Þjóðviljinn - 26.03.1953, Side 10

Þjóðviljinn - 26.03.1953, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 26. mai’z 1953 Ungverskar kápur Hér eru myndir af góðum, lientugum kápum af ungverskri fatasýningu. Fyrst er kápa, ætluð þrekinni konu. í Ung- verjalandi virðist vera litið á það sem staðreynd, að konur þurfi einnig á fötum að lialda, iþegar þær eru komnar á fimm- tugsaldur og hafa ekki lengur Venusvöxt. Aðaláherzlan er lögð á að efnið sé vandað og sniðið látlaust en grennandi. Tveir stórir vasar, viðar ermar með stórum uppslögum er nægi- legt skraut. Þetta er sígild kápa og óháð öllum tízkuduttl- ungum. Hin kápan er ætluð yngri 'konu, og hún er líka látlaus og stílhrein. Skemmtileg slcáfelling liggur frá hálsmálinu og gefur UM VIKARA Eitt hinna nýju gerviefna sem mikils má vænta af, er vikara, Efnið er notað ýmist eitt eða með öðrum efnum, og úr vikara er hægt að framleiða þykk, mjúk efni með ullarkenndum fleti. Það er yndislegt efni í kápur, jakka og frakka. Það er hægt að fram- leiða lcápu, sem er þykk og líkist loðkápu, úr vikara, en hún er eins létt og þynnsta sumarkápa. Það er ekki auðvelt að þekkja vikara, því að úr því er hægt að framleiða efni með mjög mismun- andi útliti, allt frá pelskenndum eínum niður í flónel, flóka og flauel, en þó er vikara einkum notað í mjúk, þykk efni, sem öll virðast ullarkennd. Rafmagnstakmörkun T'inuntudagur 26. niai-z Kl. 10.45-12.30: Hafnarfjörður og nágrenni. — Eeykjanes. Soðinn fisluir, kartöflur, sí- trónusósa — Brauðsúpa, mjólií. MATURINN A MORGUN erminni svip af raglanermi, og endar við vasann. Þetta setur óvænjulegan svip af þríhyrningi á kápuna, látlausan en falleg- an. Kápan er saumuð úr ein- litu, þykku ullarefni Köflótt og mynstruð efni eru sjaldgæf í ungverskum kápum, einlit efni eru langalgengust. En fjölbreytni er mikil í litavali, allt frá daufgráum og brúnum kápum og upp í grænblátt og skærgrænt. Þríhyrndur teketill Danskur maður, Árni Malin- ovski, hefur teiknað þennan glæsilega silfurteketil, sem við höfum að vísu ekki efni á að kaupa okkur, en þar fyrir er okkur frjálst að virða hann fyrir okkur. Hann er nefnilega ekki allur þar sem hann er séður. Það er ekki af tilviljun, að hann er svona undarlegur í laginu. Það er gert til að eng in hætta sé á að maður forenni sig á katlinum um leið og mað- ur tekur um hanlcann, cn það er annars algengt þegar um kringlótt.a tekatla er að ræða. Það skiptir engu máli þótt hankinn sjálfur leiði ekki hita, því að það er ketillinn sjálfur með sjóðheitu teinu, sem mað- ur brennir sig á. Þvi miður er ekki auðvelt að fá katla með þessu lagi úr öðru efni en silfri. En það er heibaráð að taka í hankann á tekatlinum áður en hann er keypt.ur. Stundum er hankinn á slæm- um stað og það verður til þess, áð maður á dáglega á hættu að brenna sig um leiö og tei er hellt í bolla. Hugc- aðu um þetta, þegar þú þaift næst ,að lcaupa teketil. Nevil Shnte: Hijó3pspusmi3urin» i ............—.......... 72. „Takið hana,“ sagði hann. „Eg sef ekki í nótt.“ Hún hristi höfuðið. ,,Ekki ég heldur.“ Hálftíma seinna sátu þau lilið við hlið og liölluðu sér upp að veggnum. Það var næstum niðamyrkur í herberginu; úti fyrir spegluðust nokkrar stjörnur í sjónum. Enn var hlýtt í lofti. Hún sagði: „Við verðum yfirhevrð á morgun. Hvað eigum við að segja?“ „Það er aðeisis um eitt að gera. Segja af- dráttarlausan sannleikann:“ Hún hugsaði sig um nokkra stund. „Við meg- um ekki koma upp um Arvers, Loudeac eða Quintin ef við komumst hjá þvl.“ Hann samsinnti þvi. „Þeir spyrja sjálfsagt hvar ég liafi fengið þessi föt. Getið þér sagt, að þér hafið útvegað mér þau?“ Hún kinkaði kolli. „Það er ágætt. Eg get líka sagt, að ég hafi þekkt Focquet og talað við hann sjálf.“ Hún gekk að unga manninum sem var að sofna og talaði við hann í fáeinar mínútur. Hann urraði eitthvað til samþykkis; stúlkan kom aftur til Howards og settist, „Eitt var það enn,“ sagði hann. „Hvað um Marjan? Get ég ekki sagt að ég hafi rekizt á hann á götunni?“ Hún kinkaði kolli. „Á leiðinni til Chartres. Eg skal sjá um að hann skilji það.“ Hann sagði: „Það ætti að vera óhætt ef þeir spyrja ekki börnin.“ Þau sátu lengi þegjandi. Brátt hreyfði hún sig við hlið hans og færði sig í þægilegri stell- ingar. „Þér ættuð að leggjast út af, Nicole,“ sagði hann. „Þér verðið að sofa dálítið.“ „Ég vil ekki sofa, monsieur," sagði hún. „Ég vil lieldur sitja svona.“ „Eg hef verið að hugsa um ýmislegt,“ sagði hann. „Eg var líka að hugsa.“ Hann sneri sér að henni í myrkrinu. „Mér þykir afarleitt að hafa komið vður í öll {>essi vandræði," sagði hann lágt. „Eg vildi sízt af öllu verða til þess og ég var farinn að vona að allt ætlaði að ganga vel.“ Hún yppti öxlum. „Það skiptir engu máli.“ Hún þagði stundarkorn. „Eg var að hugsa um allt annað.“ „Til dæmis hvað?“ spurði hann. „Þegar þér kynntuð mig fyrir Focquet — sögðuð þér að ég væri tengdadóttir yðar.“ „Eitthvað varð ég að segja,“ sagði hann. „Og það er'ékki fjarri sannleikanum.“ Hann leit í augu hennar í hálfrökkrinu og brosti lítið eitt. „Er það?“ „Hugsið þér þanoig um mig?“ „Já,“ sagði hann hreinskilnislega. Það varð löng þögn í fangelsinu. Eitt barn- anna, sennilega Villem, bylti sér til og vældi órólega í svefninum; fyrir utan gekk vörðurinn fram og aftur um rykugaa veginn. Loks sagði hún: „Við hegðuðum okkur illa — mjög illa.“ Hún sneri sér að honum. „Það var ekki ætlun mín, þegar ég kom til Parísar og ekki Johns heldur. Við höfðum ekkert slíkt í hyggju. Eg vil ekki að þér haldið að það liafi verið honum að kenna. Það var engum að kenna. Og okkur fannst það ekki rangt þá.“ Hugur hans reikaði fimmtíu ár aftur í tím- ann. „Eg veit það“, sagði haein. „Þetta vill svona til. En þér iðrist þess ekki, er það?“ Hún svaraði ekki en hélt áfram léttari í máli. „Hann var mjög óstýrilátur, monsieur. Ætlunin var að ég sýndi hpniun París og þess vegna kom- ég til móts við hann í París. En þegar til kom liafði hann engan áhuga á kirkj- uniun, söfnunum og málverkasýningunum." Það vottaði fyrir hlátri í rödd hennar. ,,Hann hafði ekki áhuga á neinu nema mér.“ „Það er mjög eðlilegt,“ sagði hann. Honmn datt ekkert acinað í hug. „Það var mjög óþægilegt, skal ég segja yður. Eg var í stökustu vandræðum“. Hann hló. „Þér hafið þó tekið ákvörðun að lokum.“ Hún sagði álasandi: Monsieur —• þetta er ekkert hlægilegt. Þér eruð alveg eins og John. ílann hló líka að þessu.“ Hann sagði: „Segið mér eitt, Nicole. Bað hann yður að giftast sér?“ Hún sagði: „Hann vildi að við giftum okk- ur í París, áður en haian færi aftur til Eng- lands. Hann sagði að það væri leyfilegt sam- kvæmt enskum lögum.“ „Hvers vegna gerðuð þið það eklci?“ spurði hann forvitnislega. Hiin þagði um stund. Svo sagði hún: „Eg var hrædd við yður, monsieur." „Við mig?“ Hún kinkaði kolli. „Eg var dauðhrædd við yð- ur. Það lætur kjánalega í eyrum núna — en samt er það satt.“ Hacm reyndi að skilja hana. „Við hvað voruð þér lirædd?“ spurði hann. Hún sagði: „Athugið þetta nánar. Sonur yðar hefði komið heim með útlenda stúlku, sem hann hefði kvænzt fyrirvaralaust í París. Þér hefð- uð haldið að hann hefði gert einhver asnastrik í erlendri borg, eins og stundum lcemur fyrir unga menei. Að einhver kvensnift hefði tælt liann í hjónaband. Eg veit ekki hvemig þér hefðuð átt að halda a.nnað.“ „Ef mér liefði dottið það í hug í fyrstu“, sagði hann, „hefði ég fljótlega skipt um skoð- un.“ „Eg veit það núna. Og það var einmitt það sem John sagði við mig. En ég vildi ekki eiga það á hættu. Eg sagði John, að það væri betra fyrir alla aðila að við flönuðum ekki að neinu.“ „Eg skil. Þér hafið viljað bíða.“ Hún sagði: „Ekki lengur en nauðsyn ikrafði. En ég vildi, að allt væri á hreinu. Fólk giftir sig í þeim tilgangi að vera saman alla ævi, og maður giftist ekki aðeins manninum, lieldur einnig ættingjunum. Og svona blötiduð hjóna- bönd eru oft erfið viðureignar. Og þess vegna sagðist ég koma til Englands, næst þegar liann fengi leyfi, í september eða október, við ætluð- um að hittast í London og síðan ætlaði hann að fara með mig í heimsóka til yðar. Þá hefðhð þér getað skrifað föður mínum og allt hefði ver- ið eins gott og frekast varð á ikosið." „Og svo hófst styrjöldin,“ sagði hann lágt. Hún endurtók: „Já, monsieur, svo hófst styrjöldin. Eg gat ekki lcomizt til Englands. Mamma, ég hefði ekkert ,á móti því að eign- ast litla systur Hversvegna, góði minn? Eg er alveg að uppgefast á því að hrekkja köttinn. Hún: Segið mér, læknir, haldið þér að það sjáist ör eftir botnlangauppskurðinn? Læknir: Það er algjöriega undir yður sjálfri komið. Eisa: Hann hefur væntanlega tekið utan um þig þegar bátnum hvoifdi? Vinkonan: Nei, þvert á móti. Elsa: Hvað áttu við? Vinkonan: Bátnum hvolfdi þegar hann tók utun. um mig. Hugsaðu þér, frú Lárusson hafði stóran mið- dag og báuð okkur ekki. Allt í iagi, við skulum bara haf,a $unþá stærri miðdag og' ekki bjóðan neinum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.