Þjóðviljinn - 10.02.1953, Blaðsíða 10
30) — ÞJÖÐVÍLJIKN Þriðjudagur 10. febrúar 1953
Það var ábyggilega enginn
heilladagur þegar ég fann bækl-
inginn, se.rn hét annað. hvort
;,Lærið að sjóða“ eða ,,Rafsuða“.
Eg opnaði bókarkornið og sjá: Á
annarri síðunni var mynd af fal-
legri stúlku í hvítri svuntu með
stóra slaufu rétt fyrir neðan
mjóhrygginn, Á hinni síðunni
var nýsteikt gæs á fati, kartöfl-
ur og sósuskál. Það kom vatn í
munninn á mér af að sjá þessar
myndir og svo las ég: „Kartöfl-
ur eiga að sjóðast í V2 bolla af
vatni“. „Fiskur á að sjóðast
vatnslaus“. „Steikin í safa sínum
eingöngu". „Spillið ekki matn-
um með of miklu vatni“. ,,Spar-
ið rafmagnið“. Sem sagt, betri
matur á skemmri tíma fyrir
minna verð. Eg gleypti í mig
texta bókarinnar á tíu mínútum,
dáðist að hinum kræsilegu
myndum; varð af öllu þessu
svangur og labbaði út í eldhús.
,,Er maturinn að verða til?“
,,Nei, góði minn, ég skal kalla
á þig“.
Ég stalst til að lyfta pottloki.
,,Svona á ekki að sjóða kart-
öflur, heldur á vatnið aðeins að
vera hálfur kaffibolli. Þennan
bækling skaltu lesa“. Ég fæ
henni bæklinginn, en er um leið
ýtt nokkuð ákveðið út úr eld-
gleymzt að salta þær og stærstu
einstaklingarnir voru af ein-
hverjum 'dularfullum ástæðum
hálfsteiktir og hálfhráir. En ég
gat laumað þeim undan).
Gellurnar voru hálfsteiktar og
hálfsoðnar og auk þess brim-
saltar, því miður segi ég, því ef
þær hefðu verið sæmilega ætar
hefði ég haft mikla möguleika á
að vinna frægan eldhússigur.
Ég hafði hingað til verið í
greinilegri sókn en eftir þessa
eldamennsku varð ég að láta
mér lynda skipulegt undanhald
og varnarsigra endrum og eins.
Á— Það var aldrei ég, sem á
öðrum heimilum minntist á
saltaðar gellur að fyrra bragði,
en stundum sagði ég þá: ,,en ef
þetta hefði verið ýsa“ og af því
sést, ef vel er að gáð, að ég var
ekki alveg af baki dottinn.
„Og svo voru það kartöflurn-
ar, viðbrunnar og hráar“.
Hvernig það leyndarmál komst
upp, er mér hulin ráðgáta.
„Það var bara sökum þess að
þær voru misstórar. Kartöflur
eiga að vera af jafnri stærð“.
Þá hló lögfræðingur einn, sem
viðstaddur var. Fáir lögðu mér
liðsyrði. Var ég einn að heyja
vonlaust stríð?
í heilt ár laumaðist * ég til
húsinu.
Ef ég hefði látið hér við sitja
hefði allt verið í lagi. Bókar-
kornið var komið á sinn stað og
ég var á mínum. En örlögin
vildu annað.
Næsti þáttur skeður í sama
eldhúsi um það bil viku siðar.
Ég var víst í ekki sem beztu
skapi og horfi úrillur á ýsuna
dregna upp úr tvítugu dýpi
pottsins. „Veiztu, að þegar ýsan
er dauð á annað borð, er henni
enginn greiði gerr með öllu
þessu vatni, nema síður sé, og
ég vil hana soðna í sjálfri sér“.
,,Veiztu, að ég er nú búin að
sjóða í þig matinn í þrettán ár
og ef þú ekki vilt hann geturðu
borðað annars staðar“.
Auðvitað borðaði ég ýsu-
skömmina.
Þriðji þáttur skeði enn í sama
eldhúsi. Konan var útivið og ég
greip tækifærið að matreiða.
Kartöflur: V2 bolli af vatni
(mældur). Léttóaltaðar gellur:
fyrst svo að segja ekkert vatn,
þegar þær fóru að festast við
botninn var bætt vatni og seinna
af sömu ástæðu bætt vatni í
pottinn, líklega tvisvar.
Konan kom rétt þegar matur-
inn var soðinn. Kartöflurnar
voru flestar góðar (að vísu hafði
Maturinn
morgun
Stelkt hrogn, kartöflur — \
Eggjamjólk með rúsínum.
★
Köld hrogn eru skorin í lVíi-2'
1 cm. þykkar sneiðar, velt upp'
I úr eggjahvítu og brauðmylsnu J
(og brúnuð í heitu smjörlíki. ^
1 Borðað með heitum kartöflum ,
1 og brúnuðu smjörliki og sí- i
I trónusneiðum, sem reistar eru
I yfir hrognsneiðarnar. Einnig (
1 er mjög gott að iáta gaffal-1
I bita og kaperskorn á hverja 1
• sítrónusneið og borða með 1
* hrognunum.
þess, svo enginn sá, að lyfta
pottlokum og ég veit að víðar
er ,,pottur brotinn“ en á mínu
heimili — ef marka skal ,,mína“
kokkabók, sem heitir ,,Rafsuða“
eða ,,Rafmagnssuða“ og útbýtt
var gefins af Rafmagnsveitu
Reykjavíkur.
Mér hefur kurteislega verið
bent á að það sé ekki kurteisi
að kíkja undir pottlok, svo að
ég býst við að þurfa að venja
mig af því — en því í skollanum
stóð ekki framan á bókinni:
„aðeins fyrir konur“.
Húsbóndi.
Nærföf handa gigfveikum
Á spítala einum 1 Frakklandi
eru nú gerðar tilraunir með nær-
fatnað, sem ef til vill getur orðið
gigtveiku fólki til hjálpar. Nær-
fötin eru gerð úr nýju gerviefni
sem kallað er rhovyl og er sagt að
það gefi frá sér örlítil rafmagns-
högg við snertingu við húðina og
það er þessi náttúra þess, sem
menn halda að geti kannski orðið
gigtveiku fólki til einhvers gagns.
Dýrmætt kynbótanaut á sveita-
bæ í nágrenni við Elvedon í Eng-
landi þjáðist af liðagigt. Til þess
að lækna bola var gerð handa
honum sérstök rafmagnsábreiða
og reyndist hún svo vel, að eftir
nokkra daga rak boli dýralækn-
inn öfugan út úr fjósinu þegar
hann kom í sjúkravitjun.
Bafmagnstakmörkunin
Þriðjudagur 10. febr. kl. 10.45-12.30
Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi
Elliðaánna vestur að markalínu
frá Flugskálavegi við Viðeyjar-
sund, vestur að Hliðarfæti og
þaðan til sjávar við Nauthólsvík
í Fossvogi. Laugarnes, meðfram
Kleppsvegi, Mosfelissveit og Kjai-
arnes, Árnes- og Rangárvallasýslur.
Og, ef þörf krefur:
Austurbærinn og miðbærinn milli
Snorrabrautar og Aðalstrætis,
Tjarnargötu og Bjarkargötu að
vestan og Hringbraut að sunnan.
=SSSS=
Eftir hádegi (kl. 18,15-19,15)
Vesturbærinn frá Aðalstrætl,
Tjarnargötu og Bjarkargötu. Mel-
arnir, Grimsstaðaholtið með flug-
vallarsvæðinu, Vesturhöfnin með
örfirisey, Kaplaskjói og Seltjarn-
arnes.
Nevil Sbnte:
honum 5 hug að leggja lykkju á leiðina vegna
barnanna.
Ronui sagði hátt og skýrt og fullur áhuga:
,,Er þetra fólk dáið, herra Howard ?“
Hann ýtti þeim yfir á hina vegarbrúnina.
,,Já“, sagði hann lágt. „Aumingja fólkið“.
„Má ég fara og sjá það?“
„Nei“, sagði hann. „Þú mátt ekki horfa á
dáið foik. Það á að láta það í friði“.
„Er látið fólk ekki skrýtið, herra Howard ?“
I-lann vissi ekki hverju hann átti að svara
og þau gengu þögul framhjá. Sheila var að
syngja og tók ekki eftir neinu; Rósa signdi sig
og flýtti sér framhjá.
Þau gengu hægt áfram eftir veginum. Ef
þau hcfðu komið að hliðargötu hefði Howard
beygt út á hana, en það var engin hliðargata.
Ef hann ætlaði út af veginum, yrði hann að
fara yfir akrana; það var engin bót að því að
snúa aiiur til Joigny. Skást var að halda á-
fram
Þau fóiu framhjá fleiri líkum, en bömin
voru búin að missa áhugann. Hann rak þau á
undan »r eins hratt og hann gat; sennilega
tækju þessi ósköp enda, þegar þau væru k'omin
framhjá briðja staðnum sem sprengjurnar höfðu
falh.ð á. Hann sá þann stað framundan. Tveir
bilar sicðu þar og nokkur tré höfðu fallið.
Hæg’, lcturhægt nálguðust þau staðimi. Ann-
ar bíllinn var gerevðilagður. Sprengja háfði
spri'.ngið fyrir framan hann, vélarhúsið hafði
splundrazt og framrúðan. Svo hafði tré fallið
yfii' hann og þakið hafði lagzt saman. Það var
bló? á götunni.
Fjórir menn úr hinum bílnum, gömlum skrjóð,
voru að íeyna að fjarlægja tréð af veginum,
svo að bíllinn þeirra kæmizt framhjá. Á gras-
inu utanvið veginn voru einverjar þústir, sem
tepp: var breitt yfir.
Mör.nunum tókst með erfiðismunum að koma
trónu turt af veginum og rýma dálítið til, svo
að bíll nn kæmist leiðar sinnar. Þeir þurrkuðu
svií ann af andlitinu og klifruðu upp í bílgarm-
inn. Howard kom að þeim um leið og þeir settu
bílinn í gang.
„Dáið?“ spurði hann lágt.
Maður'nn sagði fullur beizkju: „Vitanlega.
Þessi Þjóðverjasvín?“ Hann ók hægt af stað
eftir veginum.
Eftir rvo sem fimmtíu metra nam bíllinn
staðar. Einn mannanna teygði sig út og hróp-
aði ril hans: „Þér þarna — með börnin. Gæt-
ið að litla drengnum“.
Þeir ókv áfram. Howard leit undrandi á RóSu.
„Hvað var hann að segja?“
„Hann var að tala um lítinn dreng“, sagði
hún
Hann leit í kringum sig. „Það er enginn lítill
drengur hérna“.
Ronni sagði. „Það er bara dáið fólk hérna.
Uindir teppinu þama". Hann benti með fingrin-
um.
Sheiia áttaði sig. „Ég vil sjá dána fólkið“.
G.rmli maðurinn greip þétt um hönd hennar.
„Þeð horfir enginn á dáið fólk“, sagði hann.
„Ég var búinn að segja yklcur það“. Hann
starði ringlaður í kringum sig.
Sheila sagði. „Má ég fara og leika mér við
strákir.n?“
„Það er enginn strákur hérna, góða mín“.
„Jú víst. Þarna“.
Hún berti. Lítill drengur, fimm eða sex ára
stóu á vegarbrúninni, alveg hreyfingarlaus.
Hann var gráklæddur, í gráum sokkum, gráum
stuttb’.ixrm og grárri peysu. Hann stóð graf-
kyrr og starði í áttina til þeirra. Hann var ná-
fölrr í andliti.
Howard greip andann á lofti þegar hann sá
hann og sagði í hálfum hljóðiun. „Guð minn
góður!“ Hann hafði aldrei fyrr á ævi sinni séð
barn líla svona út.
Hann flýtti sér til hans og börnin eltu. Litli
drengu .’inn stóð hreyfingarlaus og starði á hann
sljóum a:gum. Gamli maðurinti sagði: „Ertu
nokkuð meiddur?11.
Ekkert svar. Það var eins og barnið hefði
ekki heyrt hvað hann sagði.
„Vertu ekki hræddur" sagði Howard. Hann
kraup lclaufalega á annað hnéð. „Hvað heit-
irðn ?“
Ekkf .t svar. Howard leit vandræðalega í
kringu.u sig, en ekkert fótgangandi fólk var á
næstu gtösum. Nokkrir bílar óku hægt framhjá
og Gu'.ningsbíll fullur af þreytulegum, frcnsk-
um hermönnum. Enginn gat orðið honum að
liði.
Hann reis aftur á fætur, örvilnaður og á-
hyggjuf’illur. Hann varð að halda áfram, bæði
til þess að komast til Montargis og til þess að
koma bö’ nunum burt frá þessum óhugnanlega
bil, sex gæti ógsiað þeim alla ævi, sem þau
gerðu sér Ijóst hvað hann táknaði. Hann mátti
ekki dvi’ja þarna lengur en bráðnauðsynlegt
var. Og eaki var hægt að skilja þetta barn eftir.
Ef til vTl væri klaustur í næsta þorpi eða í
Montargis: hann gæti skilið hann eftir hjá
nucinu ’um.
Hann gekk í skyndi yfir götuna og skipaði
börrmnum að vera kyrrum. Hann lyfti upp tepp-
inu. Þetta voru vel búin hjón, á að gizka um
þrítugt, illa leikin. Hann herti upp hugann og
hneppt1 jnkkanum frá manninum. í innri vas-
anum var veski; hann opnaði það og í því var
nafnspþdd. Jean Dichot, Rue de la Victoire 8,
Lille.
Hann tók veskið og nokkur brcf og stakk þeim
í vasa s:on; hann ætlaði að afhenda þetta fyrsta
lögieg’.uþjóni sem hann sæi. Einhver þyrfti að
annast greftrun þessa fólks, hann gat ekki
tekið það að sér.
Hann gekk aftur til barnanna. Sheila kom
hlaupa’idi á móti honum og hló dátt. „Þetta
er skrýLnn strákur", sagði hún glaðlega. „Hann
segii ek’, i rieitt“.
Hin bórnin stóðu álengdar og horfðu með
ákeiðarsvip á fölleita, gráklædda drenginn sem
stábði enn á leifarnar af bílnum. Howard lagði
frá sér löskurnar og tók í hönd Sheilu. „Láttu
hacin vera“, sagði hann. „Ég býst ekki við að
hann langi til að leika sér núna.“
„Af hverju vill hann ekki leika sér?“
Hann svaraði ekki en sagði við Rósu og
Ronna: „Viljið þið halda á töskunum dálitla
CSIens og gamaii
Segið mér, herra: Er ekki einn maður
jafrgóður öðrum?
Jú vissulega, og meira að segja mun
betri.
★
Fyrirlesari um barneignir og fólksfjölg-
iiu kefur þegar talað tvær stundir, og
víkur nú ecin að umræðuefni sínu eftir
langan útúrdúr: Þér verðið að eignast sem^
flest börn, góðir áheyrendur. Og ef þið
ei^nizl' þau ekki sjálfir, Yerða dætur yðar
að Hgnast börn.
★
Lögíræðingurinn: Þegar ég var ungur var
það æðsti draumur minn að gerast ræn-
ingi.
Skjólstæðingurinn: Lukkumaður, það
ei e'-:ki öllum sem' lánast að láta æsku-
draiima sína rætast.