Þjóðviljinn - 16.05.1953, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.05.1953, Blaðsíða 12
VesturbæÍMar métfuæla að leikvöliur karn- Á uppstigningardag fengu íbúar í Selbúðunum og \ið Selja- veginn iheLmsókn: vélskófla var koniin á auða svæðið við Sel- búðirnar og byrjaði að grafa grunn fyrir Ivolsýruhleðsluna, — þar sem áður var leiksvæði barnanna. Um 200 íbúar í nágrenninu skrifuðu bæjarráði samdægurs og Jiröfðust þess að börnin fengju að hafa þetta svæði í friði og var krafa þeirra rædd í bæjarráði í gær. Guðmundur Vigfússon lagði til að lóðaríeyfi Kolsýruhleðslunnar væri afturkallað og lóðanefnd falið að benda á aðra lcð í staðinn. Frestað var til næsta fundar að greiða atkvæði um tillögu Guðmundar, en samþykkt með 4 atkv., Ihaldsins og Alí-inannsins, að \-isa mál- inu til athugunar bæjarverkfræðings og leikvallanefndar. Með þessari byggingu væri eina afdrepið sem börnin í Sel- búðunum og næstu húsum hafa til að leika sér þama tekið frá þeim og ]>au rekin út á mikla umferðagötu og í fjöruna. Bæjarstjórn ber því að verða við kröfu íbúanna þarna í ná- grenninu og ætla Kolsýruhleffslunni lóð annarsstaðar til starf- semi sinnar. Hér fer á eftir bréf íbúanna' í borgum grannlandanna, að þvi til bæjarráðs: Reykjavák, 14. maí 1953. *"Tli bæjarr.áðs Reykjaviíkur, . Reykjavík. Við undirrituð, húseigendur og . aðrir íbúar í húsum við Selja- veg og Vesturgötu vestanverða, leyfum okkur með bréfi þessu áð vekja atihygli háttvirts bæjar- ráðs á máli, sem varðar oltkur og raunar bæjarbúa alla mjög miklu. Undanfarna daga -hefur sá orð- rómur gengið hér í hverfinu, að ráðgert sé að reisa verksmiðju til koisýruvinnslu á auðri lóð. sem mun vera í eigu bæjarins, hér við Seljaveg vestanverðan. Og nú í dag er ekki látið sitja við orðin ein, heldur er skurð- grafa ein mikil komin á lóðina, og mun eiga að byrja að grafa grunn fyrirhugaðs verksmiðju- húss þegar í fyrramálið, sjálfan uppstigninigardag. Hér er á ferð enn eitt dæmi þeirrar óheillastefnu og öfugþró- unar, sem ráðið hefur í bygging- ar- og skipulagsmálum bæjarins nú um langt skeið. Alls konar verksmiðjúm er dreift innan um hús í igömlum íbúðarhverfum, svo að fólk er þar hvergi óhult, 'en samtímis eru íbúðarhverfin nýju teygð út um holt og móa, inn fyrir Elliðaár og suður að Kópavogi. Munu fá eða jafnvel engin dæmi slíkrar ráðsmennsku er okkur er bezt kunnugt, — að verksmiðjur, er ýmis óþrifnaður að Reykjavúk er að þessu leyti orðin að viðundri í augum er- lendra gesta. Virðist okkur ekki á slikt bætandi. Fyrir allmörgum árum var reist hér við Seljaveg stórhýsi Vita- og hafnarmálastjórnar og afgirt um. leið stór lóð allt upp að götu með hárri bárujárns- girðingu. Allt -var þetta í full- kominni óþökk íbúanna og gegn eindregnum mótmælum þeirra. Engu að síður skal nú höggvið í hinn sama knérunn með hinni nýju byggingu. Um hitt er þó meira vert, að með fyrirhugaðri verksmiðju vex slysahætta hér stórlega. Er hvort tveggja, að umferð hiýtur að aukast vegna flutninga til og frá verksmiðjunni, sem og hitt, að þá verður gatan eini „leikvöllur“ . I . .I": " Hér sjást börnin hjá Selbúðum horfa á vélskófluna moka burt leikvellinum þeirra. fylgir, hávaði, ódaunn eða annað, sem fólki er til óþæginda, séu reistar innan um íbúðarhús sem hér i bæ; enda er nú svo komið, bama hér, en þau eru mörg á ungum aldri, einmitt þeim aldri sem þekn er hættast í umferð- Framhald a 3. síðu. Kapprœðufundur ungra sósíalisfa og íhaldsmanna Æskulýösfylkingin og Heimdallur halda kappræðufimd um rsæstu mánaðamót. Fundurinn verður haldinn Sjálfstæðishúsinu, buðu Heim- Ágætur stjémmálafundur Sósíal- istaflokksíns á Hósavík Mikill áhugi fyrir að gera sigur Jónasar Árnaseuar sem mestan Húsavík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Sósíalistaflokkurinn hélt almenmm stjómmálafund í sam- komuhúsinu á Húsavík sl. miðvikudagskvöld. Á l'undinum mætti Lúðvík Jósepsson alþingismaður og ræddi hann ýtarlega stjórn- málaástandið og kosningarnar. Fundurinn var vel sóttur og máli Lúðvíks tekið með ágæt- um af fundarmönnum. Auk þess sem hann ræddi stjórn- málaástandið almennt og al- þingiskosningarnar sem fram undan eru gerði hann sjávarút- vogsœálunum sérstaklega glögg skil. Auk Lúðviks tók til máls Arnór Kristjánsson vara- fonnaður Verkamannafélags Húsavíkur og flutti heita hvatningarræðu til fundar- inanna um að vjnnr. öfluglega að sigri Sósíalistaflókkskis í alþingiskosningunum. Undirtektir fundannanna báru það greinilega með sér að Þingeyinga!- og þá ekki sízt Húsvíkingar eru ráðnir í þvi að fylkja sér fast um Sósíal- istaflokkinn í kosningunum og gera sigur Jónasar Árnascaar, frambjóðanda flokksins í sýsl- unni, sem glæsilegastan. I gærkvöld boðaði SósíalLsta- flokkurinn til stjómmálafund- ar á Siglufirði og mætti Lúð- ■vik Jósepsson einnig þar. dellingarnir ,að halda hann þar, en Æskulýðsfylkingin lagði til að halda útifund, svo sem flest- ir gætu hlustað, en til þess voru Heimdellingarnir ófáan- legir. Báðir aðilar hafa jafnan ræðutíma á fundinum. £F,S. heldur útbreiðslufund Æskulýðsfylking Suður- nesja lieldur útbreiðslufund' í Samkomuhúsi Njarffvík- ur n.lc þriðjudagskvöld kl. 9. Flytja þar ræður nokkrir" fylkingarfélagar á Suður- ’ nesjum og úr Reykjavík.1 Ennfremur verður einsöngur’ og upplestur og að lokum’ sýi’d kvikmynd. Á morg'un( verður skýrt nánar frá tíl-( högun fundarins, greint frá1 ræðamönnum og skemmtí- < kröftum. Laugardagur 16. maí 1953 — 18. árgangur — 108. tölublað Aðalínndur KBOH: KRON opnaði 2 nýjar búð- ir, vörusalan jókst á árinu. Aðalfundur Kaupfélags Iteykjavíkur og nágrennis var hald- inn í Tjarnarcafé í Reykjavík, fimmtudaginn 14. maí 1953. Fundinn sátu 89 kjörnir fulltrúar auk stjórnar, framkvæmda- stjcra, endurskoðenda og nokkurra gesta. Fundarstjórar voru kjörnir Arnór Guðmundsson og Þórhall- ur PáLsson, en fundarritarar Guð jón B. Baldvinsson og Þorvaldur Þórarinsson. Formaður félagsins, Ragnar Ólafsson hæstaréttarlögmaður og framkvæmdastjóri, ísleifur Högnason, fluttu skýrslur um hag félagsins og rekstur á árinu Í952. Vörusala nam rúmlega 31! millj. króna og hafði aukizt nok'k uð frá árinu^ á undan. Félagsmönnum var veittur 2 prósent afsláttur af viðskiptum samkvæmt framlögðum kassa- kvittunum o.g var tillaga félags- stjómar um, að afsláttur þessi skyldi lagður í stofnsjóð félags- manna, samþykkt á fundinum. Að öðru leyti vlsast til prent- aðrar ársskýrslu félagsins um hag þess og rekstur. Úr stjórn félagsins gengu: Hall grímur Sigtryggsson, Borgþór Björnsson og Jón Brynjölfsson. Hallgrímur Sigtryggsson og- Borg þór Björnsson voru endurkjörn- ir, en Jón Brynjólfsson hafði áð- Ragnar Olafsson. ur tilkynnt, að hann gæti ekki sinnt stjórnarstörfum sökum ann ríkis og var Pétur Jónsson gjald- keri kosinn lí hans stað. Á fundinum urðu miklar um- ræður um starfsemi félagsins og m. a. samþykktar nokkrar tiUög- ur varðandi rekstur þess í fram- tíðinni. Riistjóra Natlonal vísað úr landi Oísókn gegn Cedrie Belírage fyrir baráttu hans fyrir frjálsri hugsun og mannréttindum Bandaríski ritstjórinn og rithöfundurinn Cedrie Bel- frage hefur verið’ handtekinn og fluttur til Ellis-eyjar. Verður honum vísað úr landi, á þeim forsendum að hann sé brezkur ríkisborgari og hafi neitað að svai-a þingnefnd hvort hann sé kommúnisti. Cedric Belfrage er ritstjóri frjólslynda þandaríska blaðsins Natipnal Guardian, en það blað hefur undanfarandi ár verið sem kyndill frjálsrar hugsunar og mannréttinda, mitt í brjálæðis- ofsóknum bandarískra stjórnar- valda, og náð mikium áhrifum. Tii dæmis hefur barátta Natión- al Guardian fyrir Rósenberghjón in vakið heimsathygli á þvá máli. Ofsóknin gegn hinum vinsæla ritstjóra National Guardian er viðurkenning bandarískra stjórn- arvalda á áhrifum litla viku- fy blaðsins, sem hann og félagar áli á Eyja- f jallajökul Páll Arason er byrjaffur suniarferðir sínar og í dag kl. 2 e.h. leggur hann af stað aust- ur undir Eyjafjöll, munu þátt- takendur ganga á Eyjafjalla- jökuL — Upplýsingar um ferð þcíssa veitir Ferðaskrifstofa rík- isins, og verður lagt af stað þaðan. Páll hefur tVisvar í vor far- ið með ferðamenn austur að Heklu og s.l. sunnudag fór hánn hringferð á Reykjanes- inu. hans hafa gert að tákni frjálsrar hugsunar og mannréttinda. Léleg vertíð í Grindavík Grindavúk í gær. Frá fréttaritara Þjóðvilj.ans. Vertíðin í Grindavik hefur far- ið fremur illa í vetur, og bátar hafa tvo þriðju til þrjá fjórðu af því sem meðalafli gæti talizt. Fyrirhugaðar eru nú aðgerðir í höfninni. Er verið að flytja tvö steinker inn á hana, og er fyrir- hugað að sökkva þeim til að lengja bryggjuna. Verður hafizt handa við það . verk innan skamms, því ætlunin er að þvi verði lokið þegar síldai'vertið hefst. Gé&ur afli á Iliásavik Húsavtík í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Töluverður afli hefur verið hér und,anfarna daga og aflazt bezt á línu, enda stunda flestír bát- arhir þær veiðar. Einn bátur er með tröll og hefur aflað litið. Ælinn er lagður í frystihúsið. til vinnslu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.