Þjóðviljinn - 08.07.1953, Síða 4

Þjóðviljinn - 08.07.1953, Síða 4
í). — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 8. júlí Í953 3. þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaganna verður naldið í Vínarborg á kom- andi hausti. I því tilefni hef- ur Alþijóðasambandið sent frá sér eftirfarandi ávarp: „Til allra verkalýðsfélaga! Til allra vinnandi manna, anda og handa! Til vinnandi æsku! Kæru félagar! Jafnhliða sívaxandi gróða auðvaldsins versna lífskjör ykkar. Milljónir ykkar vænta bess af verkalýðsfélögunum að barátta þeirra gegn árás- unum á lífskjör ykkar, verði árangursríkari. Ykkur er ljóst að ná!n al- þjóðleg tengsl verkalýðsins er ómetanlegur styrkur í bar. áttunni fyrir bættum lífskjör- um og auknum lýðréttindum, sem um leið er öruggasta try^gingin fyrir friði og vin- áttu milli þjóðanna. (Bflaust hefur ykkur dreymt um að verða sjálfir þátttak- endur í ráðstefnu þar sem ■verkalýður hvaðanæva úr he'minum kemur .saman. Slík alþjóðaráðstefna verður þriðja þing Alþjóðasambandsins er haldið verður í Vín 10.-21. okt. 1953. Verkamenn og verkalýðsfé- lög allra landa! Milljónatug- ir verkalýðs þurfa ekki að iifa í fátækt, mitt í þeim alls- nægtum er hendur þeirra hafa skapað. Það er mögulegt að hevja árangursríka baráttu gegn at- vinnuleysi, og það er einn’g mögulegt að beina framleiðsl- unni í þjónustu friðar og vel- megunar. Þáð er einnig mögulegt að hindra ofbeldisaðgerðir sem bfeitt er gegn samtökum okkar og þeim lýðréttindum er unn- izt hafa með áratuga bar- áttu og miklum fórnum. Það er mögulegt að taka með öllu fyrir þá nýlendukúg- un er heldur milljónum manna, sem þrá freisi • og þjóðlegt sjálfstæði, í áþján. Það er mögulegt a’ð skapa æskulýðnum bjarta framtíð, að berjast með árangri fyrir réttarkröfum kvenna og gera æfikvöld gamalmenna áhyggju laust. Foreldrar þurfa ekki að missa börn sín í styrjöldum, því þjóðirnar þrá að skilja hver aðra og vinna saman í friði. Styrkur verkalýðsins, alþýð- unnar, er meiri en óvina henn- ar. En grundvallarskilyrði fyrir velmegun, frelsi og fr’.ði er eining verkalýðsins. Hvert það verkalýðsfélag sem af ein- lægai berst fyrir hagsmunum meðlima sinna, verður að leggja höfuðáherzlu á eining- una, í henni er fólginn styrk- ur verkalýðsins. Verkalýður heimsins! Við lifum í mismunandi löndum. Við erum af öllum þeim þjóðernum er þessa jörð byggja, við höfum mismun- andi skoðanir á stjórnmálum og trúmálum. Tölum ólíkar tungur, en eigum sameigin- lega hagsmuni, því v:ð erum stéttarsystkini. Við erum öll sammála um að réttur okkar til vinnu er óumdeilanlegur. Við erum sam mála um að lífskjör okkar, sem lifum í löndum auðvalds- ins og nýlendunnar, fari versn andi, og líka sammála um nauösyn þess að við þurfum að berjast fyrir að fá þau bætt. Við erum sameinuð í þeirri skoðtm áð félagsmálalöggjöf- in, þar sem hún er nokkur til, þurfi endurbóta við, og þar sem hún er ekki til, verði hún að komast á. Við erum sammála um að allt misrétti vegna kynja eða litarháttar verði að hverfa. Við erum sammála um áð end- urbóta sé þörf í heilbrigðis- og fræðslumálum. Við erum sammála um að eeigum megi haldast uppi að liindra eðilega starfsemi verkalýðsfélaganna; eða skerða á nokkurn hátt lýðréttindi okkar. Að lokum erum við sam- mála um að friðinn þurfi að vemda, og stríð sé ekki óum- flýjanlegt. Við erum því sammála um margt. Ef það er ósk okkar að verða sigursæl í barátt- unni verðum við að gera þessa skoðanalegu einingu okkar að einingu 4 verki. Þar þem verkalýðurinn stendur einhuga er sigurinn vís. Alþjóðasambandið hefur á- vallt skoðað baráttuna fyrir alþjóðlegri einingu verka’ýðs- ins sem sitt höfuðhlutverk. Gerið 3. þing Alþjóðasam- bandsins að voldugu einingar- þingi alls verkalýðs allha landa, með því að vinna að undirbúningi þess á öllum vinnustöðum.. Þrjú höfuðmál verða á dag- skrá þingsins: 1. Skýrsla um störf sam- bandsins og verkefni verka- lýðsfélaganna í einingarbar- áttu verkalýðsins fyrir bætt- um lífskjörum og verndun friðarins. 2. Verkefni félaganna í bar- áttunni fyrir verndun lýðræð- is, lýðfrelsis og þjóðlegs sjálf- stæðis í auðvaldslöndunum og nýlendunum. 3.. Framþróun verkalýðs- hreyfingarinnar í nýlendunum og þeim löndum er skammt eru á veg komin. Þetta eru allt breemandi spursmál alls verkalýðs. Verkalýður! Sendið hina beztu úr ykkar liópi á þingið, án tillits til þeirra pöltísku skoðana, kyn- þáttar litar, trúarbragða, eða þess í hvaða verkalýðsfélagi þeir eru. Kjósið þá á lýðræðislegan hátt. Þátttaka fulltrúa ykkar í þinginu mun styrkja eining- una í baráttunni fyrir brýn- ustu hagsmunum ykkar, til verndar réttindum samtak- anna, fyrir þjóðlegu sjálf- stæði, lýðræði og friði. Verkalýðsfélög! Takið þátt í 3. þingi Al- þjóðasambandsins. Kynnið það fyrir verkalýðnum, og ræðið Fi'amh. á 11. síðu. 50.000.00 kr.: 20658 10.000.00 kr.: 14334 39700 5.000.00 kr.: 17066 24786 36527 36939 2.000.00 kr. 2276 10757 30788 39795 1.000.00 kr.: 14501 17048 19337 21993 24725 28267 30668 31291 38848 41284 500.00 kr.: 870 1252 3000 3426. 3860 3906 3999 4163 4997 5144 5333 5841 7361 8240 8644 8878 9728 10882 14124 14142 1485.7. 15320 17482 17924 19098 19933 '20688 22495 24035 25788 28330 28576 29331 30019 30753 32200 32349 33418 36073 38498 41074 42408 43114 43271 43794 44950 45659 45867 46598 47540 47973 48038 49324 49763 150.00 kr.: 263 286 674 741 744 828 937 063 1048 1344 1417 1450 1468 1536 1630 1647 2133 2394 2449 3140 3341 3361 3668 3761 3773 3868 3898 4073 4452 4470 4540 4712 4863 4910 5221 5583 5594 5687 6112 6168 6526 6682 6884 7131 7563 7956 8266 8295 8524 8841 9169 9338 9493 9706 9818 10251 10316 10415 10920 11005 11260 11328 11342 11391 11583 11835 11838 12117 12432 12587 12786 13116 13361 13557 13572 13636 13948 13988 14196 14290 14389 14395 14485 14783 14835 14990 15163 15206 15287 15296 15542 16128 16292 16358 16568 16847 16955 17082 17358 17414 17550 17724 17742 17830 18219 18489 18765 18798 18809 19031 19038 19049 19092 19354 19504 19623 20763 20862 21157 21365 21416 21534 21671 22095 22333 22417 22715 22861 23131 23316 23422 23694 23924 23991 24217 24286 24472 24795 .24799 24874 24894 24897 24988 25257 25266 25303 25432 25875 25957 25964 26143 26374 26627 26742 27007 27126 27165 27577 27660 27691 27807 27863 27886 28119 28144 28152 28739 28939 29142 29312 29435 29636 29771 29831" 29988 30017 30097 30688 30732 30750 31002 31014 31056,- 31212 31669 32128 32357 32379 32452 32471 32894 32957 33131 33238 33409 33577 34796 34928 35464 35640 35782 35919 35996 36163 '36207 36772 36862 37020 37296 37321' 37338 37346 37384 37407 37600 37683* 37810 37866 37875 38041’ 38283 38318 38680 38725 38814 38994 39246 39483 39627 40110 40629 40657 40659 40670 40716 40810 '40992 40998 41094 41176 41192 41241 41256 41303 41446 41514 41604 41954 42014 42043 42088 42328 42450 42454 42457 42561 43095 43222 43336 43470 4419.4 44217 44388 44591 44656 44703 45032 45093 45134 45224 45533 45540 45639 45770 46310 46381 46382 46461 46616 47294 47366 47392 47702 47783 48056 48375 48382 48478 49092 49145 49194 49273 49281 49342 49379 4949.4 49515 49706 49785 49881 S -----------—--------------— Bóistruð húsgögu Armstólar Svefnsófar ViðgerÖir Húsgagnabélsfran Þorkels Þorleiíssonar, Laufásveg 19. — Sími 6770 _______________________/ Börmim og unylingum bannaður aðgangur — Tyggigúmí í ábæti á Hressingarskálanum — Tyggigúmí og skro OFT sér maður í auglýsing- um kvikmýndahúsanna tekið fram, að þessi og þessi mynd sé bönnuð fyrir börn og ung- linga (innan sextán ára ald- urs víst). Er þá oftast um að ræða það, sem börn og unglingar myndu vilja kalla hasarmyndir, bráðskemmtileg- ar kynóra- glæpa- og hryll- ingsmyndir, ef þeim væri ekki bannaður aðgangur. Nú er það sízt ætlun mín að amast við því, að slíkt bann sé við haft. Ég vil meira að segja ganga feti lengra og vekja at- hygli á því, að það er fleira siðspillandi og heimskandi fyrir unga og fullorðna en glæpamyndirnar einar. Ef banna ætti aðgang að öllum þe:m skaílegu myndum, sem sýndar eru, gæti jafiivel svo farið, að meirihluyinn yrði bannaður fyrir böm og ung- linga (mætti gjarnan vera bannaður fyrir fullorðna líka), og þá 'færi nú málið að vand- ast. — Ég býst nú ekkj við, að þessari tillögu minni verði mikill gaumur gefinn. En varð andi böm og unglinga skal á það bent, að kjánalæti, mann- fyrirlitning, staðreyndafalsan. ir, heimskuleg forgylling raun- veruleikans og fleira af slíku tagi, sem mjög algengt er í þeim myndum sem höm og unglingar mega sjá, er ekki síður skaðlegt uppeldi þeirra en lýsing á skækjum, morð- ingjum eða afturgöngum. — Stundum er í slíkum myndum fróðleikur um þjóðfé'agið og fyrirbæri þess, sem uhgling- ar hefðu einmitt gott af að kynnast. En — misskiljið mig ekki, ég er ekki ið fara fram á frekari notkun þeirra kvik- mynda, sem til eru, æskunni til handa, heldur hio gagn- stæða. ★ MAÐUR kom að máli við mig í gær og bar sig illa undan framreiðslunni á Hressingar- skálamim. Hafði hanr. oft og einatt fengið varalit á bolla- röndum, tyggigúmmí á neðan- verðum undirskálum og d:sk- um, einnig á hnífum, göfflum og skeiðum, auk þess sem vit.. að er, að klessuverk af þvl tagi fyrirfinnst undir svotl! hverju borði á sérhverju veit- ingahúsi höfuðstaðarins. En nú fannst honum nóg kom- ið og tími vera til að minnast á þetta opinberlega. Kunningi lians eimi hafði meira að segja fengið gúmmíklessu. vel tuggna, út í skyrið sitt (cinn- jg á HressingarskáÖChiun), og þarf varia að lýsa því l'yrir mömiurn, hver mataríystin verður, þegar slíkur ábætir er framreiddur óumbeðið. ýr STÚLKA sat á einu veitinga- húsi bæjari.ng ekki alls fyrir löngu, ásamt Kananum sínum um, og bæði tuggðu gúnimí. Þegar borið var á borð fyrlr þau, tóku þau tuggurnar út úr sér, laumuðu þeim frá sér, Kaninn sinni tuggu uiidir borð plötuna, en stúlkan lét sér nægja að setja sína í ösku- bakkann. — Á sama veitinga- húsi sá ég daginn eftir hvar drukkinn sjómáður kom og settíst, en fékk ekki af- greiðslu. Hann brá fingri upp í sig og dró út úr sér hálf- tuggna tóbakstölu, sem hann lagði 'á borðið fyrir framan sig. Ég veit ekki hvort var ógeðslegra, tóbakið eða gúmmí klessan. En ég setti það i samband hvað við annao. Það þykir síður en 'svo „fínt“ að tyggja skro, og sízt af öllu kurteisi að taka það út úr sér á almanaafæri. En mér er spurn, er það mairi kurt- eisi að teygja út úr hausnum á sér 'meterslanga ræmu af graftarlitri gúmmíteygju? Er fínn siður að vöðla siíku fyr- irbæri saman og klessa því undlr borðplötuna, sem mað- ur situr við? Eða utan í mat- aráhöldin, sem bórðað er með, svo að starfsfólkið í eldhús- unum á fullt í fangi með að ná þessu af ? Er eitthvað gam- an að því að auglýsa land og þjóð á þennan hátt ? — Ef svo er, þá finnst mér við ætt- um líka að snýta okkur í gardínurnar og spýta á gólfin, til þess að hafa allt í stíl.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.