Þjóðviljinn - 08.07.1953, Qupperneq 7
Miðvikudagur 8. júlí 1953 — í»JÓí>VILJINN — (7
Ert fyrst til Stalíngrad. Það
var h:nn sögulegi staður heims-
styrjaldarinnar síðustu. Hver
man ekki hinn æsilega spenn-
ing um úrslit hinnar níu mán-
•aða löngu orustu sem háð var
í þeirri óhamingjusömu borg.
Tiu þúsund sveitaþorp og borg-
ir, smáar og stórar, lágu þá í
rústúm. á sléttum Rússlands.
Frá borgarhliðum Leningrads
og Moskvu höfðu Þjóðverjar
verið hraktir en hér skyldi
brotizt í gegn, austur yfir
Vo'.gu og alla leið til oliunnar
í Baku. — En samt sem áður:
Það var hér, á vesturbakka
hinnar þungstreymu eifar, sem
járngráir herir Hitlers fengu
toanasárið. t>að var hér sem
hinn rauð; her Rússlands reis
að lokum í fulla hæð undir
hinu gífurlega átaki, eftir að
hafa mánuðum saman úthellt
blóði sínu í varnarbaráttu sem
öllum sýndist vonlaus nema
Rússum sjálfum. Það var hér
sem hnúturinn var höggvinn,
sá hnútur sem Hitler og naz-
'istar hans gjarnan vildu hnýta
öllum heimi. Mig undrar ekki
þó Rússum þyk.; vænt um Stal-
íngrad.
Við lögðum á stað áleiðis til
Stalíngrad írá Moskva í járn-
Guðmundur Böðvarsson:
Stuttur þátfur
ússiaradsferð
Fluttur MÍR-deildinni í Borgarnesi 5. júní
ir keisaranna, sáum þau auð-
ævi sem þar er hrúgað saman,
(og kvað þó vera meira að sjá
í Leningrad) já, þá varð mér
hugsað til leirkofanna á slétt-
unum. Við þann samanburð,
leirkofana annars vegar, þar
sem leiguliðinn bjó, sem hægt
var að selja með landskikan-
um, og auðævahrúgurnar í
keisarasöfnunum í Kreml hins
vegar, hverra umfang og hóf-
leysi er svo mikið að það
hljómar sem fjarstæðukennd-
asta lygi fari maður að segja
frá, — við þann samanburð
fannst mér allt í einu sem ég
þreifaði á sjálfri byltingunni.
Rússnesk sveitastúlka virðir fyrir sér ávöxt jarðar.
brautarlest 5. maí s.d. Eins og
áður í mjög nýtízkum svefn-
vögnum. Við vorum töluvert á
annan sólarhring á leiðinni.
Margar sendinefndir voru í
þessari för og höfðum við
nokkur kynni af þeim, t. d.
finnsku og brasilísku nefnd-
inni. Var stoppað nokkuð á
ýmsum stöðum og út um lest-
argluggana gat maður í ró og
næðj athugað hinar endalausi.
akrabreiður, sveitaþorpin göm-
ul og ný, og vinnubrögðin,
sömuleiðis gömul og ný. Allar
brautarstöðvar eru svo til nvi-
ar, en víða mátti sjá hinn
gamla svip landsins frá dögum
keisaranna þyrpingu lágra
■leirhúsa með hálmþökum En
alls staðar í þessum gömvu
þorpum mátti :já viðbúaaðinn
undir nýtt átak: fjallbáa hauga
af muldu grjóti og stafla af
timbri í stevpumót. Sums stað-
ar hafði margra feta þykku
jarðlagi verið flett ofau af
stórum spildum, til þess að ná
í klappirnar sem undir eru.
Þar voru grjótmulningsvélar
að verki. /
Ég ætla að skjóta því hér
inn í, úr oví ég minntut á
gömlu leirkofana með hálm-
þökin, að þegar við eftir för-
ina til Stalíngrad, skoðuðum i
Moskva hin keisaralegu söfn i
Kveml, og fengum við það of-
urlitla hugmynd um það líf,
sem lifað hefur verið við hirð-
Og þarna á leiðinni stopp-
uðum við víða og áttum tal við
fólkið á stöðvum og í þorpum.
— Það var á einum slíkum
stað, sem við áttum tal við
mjög gamla konu, sem lifað
hafði ógnir tveggja heimsstyrj-
■alda í landi sínu, auk sjálfrar
byltingarinnar. Hún flutti fyrir
okkur langa tölu um hamingju
friðarins og skelfingu ófriðar-
ins, og hún krossaði sig i hvert
skipti sem hún nefndi stríðiö,
eins og gamalt fólk kvað hafa
gert hér á landi endur fyrir
löngu, þegar það nefndi and-
skotann eða hundtyrkjann, sem
í þess augum voru félagar og \
svarabræður. — Nei það elsk-
ar víst enginn striðið sem
kynnzt hefur því i éldraun
þolandans.
'Hinum útlendu sendinefndum
var hátiðlega fagnað í Stalín-
grad. Ég hygg að flestar eða
al'ar sendinefndirnar hafi ósk-
að þess fyrst allra hluta, að
mega leggia sveig á leiði hinn-
ar óþekktu varnarhetiu. Við
landarnir lögðum þar okkar
sveig, með fornri íslenzkri á-
letrun: — orðstírr deyr
aldregi, hveim sér góðan getr.
Enn verð ég' að stfkla á stóru
og get ekki farið út .í það að
lýs.a ýmsu merkilegu sem við
gerð í stuttu máli, en á því
safni gæti maður gleymt sér
dögum saman. — Við gengum
á orustuhæðina, sem liggur í
norðustu hverfum borgarinnar
og nú er verið að umturna og
skipuleggja í skemmtigarð. En
henni hafði þó raunar verið
'Umturnað áður, því um hana
hrökktust herir Þjóðveria og
Rússa sitt á ‘hvað, mánuðum
saman, og þóttist sá jafnan
hafa yfirhönd í bili sem hæð-
Lnni hélt. Svo gjörsamlega var
Stalíngrad rústuð í þessum á-
tökum að ekki v.ar þar hús
uppistandandi. Skiptir mjög i
tvö horn um svipmót borgar-
innar. En hún liggur sem
kunnugt er langt og mjótt á
vesturbakka Volgu. Man ég
ekki betur en mér væri sagt
,að innan takmarka hennar frá
suðri til norðurs væri vega-
lengdin talin 50—60 kíló-
metrar. Virðist það í fljótu
ibragði geysi óhagstæð lega
einnar borgar, en aðgætandi er
að hún liggur á eina hlið hins
mikla meginstrætis, sjálfrar
Volgu, móður Rússlands. Um
miðbik borgarinnar og sunnan-
til er borgin nú að mestu end-
urbyggð, með breiðum stræt-
'um og fögrum torgum, ungum
'görðum og stolíum, -nýtízkum
■byggingum. Er hún sem einn
fagnandi siguróður 'þeirrar
þjóðar, sem þarna barðist fyr-
ir frelsi sínu og lífi og vann
sigur að lokum eftir þær mann-
raunir og harmkvæli sem aldrei
verða með orðum túlkuð, eða
skilin af öðrum en þeim, sem
lífs komust úr beim eldum
sem þar voru kvnntir.
íslenzka sendinefndin átti
þeirri upplifun að fagna, að
sitja til borðs, í boði einu í
Stalíngrad, með tveimur þeim
ÖlJum sem til Sowétríkjanna koma ber saman um umhygKju
stjórnarvalda og fólksins fyrir bömunum. — Myndin er frá
barnaheimili í L,eníngrad.
um ristir. Annar þeirra var nú
kaupfé’.agsstjóri í nágrenni
borgarinnar, og hann vildi
heldur tala um ka'upfélagið
s'itt en orustuna um Stalín-
grad. En handtak þessara
manna var eins og þeir sjálfir:
rólegt, hlýtt, — þétt.
Ég- sagði áðan að það skipti í
tvö 'horn um svipmót borgar-
'i ^reisa
innar. Annars vegar hinar
nýju byggingar, sem - éy hef
gert mjög ófullkomna tilraun
að lýsa, en hins vegar þær
byggingar sem íbúarnir hróf-
uðu ‘upp yfir höfuð sín er þeir
komu aftur austan yfir Volgu
til sinna gömlu stöðva, þar
sem ekki stóð lengur steinn yf-
ir steini. Þessar byggingar er
að finna í sandhólunum norð-
arlega í borginni. — Þar hefur
verið byggt úr hverju því efni
sem hendi var næst: úr Jeir og
múrsteinum og hvers konar
braki. í harðvítugu kapp-
hlaupj við sjálfsagðan o,g eðli-
legan vöxt borgarinnar er nú
unnið að því að losa fólkið úr
Volga-Don skipaskurðurinn opnaður. Fljótin mætast.
mönnum sem barizt höfðu í
borginni allan þann tíma cr
orustan stóð, og ekki nóg með
það, heldur barizt í sókninni
miklu al!a leið vestur sléttur
sáum í Stalíngrad. Ég verð, til Rússlands yfir Pólland, yfir
dæmis, alveg að sleppa minja- Þýzkaland og inn í Berlín. All,t-
safninu um vamir borgarinn- af í fótgönguliðinu. — Þetta
ar, enda verða því engin skil voru hljóðlátir menn og *rún-
þessum íbúðum. Marrar. ’an'i-
ar og háar húsablokkir. voru
þarna í byggirgu á næstu grös-
um, og yfir-arkitekt borgarinn-
ar, sem sýndi okkur modell og
skip.ulagsuppdrætti af fyrir-
huguðum byggingum á næst-
unni. sagði við okkur að end-
ingu: — Eftir þrjú ár vonumst
við til að öllum geti liðið vel
í Stalíngrad.
Til að nefna enn eitthvað af
því sem við sáum og skoðuð-
um í Stalíngrad vil é-g minn-
ast með örfáurn orðum á Stal-
ínverksmiðjurnar, traktora-
verksmiðjurnar, sem standa á
mikilli víðlendu, norðarlega í
borginni, fast við Volgu. Við
fórum þarna í gegnum hvern
véla- og vinnusalinn öðrum
stærri, en það er ekki fyrir
■aðra en fagmenn að gera sér
grein fyrir tilhögun þar og
öðrum rekstri. 'Ea meðal okkar
var enginn fagmaður í Vél-
smíði. Þó hafði ég mikið gaman
af því að randa þar um. Strák-
arnir sem vinna þarna fá-
kiæddir í hitanum voru svo
elskulegir og fúsir að sýna mér
allt sem mig langaði að hnýs-
ast í, að ég varð eftir af fé-
lögum mínum og C,onsJantí|n
varð að lokum að koma og
trutta á mig. Strákarnir sýndu
mér hvernig leirinn er eltur,
sem mótin eru gerð úr, utan
um hina ýmsu válarhluta, sýndu
mér hvernig hvítglóandi bráðnu
stáHnu er hellt í þessi mót og
lénuðu mér svörtu gleraugun
sín svo ég sæi betur, því það
ér ekki mennsku auga fært að
horfa í hina blindandi hvítu
stálbráðs'ns. Þessi verksmiðja
57 beltis-
traktorum á da®.
Nú sé ég f-ram á það, að þó
að ég hafi slenpt mörgu sem
pinia’i hefð: verið að rifja
uop, að minosta kosti fyrir
m:g. og Hó rð mér finnist ég
aðeins hafa stik’að á stóru, þá
verð ég aldrei búinn ef ég
held sver*a áfram. Fg verð því
í fvóv-i o~ðum að segja
ykkum hvað v:ð gerðum og
hve-t við fó”um frá Stalín-
nrad. og segia vhkur hvað það
som én "'rf rkki sa>2t yhkur
f,-á. v-.-»b-"** að það yrði
und’r bossum Itringumstæðum
of la.r rt nv>!.
V:ð i' 'rym f"á Stalingrad um
nýig- ^kipaskurðinn milli Don
og Vo,’—u sú s’gling út af fyrir
sig t'v cfni í einn yfirþvrmandi
pistil. Síðan fórum við aftur
í lestlnni okka-.- til Moskvu.
Framhald á 11. siðu.