Þjóðviljinn - 08.07.1953, Síða 5

Þjóðviljinn - 08.07.1953, Síða 5
Miðvikudagur 8. júlí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Leysa sólblettir löiminar- faraldra úr læðingi? Nystárleg kennsng sœnska vssinda- mannsins B. Hvistendahl Á 8. þingi norrænna efna- fræðinga í Osló um miðjan júní mánuð setti sænski vísinda- maðurinn B. Hvistendahl fram þá kemningu, að tengsl séu á milli lömunarveiki, kóleru og ýmissa íleiri farsótta og sól- foletta, — þ.e. að vírusa.r þeir, &em orsaka farsóttir þessar, séu næmir fyrir áhrifum raf- segu'lmagns útgeislun sólarinn- ar, sem aftur á móti er háð sólblettum. Sólblettirnir eru stormasvæði á yfirborði sólarinnar. Hiti og þrýstingur eru þar mun minni en gerist á yfirborði sólarinn- ar. Þess veg.na eru þeir dökkir ásýndum. Stærð sólblettanna má ráða af því, að þeir verða oft allt að 25 þús. km að þver- máli. Tíðni sólblettanna er all- reglubundin. Hámarki ná þeir á um það bil 11 ára fresti. „Barnalömunarveikin frá sjcn armiði lífræn.nar efnafræði" kall aði B.Hvistendahl fyrirlestur sinn. Heldur hann því fram, áð vírus sá, sem valdi löm- unarveikinni, magnist og verði sérlega skæður af völdum raf- segulmagnstrauma í jörðu, sem stafa af áhrifum sól- bletta. Virðist lömimarveikin ná hámarki, þegar sólblettirnir ná lágmarki. Hugmyndir Adenauers um sameiningu Þýzkalands Kaupmannahafnarbláðið In- formationen skýrir frá því 2. júli, að vestur-þýzka stjórnin hafi gengið frá ítarlegum áætl- unum um, hvernig hún tæki stjórn Austur-Þýzkalands í sín- ar hendur, ef Þýzkaland verð- ur sameinað. Rocweil Kent fyrir McCarthy Hinn nafnkunni 'bandaríski rithöfundur Rockwell Kent var íkvaddur fyrir rannsóknarnefnd MeCarthys í síðustu viku. Hef- ur Kent staðið framarlega í friðarhreifingunni í Bandaríkj- unum. Vildi nefndin meðal annars fá úr því skorið, hvort Kent væri eða hefði verið kommún- isti. I þess stað að svara fyrir- spurnum McCarthys. rétti Kent honum gre'nargerð um álit sitt á starfsemi nefndarinnar. Neit- aði McCarthy að láta bóka greinargerðina. nema Kent segði til um þáð, hvort hann hefði nokkru sinni verið með- limur kommúnistaflokksins. — „Það er dapuri.egt að heyra“, svaraði Kent einungis og neitaði að eiga frekari orðaskipti vi'ð nefndina. Inforinationen segir áætlan- ir þessar vera miklu lengra á veg komnar en almennt hafði verið búizt við. Þegar hefur verið skipað í ýmis embætti í Austur-Þýzkalandi, sem munu losna“ vfð væntanlega samein- ingu landsins. Þessir væntan- legu austur-þýzku embættis- menn eru sagðir telja allt að 100 'þúsund. „Hitta má menn að máli í Vestur-Þýzkalandi, sem vita, að þeir eiga síðar meir eftir að verða borgarstjórar, póstmeist- arar eða stöðvarstjórar í einni e'ða annarri austur-þýzkri borg“, segir Informationen. — Engan samanburð gerir blaðið þó á áætlunum þessum og öðr- um sameiningaráætlunum þýzk- um, sem þvi eru enn ekki ó- sennilega í fersku minni. Kenningu sinni til stuðnings hefur B. Hvistendahl safnað að sér miklum skýrslum um út- breiðslu farsótta. M.a. hefur hann sýnt fram á, að í Gauta- borg á árunum 1911-1934 urðu 40% allra lömunarveikistil- fella árin 1912 og 1934, en þau ár náðu sólblettirnir lágmarki. Flakið af lof,'skipinu ,,Itaha“. Á'ísnum sést hápur leiangurs- manna nokkru eftir að barst hjalp. Þegar Elísabet II. Bréta- drottning kom í fyrstu opinbera heimsókn sína til Norður-ír- lands, efndu írskir þjóðernis- sinnar til mikilla skemmdar- verka i mótmælaskyni. í sama mund og drottmngin hélt innreið sína inn í Belfast, höfuðborð Norður-írlands, stöðv uðust allar verksmiðjur borgar- innar og sporvagnar af völd- um straumrofs á rafmagnskerfi borgarinnar. I sprengjutilræði fyrr um daginn voru nokkur hundruð metrar járnbrautar- teina rif.nir upp skammt frá bænum Newry. Með skemmdarverkum þess- um leitast þjóðernissinnamir við áð halda á loft kröfum sín- um um sameiningu Irska lýð- veldisins og Norður-írlands. Sii* Godfrey Tearle látinn Nýlátinn er Sir Godfrey Te- arle, einn fremsti Shakespeare- leikari Bretlands af gamla skól- anum.. Frægur varð Tearle af leik sínum í leikritum Shakespeares við Hippodrome-leikhúsið í Man- chester á f jórða tug aldarinnar. Leikur hans í hlutverki Brút- usar og Hinriks V. er sagður sá bezti, sem sézt hefur í Bret- landi síðasta mannsaldurinti. Sir Gorfrey Tearle var líka kunnur kvikmyndaleikari. Paderewski-safn í New York Stofnun sú í New York, sem kennd er við Paderewski, pianó- leikarann mikla og fyrrum for- sætisráðherra Póllands, hefur nú í hyggju að koma upp safni þar í borg á næsta ári til minn- ingar um hann. 1 Bandaríkjun- um mun allmikið af nótahand- ritum hans vera niðurkomið. Uei þettá leyti eru liðin 25 ár srtan Roald Amundsen fórst yflr Norður-íshof’nu. a leifar- ferð si.nni at leiðangri Italans Umberto Nobile, sem farið hafðí á loftskipinu „Italia" í heimskautsflug. Nobile hafði ver.’ð saknað nokkurt skeið, þegar Amundsen lagöi upp í leitarferð sína á frönsku flug- vélinna „Latham“ frá Tromsö 18. júní 1928. Til Amundsens spurðist aldrei framar. Amundsen er einhver fremsti heimsskautsfari, s.em uppi hef- ur verið. Hafði hann forystu fyrir ýmsum helmsskautsleið- öngrum, sem jafnan munu halda nafni hans á lofti. Árið 1906 hélt hann á skipinu „Göju“ norður fyrir meginland Amer- íku í átt til Berkigesunds. Til Nome komst hann 1906. Var það í fyrsta sinn sem Norðvest- urieiðin var farin. Þegar Amundsen kom heim aftur til Noregs, hóf hann a'ð yinna að vmdirbimmgi rann- sóknarleiðangurs til Norður-ís- hafsins. Hugsaði hann sér að láta leiðangur sinn reka yfir íshafið á ísjökum. Gerði hann sér vonir um, að þá ræki yfir Norðurheimsskautiö. Þegar Pe- ary komst á Norðurpólinn 1909, hætti Amundsen við þesaar fyrirætlanir sínar og ákvað að freista þess að komast fyrstur manna á Suður-póhnn. Rétfarofsóknir gegn vestur- þýzkum þingmönnum? Stjórn Adenauers býst nú til að svipta 10 hinna 14 þing- manna kommúnista í neðri deild þýzka þingsins þinghelgi. Ef þingið fæst til að samþykkja þá málaleitan, verða þeir dregn- ir fyrir dómstólana og bornir þeim tyllisökum „að undirbúa landráð, stofna öryggi ríkisins í voða og fara niðrandi orðum um meðlimi stjómarinnar“. Þinghelgisnefnd þingsins til- kynnti 1. júlí, að hún legði til að þingmennirnir 10 yrðu svipt- ir þinghelginni, hvað snertir 32 Franco tekur við yfirstjórn Tangier Súltaninn í Morokko undir- skrifaði 4. júlí samning við Franco um stjórn alþjóðasvæð- isins í Tangier. Samkomulag þetta hefur í för með sér stór- lega aukin völd og áhrif spænsku stjómarinnar á al- þjóðasvæðinu. Með samkomulagi þessu fell- ur úr gildi samkomulag stór- veldanna um stjórn alþjóðasvæð isins í Tangier frá því í ágúst 1945. Samkvæmt því var áhrif- um Francos á alþjóðasvæðinu settar rammar skorður. Nú fær Franco hins vegar í sínar hend- ur yfirstjóm löggæzlu þess og annarra eftirlitsstarfa. Spán- verjar munu leggja til hálfan liðsafla lögreglunnar. af þeim 46 ákærum, sem stjóm- in ‘hefur lagt fram gegn þe:m. Meðal hinna ákærðu er Max Reimann, aðalritari kommún- istaflojcksins. (Verði málsókn hafin gegn þeim, eins og flest bendir til, munu þeir ekki geta tekið þátt í kosningabaráttu kommúnistaflokksins í haust. Með árás þessari á þinghelgi þingmamianna 10 hefur stjórn Adenauers stigið enn eitt skref- >ið í herferð sinni gegn vestur- þýzka kommú.nistaflokknum. Að undanförnu hefur verið þrengt að kostum hans á ýmsa vegu. Nokkur blaða flokksins liafa verið bönnuð, fundum hans hefur verið hleypt ripp og starfsemi hans á annan hátt verið torvelduð. Handtökur kommúnista undir hvers kyns yfirskyni hafa færzt í vöxt síðustu mánuðina. 1 Dusseldorf sl. þriðjudag voru 14 ungir menn og konur dæmd í samtals 199 mánaða fangelsisvist. Iloalíl Amuudsen Á hinu gamla skipi Nansens „Fram“ fór hann í Suður-póls- leiðangur sinn 1910-11. Til Súðurheimskautsins komst hann 12. desember 1911 við fimmta mann með 52 hunda og 4 sleða. Náði Amundsen til skautsins nokkrum dögum á undan ,enska heimsskautsfaranum Scott, sem fórst eihs og kunnugt er á- leiðinni aftur til bækistöðva sinna. Þar ,sem málsvarar frelsisins hittast Mid-Oceanklúbburinn á Ðer- muda, sem er fyrirhugaður fund- arstaður þriveldanna, bannar Gyðingum aðgang að húsakynn- um sínum. Brezlci Verkamanna- flokksþingmaðurinn, Ian Mik- ardo, hefur ákveðið að fara þess á leit við Churchill, að leiðtogar þríveldanna finni sér annan fundarstað á eynni. Hálf milljón maimu út- skrifuð úr æðri skólum Ráðstjórnarríkjanna í sumar í sumar hefur verið útsk,rifuð úr æðri skólum Ráðstjórnarríkj- anna meira en hálf milljón alls kyns sérfræðinga og tæknilega menntaðpa manna. AJlir hafa þeir þegar verið ráðnir. Verkfræðingarnir meðal þeirra telj.a um 40 þúsund. Þá voru út- skrifaðir 17 þúsund búfræðingar úr landbúnaðarháskólum víðs- vegar um landið. Er það hærrl ta’a en nokkru sinni fyrr. í .ha>ust verða 400 þúsund nýir stúdentar teknir upti i háskóla Ráðstjórnarrikjanna. Nýir síamskir tvíburar Fyrir nokkru fæddust í Síam ■tvær samvaxnar stúlkur. Hvorki Ijósmóðir né læknir aðst-oðuðu við fæðinguna. Þær voru fluttar til Bangkok til læknisskoðunar. Hafa Þær sameiginlega lifur, en. ekkj önnur liffaeri.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.