Þjóðviljinn - 19.02.1953, Page 2
2) _ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 19. febrúar 1953
t I da :
^ brúar. — 50.
er fimmtudagur 19. fe-
dagur ársins.
1 frétt frá Edinborg: segir afi
skozkt tennisfélag- hafi vcrifi
leyst upp eftir að hafa starfaí'
í þrjú ár. Boltinn hafði týnzt
Blað eitt í frönsku borginni
Eyon birti nýlega þennan dóm
um leikrit er frumsýnt liafði
verið kvöldið áður: „Hvíslari
leUrhússins las í gær upp nýtt
og áhrifamikið lelkrit. Því mið-
ur var upplestur hans æ ofan
í æ truflaður af einhverju óvið-j
komandl fóiki sem hafðist við;
á Ieiksviðinu.
Háskólafyrirlestur um nóbelsverð-
iaunaskáld.
Franski sendikennarinn við Há-
skólann, E. Schydlowsky, flytur!
fyrirlestur í I. kennslustofu Há-:
slcólans annað kvö'd kl. 18.15 um
franska skáldið Koger Martin du
Gard, er hlaut nóbelsverðlaun
árið 1937. Mun sendikennarinn í
fyrirlestri sinum ræða um líf og
ritstörf höfundarins. Öllum er
heinaill aðgangur.
Áttu von á barni?
Nei, verkfaiii.
Rílcisskip
Hekla fór frá Akureyri á mið-
nætti í nótt á vesturleið. Esja
fer frá Rvik á morgun vestur um
land í hringferð. Herðubreið fer
frá Reykjavík á morgun til Húna-
flóa, Skágafjarðar- og Eyjafjarð-
arhafna. Þyrill átti að fara frá
Reykjavík i gærkvöld til Aust-
fjarða. Helgi Holgason er á Breiða
firði á vesturleið.
Sambandsskip
Hvassafell fór frá Blyth 17. þ.
m. áleiðis til Islands. Arnarfell fór
frá Álaborg í gær áleiðis til Kefla
víkur. Jökulfell fór frá Isaíirði í
gærkvöld áleiðis til N.Y.
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Rvík í gær-
kvöld austur og norður um land.
Dettifoss fer væntanlega frá N.Y.
á morgun til Rvikur. Goðafoss fór
frá Gautaborg 17.2. til Hull og
Rvíkur. Gullfoss kom til Kaup-
mannahafnar í gær frá Gauta-
borg. Lagarfoss kom til Rvikur
í gær frá Rotterdam. Reykjafoss
er á Reyðarfirði. Selfoss e,r i R-
vik. Tröllafoss fór frá N.Y. 11.2.
til Rvikur. *
Minningarsjóðsspjöid lamaðra og
fatlaðra fást i Bækur og ritföng
Austurstræti 1, Bókabúð Braga
Brynjólfssonar og verzluninni
Roði Laugavegi 74.
Læknavarðstofan Austurbæjarskól-
anum. Sími 5030.
Næturvarzia er í Laugavegsapó-
teki. Simi 161$.
áíSS=:
GENGISSKKÁNING (Sölugengi):
1 bandarískur doliar kr. 16,32
1 kanadiskur dollar kr. 16,79
1 enskt pund kr. 45,70
100 danskar kr. kr. 236,30
100 norskar kr. kr. 228,50
100 sænskar kr. kr. 315,50
100 finsk mörk kr. 7,09
100 belgískir frankar kr. 32,67
10000 franskir frankar kr. 46,63
100 svissn. frankar kr. 373,70
100 tékkn. kcs. kr. 32.64
100 gyllini kr. 429,90
10000 lírur kr. 26,12
Til að auka frelsið?
. y / / Hjónunum Ingu
\ rry / Elínbor:
u Berg-
þórsdóttur og Ólafi
Hlöðver Sigurjóns-
syni fæddust þri-
burar í fyrradag.
Prentarar og prentnemar!
í dag kl. 5.30 verður kvik-
myndasýning í félagsheimiU H.
í. P. — Sýndar verða tvær kvi’k-
myndir, önnur um pappírsgerð
og hin um prentun á tímaritum
o. fl.
Lælcnablaðið hefur
borizt, 5;' tbl. þessa
árgangs. Efni er
þetta: Fundargerð
aðalfundar Lækna-
félags Islands 12,-
14. júni 1952. — Lög Læknafélags
Islands. — Frá L. I. — Úr er-
lendum ritum. — Margt athyglis-
vert kemur fram í fundargerðinni,
sem tekur yfir meginhluta heft-
isins. — Þá hefur 3. og 4. hefti
Býnaðarblaðsins Freys borizt,
myndarlegt og smekklegt að
vanda. Þar er erindi Þorbjörns á
Geitaskárði til ungra bænda.
Grein um Búskapinn á Röjkum,
í Damiiörku. Ráð við máttleysi í
lömbum. Frá búnaðarsamböndun-
um og starfsemi þeirra, með mynd
um af ráðunautum. Þá eru fræði-
orð og nýyrði í landbúnaðarvísind-
um. Um býrækt, ritdómur um bók
um arfgengi, Fuglamál, og sitt-
hvað fleirá.
Lækurinn kemur úr Tjörn-
inni, en vatnið siast í hann úr
Vatnsmýrinni, og rennur liann
(eða fremur „liggur“, því eng-
inn straumur er í honum). út í
sjó fyrir neðan Arnarhólskletta.
Lækjarbakkarnir hafa fyrrum
verið hlaðnir upp með grjóti; en
nú er það allt fallið og Ijótt út-
lits, þar sem ekkert hefur verið
um það hirt, þótt alltaf sé verið
að tala um að „prýða bæinn“ og
stórfé fleygt út í ýmislegt ann-
a5; einungis fyrir framan lands-
höfðingjahússblettinn er lækjar-
bakkinn bæjarmegin hlaðinn
upp með telgdu grjóti, hefur
kannske þótt skömm að, að láta
hið sama vera ávallt fyrir aug-
um landshöfðingjans, sem aðrir
verða að þola. Áður voru og
grindur fram með læknum bæj-
amiegin, en nú eru þær horfn-
ar fyrir löngu, líklega til þess að
auka frelsið, svo að hver geti
drepið sig sem vill, eða eigi
hægra með það.
(Gröndal;
Reykjavík um aldamótin 1900).
Kvöidbænir í Hallgrímskirkju
kl. 8 í kvöld, stundvíslega. Lesin
píslarsaga, sungið úr passíusálm-
um.
I fyrradag voru
gefin saman í
hjónaband í
Keflavík ungfrú
Sigríður Páls-
dóttir Blöndal
frá Staíholtsey í Borgarfirði, og
Sigurður Sigfússon, Garðavegi 1
Keflavík.
Frá lcvennadeild Siysavarnafélags-
ins. Konudagiirinn er á sunnudag-
inn. Krakkar geta sótt merki til
sölu eftir kl. 2 á laugardaginn,
í skrifstofuna Grófinni 1. Mæður,
hvetjið börn ykkar til að selja
merkin.
Fræðslu- og málfundaliópur
ungra Dagsbrúnarmanna. Les-
hninigur í kvöld kl. 8.30 á Skóla-
vörðustíg 19. Fjölmennið.
Söfnln eru opin:
Landsbókasafnið: kl. 10—12
13—-19, 20—22 alla virka dagí
nema laugard. kl. 10—12, 13—19
Þjóðminjasafnið: kl. 13—16 t
sunnudögum; kl. 13—15 þriðju
daga og fimmtudaga.
Listasafn Einars Jónssonar: ki
13.30—15.30 á sunnudögum.
Náttúrugripasafnið: kl. 13.30—
15 á sunnudögum; kh 14—II
þriðjudaga og fimmtudaga.
SKUGGA-SVEINN í 25. skipti.
I kvöld verður Skugga-Sveinn
sýndur í 25. skiptið í Þjóðleikhús-
inu. Er karlinn þá að verða eitt
þeirra leikrita leikhússins, sem
lengst hafa gengið, og hafa um
15 þúsund manns séð hann. Hins
vegar má búast við því að sýn-
ingum fari að fækka úr þessu,
þar eð önnur leikrit verða að
komast að ef leikhúsið á að fylgja
starfsáætlun sinni.
Ung listakona
Það er í kvöld kl. 7 sem ungJ
frú Elísabet Haraldsdóttir hefur
píanótónleika sína í Austurbæjar-
bíói. Leilcur ungfrúin alkunn verk
eftir heimsfræga höfunda, þá Beet-
hoven, Mozart, Dobussy , Ravel
og Chopin. Þessi unga listakona
er. dóttir hjónanna Dóru og Har-
alds Sigurðssonar, sem allir Is-
lendingar þekkja. Er hún alin
upp á miklu tónlistarheimili, og
hefur þegar getið sér orð í Dan-
mörku fyrir píanóleik sinn. Er
ekki að efa að Reykvíkingar
munu fjölsækja leik hennar.
Að byggja stór íbúðarhús í mið-
bænum. Nú þegar bærinn flennist
sem óðast vítt úr um land, er ekki
að furða þó einhverjum verði að
spyrja: Væri ekki hægt að byggja
miðbæiinn betur? „Kona“ í Bæjar-
póstinum á 4. slðu vekur í dag
máls á þessu fróðlega umhugs-
unarefni.
Krossgáta nr. 12.
Lárétt; 1 roð 7 stafur 8 grenja
9 kúga 11 dýr 12 samstæðir 14
gan 15 lítill 17 samstæðir 18 tæki
20 ljótur leikur.
Lóðrétt: 1 kimi 2 fitl 3 amma
4 einkunn 5 fugl 6 bölva 10 lim
13 málalok 15 áhald 16 sefa 17
greinir 19 tónn.
Lausn á krossgátu nr. 11.
Lárétt: 1 forljót 7 RR 8 sóli
9 ógn 11 lán 12 ýl 14 nn 15 staf
17 ho 18 lof 20 ígulker.
Lóðrétt: 1 frón 2 org 3 LS 4
jól 5 ólán 6 tinna 10 nýt 13 iall
15 sog 16 folc 17 hí 19 fe.
17.30 Enskuk. II.
fl. 18.00 Dönsku-
kennsla; I. fl. 18.30
Þetta vil ég heyra!
\ Hlustandi velur
sér hljómplötur.
19.20 Tónleikar: Danslög. 19.35 Les
in dagskrá næstu viku. 20.20 ís-
lenzkt mál (Halldór Halldórsson
dósent). 20.40 Tónleikar: Svíta nr.
2 fyrir tvö píanó op. 17 eftir Rach-
maninoff (Phyliis Sellick og Cyril
Smith leika). 21.05 Gamlir tón-
snillingar; III. Girolamo FrescoJ
baldi. Páll Isólfsson talar um
Frescobaldi og leikur orgelverk
eftir hann. 21.45 Frá útlöndum (B.
Gröndal ritstjóri). 22.20 Sinfónískir
tónleikar: a) Píanókonsert í Es-
dúr (K482) eftir Mozart (E. Fisch-
er og Sinfóníuhljómsveit Lundúna
leika; Sir John Barbirolli stjórn-
ar). b) Sinfónía nr. 97 í C-dúr
eftir Haydn (Philharmoníska
hijömsveitin í Lundúnum leikur;
Sir Thomas Beecham stjórnar).
23.15 Dagskrárlok.
Hvað er í kvöld?
1 kvöld lcl. 6 velur hlustandi sér
hijómplötur í útvarpinu. Þessi þátt
ur var telcinn upp í baust, til að
auka fjölbreytnina. Ekki vitum
vér livaða lög lilustandi þessi
kann að velja, en hvorttveggja ev
að elclci niun val þetta falið öðr-
um en smekkmöhnum á 'tónlist,
enda mundi hinn kaliaði ekki dirf-
ast að velja neina reyfaramúsik —
hvar sem hjarta lians lcynnl að
vera í l>eim efnum. Eftir seluni
fréttir er leikin sinfónía éflir
Haydn. en að öðru ieyti er fyrir-
ferðarmesta ,efni útvarpsíns í
lcvöld kynning Páls lsðlfssonar á
Giro/e.mo Frescobaldi. Flytur liann
fyrst erindi um tónskáldlð — sem
er löngu liöið, og leilcur síðau org-
elverk eftlr hami.
330. dagur.
Okrarinn beið þess í sekknum, án kvört-
unar, að ferðinni lyki. Hann heyrði vopna-
brak, og steinar skruppu tii undir fótum
varðanna — og hann undraðist að drekarn-
ir skyldu ekki hefja sig til flugs, heldur
berðu vængjum við jörðina, eins og þegar
banar ofsækja hænur.
Nú barst að eyrum hans fjarlægur dynur
er minnti á lækjarnið. Okrarinn hélt fyrst
að nú væru drekarnir komnir upp í fjöllin
og náiguðust eftilviil Kan Tengrí, aðseturs-
tind andanna. En brátt gat hann greint
einstákar raddir og sannfærðist um að
hann væri kominn á fjölmennt næturþing.
. Það virtust vera þúsundir manna — en
hvenær hafði markaðurinn í Búkhöru byrj-
að að vera í gángi á nóttum? Skyndi-
lega varð hann þess var að hann var bor-
inn upp í móti — aha, drekarnir höfðu
sem sagt ákveðið að hefja sig til flugs,
Hvernig átti hann að vita að verðirnir
voru að ganga upp tröppurnar að hásætinu.
Er þeir voru komnir upp köstuðu þeir
af sér sekknum, og hann féll hart og
þungt tii jarðar. Það brakaði og brast í
fjölunum er hann kom niður. Okrarinn
stundi og kvartaði: Þið þarna drekar, af
hverju kastið þið seklcnum svona hirðu-
leysislega — þið sem eigið að lækna mig,
en iiú gerið þið alveg þveröfugt!