Þjóðviljinn - 19.03.1953, Page 10

Þjóðviljinn - 19.03.1953, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 19. marz 1953 Þrir kjólar I einum Nevil Shute: Gætu ekki allar stúlkur hugsað sér að eignast þrjá nýja kjóla í einu? Flestar stúlkur verða him- inlifandi við tlillhug’suinina um góð og falleg föt. En þrír kjólar í einu eru óskadraumur sem að- eins örfáar útva'dar geta látið rætast. Við hinar verðum að láta okkur nægja einn kjól í einu og hann á meira að segja að endast eins lengi og mögulegt er. En við höfum leyfi til að beita brögðum og sauma nýja kjólinn þannig að hann komi í stað þriggja. Það er nefnilega hægt. Það kostar dá'ítið meira að koma sér upp þess konar kjól, en ekki svo miklu meira að það borgi sig ekki. Rafmagnstakmörkun rimmtudagur 19. marz: Kl. 10.45-12.30: Lusturbærinn og m-iðbærinn milli norrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar- ötu, Bjarkargötu að vestan og Iringbrautar að sunnan. MATURINN Á MORGUN Rauðmagasúpa. n 2-3 rauðmagar, 2 1 vatn, 3 msk salt, 3 msk edik, súpujurtir, i þ. grænmeti eða soðnar sveskj- ur. 1 Gert er að fiskinum og hann þveginn úr köldu vatni. Lifrin ! hirt og soðin með. Síðan er i hveljan verkuð úr heitu vatni, i þangað til hún er mjúk við- 1 komu. — Fiskurinn má ekki liggja ofan i heitu vatni, en honum er dýft í eða hellt á ( hann eftir því sem með þarf. i Seinast er skolað úr köldu.1 i Þunnildin má skera af og' i skera f iskinn í f remur smá 1 stykki. Látinn ofan í sjóðandi ( 1 heitt vatn með salti og ediki. | Soðið í 3-5 mín. Rúmt verður ( i að vera í pottinum, svo að1 i fiskurinn haldi sér, getur því • verið gott að sjóða þunnildin ( og hausana fyrst, færa upp og ( ' sjóða fiskinn á eftir. Súpan i ,. er jöfnuð með hveitijafningi1 i eftir að fiskurinn hefur verið1 i færður upp og soðnar sveskjur og soð látið út í eða útbleytt ( nýtt grænmeti. Salt og edik. ( (Borðað með heitum rauðmag- ( i anum, kartöflum og rúgbrauði. * Kjóllinn er saumaður sem und- irstöðukjóll með mjög einföldu sniði. Fyrirmyndin sést á teikn- ingu nr. 1. Þessi kjóll lætur ekki mikið yfir sér, en það eru ekki öll kurl komin til grafar enn. Undirstöðukjóllinn er úr einlitu efni, með föstu mittisstykki, kraga úr sama efni, litlum vösum ofar- lega á blússunni, sem eiga að geta horfið undir lausa sláinu. Ermarnar eru fram fyrir olnboga með uppslögum úr Sama efni. Það er heppilegast. Þetta er ágætur undirstöðukjóll að vísu ekki sér- lega spenna.ndi, en það eru smá- atriðin, lausu stykkin, sem setja aðallega svip á kjólinn. Fyrst er kjóllinn sýndur með stórri slaufu í hálsinn úr dropóttu efni — einnig er hægt að nota köflótt eða röndótt efni7 Beltið er haft svo breitt að mittisstykkið hverfi, og það þarf einnig að vera fóðrað með stinnu efni, svo að það geti auðveldlega borið upp vasana, sem festir eru við það.- Vasarnir mega ekki toga beltið niður, því að það eyðileggur alveg þessa hugmynd. Vasarnir eru saumaðir fastir við beltið og hanga lausir utaná kjólnum. Þetta breytir upphaf- lega kjólnum mjög mikið. Næsta útgáfa er sýnd á 3. mynd og hún er einfaldari en þó breytist kjóll- inn ekki minna. Stórt slá úr sama efni og kjóllinn gerir hann kven- legri og breitt belti í mittið undir- strikar það. Þegar keypt er efni í kjólinn þarf einnig að ætla efni í sláið. Að öðru leyti má nótast við afganga eða leifar af göml- um kjólum. Séu engir afgangar fyrir hendi, þarf að vísu að kaupa efni í aukastykkin, en það þarf ekki mikið til. Þriðja og siðasta útgáfan af kjólnum er sýnd á 4. mynd, og í hana þarf mest efni. Svart flauel er notað í bólerójakka og slaufu í Framhald á 11. síðu. Nýtt verksvið lás- nælunnar Flestir fást sjálfir við ýmiss konar smáviðgerðir heima fyrir, og smátt og smátt safnast að þeim verkfæri og alls konar smá- hlutir til notkunar við slíkar við- gerðir. Smáhlutirnir eru vand- ræðagripir að því leyti að þeir týnast og finnast allra sízt þegar einhver þarf á þeim að halda. Hægt er að geyma Iitla má'm- hringi, skrúfur með opnum haus og vara-gardínuhringi á lásnælu. Það er mjög þægilegt og kemur í veg fyrir að allt lendi i hræri- graut á skúffubotninum. Hijóðpípusmiðurinn „Égr kem líka“, sagði hann. , Þau hafa verið mjög þæg í allan dag“. Börmn sváfu öll í einu herbergi, stúlkumar tvær í íúmi og drengimir þrír á dýnu á gólf- inu. Bcndakonan var að breiða ofaná þau; hún brosti hlýlega þegar Nicole og gamli maðurinn komu :nn, og hvarf aftur fram í eldhús. Ronni sagði: „Það er hestalykt af lakinu mínu“. Garnli manninum fannst þáð ekki ótrúlegt. Hann sagði: „Þá dreymir þig sjálfsagt að þú sért á nestbaki". Sheila sagði: „Má ég líka koma á hestbak?" „Ef þú verður þæg“. Rós i sagði: „Megum við eiga heima héma?“ Nicole settist á rúmstokkinn hjá henni. „Hvað segirðu?“ sagði hún. „Langar þig ekki til að hitta pabba þinn í London?“ Rósa litla sagði: „Ég hélt að London væri borg“. „Það er alveg rétt. London er mjög stór borg“. „Mér finnsf svo gaman í sveitinni", sagði Rósa. ,,Svona var þar sem ég átti einu sinni heima“. Ronni sagði: „En við eigum öll að fara til London“. „Ekki öll“, sagði gamli maðurinn. „Þú og Sheila eigið að fara til Margrétar frænku ykkar í Oxford“. . „Er það? Á Rósa líka að eiga heima hjá Margréti frænku?“ ,,Nei“, sagði hann. „Pétur og Villem eigá að fara til Ameríku til dóttur minnar. Vissuð þið að ég á fullorðna dóttur, eldri en Nicole? Hún á sjálf lítinn strák“. Þau störðu vantrúuð á hann. „Hvað heitir hann?“ spurði Ronni loks. „Marteinn“, sagði gamli maðurinn. „Hann er jafngamall Pétri“. Pétur eiiablíndi á hann. „Kemur þú ekki með okkur?“ „Ekki hugsa ég það“, sagði Howard. „Ég þarf að vinna í Englandi". ' Varir hans skulfu. „Kemur Rósa ekki held- ur ?“ Nicole settist hjá honum. „Það verður af- skaplega gaman í Ameríku", sagði hún blíð- lega. ,}Þar eru ljós alla nóttina og aldrei myrkur eins og hér. Og þar eru engar sprengj- ur og menn í flugvélum skjóta aldrei á fólk. Þú færð nóg að borða og nóg leikföng. Þú átt að eiga heima á Long Island, þar sem frú Costello á stórt hús uppi í sveit. Og þar er lítill hestur sem þú mátt ríða og hundur að leika við. Og þú lærir að sigla á báti, synda og kafa og veiða fisk. Og þar líður þér vel, því að það er ekki stríð í Ameríku“. Pétur starði á hana. „Ætlar þú að koma með mér til Ameríku?" Hún sagði lágt: „Nei, Pétur. Ég verð að vera kyrr hérna“. Hann setti upp skeifu. „Mig langar ekki' til að fara aleinn". Howard sagði: „Kannski vill pabbi hennar Rósu að hún fa'ri líka. Þá gæti hún farið með þér. Það þætti þér gaman“. Sheila sagði: ,,Megum við Ronni fara líka? Megum við öll fara með Pétri?“ Hann sagði: „Við þurfum að athuga það nán. ar. Margrét frænka vill ef til vill hafa ykkur hjá sér“. _ Hann sagði: „Ef hún vill ekki hafa okkur, megum við þá fara til Ameríku með Pétri?“ „Já“, sagði hann. „Ef hún vill ekki að þið séuð í Englandi, getið þið öll farið saman til Ameríku“. „Fínt“, sagði litli drengurinn. ,,Ég vildi óska að hún vildi ekki hafa okkur“. Von bráðar voru börnin sofnuð; þau fóru aftur út í garðinn og biðu þar eftir kvöldmatn- um. Gamli maðurinn setgði: „Þér vitið heilmikið um heimili dóttur minnar í Ameríku, ungfrú“. Hún brosti. „John sagði mér frá því“, sagði húm. „Hann hafði komið þangað“. Hann kinkaði kolli. „Hann var hjá Enid um tíma 1938. Honum líkaði vel við Costello, mann hennar“. Hún sagði: „Hann sagði mér frá þessu eld- snemma einn morguninn, þegar við gátum ekki sofið. John var hrifinn af Ameríku. Han-n var hrifinn af flugtækninni þar“. Enn einu sinni fór gamli maður.nn að brjóta heilann um eðli þessara samfunda í París. Hann sagði viðutan: „Hann hafði mjög gaman af dvöl sinni þar“. Harni áttaði sig. „Ég var dálítið áhyggjufull- ur útaf Pétri“, sagði hann. „Mér hafði ekki dottið í hug að neinn þyrfti að fara með honum til Ameríku". Hún kinkaði kolli. „Hann er viðkvæmur í lund, snáðinn sá. Fyrst í stað verður hann einmana og leiður, en það líður hjá. Ef Rósa gæti verið með honum, væri honum borgið".. Hann leit á hana. „Gætuð þér ekki farið sjálf?“ sagði hann. „Það væri bezt af öllu“. .„Til Ameríku? Nei, það kemur ekki til mála, monsieur“. Dálítill kvíði gerði vart við sig. „En þér komið þó með okkur til Englands?" Hún hristi höfuðið. „Nei, monsieur. Ég verð að vera kyrr í Frakklandi". Hann varð fyrir vonbrigðum. „Haldið þér að það sé skynsamlegt?" sagði hann. „Hér er krökt af Þjóðverjum og erfiðleikarnir fara vax- andi, því lengur sem stríðið stendur. Ef þér kæmuð með okkur til Englands, gætuð þér búið í húsinu hjá mér í Essex eða farið til Bandaríkjanna með börnunum. Það væri miklu betra. Nicole“. Hún sagði: ,,En monsieur, ég verð að hugsa um móður mína“. Hann hikaði. „Viljið þér reyna að ná sam- bandi við hana, svo að hún geti komið með okkur? Það verður erfitt að lifa í Frakklandi á næstunni“. Hún hristi höfuðið. „Ég veit að það verður erfitt að lifa. En mömmu liði ekki vel i Eag- landi. Og það er ekki víst að mér líði vel held- ur — núna.“ „Hafið þér nokkurn tíma komið til Eng- lands?“ spurði hann. Hún hristi höfuðið. „Við vorum búin að ákveða að ég kæmi í heimsókn til Englands í október, en þá gat hann fengið frí aftur. Þá hefði hann ef til vill farið me ð mig á yðar fund. En svo hófst styrjöldin og um frí var .. —u ÞaS eru til tvær tegundir veiðimanna: þeir sém fiska að gamni sínu og þeir sem veiða eitthvað. Þegar Skoti f’eygir jólatrénu sínu, þá er sumar- ið vissulega í nánd. Þegar gestirnir eru farnir að verða þreytandi, þá er ekki um annað að gera en koma fram við þá eins og við heimilisfólkið — enda munu þeir þá brátt kveðja. Apar geta ekki sungið. En þess ber líka að gæta að þeir reyna það ekki. Fjölkvæni mundi aldrei takast í þessu landi. Hugsið ykkur 4 eiginkonur um eldhúsið! Eina hryggðarefni mitt um þessar mundir er aS ég sku'i ekki eiga nema eina konu að senda upp í sveit.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.