Þjóðviljinn - 19.03.1953, Page 4

Þjóðviljinn - 19.03.1953, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 19. marz 1953 VIKTORÍA HALLDÖRSDOTTIR: „Opt má af máli þekkfa mann- inn, hver helzt hann er" Nokkrar slaðreyndir til atkupar Árið 1948 um það leyti sem séra Jóhann var að hverfa af landi burt til starfs síns í Kína, kvaddi hann Janda sína á þessa leið: Ég fer af landi burt af því að ég get ekki verið áhorfandi að því, að ís- lenzka þjóðin verði gerð að nýlenduþjóð. Ég hef kynnzt það mikið högum nýlenduþjóða að ég óska ekki löndum mín- um slíks hlutskiptis. Á þessa leið mælti prestur- inn 1948 en á því herrans ári 1953 kemur sami maður í is- lenzka ríkisútvarpið sem mál- 'svari nýlendukúgunarinnar á iMa-lakkaskaganum, lofsyngur yfirgang Breta þar í landi og fagnar því að þéim hafi tek- izt að drepa þúsundir af íbú- um landsins. Hann virðis't ein- ungis hafa haft tal af öðrum deiluaðilanum en gert sér minna far um að finha orsak- ir þess sem um er deilt. Nú þegar þessi maður er kominn heim til ættjarðar sinnar eftir langa dvöl meðal nýlenduþjóða, horfir hann með velvilja á það, að verið er iað færa íslenzku þjóðina í ný- lendufjötrana. Hann igerist ó- trauður liðsmaður þeirra, sem vilja róa öllum árum að því að þjóðin glati sjálfstæði sínu í hendur erlendra yfirdrottna. Hvaða stökkbreytingar hafa gerzt í sálarlifi postulans? Hver sparkaði í afturend- ann á trúboðanum og skellti hurðinni á liælana á honum? Þessi orð mælt-i séra Jóhann á stúdentafundinum i vetur og lét þess :getið um leið að það væru litlar líkur til að hann gæti fyrirgefið slíka meðferð. Hann virðist hafa gleymt boð- skapnum uro fyrirgefninguna! Allt hold er hey eins og prest- urinn sagði. En nú vil ég spyrja yður, séra Jóhann: Hverjir gerðu yður ómögulegt ,að starfa í Kína? Við skulum athuga það lítið eitt nánar. í Vísi, 26. jan. þ. á., hefu.r Sigurður Magnússon eftir yður þessi orð: „Ég var sendur til Vestur-Kína, og var þar í nokkra mánuði, en svo fékk ég fyrirskipanir um að halda aftur til Hongkong". Hverjir fyrirskipa honum að halda tit Hongkong, ekki Kinverj.arnir, heldur húsbændur Jóhanns sjálfs. Það skyldi þó ekki vera að húsbændum Jóhanns hafi ekki þótt borga sig lengur að boða guðstrú í landi þar semi slik umskipti voru orðin, að öll sérréttindi voru tekin af útlendingum og lítil líkindi til að braskaralýðurinn, sem allt- af hefur fylgt í kjölfar trú- •boðanna, 'gæti haldið áfram að igræða í skjóli trúboðsins. Milli auðvaldsinSi nýlendukúgar- anna og trúboðanna hefur allt- af verið bezta samvinna og séra Jóhann fellur prýðilega í það hlutverk. Hvaðan hefur séra Jóliann upplýsingar sínar um ástandið í Kína? Séra Jóhann hefur setið í brezku nýlendunni Hongkong undanfarin ár og þaðan hefur hann fylgzt með viðburðunum í Kína, frá fyrstu hendi að hann segir sjálfur. Hverjir eru það sem Jóhann hefur sin.ar upplýsingar frá? f því sam- bandi dettur mér í hug atvik úr för okk-ir íslendinganna um Kína síðastliðið haust. Við erum stödd í þorpi einu skammt frá Kanton. Oddviti þorpsráðsins, eldri maður, þreytulegur í útliti, tekur á móti okkur ásamt fleiri þorps- búum, með þeirri einlægni og prúðmennsku, sem alls staðar mætti okkur, bæði hjá hánm og lágum. Við erum leidd inn í stóra og glæsilega höll, sem stakk mjög í stúf við lágreista kofa bændanna í kring. Ein- hver okkar hafði orð á því hvernig þessi höll væri þarna tilkomin og hver væri eigandi hennar. Okkur var sagt að rík- ur landeigandi hefði átt þarna1 heirna, hann átti mest allt þorp- ið og leigði bændunum iandið, í leigu urðu þeir að greiða frá 60—80% af uppsker.unnl heim til landeigandans. Han.n átti og víðlendar jarðeignir annars staðar, hann hélt sjálíur fjöl- mennan her og kúgaði bænda- Framhald á 11. síðu. Allur fróðleikur, sem Ríkis- útv-arpið flytur er okkur kær- kominn, sem oftast sitjum heima vegna aldurs okkar og ,anna við heimilisstörfin. Við igætum þess að haga svo verk- um, að fátt markvert, sem flutt er, fari fr.amhjá okkur. Ég, sem aðeins hef hlotið menntun í skóla lífsins, hef áhuga fyrir því að heyra langskólagengna menn tala um þa.u alvörumál, sem varða heill og heiður þjóð- arinnar. Þegar útvarpað var ræðum þeim, sem haldnar voru á um- ræðufundi Stúdentafélags Reykjavíkur, 20. jan. 1953 um áfengislagafrumvarp ríkisstjórn arinnar (sem efri deild Alþing- is vísaði frá með rökstuddri dagskrá), hlustaði ég á mál- flutning allan með athygli. Skyldist mér að menntagyðj- an hefði mátt bera þungan harm fyrir, að einn af þeim mönnum, sem hún hefur nært og dekrað við og veitt prófes- sórstitil, hneykslaði svo hlust- endur með málsmeðferð sinni að seint mun gleymast. Þessi maður var prófessor Guðbrandur Jónsson. Mig furðar það, að maður sem er jafn kunnugur ritning- unni og prófessor G. J., getur ekki munað er hann talar frammi fyrir þjóðinni þessi orð: Vei þeim, er hneykslun- um veldur, betra væri að mylnusteinn væri hengdur um háls honum og honum sökkt í s5ö, en hann hneyksli einn af bræðrum sínum. Það er hneyksli á hæsta stigi, að heyra mann, sem hlot- ið hefur prófessorsnafnbót, kalla vísindalegar staðreyndir hull og margsmjatta á sjálfs- reynslu í því, að magi hans sjálfs reyndist of lítill til að koma í hann því magni af öli, sém til þyrfti svo hann — G. J. — yrði fullur. Eins og ég mun seinna víkj.a að, hefur þessi maður lýst því svo átakanlega og eftirminni- lega með ofsa sínum og rök- villum að menntun er ekki einhlít til að lyfta huganum í sólarátt. Nei, til þess að af- stýra böli og þjáningum með- bræðranna þarf rökvísi, hrein- lyndi, hjartahlýju, karlmennsku og kristilegt hugarfar. Ekki verður sólskini veitt inn í líf manna með því, að skrumskæla sig í framan og öskra ókvæðisorð að þeim, sem hafa hið öfluga vopn sann- leikans^ í höndum sér. Þó að prófessor Guðbrandur hafi Raddir kvenna v____________________________^ ætlað að vinna víndýrkendum mikið gagn með ofsalegum öl- dýrkunarfreyðanda, þá er ég viss um að það vopn geigaði. En ræða prófessors Guðbrand- ar á þessum fundi var sannar- lega met í sóðalegum málflutn- ingi. Margt var sagt í þessum umræðum, sem .gaf hlustend- um kost á :að kynna .sér enn einu sinni áhuga ríkisstjórnar- innar og hennar gæðinga á því að efla þjóðarhag og innræta fólki að lifa heilbrigðu lifi, en slíkt var nú ekki aldeilis hjá þeim, sem Bjarni Ben. setti í þann vanda að semja áfengis- lagafrumvarp fyrir ríkisstjórn- ina. Á fundinum komu fram tvennskonar sjónarmið. Fyrir hönd reglumanna töl- uðu Brynleifur Tobíasson, menntaskólakennari og prófes- sor Biörn Magnússon, Fyrir hönd áfengisunnenda og öldýrk- enda þeir Gústav A. Jónasson, Jóhann Möller og prófessor Guðbrandur. Það er mjög at- hyglisvert að fylgjast með því hvernig teflt var á þessu skák- borði þar sem háð var einvígi um það, hvort auka ætti fjár- sóun landsmanna til kaupa á eitri og .með því að auka þrautir og þjáningar, eða tak- marka sem auðið er alla neyzlu áfengis og stefna að banni. Fyrstur talaði Gústav A. Jónasson, formaður nefndar- innar, sem Bjarni Benedikts- son setti í þann vandasamá virðingarsess, að semja áfeng- islagafrumvarp ríkisstjórnar- innar, sem efri deild Alþingis vísaði frá í vetur („eins og þjóðfrægt er orðið“) en ég vildi segja, að það væri ein mesta dáð, sem þingið hefði drýgt. Gústav sagðist vera eindregið fylgjandi bruggun áfengs öls og sagðist ekki telja vín- drykkju löst, vildi hafa útsölu- staði marga og hafði áhuga fyr- ir því, að gera fólki auðveldara að ná sér í áfengi. Hann vildi „veita áfengisfióðinu í lygnari farveg“ eins og hann komst svo smekklega að orði. Með því :að fjölga útsölustöðum ætlaði hann að fegra Frón. Mér skild- ist að hann bæri hag vínselj- endanna mest fyrir brjósti, en nokkuð virtist þó einnig gæta nærgætni við kaupendur, hann taldi heppilegr.a að þeir .gætu án teljandi fyrirhafnar náð sér í áfengið t. d. eftir vinnu á laugardögum, enda vissasta leiðin til þess að allir hafi sama i-étt til að losa sig við það fé, sem þeir hafa hand- bært. Þá lýsti G. Á. J. því, hvernig þessi milliþinganefnd hafði ákveðið að hefja kennslu- starf í sambandi við aukna á- fengissölu. Það átti að skipa 5 manna ráð — áfengisvarnar- ráð átti það að heita, (aldrei virðast of mörg ráðin í þessu landi), og átti þá víst að synda á móti þessum þhnga, lygna straumi, sem hann talaði um. 3% af ágóða áfengissölunnar átti að verja til þess að kenna fólki að umgangast þessa nauð- synjavör.u á réttan hátt. Jóhann Möller var einnig fylgjandi ölbruggun. Hann taldi sig bindindissinnaðan, en þó ekki beinlínis bindindis- mann. Eftir orðum hans að dæma, gæti ég trúað að hann aðhylltist þá skoðun, að áfengi sé „eins og sólskin án sól- bruna“. Hann talaði um að hann vildi þroska fólkið, en hann vildi ekki bann. Það eru nokkur ár síðan ég heyrði Framhald á 11. síðu. varpinu til að leika nú alla hljómleika harmóníkusnillings- ins til enda og láta eigi hlut- drægni um sig spyrjast. Um leið vildi ég nota tækifærið til að benda útvarpinu á, að næsta framha'dssaga er fyrir- fram dauðadæmd, ef hún verður ekki skemmtilegri en sú, sem nú er. í hitteðfyrra og í fyrra var kvölddagskráin svo skemmti- leg, að fullorðið fólk og ung- lingar, og jafnvel börn, sátu oft - heima vegna útvarpsins, lie’dur en að fara út eða á bíó. Þetta er mín eigin reynsla og flestra, sem ég hef átt tal við. Svona getur þetta vel orðiö' aftur. En það er undir útvarpsmönnum komið. Með þökk fyrir birting- una. — Vestmannaeyjaskeggi". ★ E. M. skrifar: „Fagna ber því að svo virðist sem menn ætli að hafa framtak til að reisa Skúla Magnússyni verðugt minnismerki innan skamms. Ég sé í blöðun- um í dag Ijósmyndir af stytt- unni og geðjaðist fremur vel að henni. Listamanninum hefur orðið starfið erfiðara en skyldi vegna þess, að hvergi mun vera til nein mynd af Skúla fcgeta. En eru þá ekki til myndir af nánustu forfeðrum hans, afkom- endum og frændum, sem notast má við, þegar gizkað er á útlit hans? — Annars er það ekkert aðalatriði, hvort andlit styttunn- ar er líkt því, sem and’it Skúla hefur verið, eða ekki. Mestu máli skiptir, að myndin sé verð- ugt listaverk til minningar um „föður Reykjavíkur" og einn af baráttumönnum jslenzks frelsis. Um stað fyrir styttuna er það að segja, að ég tel alveg sjá’fsagt að láta hana standa í miðjum Bæjarfógetagarðinum við Aðal- stræti — fyrst um sinn. Síðar„ þegar umhverfið verður endur- skipulagt, hlýtur staðsetning hennar að sjálfsögðu. að miðast við það. En bezt finnst mér fara á þvi, að hún verði í þessu gamla umhverfi, „vöggu höfuð- staðarins." — E. M.“ B. A. skrifar: „Heiðraði Bæjar- póstur. Ég hef lítillega fylgzt með skrafi manna og skrifum varðandi nýtt heiti á það, sem almennt hefur verið kallað stóppistöð. Mun þar margt lærðra manna og viturra hafa lagt á ráð — hvort mundi þá ekki ofaukið annarra ráðum? — En hvað um það, væri ekki ó- maksins vert að efna til skoð- anakönnunar hér í bæ um til- lögur til hýrra heita fyrir við- komustöðvar vagnanna? Mér virðist engum koma þetta meira við en alþýðu þessa bæjar, og ótækt að hefja „áróðursherferð" fyrir einherju nýnefni að þess- úm aðila fornspurðum. Vissu- lega ættu aðrir bæir síðar meir að geta notazt við það heiti, sem nú þætti boðlegt hér. Að úrskurði fengnum yrði síðan höfð samvinna við útvarp og þlöð við að festa hið nýja heiti. Ékki sýnist óeðlilegt, að forráða- menn S.V.R. hefðu forgöngu um þetta. Biðstöðvar strætisvagna — Til.mæli til útvarpsi Styttu Skúlá íagnað Að lokum vil ég leyfa mér að vekja athyg’i á orðinu biðstöð, sem áður hefur verið bent á. Það hefur þann kost, að það er lipurt í munni og hljómar auk þess kunnuglega: síðari hluti þess er sami og í núverandi heiti; og enn fremur man ég ekki betur en talað hafi verið um blðstöðvaskýli, svo að fólki er orðið ekki ókunnugt. með öllu, en sá kostur þess er ekki litilvægur. Virðingarfyllst. B.A.“. ★ FRÁ Vestmannaeyjaskeggja hef- Ur Póstinum borizt pistill, sem hann nefnir „Umkvörtun um útvarpið" og er á þessa leið: „Kæri Bæjarpóstur! Ég og marg- ir fleiri erum mjög óánægð með hegðun útvarpsstjórnenda að sumu leyti. Okkur finnst nefni- lega í hæsta lagi óréttlátt og einkennilegt, að aðeins skuli vera fluttur smáhluti af tón- leikum Thorleifssens og það mörgum vikum eftir að hann er farinn af landi burt, — en þegar herhljómsveit U.S.A, held- ur hljómleika í „musteri ísl. tungu", þá er rokið til og ú(- varpað þeim öllum, og ekki lát- ið n^5» einu sinni, heldur tvisvar. — Treystum við út-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.