Þjóðviljinn - 22.05.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJöÐVILJINN — F-östudagur 22. maí 1953 ------—
JMÓOVILJINN
Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn.
Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, GuS-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Augiýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Síml 7500 (3 línur).
Aakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17
mnnars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklð.
Prentsmiðja Þjóðviijane h.f.
Nýskðpunaráætlun sósíalista
Fyrir nokkrum dögum sendi Sósíalistaflokkurinn frá
sér kosmngastefnuskrá sína, vel unna áætlun um þær
framkvæmdir sem brýnastar eru fyrir þjóðina á
næstu áuim. Stefnuskrá þessi var send út sem aukablað
af Þjóðviljanum; og síðan hefur hún verið lesin og
rædd um allan bæ. Sá íhaldið sér ekki annað fært en að
gera þessa nýsköpunaráætlun sósíalista að einu aðal-
efni fyrsta kosmngaíundar síns í fyrradag ,til þess að
reyna áö draga úr áhrifum hennar.
í uppliafi stefnuskrárinnar er á það minnt að hlið-
stætt átsk hefur verið unnið áður. Eftir kosningasigi’a
sósíalista 1942 voru þær aðstæður skapaðar áð mynduð
var ríkisstjórn sem Sósíalistaflokkurinn tók þátt í og
mynduð var fyrir forgöngu hans. Þau tvö ár -sem sú
stjórn starfaði eru mestu framfaraskeið í sögu íslenzku
þjóðarinnar og bá varð velmegun almennings meiri en
nokkur dæmi eru til fyrr og síöar. Fiskiskipaflotinn var
tvöfaldacur, flutningaskipaflotinn margfaldaður, reistar
voru hinar fullkomnustu síldarverksmiðjur og mikilvirk-
ustu hraðfrystihús og fiskvinnslustöðvar sem hér eru.
Hafizt var handa um byggingu lýsisherzluverksmiðju og
áburðarverksmiðja og sementsverksmiðja undirbúnar.
Fiskverðið til sjómanna og útvegsmanna var hækkaö um
45%, aflað var nýrra, stórfelldra og öruggra markaöa,
og hver liönd hafði verk að vinna gegn hæsta kaupi sem
greitt hefur verið á íslandi. Miklar endurbætur voru gerð-
ar á alþýöutryggingunum, nýju skólakerfi komið á og
hafið skipulagt átak til þess að útrýma öllu óhæfu hús-
næði á Íslandí. Sjálfstæöi hins unga lýðveldis var tryggt
og Sósíalistaflokkurinn skapaði þjóðareiningu um þá
stefnu sína að neita Bandaríkjamönnum um herstöðva-
kröfur þær sem fram voru bomar 1945.
Það er þannig íengin reynsla fyrir því hvernig hægt er
að stjórna íslandi, ef það er gert 1 samvinnu við alþýðu-
samtökin og í þeirra þágu. Nú stoöár ekki aö segja al-
menningi að nýsköpunaráætlanir sósíalista séu draumór-
ar og skýjaborgir eins og klifað var á af afturhaldsöflun-
um 1944. Reynslan er ólygnust og aldrei hefur hún verið
skýrari og eftirminnilegri cn nú eftir sex ára 'reynslu af
óstjórn hernámsílokkanna þriggja.
Hin nýja áætlun sósíalista er beint og rökrétt áfram-
hald af störfum nýsköpunarstjórnarinnar. Er í upphafi
lögð megináherzla á það aö íslendingar búi að landi sínu
einir og frjálsir, hernámssamningnum verð sagt upp,
hemámsliöið sent til föðurhúsanna og lýst yfir friðlýs-
ingu íslands og ævarandi hlutleysi í ófriði. Síðan eru
raktar i höfuðþáttum þæc framkvæmdir sem biýnastar
eru fyrir þjóðina, og vil] Þjóðviljinn enn hvetja lesendur
sína til þess að kynna sér áætlunina alla sem gaumgæfi-
legast; þar er að finna kjarna þess sem um veröur kosiö
í sumar.
Það er íslenzkra kjósenda aö ákveöa það hvort þessi
nýja áætíun sósíaiista veröur framkvæmd á næsta kjör-
tímabili, á sama hátt og kjósendur tryggöu störf ný-
sköpunarstjómarinnar meö sigmm sósíalista 1942; —
eða eins og segir í niðurlagi stefnuskrárinnar sjálfrar:
„Eina ieiðin til þess að bjarga þjóðlegum verðmætum
vorum og reisa þjóðina úr þeirri niðurlægingu sem stefna
tmdanfaiinna ára hefur sökkt henni í er að þjóðarein-
ing skapist um stjórnarstefnu sem þessa, — þjóðarein-
ing eins og varð um lýðveldisstofnunina og nýsköpunina
1944 og um neitun á herstöðvakröfum Ameríkana 1945.
Slík þjóðáreining er um leið eina tryggingin fyrir batn-
andi lífskjörum og afkotmuöryggi landsmanna.“
Þjóðareining gegn her í landi
VILIl YÐAR
Þótt hcrnámsskugg-ar skelfi þig, min þjóð,
og skapanornin virðist grimm og kö'd,
það Island, sem þú geymdir öld af öld
skal aldrei selt þó hóti stál óg blóð ....
Því frjálsri hugsun getur enginn eytt
og ekkert vopn er féndum hennar nóg.
Þar stoðar hvorki ógn né ofsókn neitt
þó auðvald heinisins leggi hönd á plóg.
Þeir geta kúgað, svikið, sakfellt, myrt
og sett í hlekki þjóðir, höf og lönd.
En frelsið sjálft úr yðar elgin hönd
gegn yðar vilja geta l>eir ei hirt.
Óskar Þórðarson frá Haga.
> Kvæðið er gefið og
> tileinkað andspyrnu-
? hreyfingunni gegn her
' á íslandi.
Þetta er eitt ljóðanna,
! sem var lesið upp á þjóðar-
" ráðstefnunni. Skáldið slær á
" þá strengi, að hið óforgengi-
" lega verði aldr'ei frá okkur
I tekið, en hið óforgengilega
' er innsta þrá hvers heil-
> brigðs manns að fá að njóta
' hins bezta í eðli sínu, — að
) fá að vera góður og frjáls í
) umhverfi sínu. Einstak-
I lingar og þjóðir hafa oft
) verið svipt frelsi um lengri
) eða skemmri tíma ,en þann
) „neista sem liggur innst'1
) hafa kúgarar aldrei getað
) handfest. Og einn dag rísa
) einstaklingar og þjóðir gegn
) yfirráðum og beita viija
) síaum til þess að efla
1 manndóm og móð í baráttu
) fyrir frelsi og mgnnrettind-
) um.
) Isjenzku þjóðinni þarf að
skiljast fullkomlega, að hún
hefur verið leidd undir
kúgarans hnefa, að hún er
ófrjáls þjóð, að hún hefur
verið svívirt af mörgum for-
ráðamönnum hennar.
Mesta móðgun, sem okk-
ar fámennu og friðelskandi
þjóð hefur veidð sýnd frá
alda öðli, er sú ráðstöfun
viljalítilla alþingismanna
undir stjórn skjálfandi ráð
herraklíku að samþykkja á
Alþingi að þjóðin skuli taka
óvinsamlega afstöðu gegn
öðrum þjóðum, — fjarlæg-
um þjóðum, sem aldrei hafa
sýnf okkur óvinsemd í einu
eða neinu. Samþykkt her-
verndarsamsiingsins og inn-
ganga íslands i Atlanzhafs-
bandalagið er • ævarándi
móðgun við hvern hugsandi
Islending, sem ann þjóð
sinni og virðir frelsi sitt og
líf. Það er furðulegt, að
menningarsamtök í landiau,
svo sem kirkjan, skuli ekki
hafa risið upp gegn því-
líkri óhæfu, sem í frammi
er höfð í áróðri hernáms-
flokkanna gegn vinveittum
þjóðum. Sá áróður hefur
blásið áð hatri milli ís-
lenzku þjóðarinnar og ann-
arra þjóða, og það hatur
læsist um þjóðlífið, setur
soramark á formælendur
þess, afvegaleiðir og spillir
uppvaxandi kynslóð og
grefur undan menningu
þjóðarinnar.
Það er því hin mesta nauð
syn að efla vilja einstak-
linga til þess að standa
vörð um rétt sinn og mál-
stað íslands, að sundra hat-
ursáróðrinum og hugsa
mannsamandi um tilveru-
rétt sinn og afstöðu í þjóð-
fólaginu.
Þessa þurfið þér, lieiðruðu
lesendur að minnast, þegar
formælendur hers á Islandi
koma til yðar og biðja um
tilstyrk yðar til þess að
reka hatursáróður gegn vin-
um okkar, samherjum. Þér
þurfið að minnast þess, að
við kosningamar í vor er
hið mikla tækifæri fyrir
frjálshuga Islendinga að
segja við hernámsflokkana:
hrngað og ekki lengra. Kjör-
orð okkar er: Með eða móti’
her ‘á íslandi. Við viljum
ekki her á íslandi, og „vilji
guðs er í vonum okkar“, seg
ir Davlð Stefánsson.
G.M.M.
Stefna Sjálfstæðisflokksins mörkuð:
Nýsköpun atvinnulífsins
„draumórar og skýjaborgir”
B]'órn Olafsson auglýsir enn sfaurhlindu
sina á framfiSarmöguleikd Islendinga
Sjálfstæðisflokksfélögin í Reykjavík héldu
fyrsta kosningafund sinn í fyrrakvöld. Björn
Olafsson viðskiptamálaráðherra hélt þar aðal-
ræðuna og fjallaði hún um kosningastefnu-
skrá Sósíalistaflokksins, sem vakið hefur
mikla athygli og íhaldið virðist óttast mjög.
Samkvæmt írásögn Morgun-bl.
var aðalefni ræðu ráðherrans
þetta:
„Benti hann á hveraig konmi-
únistar biðluðu nú til kjósenda
með draiunórakenndari kosninga-
loforðum en nokkru sinni fyrr.
Gat ráðherrann þess, að þegar
nokkur stæi’stu loforðin væru
talin saman ætluðu þeir sér á
næsta kjörtimabili að verja ti
ýmisskonar framkvæmda og
skýjaborga um 1900 milljónum
króna“.
Menn þékkja orðbragðið. Þetta
er nákvæmlega sömu orðin
draumórar, skýjaborgir — og
andstæðingar nýsköpunarinnar,
Alþýðublaðið, Vísisliðið og Tíma-
menn notuðu þegar Einar Ol-
-geirsson flutti í upphafi tillögur
sósíalista um nýsköpun atvinnu-
lífsins. Og hliðstæðumar eru
meiri. 1900 milljónir króna nú
eru ámóta upphæð og sósíalistar
lögðu til að varið yrði -til ný-
sköpunar 1944, og nú vita allir
að það var framkvæmanlegt og
> að verulegum -hluta framkvæmt
fyrir forgöngu Sósíalistaflokks-
ins.
Björn Ólafsson hefur ekkert
lært og engu gleymt. Þegar sós-
íálistar lögðu fram nýsköpunar-
áætlun _sina á stríðsárun-
um -kallaði ráðherrann -það
landráð, fjörráð og loka-
ráð. Og þá var mat hans
þannig á framtiðarhorfum ts-
lendinga:
„Allt framleiðslukerfi landsins
stendur á leirfótum er munu
nio-na sundur þann dag sem
friður kemst á í álfunni“.
Það er raunalegt að slikur af-
glapi skuli'sitja í ráðherras-tóli
Björn Ólafsson.
á íslandi; og það ætti ekki að
standa á kjósendum að losa sig
við hann þegar þeir fá tækifæri
til í sumar. íslendingar hafa í
fersku minni reynsluna af ný-
sköpunarframkvæmdum sósial-
ista, og það ætti ekki að vera erf-
itt fyrir þá að velja á milli þess
framhalds nýsköpunarinnar sem
birtist ;x kosningastefnúskrá Sós-
ialistaflokksins , og þeirra ráða-
manna, sem. ek-kert sjá annað en
hrun og leiríætur. v .