Þjóðviljinn - 19.03.1953, Qupperneq 7
FimSntudagur 19. marz 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7
og hún sé frjáls og þrjózkast
við að læra starfróf þrældóms
og lægingar? Hvaða atvik knýja
þá til að reyna að ráða jafn->
furðulega gátu og íslenzk:
sljórnmál, eða réttara sagt ís-
lenzka stjórnmálamenn? Er
ekki ósköp eðlilegt að þe'r
haldi flestir að þjóðin sé yf:r-
leitt á svipuðu .siðferðisstigí
og ríkisstjórnin, þingmenn'
hennar, skósveinar cg málpip-
ur, til dæmis skáldið framliðna,
ritstjóri Timans? Hvers vegnai
ættu þeir að bera virðingu fyr-
ir þjóði'nni, úr því að foringj-
ar hennar segja aðeins jessör
og telja það himneska blessun
og óverðskuldaða upphefð að
mega fægia koppa þeirra og
Fyrir skömmu gerðist lítill
atburður suður á Keflavíkur-
flugvelli. Piltur frá Hellissandi,
Kristinn Guðlaugsson að nafni,
hafði verð svo lánsamur að fá
atvinnu í einni veitingastofu
herraþjóðarinnar, New Messey
Mess. Hann var að tína saman
óhreina diska, saklaus eins og
unglamb, þegar bandarískur
umsjónarmaður rétti honum
ílát og sagði um Ieið eitthvað,
sem pilturinn skildi ekki. Frum
skilyrði allra viðskipta við
verndara íslenzkrar menningar
er í því fólgið að vera bablfær
í ensku, kunna að minnsta
kosti að segja jessör, en afneita
og helzt glevma tungu Egils og
Snorra. Pilturinn frá Hellis-
sandi var rétt að byrj,a námið
í þessari uppeldisstofnun og
hristi því höfuðið til að láta
í ljós fávizku sína. Umsjónar-
maðurinn byrsti sig og flutti
yfir honum nokkra tölu, ef-
laust til að minna hann á, að
honum væri hollast að temja
sér ruðmýkt og hlýðni ef hann
kysi að halda starfa sínum i
New Messey Mess. Svo ófróð-
ur um ástandið á íslandi var
þessi piltur frá Hellissandi, að
hann húgði tölu umsjónar-
mannsins gaman eitt og vin-
mæli, kannski einhverskonar
glens um dularfulla „messíasar-
messu“, en slíkan kumpána-
skap kunni hann vel að meta
og brosti við í fávizku sinni.
En viti menn! Verndari hans
afmyndast af bræði og „slær
hann í endlitið, fyrst tvisvar
með Tlötum lófa, en síðan
hnefahögg". Pilturinn skildi
ekki held-ur þessi uppeldisvís-
indi og kærði „messíasar-
mess-u“ kennara síns fyrir hús-
bónda þeirra beggja, banda-
rískum höfuðsmanni. Eins og
nærri má gela var honum hót-
að brottrekstri, ef hann væri
að kvarta undan nauðsynlegri
kennslu, — skarð hans yrði
öngvan veginn vandfyllt, sex
hundruð á biðlistá!
Þessi litli atburður þykir
víst naumast í frásögur fær-
andi. Fátækur piltur neyðist
til að vinna fyrir bra-uði sinu
hjá verndurum íslenzkrar
menningar. Hann er barinn
saklaus og verður að sætta sig
við lægingu sina, stinga ásköp-
uðum manndómi og réttlætis-
tilfinningu svefnþorn, eða
hrökklast út á gaddinn ella.
Hundruð íslendinga hafa orðið
fyrir svipaðri reynslu, þvi að
Bandarikjamenn eru byrjaðir
•að kenna okltur viðurkvæmi-
lega hegðun: Um daginn voru
þeir til dæmis að miðu byssu á
lögregluþjón og bílstjóra og
hóta að skjóta þá, ef þeir yrðu
ekki þægir. Einn þeirra manna
sem hafa árum saman beitt
gáfum sínum og þrekj til að
undirbúa, gylla og vegsama af-
sal islenzkra landsréttinda 'og
Landariska hersetu, virðist
jafnvel hafa nokkrar áhyggjur
vegna siðbótarkennslu vernd-
ara okkar. Þessi maður er rit-
stjóri Timans, en hann mun
hafa verið skáldmæltur þegar
hann var unglingur og ort
stundum ljóð á sumarkvöldum,
þrungin t inlægri ættjarðarást
og fölskvalausri fjóðrækni.
Nýkominn l'rá Ameríku skrifar
ritstjórinn dálitla klausu um
mál piltsins frá Hellissandi, og
er stuðningur hans ekki vask-
legri en svo, að þar drýpur
angistarsveiti af hverju orði.
Hann er ákafiega kurteis og
hneigir sig jafnt og þétt, er.
kallar samt hnefahöggið „miz-
fellu á sambúðinni“, sem hafi
kannski „hættuleg áhrif á af-
stöðu manna til varnarliðsins"
og kunni að „vekja óvild og
kala“. Það dylst ekki, r,ð rit-
stjóranum er harla órótt, —
en við hvað er hann hræddur?
Glöggur framsóknarmaður, að
visu nokkuð kaldhæðinn, iét
svo ummæ t, að bak við klaus-
una um piltinn frá He’.Iissandi
leyndist í rauninm hógvær
bæn, eitthvað á þessa leið.
„Voldugu verndarar þ.ióðern-
is vors, tungu og rher.mngar!
Eins og yður er kunnugt fara
nú mikil viðskipti i höid Vér
munum afnenda vður jarðir
undir vígstöðvar fyrir sunnah,
norðan, ausian og vestan. Vér
munum samþykkja hafnargerð
yðar og vatnsvirkjamr. Vér
munum segja jessör við öllum
yðar kröfum. En nú standur
svo illa á fyrir oss, að vér eig-
um undir högg að sæki i. I'ióð
S
vor, tornæm og þvermóðsku-
full, hefur í svipinn allt vi.rt
ráð í hendi sér. Miklu messí-
ssar! kærleiksríku verndarar!
sjáið lau-mur á oss lítihigldum
og aðhafizt ekkert, sem kynni
að skerða kjörfylgi vort. Skjót-
ið kennslu yðar á frest: Forð-
izt að hóta, beria og miða
byssu, þangað til kosningum
er lokið. Amen“.
Þær eru orðnar býsna marg-
ar og ljótar, „misfellurnar" á
„sa.mbúð“. þeirri, . sem hófst á
Keflavíkursamningi haustið
1946. En hver getur ætlazt til
þess að messíasar okkar og
verndarar, komnir hingað fljúg
andi um langan veg, botni
nokkurn skapaðan hlut í þess-
ari einkennilegu þjóð, sem
býður þeim land sitt til her-
náms og étur úr trogi þeirra
með góðri lyst, að minnsta kosti
sæmilegri, en lætur s a m t eins
kirmur?
Ef íslendingar hætta að láta
örfáa óheillakrumma ginna sig
eins og fífl en sameinast til
baráttu fyrir fretsi ættjarðar
sirinar, þjóðemi sínu, tungu og
menningu, rifta hérsetusamri-
ingnum og lýsa .yfir algeru
hlutleysi Islands í stórvelda-
deilum, þá geta þeir verið von-
góðir um að viðmót Banda-
ríkjamanna b.reytist til batnað-
að og að þeir sjái þann kost
vænstan að fara héðan sem
skjótast. Ef íslendingar hald.i
hinsvegar áfrarn að .diila þeim
sem ljúga, blekkja, svíkja“, þá
munu þeir áreiðanlega fá að
kenna á harðari uppeldiaað-
ferðum en ’pessari vægu „mess-
íasarmessu" sem pilturinn frá
Hellissandi fékk framan í sig
um dagiun Það verður barinn:
úr þeim allur manndómar.
Þeir munu gerast horuð pý.
JAKOBÍNA
SIGURÐARÐOTTIR:
MORQUNLTOÐ
Ég hrópa mitt Ijóö út í húmiö. Dagurinn nálgast.
Heyrirðu óminn af s.vefnrofum valcnandi lýða?
Löng finnst mér andvakan oröin. 1 Uolsvörtu myrkri
ól ég þó vonina um dagroðans Ijómandi fögnuö.
Vaknaðu félagi og vlnur því dagurinn kemurj
Við skulum leiðast til móts við liann, greiða honum brautlr.
Hönd mína áttu. Hristu þér drungann af augum.
Hár mitt er slungið til bogastrengs, örvarnar hvesstar.
Þú veizt hver ég er. Ég er konan sem unni þér áður
en andann þú dróst og nærði á líkama sínum
fyrirheit lífsins í frjóu, gjöfulu skauti,
fæddi þig hugrökk með kvöi og vafði þig reifum.
Ég er sys.tir þín Iitla með æskunnar glóbjarta yndi,
unnusta þín með jarðlífsins fegurstu drauma
um hamingju, ást og samfylgd í sorgum og gleði.
Og sjá: Ég er dótfir þin, von þín um eiiífá lífið.
lleyr rödd mína, faðir minn, sjafni miim. bróðir og sonur.
Sjáðu hve árbliklð logar á. snjóhvítum tindum.
Hví reisir þú hús þelm herra sem slökkti þann loga
sem hreysi þitt áttí að verma og rændi þig brauði?
Sem merkti þig áiiauð, ómálgan son minn í vöggu,
og ávöxtum s.trits þíns í fánýtan glysvamig breytti
og vonunum okkar í örvænting, draumnmn í þjáning,
ástinni í hatur, fögnuð lífsins í gremju.
Þú lítur.-þau hér. Og hvert sem þú hvarflar sjónum
liorfirðu á ógnirnar sömu í bölvaldsins rílci:
Örfáir menn lirifsa arð þinna vinnandl lianda,
ógna þér, blekkja þig, skammta þér fátækt og hungur.
Þeir láta þig myrða þinn bróður og börn hans í stríði.
1 Iirjóst þitt læða þeir vantrausti á sólina og daginn,
á manninn í sjátfum þér, niátt þinna verkfúsu lianda.
Mannvitið óttasi þeir, bleklcing er sverð þeirra og skjöldur.
Víst stalck liann þér svefnþorn og blindaði augu þín bæði,
ef brögð hans þú skynjaðir, gagnrýndir svilc hans og lygi.
Víst hefur hann krossfest þig, húðstrýkt ])ig, brennt þig á báli,
ef boðskap sannleikans fluttiröu, glæðandi lífsvon.
Víst hlóð hann danskar haliir úr andlits þíns sveita
og liönd þína sneið hann ef reýndirðu líf þltt að verja.
Víst rekur hann bandarískt erindi á íslenzkum þingstað
og óðul þín selur við dollurum Iivar sem þeir bjóðast.
Slíkur er böðull þiim, hann sem þú valdir til herra,
hann f«m vill dagsljósið feigt eins og Iífsvonir okkar.
Hví seidirðu lionuni í hendur fjöregg þitt: drauminn
um liamingju, frelsi og bræðralag mannanna á jörðu?
Hann sneri því gegn þér, sem vopni og viilti þér sjónir.
Hann véfengir lieilagan rétt þinn til íslenzkrar moldav.
Haim mlsþyrmir gróðrl lands þíns með hermannahælum.
Helsprengjuregn verður gjöf iians til barnanna þinna.
Lít hendur þínar og herra þíns! Sérðu ekki muninn?
Hver hefur lagt þessar götur, steypt þessa veggi?
Hver hefur byggt þessar brýr? Hver reist þes.sa skóia
börnimi okkar tii meuuta? Seg mér, hver glfmdi
við Ægisdætur og hrifsaðl úr lieigreipum þeirra
hafdjúpslns gull? Hver barðis.t við drepsóttir, eldgos
og liailæri um i-étt sinn til landnáms og lífs í sveitum
fjándans okkav? Þú t Og liver eru launin?
Og ÞÉ? Ætlar ÞÚ aö þola og bíða þess lengur
sem þý að tímarnir breytist og HANN skipti litum?
Nei'. Dagur er 1-isinn með réttiátum stormi sem s'ítur
nieð rótuin hvern böðul og afmáir heisprengjuvaldiið.
Ég lieiti á þig, særi þig! Láttu ekki svæfa þig lengur.
Líttu hve böðullinn skelfist það árblik á tindum.
Ég rétti þér hönd. Spenn boganu til liðs þínum bræðrum
sem boðá Mannsins ríki og frið á jörðu.