Þjóðviljinn - 16.05.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.05.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Lr.ugardagur 16. maí 1953 J9IÓOVIUINN Útgeía.ndl: Samelningarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.). Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. BiaðEimenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Beftediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 1». — Síml 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 •tnnars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h-f. HnsnæðisHeyðin er afleiðing af stefnn stjárnarfSokkanna Þessa dagana fá hundruð reykvískra alþýðufjölskyldna ó- ræka sönnun fyrir því hvert stefoa stjómarflokkanna í hús- rtæðismálunmn leiðir. Þeir hafa ekki aðeins framJcvæmt þær fj’rirskipanir ei-lendra húsbænda sinna að banna íslendingum að byggja yfir sig, loka fyrir þeim lánsstofnunum og banna iþeim þatxnig allar bjargir; iþeir hafa einnig afnumið stig af stigi húsaleigulögin sem veita áttu leigjendum nokkra vöm gegn því að vera sviftir húsnæði og varpað út á götuna. Þessar aðgerðir stjómarflokkanna hafa skapað almenna neyð í húsnæðismálunum. Skorturinn á húsnæði hefur skapað mögu- leikana á húsaleiguokri þvi sem margir húsabraskarar stunda orðið sem ábatasama atvinnugrein. Þetta okur gleypir nú vax- andi hluta af tekjum þúsunda alþýðumanna og eru þess fjöi- mörg dæmi að láglaunamenn verða að greiða um og yfir þriðj- ung tekna sinna í hít húsaleiguokursins. Liggur í augum uppi hvemig kjör og afkoma þess fólks er sem stjómarflokkamir þannig hafa ofurselt í hendur þessarar okurstarfsemi. Húsaleigulögin voru á sínum tíma sett til þess að koma í veg fyrir að hægt væri að varpa fólki út á götuna og sundra fjölskyldum þess. Ofan á byggingarbannið hefur almenningur nú verið sviftur þessari nauðvöm. Framsóknarflokkurinn, sem Iýsti húsnæðisneyðinni í Reykjavík af mikilli tilfinnihgu og réttlátri vandlætingu fyrir siðustu kosningar og hlaut að laun- um stuðning fjölda alþýðufólks, sveik öll sin fyrirheit og yfir- lýsingar á svo herfilegan hátt að hann lagði það í vald bæjar- stjómanna á hverjum stað að afnema húsaleigulögin. Þannig afhenti flokkur Rannveigar Þorsteinsdóttur og Þórðar Bjöms- sonar bæjarstjórnaríhaldinu valdið til þess að tæta húsaleigu- lögin í sundur ögn fyrir ögn og ofurselja leigjendurna ýmist okurstarfsemi húsaleigubraskaranna eða útburði á götuna. Þessi fyrirlitlegu svik Framsóknarflokksins notfærði bæjar- stjómaríhaldið sér út í æsar. Fyrst vom þeir sviftir vöm húsaleigulaganna sem bjuggu í sama húsi og húseigandi sjálfur. Síðan steig Ihaldið sporið til fulls og leyfði eirunig uppsögn og titburð úr íbúðum algjörra leiguhúsa. Það em afleiðingar þess- arar síðari ákvörðunar íhaldsins í bæjarstjóm sem nú hafa skollið á 'hundraðum alþýðumanna um miðjan -þennan mánuð og komið fram í uppsögn húsnæðis í stómm stil og yfirvofandi útburði húsnæðislej’singjatina. Þannig hafa stjómarflokkamir báðir hjálpast að þvi að skapa það hörmungarástand sem nú ríkir í húsnæðismálum bæj- arins. Þeir eru sameiginlega ábyrgir fyrir neyðinni sem skap- azt hefur. Allar tillögur Sósíalistaflokksins um raunihæfar úrbætur í húsnæðismálunum, sem fluttar hafa verið á Alþingi og í bæjar- stjóm hafa íhald og Framsókn drepið og stundum notið til þess stuðning hjáiparkokkvS síns, AJB-flokksins. Stjómarflokkamir og AB-menn hafa sameiginlega hindrað framkvæmd laganna frá 1946 um aðstoð ríkisins til að útrýma 'hdlsuspillandi húsnæði. Stjómarflokkarnir hafa fellt allar tillögur sósíalista á þingi um fjárframlög til íbúðarbygginga og afnám byggingar- bannsins. íhaldið 1 bæjarstjóm Reykjavikur hefur hvað eftir annað hundsað kröfur sósialista og fellt tillögur þeirra um byggingar íbúðarhúsa á vegum bæjarfélagsins, sem dregið gætu úr hús- na?ðisneyðinni og orðið þeim fátæku til bjargar. Og svo er allt kórónað með því að neita þeim einstaklingum ran lán og nauðsynlega aðstoð sem lagt hafa á sig að vinna allar frístundír og jafnvel næturnar með til þess að koma upp þaki yfir höfuð sér af litlum eða engum efnum. Þannig er ástandið sem við blasir. En brátt murvu þeir sömu flokkar sem þannig níðast á fátækum aimemiingi koma hræsn- andi fram fyrir fólkið, biðjandi það enn einu sinni um stuðning til þess að halda sömu stefnunni áfram. Þessa flokka afturhalds og arðráns á fátækri alþýðu þarf nú að svifta umboði við kosningamar 28. júní. Það er ekki eízt neyðarástandið í húsnæðismálum þjóðarinnar sem gerir iþað að knýjandi nauðsyrt. Því verður ekki aflétt. og engar raun- hæfar ráðstafanir framkvæmdar nema með sameiginlegu átaki altrar alþýðu undir forustu Sósialistaflokksins.. Skuli Guðjónsson: Postuli valdsins Maður á gráum fötum Þœffir af Hermanni Strandaþengli III. Það mun hafa verið í mai- mánuði 1334, er sú fregn barst um Hrútaf.iörðinn, að nýstár- legur gestur væri kominn til ÍBorðeyrar. Menn þustu að til þess að sjá þennan nýkomna farfugl og hlýða á rödd hans. tÞetta reyndist vera Reykviík- ingur í gráum sportfötum og með fast ferkantað bros á and- 'litinu, líkast !því að það væri klippt út í pappa. Við nánari atihugun kom í ljós að þetta væri Hermann Jónasson lögreglustjóri 'í Reykjavík og fyrrverandi glímu kóngur. Að sjálfs hans sögn hafði íhann tekið sig upp írá umfangsmiklu starfi og lagt í þetta ferðalag til þess að skýra afstöðu þess hluta Framsókn- arfilokksins sem var óánægður með Tryggva Þórhallsson. Hins vegar tck hann það skýrt fram, að hann væri ekki kominn til þess að vinna á móti Tryggva eða tala illa um hann. Það er nefnilega föst regla hjá Her- manni ef hann ætlar að tala illa um fiarstaddan andstæð- ing, að hann Íýsir því yfir, áð- ur en hann byrjar að tala, að hann ætli ekki að gera það. Þegar hann var ibúinn að tala, eins mikið og hann þurfti, fékk hann sér í nefið hjá bændum, setti upp ’núfu sína og göslaðist sem leið liggur allar 'götur kjördæmið á enda. Síðar um vorið kom hann svo aftur og lét kjósa sig á þing og áður en noklcur gat áttað sig var hann setztur í forsætisráðherrastólinn. Eftir að Hermann var orðinn æðsti maður jþjóðarinnar, gerði hann sér ekki eins mikið far (um að heimsækja karlana, sem höfðu lyft honum upp í ráð- herrastólinn, og taka í nefið hjá þeim. Það liðu nokkur ár í röð, án þess að honum sæist bregða fyrir á Ströndum. flEn rödd hans heyrðist stund- um bregða fyrir í útvarpi, bæði við eldhúsdagsumræður oS á hátáðlegum stundum, þegar liiann þurfti stöðu sinnar vegna að flytja þjóðinni boðskap. En af orðræðum þessum mátti jafnan marka að sá talaði sem valdið hafði og v-issi það meira að segja sjálfur. lEnn liðu ár og alltaf varð Heinnann sjaldséðari fugl á Ströndum. Rændaflokkurinn var dauður, en við hann hafði Hermann löngium eldað grátt silfur. Loks var svo komið, að Hermann samdi frið við reginandstæðing tsinn, Sjálfstæðisfilokkinn, þótt hann hefði fyrir skömmu svar- ið, að svo skylrii aldrei verða. innbyrti hann í ríkisstjórnina og myndaði hina frægu þjóð- stjóm. Þá var eiginlega ekki leng- ur við neinn að etja nem-a Sórí al Ls taflokk i rrn og Hermann ■lagði sig iítt niður við slíka smáínunki þá daga. Þar með er sköpunarverkið fullkomnað. Hermann þarf eklci lengur að 'berjast fyrffr valdi sánu eða verja það fyfir utanaðkomandi árásum. Nú fyrst getur hann farið að njóta valdsins, líkt og um, þótt hann á hljóðum ein- verustundum taeki sér á munn orð Mynsters sáluga: Önd min er þreytt, hvar mun hún finna hvíld. Þetta órólega tómabil í ævi Henmanns Jónassonar má skil- menn drekka góðan kaffisopa eða reykja piípu sina. Skrif hans frá þeim tíma og orðræSur þær er varpað var út yfir landslýðinn, bera því glöggt vitni. Þá fer hann að tala við fólkið í landsföðurlegum tón. Hann er hógvær, stundum bljúgur og innfjálgur. Stundum talar hann 'lika um guð. Það er eins og alsjáandi auga hans, þ. e. Bermanns en ekki guðs, vaki jifir hverri hreyfingu hinna umkomulausu bama 'landsins. Hann er inpilega sæll í hinú veglega hlutverki lands- föðuriris likast þvtí sem hann hvíli á mjúku hægindi, sveipað- ur værðarvoð frá Sigurjóni á Álafossi. Það er meiri vandi að gæta fengins valds en afla þess. Sá tiímj. kom fyrr en varði að Hermann fékk ekki lengur not- ið vaSdsins á hægindi þjóð- s’tjórnarinnar. Hann hætti að tala um guð og hinn landsföðurlegi hreim- ur 'hvarf úr rödd hans. Þótt Hermann Jónasson sé rnikill stjórnvitringur að eigin dómi og ýmsra annarra, varð hann fyrir 'þvtí óhappi að forjóta valdafley sitt á skeri verklýðs- hreyfingarinnar. Siðan hefur hann í raun og veru mátt kall- ast póilitáskur skipbrotsmaður. Látlaust hefur hann verið skek- inn fram og aftur milli hinna andstæðustu skauta, ýmist knú- inn af sinni innri börf til að ná völdurn og njótra þeirra, eða hrakinn af hinum óútreikn- anlegu sviftibyljum stjórnmál- anna.' Væri það ekkí með ólíkind- greina imeð einni setninigu: Vinstri samvinna í orði, íhalds- þjónkun á borði. iEitt ófrávikjaniegt skilyrði hefur Hermann jafnan sett þeg- ar hann hefur skrafað um vinstri samvinnu. Hún átti að v-era undir íorystu Framsókn- arflokksins. Þetrta þýddi þó jafnan annað og meira en það, að forsælis- ráðherrann ætti að vera fram- sóknarmaður. Út af fyrir sig var ekkert við slíkt að athuga. Það kom sem sé alltaf upp úr kafinu að væntanlegir sam- starísF-okkar þurftu að gera hjá sér ýmsar veigamiklar betrúm- foætur áður en þeir urðu það sem Hermann kallaði samstarfs hæfir. Þeir þurftu með öðrum orðum að umsmíðast þannig, að þeir lytu fullkomlega að stjórn Hermanns. Hefur Her- mann á umræddu támabili skrifað margar og langar grein- ar til skýringar þvá hvernig s’iík endursmáðun megi verða. Öðru máli gognir þegar Her- imann eða flokkur hans 'hefur gengið til samstarfs við Ihald- ið. Þá er ekki verið að gera ósanngjamar kröfur um betr- vimbót eða endurfæðingu. í- haldið er ævinloga takið sem góð og giDd vara, alveg eins og guð hefur skapað það. Þá held- ur Hermann langar ræður og iskrifar margar greinar til þess að sýna fram á, að það sé ó- umflýjanlegt, þegar tveir flokk- ar sámeinaist um ríkisstjórn, þá verði foáðir að slá nokkru af. Hkiu gleýmir hann af. skiilj- anlegum ástæðum, að það er • Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.