Þjóðviljinn - 01.07.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.07.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 1. júlí 1953 Þrjár hryggSarmyndir Jafnvel stóru tízkuhúsin búa til lélegar flíkur, og á mynd- unum sjáið þið þrjár fyrir- myndir sem eru einkennandi fyrir Parísarmeistarana, ekki þegar þeir eru upp á sitt bezta, iheldur þegar þeir eru upp á sitt versta, Þarna er mandarín- Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu. „Skodsborg Restauranten", St. Kongensgade 3Q, sem er öldungis himnaríki fyrir grænmetisætur og ekki mjög dýr. Bíó, leikhús, næturklúbba og þessháttar er varla þörf á að gefa upplýsingar um hér. Engin hætta á öðru en menn rekist á slíkt án fyrirhafnar. Þó má geta þess, að beztu kvikmyndirnar eru oft á þeim bíóum, sem f jærst liggja. Það stafar af því, að þau sýna stundum gamlar úrvalsmynd- ir, sem miðbæjarbíóunum finnst of ,,gamaldags“ að koma með. Þar er kannski hægt að sjá tuttugu ára gamlar myndir með Gretu Garbo, Peter Lorre, Charles Laughton o.fl., sem nú eru ýmist gleymdir leikarar eða .búið er gera að hálfgerðum viðundrum í Hollywood. Get ég gefið ykkur upplýs- ingar um fleii-a? Rafmapisialanörkun Kl. 10.45-12.30 Miðvikudagur 1. júli Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár- fcoltið, Túnin, Teigarnir, íbúðar- Wverfi við Laugarnesv. að IClepps- vegi og svæðið þar norðaustur af. frakki frá Dior með hálsmáli á misvíxl og boðangana á mis- víxl. Hann er hormulegur, eci köflótta dragtin frá Lanvin- Castillos er ekki stórum betri. Takið eftir því, hvernig hnapp- -arnir eru festir á jakkann; það er erfitt að gera það iá öllu ósmekklegri hátt. Fath hefur emprestíl á hryggðarmyndinni sinni. Það er ekki fal’egt og ekki bæta þröngu handvegirnir úr skák. Mikið er talað um hina alvarlegu kreppu sem ógni ,,hátízkunni“, og það er í raun- inni ósköp skiljanlegt, þegar maður sér fyrirmyndir e!ns og þessar. Þetta er sannarlega ,;hátízka“ eins fín og dýr og hún getur oi'ðið, en hver á að ldæðast henni ? I þágu sannleik- ans verðum við þó að bæta þvi við, að þessar flikur eru ekki nein spegilmynd af Parisartízk- unni, við höfum viljandi tínt til ljótustu fyrirmyndirnar. Fyrstu litirnir Margar mæður hugsa sig tvisvar um áður en þær gefa börnunum sínum vatasliti, því að þeir geta verið íþrifalegir. En leyfið börnunum samt að lita. Þau hafa mjög gaman af litum og það borgar sig að kaupa góða liti. Það er mikið af lélegum litum 'á boðstólum. Þeir eru oft keyptir handa börnum, vegna þess að börn hafa ekki vit á gæðunum. En langbezt er áð kaupa litblýanta. Þeir eru yfirleitt dýrari en litstiftin, en börnum þykir miklu skemmtilegra að lita með þeim. Kaupið ekki of langa blýanta. Venjulega er hægt að fá tvær stærðir, og minni stærðin er hæfileg. Blýantamir detta oft í gólfið og liturinn innaní brotnar, og þá er ágætt að litirnir séu ekki of langir. En þið skuluð ekki gleyma vaífnslitunum. Ef þið óttist sóðaskapinn, þá er bezt að hafa eftirlit með barninu fyrst í stað. Skýrið barninu frá þvi að litirnir setji þletti í fötin og þeir megi ekki koma við annað en pappírinn. Auðvitað á lítið barn erfitt með að halda slikar reglur, en flest böm reyna að gæta sín og móðirin sjálf getur gert sitt til að hlífa borðinu og fötum bamsins. ■■ - --- ---—......-raJ 57.. A.J.CRONIN: Á annarlegri strend ■■=-.........■ . --------- ----- ■ ■ 'i sinni. Markgreifafrúin stóð í dyrunum með spenntar greipar og ellidöpur augu hennar hvíldu á honum. Hann hætti samstundis að blístra og ósjálfrátt tróð hann skyrtunni kyrfi- lega niður í buxurnar. Svo neri hann handar- bakinu við kjálkann og rauf þögnina. ,,Það er svei mér farið að hlýna. Og sem ég er lifandi, þá er bölvanlegt að láta koma sér svona á óvart flibbalausum“. Hún stóð hreyfingarlaus í dymnum og sagði: „Hvar er Manúela?“ „Ef þér eigið við vinnukonuna, þá er hún löngu flúin. Svo er mér sagt að minnsta kosti. Og hún hefur farið frá öllu í megnustu óreiðu. Sér er nú hvað — það er eins og hún hafi hrært í öllu með kústskafti. Ég er að reyna að hjálpa dálítið upp á sakirnar“. Hún setti vandræðastút á munninn. ,,En ég skil þetta ekki. Þér eruð gestur. Þér lítiðlækkið sjálfan yður og mig“. „Sussu, sussu. Heiðarleg vinna lítillækkar engan“, sagði hann yfirlætislega og togaði í axlaböndin sín. „Nei, vissulega ekki, þótt hann sé af fínustu ætt í öllu landinu. Og segir ekki Plátó að maður eigi að gera þeim greiða, sem greiða þarfnast“. „Eg bið engan að gera greiða“, svaraði hún alvarleg í bragði. „Það er Isabel de Luego sem gerir öðrum greiða. En þér eruð eflaust af göfugu bergi brotinn. Og ætt yðar? Sögð- uð þér ekki að hún væri mjög göfug?“ „Það er nú líkast til“, sagði hann glaðlega. „Föðurætt mín er komin af konungum írlands. Blóð Brians Boru rennur í æðum mínum, það er satt og víst“. Hún gaf frá sér lága upphrópun og gekk síðan yfir eldhúsið íil hans. „Þetta er mér sönn ánægja. Þér berið svip hins sanna Caballero". Um stund horfði hann í rannsakandi augu hennar; svo leit hann kindarlega niður fyrir sig, þurrkaði lófana á bakhlutanum á buxun- um og sagði: „Þannig var það að minnsta kosti með pábba. Ekki sízt þegar hann hafði fengið eitthvað f gogginn. Ef til vill var það rétt og ef til vill ekki. En allir Irar em af göfugum ættum, hvaðan sem þeir eru sprottnir. Og ef einhver dirfist að mótmæla því, skal ég dusta hann til eins og Harvey gerði við agentinn“.. ,,Já, þér hafið barizt“, tautaði hún. „And- lit yðar — svo djarflega ljótt — sett örum eins og andlit nautabanans. Það er ekki aðlað- andi. En bak við það er gott hjarta“. Hann mjakaði sér til, þreifaði árangurslaust eftir tóbaksdósunum. Svo brosti hann. „Hvort það er hjarta. Stórt eins og segl- skip. Ég get ómögulega án þess verið“. „Þér hafið mætt erfiðleikum. Ay, ay, ay. Það stendur skráð í þessum fagra ljótleika. Nægum erfiðleikum til að buga sterkt hjarta. En þér hafið ekki látið bugast. Og allt tek- ur enda. Ef til vill eru erfiðleikar yðar að enda aúna“. Jimmy var ekki vel ljóst hvort hún var að hæðast að honum og hann skotraði til hennar spurnaraugum undan úfnum brúnum. „Þér virðist sjálf hafa mætt erfiðleikum eftir útlitinu að dæma“.. Hún brosti og dapurlegar en þó glettnislegar hrukkur færðust eins og köngulóarvefur yfir ándlit hennar. „Jesú María“, tautaði hún. „Segið ekki þetta ■um Isabel de Luego. Ólán hefur elt hana. Allt fór í súginn. Allt glataðist. Safnið hunangi og flugumar éta ykkur. Alið upp krákur og þær kroppa úr ykkur augun. Don Balthasar var sá eini. Og nú er hann dáinn“.. Jimmy klóraði sér hugsandi í kollinum. Don Balthasar. Eftir öllu að dæma var hann stærsta krákan af þeim ‘öllum sem kroppað höfðu í liaiaa. Upphátt sagði hann: „Þetta er skínandi staður sem þér eigið héma, frú. Svei mér þá, það er synd og skömm að sjá allt í þessaii niðurníðslu. Karlmaður —■ duglegur karlmaður -— gæti kippt öllu í lag á einu ári. Hefur enginn boðið yður aðstoð sína til þess?“ „Töluð orð eru eins og steinn úr slöngu. Margir gefa loforð, fáir efna þau. Þeir vinna ekki; þeir ræna, og Ameríkaninn lætur fólkið veita vatni úr ánni, þótt það sé bannað. Landið blómgast ekki í höndum konu. Ay, ay, ay, það er erfitt fyrir ísabel de Luego“. „Kvikindi eru þetta“, tautaði Jimmy samúð- arfullur, „að fara svona með yður. Það er sví- virðilegt. Duglegur náungi með dálítið vit í kollinum gæti komið öllu í lag á svipstundu. Hérna er alveg dásamlegt“. Dýrlegri hugmynd skaut upp í huga hans og hann opnaði munn- inn til að gefa orðum sínmn flug. En hún tautaði: „Einmitt, senjór. En þér ættuð líka að gæta þess að láta ekki orðin hlaupa með yður í gönur. Að tala án þess að hugsa er eins og að skjóta án þess að miða.“ Hann lokaði munninum aftur. Hann botnaði ekkert í svipnum á andliti hennar. Það varð undarleg þögn. „Ójá,“ tautaði hann. „Ef til vill er ég betri skytta en þér haldið.“ „Þér hafið eflaust fengizt við margt,“ hélt hím áfram með sömu róseminni. „Eflaust hafið þér ferðazt víða. Og eflaust eigið þér eftir að fara enn víðar.“ „Fari það kolað sem ég fer víðar,“ sagði hann. „Eg vildi gefa af mér sparihattinn til þess að geta setzt að á notalegum stað“. Aftur varð þögn. Hann beið í ofvæni eftir því, hvort hún skyldi hvað hamn var að fara eða ekki. „Þér eruð auðvitað heiðinn,“ andvarpaði hún. „Því miður er ekki amiars að vænta.“ I>á kom andinn yfir Jimmy. Hann tróð hend- inni í buxoavasann og kom aftur upp — ekki með Plató — heldur slitið talnaband, sem hann lyfti með lotningu. „Lítið á þetta,“ sagði hann með guðræknis- röddu. „Fari það kolað sem nokkur heiðingi bæri þetta á sér. Þetta hefur fylgt mér yfir höfin sjö.“ Og þetta var satt: hann bar þetta á sér sem verndargrip, hvert sem hann för, þótt hann færi sjaldnast með bænir nema einu sinni á ári. „Móðir min sæla átti þetta — hvíli hún í friði. Og sem ég er lifandi þá liefur þetta talnaband leitt mig beina braut gegnum sorgir og gleði.“ Hún leit ekki á dinglandi talnabandið en langt út í fjarska; svo brosti hún dauflega. „Madre de dios,“ sagði hún eins og við sjálfan sig. „Áður hefði ég sagt: Það bylur GKHJ OC CAMW4- Hve lengi hafið þér unnlð fyrir þetta félag? Síðan forstjórinn hótaði að reka mig. Þá fór ég að VINNA. Herra, konan mín bað mig að blðja.um lamia- hækkim fyrir inig. Já, andartak meðan ég tala við konuna mína. Forstjórlnn: Það værl mjög æsldlegt ef þér gætuð komið fil vinnuimar ofurlitið fyrr en 1m‘i- gerið á morgnana, Skrifarinn: Já, ég get það þá daga sem vind- uriim stendur í bakið á mér. Fjrsta ástin er sambland af tvennu: heimsku og for\-itni — og það er mlklu meira af þvi síðamefnda. Aðra ástlna skulum við ekki tala xun að þessu sinnl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.