Þjóðviljinn - 05.03.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN
K'iií'K MíÍiWfífíI ..
Fimmtudagúr 5 marz 1953
Það kemur sjaldan fyrir að
kjöt úldni hjá almenningi, enda
veítir buddan ekki stærri kjöt-
skammt en svo, að það má
gleypa hann í nokkrum munn-
bitum. En stundum getur kjöt
þó skemmzt, einkum þegar keypt
er til helgarinnar, og hlýtt er
í veðri,
Venjulega finnur maður
strax með því að þefa af kjöt-
inu, hvort farið er að slá í
það eða ekki. En ef vafi leikur
á því, þá má með þrem aðferð-
um ganga úr skugga um það.
Fyrst er suðuaðferðin. Hún
er þannig að kjötbiti er settur
niður í sjóðandi vatn og látið
sjóða í 10 mínútur undir þéttu
loki. Þá er auðvelt að finna af
lyktinni hvort kjötið er
skemmt eða ekki.
Steikaraðferðin -er þannig að
kjöt er steikt í sinni eigin
feiti og síðan þefað af því.
Þriðja aðferðin er öruggust,
því áð hún er einnig tiltæk
þeim sem finna ekki lykt að
staðaldri eða um stundarsakir,
t.d. af kvefi. Aftur á móti
útheimtir aðferðin 10% blý-
acetatupplausn, sem fæstar
húsmæður eiga í skápum hjá
sér. En að öðru leyti er að-
ferðin þannig: Bréfræma er
vætt í blýacetatupplausninni og
lögð í bolla með dálitlu ' af
hökkuðu kjöti. Ef kjötið er
skemmt verður bréfið svart á
stundarfjórðungi.
1 rauninni er úldið kjöt ekki
hættulegt í sj'álfu sér. Sums
staðar í heiminum borðar fólk
úldið kjöt me-ð ibeztu lyst.
En það er alltaf hætta á því
að auk rotnunarbakteríanna
séu aðrar hættulegri bakteriur
í kjötinu, og auk þess finnst
okkur úldið kjöt andstyggilegt
og það er næg ástæða til að
við reymun að forðast það.
Bót á peysuna
Treyjan sem sýnd er á mynd-
inni er módel úv Harpers Baz-
ar, en samt býr hún yfir góðri
tillögu um viðgerðir! Ferhym-
ingarnir t.veir sem hafðir eru
til skrauts í mittið, geta mæta
vel hulið rifu eða gat um leið
og þeir prýða flíkina. Þaí má
hafa þá á öxlinni, erminni eða
hvár sem slysið hefur viljað til.
Á myndinni eru þessir fer-
hyrningar úr leðri á ullar-
peysu, og það er sjálfsagt
skemmtilega skrýtið, en það er
ekki auðvelt að sauma leður-
pjötlur á sjálfur. Ef maður
ætlar að notfæra sér þessa hug-
mynd við viðgerðir er betra
að nota misiitt ullarefni til
Upp með bollana
Ef þröngt er í skápunum
sparast mikið rúm á því að
hengja bollana upp. Bolláhilla
með hönkum, sem hægt er
að draga út, er prýðileg fyrir
hversdagsboliana og það fer
miklu minna fyrir þeim á
þisnnan hátt, en þegar þeim
er raðað hverjum ofan í ann-
an í hillu. Til eru krókalistar
sem hægt er að skrúfa neðan í
hillur og þeir eru* ódýrir og
heppilegir þar sem þröngt er í
skápunum.
Rafmagnstakmörkun
Fimmtudagur 5. mara.
Kl. 10.45-12.30:
Vesturbærinn frá Aðalstr., ’Tjarn-
argötu og Bjarkargötu. Melarnir,
Grimsstaðaholtið með flugvallar-
svæðinu, Vesturhöfnin með Örfir-
isey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes
Og, ef þörf krefur:
Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi
Elliðaánna vestur að markalínu
-frá Flugskálavegi við Viðeyjar-
sund, vestur að Hlíðarfæti og það-
an til sjávar við Nauthólsvík í
Fossvogi. Laugarnes, meðfram
Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal-
arnes, Árnes- og Rangárvallasýslur.
•
Kl. 18.15-19.15:
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár-
holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar-
hverfi ,við Laugarnesv. að Klepps-
yegi og svaeðið þar norðaustur af.
skrauts. Flóki, flauel og ýmis
þess konar efni eru prýði-
leg, og það er alls ekki nauð-
synlegt að hafa pjötlurnar fer-
hyrndar, þær mega vera í lag-
inu eins og hver vill.
MATURINN
á
MORGUN
Síldarbuff, hrærðar kartöfl-
ur. - Rabbarbaragraút-
ur, úijólk.
i Síldarbuff: 2-3 síldar, 100 g)
i heilhveiti, 2-3 msk mjólk, 1 (
[ laukur, 100 g feiti, 2 dl soð,
I hveitijafningur, sósulitur. Síld- ,
i in er afvötnuð, hreinsuð og (
I þerruð vel. Söxuð einu sinni (
í kjötkvörn, heilhveiti hrært, (
saman við og þynnt með i
1 mjólkinni, ef með þarf. 1 stað- I
inn fyrir hveiti má háifa
saxaðar kartöflur. — Mótaðar (
1 kringlóttar kökur úr deiginu.
Laukurinn er skorinn í sneiðar,1
brúnaður. geymdur á diski, 1
, kökurnar brúnaðar, raðað á *
heitt matarfatlð og haldlð
heitu meðan sósan er jöfnuð'
, og krydduð. Laukurinn látinn ,
út í sósuna — hellt yfir síldar-
i kökurnar eða borin með í (
i könnu.
s
Nevil Sbuté.“
HlgóðpípusmiSurinn
54.
unnar um '\ð fylgja honum til Bretaníu; hann
hafði næstum valdið henni sársauka áðan. Hann
ætlaði ekki að færast lengur undan; hjálp henn-
ar yrði honum ómetanleg.
Hann fór í náttkjólinn og fór uppí; mjúk
dýnan og hrein lökin voru óendanlega hress-
andi eftir tvær nætur á hlöðuloftinu. Hann
hafði ekki sofið í sæmilegu rúmi, síðan hann
fór frá Cidoton.
Stúlkan hafði breyzt mikið. Hár hennar
var enn hrokkið og sjálfu sér líkt, auga-
brúnirnar og liendumar jafn vel snyrtar. En
svipur hennar allur gerbreyttur. Hún virtist
hafa elzt u.m tíu ár; skuggarnir undir augunum
voru í stíl við svarta hálsklútinn. Allt í einu
datt honum í hug, að hún liti út eins og ekkja.
Hún var ung, ógift stúlka, en hún minnti hann
á unga ekkju. Hann fór að velta því fyrir sér,
hvort hún hefði misst unnusta í stríðinu. Hann
gæti spurt móður hennar um það, áður en þau
færu af stað; það var betra að vita það til
þess að geta forðast óþægileg umræðuefni.
Honum fannst hún dálítið undarleg Hann
skildi hana ekki. En brátt færðist ró yfir hann,
hugur hans hætti að starfa og hann sofnaði.
Hann svaf í einum dúr alla nóttina. Hann
svaf enn, þegar hún kom inn með kaffi og
brauð á bakka handa honum klukkan kortér
yfir átta. Hann vakaaði, settist upp og þakk-
1 aði henni fyrir.
Hún var komin á fætur. I ganginum fyrir
aftan hana stóðu bömin, þvegin og klædd og
gægðust inn til hans. Pétur steig gætilega inn
fyrir.
„Góðan daginn, Pétur“, sagði gamli maður-
inn alvarlegur á svip. Litli drengui’inn setti
höndina á magann og hneigði sig djúpt. Bon-
jour, monsieur Howard". .
Stúlkan hló og strauk honum um hárið.
„Þetta er vel siðaður drengur", sagði hún.
„Hann er ólíkur hinum krökkunum“.
Hann sagði kvíðafullur: „Ég vona að þau
hafi ekki verið yður til mikilla óþæginda“.
Hún sagði: „Börn eru mér aldrei til óþæg-
inda“.
Hún sagði honum a.ð móðir hennar væri farin
út að kaupa í matinn og ætlaði um leið að
spyrjast fyrir um ýmislegt. Hún kæmi aftur
eftir hálfa 'klukkustund; þá gætu þau gert
frekari áætlanir.
Stúlkaa kom með föt af föður sínum til
hans, dálítið slitin og snjáð, brúna skó, hræði-
lega, fjólubláa skyrtu, lausan flibba, gulleitan
af elli og óskemmtilegt hálsbindi. „Þessi föt
eru ekki sérlega glæsileg", sagði hún afsak-
andi. „En þér ættuð að vera í þeim, monsieur
Howard, útlitsins vegna. Ég get fullvissað yður
um, að við skulum geyma fötin yðar vandlega.
Mamma setur þau niður í kistu og ver þau
fyrir möl“.
Þrem stundarfjórðungum síðar var hann
kominn á fætur, stóð í miðri stofunni og stúlk-
an virti hann rannsakandi fyrir sér. „Þér
hefðuð ekki átt að raka yður svona fljótt
aftur“, sagði hún. „Það eyðileggur heildarsvip-
ima“.
Hann sagði að sér þaéttí það leitt. Svo virti
hann hana fyrir sér. „Þér hafið gert yður
rytjulega mín vegna“, sagði hann. „Það er
vingjarnlegt af yður“. .
„Þjónustustúlkan lánaði mér gömul föt“,
sagði hún.
Hún var í mjög óbrotnum, svörtum kjól, sem
náði niður á ökla og bar ekkert skraut. Á fót-
unum var hún með flatbotnaða, klunnalega skó
og í grófum svörtum sokkum.
Frú Rougeron kom inn og lagði körfu frá sér
á borðið. „Það fer lest til Rennes um.hádegi“,
sagði hún rólega. „Það stendur þýzkur lier-
maður við hliðið og spyr hvers vegna fólk
þurfi að ferðast, en hann spyr ekki um skil-
ríki“. Hún þagnaði. „En það er eitt enn“.
Hún tók samanbrotið blað upp úr vasa sín-
um. „Þýzkur hermaður skildi þetta eftir lijá
dyraverðinum í morgun. Það átti að fara inn á
hvert heimili".
Þau brutu blaðið saman. Á það var þetta
ritað á frönsku:
FRANSKIR BORGAR!
Ensku svikararnir, sem hafa neytt okkur út
í þetta ónauðsynlega stríð, hafa verið reknir
á flótta. Nú er kominn tími til að uppræta
þessa stríðsæsingamenn, hvar sem þeir leynast,
áður en þeim gefst tími til að undirbúa ný
svik við Frakkland.
Þessir óþokkar, sem leynast alls staðar og
dyljast á einkaheimilum sem sníkjudýr, undir-
búa skemmdarverk og njósnir og spilla sambúð
okkar við Þjóðverja, sem vilja aðeins koma
á friðsamlegri stjórn í landi okkar. Elf þessir
huglausu flóttamenn gera einhverjar slíkar að-
gerðir, setja Þóðverjar feður okkar, eiginmenn
og syni í fangelsi. Hjálpumst öll að því að fá
landa okkar heim aftur, með því að reka þessa
plágu af höndum okkar.
Það er skylda ykkar, ef þið vitið um Eng-
lending í felum að segja til hans, annaðhvort
við lögregluna eða þýzku hermennina. Þetta
f
geta allir gert og flýtir fyrir frelsi og friðun
lands okkar.
Þungar refsingar bíða þeirra sem leyna þess-
um kvikindum.
LIFI FRAKKLAND!
Howard las þetta tvisvar sinnum. Síðan sagði
hann: „Ég býst við að ég sé eitt af þessum
kvikindum ,frú. Ég held að mér sé ráðlegra að
ferðast einn“.
Hún sagði að það kæmi ekki til mála, Nicole
féllist aldrei á það.
Stúlkan sagði: „Það er alveg satt. Það væri
ómögulegt fyrir yður að ferðast einn eins og
allt er i pottinn búið. Ég geri ráð fyrir að Þjóð-
verjar kæmust brátt^að því, að þér væruð elcki
Frakki, jafnvel í þessum fötum“. Hún sló í
blaðið með fyrirlitningu í svipnum. „Þetta er
þýzk samsuða", sagði hún. „Látið yður ekki
detta í hug að Frakkar hugsi svona, monsieur
Howard“.
„Þetta er býsna nærri sannleikanum", sagði
hann daufur í dálkinn.
„Þetta er haugalygi", sagði hún.
Hann fór út úr herberginu. Gamli maðurinn
( , Það hefur löngum verið nlagsiður presta hér á
( ' landi að biðja. upphátt fyrir stiórnarvöldunum.
( Er það góður vitnisburður hinum kristilega
( , kærleika, því auðvitað nafa. ýmsir presta.r oft
) óskað landsstjórninni norður og niður í hjarta
) sínu. Sú saga er sögð frá árinu 1927, er Fram-
) sóknai flokkurinn hafði myndað stjórn, að Jón-
) as Jóijgscm dómsmálaráðhei-ra mætti óéra
) Bjarna á götu, og mælti við hann af skynd-
) ingu:
/ Er það satt, séra Bjarni, að þú sért hættur að
/ brðja fyrir landsstjórninm?
/ Nei, þvert á móti, svaraði klerkur, ég hef
( aldrei talið þess meiri þörf en nú.
( ★
( Eru þau ástfangin hvort af öðru?
( Það hlýtur að vera: hún hlustar þolinmóð á
( lýsingar hans af síðasta knattspyrnuleiknum —
( og hann hefur bara gaman af að láta hana
) lýsa fyrlr sér nýja kjólnum, sem fi-ænkíi lienn-
j ar Var að fá sér.