Þjóðviljinn - 01.07.1953, Qupperneq 11
Miðvikudagur 1. júlí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (1S
EINS OG GENGUR
Framhald af 7. síSu.
hafði heyrt þess getið, að hún
hefði á yngri árum búið árum
saman með manni, sem var, er
hér var komið, löngu kvæntur
annarri konu o-g átti með henni
stálpuð böm. „Þú hefur auð-
vitað viljað eiga hann Bjama“.
„Nei, mig langaði aldrei til
að eiga hann Bjama, og sá ekk-
ert eftir honum handa he.nn.i
Guddu, en hann Sigurð bróðir
hans, föður hans Sigga litla,
vildi ég eiga, og honum leizt
líka á mig“.
„Því gat þá ekki orðið ljós
úr því, fyrst þið vilduð það
bæði?“
„Hann faðir minn var Því
andstæður, og að giftast honum
þvert um geð, hefði verið mér
ofraun, enda bar þá fleira ti'l.
Guðfinna kom á heimilið og
Sigurður glaptist á henni. Hún
kunni iíka að bera sig eftir
bjönginni, en aldrei held ég að
honum hafi þótt vænt um hana
Nei, mér unnj hann, og ég
hef hann elskað einan manna
og hans vegna tók ég hann
Sigga“.
Ég var á þeim árum lítt
veraldarvön og ekki meiri fyrir
mér en svo, að mér vöknaði
um augu, og sagði eitthvað a
þessa leið:
„Aumingja nafna, ósköp hef-
urðu átt bágt“.
„Mér fannst til um það þá
en þetta hefur kannske ekki
'átt að verða, og svo kemur tím-
. inn og græðir meinin. Þetta er
heldur ekki nema eins og geng-
ur í veröidinni, nafna mín“,
sagði nafna og gusaði vænni
heyvisk af hrífunni sinni.
Felldum við svo talið og hver
hugsaði sitt. Hvað nöfnu sveif
fyrir sjónir veit ég ekki, hún
var veniu fremur fálát það
sem eftir var kvöldsins, og ég
bafði vit á að láta hana óá-
reitta.
Ég nuddaði við rökin og
braut heilann um það, hvort
atlt, sem öfugt og ilt væri í
veröldinni, væri bara eins og
gengur, það fannst mér fjar-
stæða og ósanngirni. — Nú
er sú igátan löngu ráðin.
(Ú.r bók Theodóru: Eins og
gengur).
Schymberg heldur
hljómleika í kvölá
Iljördís Schymberg lurðsöng-
kona heldur söngskemmtun í
Þjóðleikhúsinu annað kvöld.
Reykvíkingar þekkja söng-
konuna og dá hana fyrir söng
liennar í óperunni La Traviata,
en auk þess er hún vel þekkt
á Norðurlöndum sem konsert-
söngkona. Nú gefst fólki tæki_
færi til þess að hlusta á þessa
mikilhæfu og glæsilegu söng
konu syngja meðal annars lög
eftir nokkur yngri tónskáld
Norðurlanda auk tónverka
hinna þekktu meistara eins og
Mozart, Hándel, Verdi og Pucc-
ini.
Fyrir nokkru fór Hjördís
Schymberg upp að Reykjalundi
til þess að skoða hælið og söng
þar um leið fyrir sjúklingana.
Var hún mjög hrifin af þess-
ari merku og myndarlegu stofn
un og ákvað að gefa Reykja-
lundi ágóðann af einni söng-
skemmtun er hún héldi liér i
Reykjavík. Hjördís Schymberg
heldur aðeins þessa einu söng_
skemmtun hér í Reykjavík svo
þetta verður síðasta tækifærið
til þess að heyra hana syngja
hér.
ÞjóðieikhúsiS
Hjördis Schymberg
KgL hirðsöngkona
heldui
söngskemmtun
í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn
2. júlí kl. 20.30
ÁgéSimi ai söngskemmluninni rennnr lil
Reykjalunds
Aðg'öngumioar seldir í Þjóöleik-
húsinu kl. 15.00 — 19.00
TII TIieédés*M nsræéraF
Framhald af 12. síðu.
ráðstefnu um þessi mál í St.
Louise í Bandaríkjiunum o.g v.ar
meðal þátttakenda héðan Níels
. Dungal prófessor. I^æstu,, ráð-
stefnu er ráðgert iað halda í Ox-
ford árið 1954. — Þá hefur
verið rætt um að mynda sér-
stakt norrænt félag „ger'ontolog-
ista“ og kVaðst dr. Geill voná
að íslenzkir læknar hefðu áhuiga
fyrir slíkri félagsstofnun.
Leizt vel á sig hér
Dr. T. Geill lét miög vel yfir
dvölinni hér á landi og kvaðst
vonast til að ©eta sótt ísland
iheim öðru sinni. Hann heim-
sótti og skoðaði sjúkrahús og
'gamalmennahæli hér oig leizt
yfirleitt vel á starfrækslu þeirra.
Sérstaka ánægju hafði. hann af
kynnum sínum á heilsugæzlu
Elliheimilisins.
Mic*e
Framh. af 1. síðu.
handtók í vi'kulokin síðasta
þingmanninn á Suður-Kóreu-
Þþingi, sem vogaði sér að mót-
mæla hinni „hættulegu stefnu“
Rhees.
Fyrr í vikunni höfðu óaldar-
flokkar Rhees ráðizt að þing-
manni þessum, Sió Piong Ok,
og mi’sþyrmt honum vegna þess
að hann hafði mótmælt skemmd-
arverkum R'hees á vopnahlés-
samningunum.
Fer Eisenhower sjáffur!
Frá New York berst sú fregn
að þingleiðtogar hafi það eftir
' Eisenhower að hann sé reiðubú-
i in,n að senda hvern mann sem
i væri /úr ríkisstjórn sinni til
I samninga við Rhee
j En jafnframt lét hann þing.
i leiðtoga þessá vita ;að Rhee væri
J , • ,
[alveg a. valdi. Bandarikjastjorn'
á'ar. „Allar birgðir hans eru
ú5?engn;a,r frá herstjórn Banda-
r,ríkjanna“.
n iSem stæði hefðí her Rhees
einungis birgðir til rúmrar viku,
segir í frétt þessari.
Framh. af 7- síðu.
er milt, hlýtt og fagurt.
Um leið ertu nútímakonan
og stendur við hlið okkar,
pólitísk, hugrökk og vitur, fo,r-
ystúkona í sjáilfstæðisbaráttu
íslendin.ga, sósíalisti og ætt-
ja'rðarvinur. Þú hefur ekki
hikað við að ganga fram fyrir
skjöldu o'g tak,a einbeitta af-
stöðu í stjó'rnmálum, og hefur
'haft gáfur og víðsýni fil að
slcynj.a heimsmálin í samhengi,
sjá að sjálfstæðisbarátta ís-
lands o-g frelsisbarátta mann-
kynsins í heild, sósíalisminn,
eru ,af sömu rót. Þú hefur
aldrei sætt þig við að vera
þröng eða smá í hugsun heldur
átt stóra drauma fyrir Þjóð
þína, fyrir mannfélagið allt.
Eln 'hamingja þín er að hafa
séð inn í fyrirheitna landið,
vita að sól kommúnismans er
að rísa yfir hálfan hnöttinn og
að innan skamms mun frelsis-
draum'urinn rætast öllum þjóð-
um á jörðu.
iMér þykir 'leitt, Theódór.a
mín, að við samheriar þíniir,
sósíalisitar og ættjarðarvinir,
skyldum ekki st-anda okkur
betur í kosningunum og að þú
skulir verða að lifa það níræð
að jafn stór hluti íslendinga
sé svo lamgt aftur í miðalda-
heimsku að kjósa íhaldið, að
kjósa á móti ættjörðinni og
frelsisdraumnum. Ég veit þú
lætur þér ekkj gremjast en
fyrirgefur löndum þínum, og
horfir lengra fram. Við heit-
um þér því þegar við sendum
þér kveðiú á fíræðisafmælinu
að láta íhaldið ekki hrósa sigri
þann dag. En að því tilefni að
þú áft nú afmæli vildi ég biðja
ungar stúlkur sem kusu íhald-
ið á sunnudaginn vár að kynna
sér sögu þína og persónuleik
áðu,r en þær ganga að kjör-
borðinu næst.
Má ég biðj.a þig að fy.rirgefa
mér þessi fátæklegu orð sem
ég varð að hripa í flýti. Ég
veif iað þúsundir íslendinga
senda 'þér hamingjuóskir og
þakkir í dag. Megir þú sem
lengst lifa!
Með vinarkveðju.
Reykjavík, 30. júní.
Kr. E. A.
Auglýsing
nr, 2/1953
frá Innilutrángs- ©g gjaldeyrisðeiIÆ
Fjárhagsséðs
Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23.
september 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á
söiu, dreifingu og afhendingu vara, hefur veriö
ákveöið aö rithluta skuli nýjum skömmtunarseðl-
um, er gildi frá 1. júlí 1953. Nefnist hann „þriðji
skömmtunarseðill 1953“, prentaöur á hvítan papp-
ír meö fjólubláum og brúnum lit.
Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir:
REITIRNIR:
Smjörlíki 11-15 (báöir meðtaldir) gildi fyrir
500 grömmum af smjörlíki, hver reitur..
Reitir þessir gilda til og meö 30. september
1953.
REITIRNIR:
Smjör gildi hver um sig fyrir 500 grömmum
af smjöri (einnig bögglasmjöri). Reitir þess-
ir gilda til og meö 30. september 1953.
Eins og áður hefur veriö auglýst, er veröiö á
bögglasmjöri greitt jafnt niöur og rhjólkur- og
rjómabússmjör.
„Þriðji skömmtunarseöill 1953“ afhendist aðeins
gegn því aö úthlutunarstjórum sé samtímis skilaö
stofni af „Annar Skömmtunarseðill 1953“ með á-
rituöu nafni og heimilisfangi, svo og fæöingardegi
og ári, eins og form hans segir til um.
Reykjavík, 30. júní 1953
Innflulniitgs- cg gjaldeyrisdeild
Fjárhagsráðs
Meflnvik
Frarahald af 8. sí?Su.
sitt til veiða. En suður á Kefía-
víkurflugvöll streyma ungir menn
í atvinnuleit og láta skrifa sig' á
biðlista ef herraþjóðinni þóknasi
að líta í náð til innfædiclra,
Sig. N. Brynjólfsson.
Beinið
vlðskiptum ylíkar til þelrra
sem auglýsa f Þjóð-
viljanum
K, R. R.
IkvoM kL B.30 keppir
Aðgöngumiðar seldir á Ibrótta-
vellinum írá kl. 4.
Sjáiö anftnnlshii
snillingana
Austurbær — Vesturbær í IV.
ílokki leika írá kl. 8.
Kaupið miða tímalega til að forðast troðiiing
Htóttökanefndin
K. S. I. í