nokkrar þúsundir samkvæmt lagalega vafasömum, en í reynd hefð- bundnum reglum og hætta svo við allt saman í miðjum klíðum. Þá tel ég vel til takast um starf Útvarpsins í framtíðinni, ef bornir og óbornir útvarpsstjór- ar stunda starf sitt af þeirri al- úð og hæfni sem Jónas Þor- bergsson. En vel hefði ég getað unnt honum þess, að hann hefði ekki þurft að kveðja með því að opinbera andlegakölkunjafn- átakanlega og hann gerði með yfirlýsingu sinni um, hve mik- ils virði væri ákvæðið um hlut- leysi útvarpsins og hve vel því hafði verið fylgt um hans daga. Eitt er að neyðast til að þola ósóma, annað að gera sig blind- an fyrir þvi, að hann eigi sér stað. Og svo er kominn nýrútvarps- stjóri. Og svo sem byljótt var um hinn fráfarandi, þá munu nú margir vænta, að guðs friður umlyki hinn komanda. Margt hefur hann gott til brunns að bera, og þó er hann raunar ekki margbrotinn maður. Á vissan hátt er hann allra manna íslenzkastur, og þó er hann næsta snauður að flestu því, sem íslenzkir andans menn hafa talið sérkennilegast fyrir Island og það, sem íslenzkt er. Hann er hreint ekkert sambland af frosti og funa, fjöll á hann ekki, en mikið af sléttum, engin hraun, því að hann hefur aldrei gosið, og lítt er hann sambærilegur við djúp sjávarins. í sumra augum gæti hann nálgast það að vera fagur, en hann er svo fjarri því að vera ógurlegur sem hugsast getur. „Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit‘‘. Vilhjálmur Þ. Gíslason hefur fengizt við margt starfa, og lítt eða ekki 'hefur hann verið sak- aður um vanrækslu þeirra. EríSá ' tel ég það sannast mála, að hann hefur reynzt mjög óaðfinnan- legur í síörfum, og reyndar hef- ur hann þá staðið sig bezt, þeg- ar hann hefur ekkert gert. Til hinztu stundar skal ég muna Vilhjálmi Þ. Gíslasyni það; hvernig hann stóð sig í Finna- galdrinum. Og hetjudáð hans var þá í því fólgin að gera ekki neitt. Og það var mikil dáð við þær aðstæður, þegar samstarfs- menn hans höguðu sér eins og brjálaðir misindismenn, þá tal- aði hann reyndar um sama sem ekki neitt, en af fullu viti, um lukinn íslenzku heiði. Þannig birtist styrkur Vilhjálms. Vonir þær, sem ég el í brjósti um starf hans sem útvarpsstjóra, eru ekki bundnar við menningarleg ný- mæli, heldur óvirka andstöðu gegn síauknum kröfum um þátt- töku Ríkisútvarpsins í afsiðun- arherferð ríkisstjórnar íslenzku auðstéttarinnar. Vilhjálmur er „Hæy tröllum meðan við tórum" Hvers konar félks sakna þelr Ai-menn í Oogsbrún? Eitt verður ekki um villst . a.f daglegum skrifum AB-,b!aðs- ins um Verkamannafélagið Dagsbrún, að því finnst fleiri þurfa að eiga innkvæmt í þetta félag með fullum rétt- indum heldur en tíðkast hefur til þessa — og að þeim AB- mönnum er mikið i mun að á þessu verði breyting nokkur. Ekki hefur AB-blaðið getað bent á eitt dæmi þess að synj- að hafi verið um réttindi 3 Dagsbrún einum einasta manni, ■ sem að féTagslögum gat kraf- izt þeirra. Og ekki heíur þetta blað heldur bent á neitt x lög- um Dagsbrúnar er torveldi verkamönnum í ^viðkomandi starfsgreinum að ná þar fé- lagslegum rétti sínum. Iívers konar fólk er það þá, sem AB-liðið ber fyrir brjósti varðandi félagsréttindi í Dags- brún? — Svar við þessu væri heist að fá með því að kynna sér hver háttur ríkir um fé- lagsréttindi þar í félögum, sem þeir AB-menn eru í'áðandi. Tökum aðeins eitt dæmi. í Sjómannafélagi Reykjavík- ur erú með fullum félagsrétt- indum hundruð manna, er ekki hafa stundað sjó í 20—30 ár. Þetta eru sem kunnugt er iöjuhöldar, framkvæmdastjór- ar, ’ embættismenn, kaxxpsýslu- menn, ýmis konar atvinnurek- endur o. s. fi'V. Jafnvel hátt- settir menn í samtökum at- vinnurekenda svo sem formenn stéttarsambanda þeirra eru þar með fulíum réttindum. Menn þessir mynda hinn alkunna landher gegn sjómöiinum í stærsta sjómannafélagi lands- ins. Þegar sjómenn eru sem flestir f jarverandi kaila AB.- menn saman þýðingarmestu félagsfundina með landher sin- um til að láta hann kjósa sig t.d. á sambandsþing. Þessi sami landher er svo látinn ríða bagga muninn gegn sjómönnum í alls- herjaratkvæðagrelðslum svo sem við stjórnarkjör o. fl. — Á honum byggjast vö!d at- vinnurekenda og þjóna þeirra í Sjómannafélagi Keykjavíkur. Fyj-ir í'úmum 10 árum með- an AB-menn höfðu Dagsbrún í sínum höndum reyndu þeir að mynda um sig sams kon- ar her manna úr ýmsum þjóð- félagsstéttum, en voru Rindrað- ir x þvi af Dagsbrúnarverka- mönnum undir forystu samein- ingarmanna, þeirra Sigurðar Guðnasonar, Eðvarðs Sigurðs- sonar, Hannesar Stepliensen o. fl. þeltktra forystumanna fé- lagsins. Það er því lítill vandi að iáða í hvers konar iiðsafli það er sem þeir AB-snatar auð- valdsins harma að ekki skuli vera til taks innan Dagsbi'únar gegn Dagsbrúnarve'rkamönn- um. — IJað er lið úr ýhisum þjóðfélagsstéttum allt frá kaup sýslumönnum, atvinnurekend- um og forstjórum auðvalds- fyiártækja til háttsettra for- ystumanna í stxíttarsamtökum andstæðinganna. — B-listinn er íulitrúi slíkrar stefnu í skipulagsmiilum verkalýðssam- takanna, listi finimtuhex'deildar atvinnurekenda og auðstéttar í verkalýðssamtökumim. — xx kurteis maður með ágætum í upprunalegustu merkingu þess orðs. Hann fyi’irlítur allt sið- leysi og ruddahátt frá innstu rótum síns rólega hjarta. Mér þykir ólíklegt, að hann láti tregðulaust ýta sér út í þástarfs- háttu, sem er hrein glæpastarf- semi eða villimennska í vitund 'þeirr'ar menningar, sem umlukti Vilhjálm í æsku hans, jafnt innan veggja heimilisins og í andrúmslofti skólanna á hans skólaárum. Nú má segja, að það heyri ekki beint undir starfssvið útvarpsstjóra, hvað þjóðibni er ..........FffXn'.hald 'il' i r. kvn: AB-MENN buðu upp á borgara- fund í Stjörnubíó í fyrradag, í fyrsta skipti eftir valdatöku Hannibals generáls. — Áður en fundur hófst voru leiknarhljóm- plötur og dúndu- við kröftugar kai'lakórsraddir syngjandi: ,,Hæ, tröllum meðan við tórum — meðan við tórum“ og var vissu- lega trallað fundinn á enda. Þai'na voru þá mættar allar ,,nýju“ stjörnurnar, banamenn Stefánanna, svo sem stjórnar- maður Ameríkubankans, Gylfi prófessor; ármenn Vilhjálms Þór, þeir Benedikt Gröndal og Baldvin Þ. Kristjánsson, Jón klofningur og nokkrir aðrir, að ógleymdum sjálfum Ilannibal, en Haraldur Guðmundsson fékk að gefa þeim oi'ðið. Stjórnarmaður development- bankans, Gylfi, varfyrsturræðu- manna. Af alkunnri rökfimi sýndi hann mönnum fram á, að sá íslenzkur her, sem hann vildi stofna, væri allt öðru vísi en sá her sem þeir Hermann og Bjarni Ben. vildu koma á og væri hann því algjörlega á móti öllum íslenzkum her. Var það sti-ax mikið grín. Jón talaði um lærdóma verk- fallsins. Lýsti hann yfir því, að sigurinn í verkfallinu hefði orð- ið miklu meii'i en hann sjálfur hefði nokkurn tíma gert sér vonir um, alveg eins og menn vissu það ekki fyrir löngu. Verst væri að Alþýðuflokkurinn hefði ekki á bak við sig öruggan meirihluta í verkalýðshreyfing- unni. ,,Ég var á fundi í Dan- mörku þar sem mættir voru 1000 fulltrúar frá „yfirkalýðs-^ hreyfingunni og þar var sam- þykkt að leggja stórfé til starf- semi danska Alþýðuflokksins, í blað þeirra og kosningasjóð“. Sárnaði Jóni, að það skyldi ekki líka vera hægt að gera hér. „En fyrir ytri atvik, hefur flokkur- ' inn beðið mikið afhroð“, sagði # e hann. Ekki skýrði hann.frá því hver þessi ytri atvik voru. Hinar frómu óskir pínulitla flokksins um aukin áhrif, ein- kenndu flestar ræðurnar. „Hugs- ið ykkur, sagði Benedikt Grön- dal, hversu öflug fylkingin verð- ur, þegar búið er að þurrka út kommúnistaflokkinn og alíir fylgismenn hans hafa skipað sér undir merki Alþýðuflokksins“. Lestina rak Hannibal. Fór ræðu- tími hans í að hrósa meðstjórn- armönnum sínum og sjálfum sér. En það væri bara ekki nóg að hafa svona fyrirtaks forystu. Það þyrfti líka liðsmenn. Mun hann hafa satt að mæla. Til þess að lífga upp á sam- komuna hafði veriðfenginnleik- ari. En ekki leið fundarstjóran- um Haraldi vel og heldur lág- kúrulegar urðu krataspírui-nar þegar hann þrumaði yfir hausa- mótuin þeirra Bifröst, kvæði Guðmundar Böðvarssonar: ,,Eg veit aS viS b'ófum hnotiS á torfœrri götu. Eg hefði kannske átt að segja þa8 herári orSum: ÞaS vex engin þjóS viS aS þiggja hinn blóSstokkna pening, fyrir þátttöku og hlýSni í sam- sœrum, rámtm og morSum. Og vei þeim sem tengja vor ör- lög viS eySing og dauSa, þan óhœfuverk sem aS lögSu oss í hlekkina forSttm". Að lokum skal þess getið að all- ir ræðumenn voru sammála um . að.sósíaligtar væru slæmir menn og væri þeim stjórnað af er- lendu stórveldi, en til þess þarf reyndar ekki að halda borgara- fund. Það geta menn lesið dag- lega í Morgunblaðinu. Alla þessa hallelújasamkundu einkenndi inngangssálmurinn: ,,Hæ, tröllum meðan við tórum“. Þegar fréttir hafa borizt af rekstri Strætisvagna Reykja- víkur hefur forstjórinn vii’zt hafa mikinn liug á að endur- bæta samgöngur í Reykjavík og nágrenni, bæði með endur- nýjun vagna, nýjum leiðum og ýmsum ac'búnaði sem komið hefur farþegum til góða. Um. leio og maður gleðst yfir þess- um framfarahug, vakna þó í hug manns ýmsar spurningar þessum málum viðvíkjandi. Þegar forstjóri S. R. lætur frá sér heyra urn nýjungar, virðast þær að • mestu vera bundnar við innflutning sér- stakrar vagnategundar, sem.sé sænska Volvo-yagna. Vagnar þessir eru að vísu viðurkenndir vagnar hvað snértir styrkleika og sparneytni, og virðist . í fljótu bragði ekkert nema gott um þetta að segja, ef ekki all- ur áhugi • forstjórans virtist beinast að því einu markmiði að fiytja inn sem flesta Volvo- vagna, en heildverziun hróður hans hefur einkaumboð fyrir Voivo-verksmiðjuna, svo tryggt er að umboðslaun fyrir sölu vagnanna renna til ættarinnar. Ileyrzt hefur að forstjóri S. R. hafi haldið því fram, (líklega sem afsökun) að hann hafi ekki ráðið um val þess- arar vagnategundar til fólks- flutninga um Reykjavík, held- ur hafi það verið nefnd, skip- Uð af bæjarráði sem hafi mælt fyrir um inhflutning á Volvo- vögnunum. Nú er full ástæða til að halda a'ð þetta sé beir.ú tilbúningur forstjórans, ef rétt er eftir honum hermt, því að a. m. k. einn nefndarmanna hefur haldið því fram, að nefnd- in hafi á engan hátt mælt sér- staklega með Volvo-vögnum, heldur hafi nefndin kornizt að þeirri niðurstöðu (ekki ný niS- urstaða!) að die'Selvagna.r væru mun sparneytnari 'en benzín- vagnar; þannig hafi hún ein- ungis mælt mcð því að diesei- vagnar væ: u tekrxir í stað benz- ínvagna, sem höx0ðu áður verið að miklum méMhlúta í þjón- ustxx S. R. Nú er það sannað mál, ao Volvo-vagnar, þótt góðir séu, skára h ehgan hátt f :am úr t. d. þýzku vögnunurn Merced- es-Benz eða sæiisku vÖgnuiium Scándiá Vabis, nema síður sé, en verðið er talið svipað. Eftir þessar huglciðingar verður manni á að spyrja: Er það mikið hagsmunamál Eiríks Ás- gerssonar að inn verði fluttir Volvo-vagnar? Nú er önnur lilið á þessu máli, sem strætisvagnanotend- ur hafa mikinn áhuga fyrir. Fyrir rúmu 'ári síðan var önn- ur nefnd skipuð til athugunar á heppilegustu úrbótum á rekstri S. R. Mun í þessu sam- bandi Jón Gauti hafa verið sendur til Ameríku til athug- unar á rekstri rafmagnsvagria til almenningsnota í borgum. Þessi athugun mun hafa kost- að bæjarfélagið ærna peninga. Fyrir um hálfu ári kom svo greinargerð um nýjungar á þessu sviði frá Jóni Gauta og meðnefndarmönnum hans, sem 'múnu hafa vérið þeir Stein- íjrímur Jó'nsson rafmagnsstjóri, Þór Sandholt skipulagsstjóri og Eiríkur Ásgeirsson forstjóri S. R. I greiiiargerð þcssnr! Iicm fram sarohljóða ál'í allra náfsid- annanna að rafmoim-'vagho.r, svxmefndir GYKO-vagnar, mvndu vera hrmp legasía ftsm. tíðarlausnin. Við slíkt vagna- kerfi er stofnkostnaður talinn líkur eða lítið hærri en diesel- vagnakerfið, en Gyro-vagriar hafa þá miklu yfirburði að end- ast 3 til 4 sinnum lengur en dieselvagnar og nota innlenda orku i sta.ð innflutts brennslu- efiíis. Nam t.d. gjaldeyrissparn. aður, eftir því sem heyrðist, milljónum króna á ári. Þetta virðist því ekki vera rleitt hé- gómamái fyrir Reykjavík, og þjóðina í heild. Hvað orðið hef- ur um nefnd þessa eftir að greinargerð herihar kom út, er Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.