Þjóðviljinn - 23.08.1953, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.08.1953, Blaðsíða 12
Bartdaríkjunum engin vernd í kjarnorkusprengju sinni Siórveldin mú jafnfmtis í framleiðslu múg- morðstmhja — Krafa friðarhreyfin garinnar um hann rið þeim fmr aúhnar unMrtehtir Birgðir okkar af kjarnorkuvopnum eru okkur ekki lengur nein trygging gegn því að á okkur verði ráðizt. — Á þennan hátt kemst Strauss, formaður Kjarnorkumála- nefndar Bandaríkjanna, að orði í bréfi til kjarnorkumála- nefndar Bandaríkjaþings. 0IÓÐVILIINN Sunnudagur 23. ágúst 1953 — 18. árgangur — 188. tölublað Þeim er ekki bannað Sama daginn og Þjóðviljinn skýrði frá því að stjórn- arflokkarnir hefðu bannað að byggja 36 íbúðir nú í sum- ar birti Morgunblaðið aðra frásögn um húsnæðismál í auglýsingu á 14 síðu: „títlend hjóii með 1 barn, óska eftir 3-5 herbergja íbúð nú þegar eða í haust. Get lánað peninga eða borgað fyrirfram. Einnig útvegað atvinnu. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir hádegi á mánudag merkt: „U.S.A. — 685.““ fslendingum er bannað að byggja með þeim afleið- ingum að þúsundir bæjarbúa fá ekkert viðunandi hús- næði. 'En Bandaríkjamönnum er leyft að leggja undir sig eins mikið húsnæði og þá lystir. Þeir eru ekki háð- ir neinu banni við að búa í sómasamlegu húsnæði; þeir eru ekki háðir neinu lánsfjárbanni heldur geta boðið fram peninga eins og þörf krefur, og þeir hafa fala þá atvinnu sem ekki fæst við að byggja íbúðir handa fs- lendingum. Vélar varðskipsins Þórs reyndust sæmilega í seinni reynslnförinni Ægir farinn til Norðansfurlandsins og reynir þar nýju asdic-tækin Pétur Sigurðsson ,forstjóri laudhelgisgæzlunnar er kominn heim frá Danmörku fyrir viku, en þar fylgdist hann með viðgerð á vélum varðskipsins Þórs, er verið hafa í ólagi og ákveðið var því að láta yfirfara að nýju hjá fyrirtæki því í Álaborg er annaðist smíði vélanna og níðursetningu í skipið. Bréfið var sent nefndinni í tilefni af ráðstefnu sem húa hefur haldið með ýmsum sér- fræðingum vegna fréttarinnar um, að vetnissprengja hafi ver- ið reynd í Sovétríkjunum. Þessa ráðstefnu sátu einnig fulltrúar leyniþjónustu Banda- ríkjanna, CIA. Baaidaríkjamenn og málsvar- ar þeirra erlendis hafa allt frá stríðslokum haldið því fram, að birgðir Bandaríkjanna af kjarnorkusprengjum og yfir- Hilmar Stefáns- son bankastjóri veitir forstöðu fram- kvæmdum í Skálholti Kirkjumálaráðuneytið hefur með bréfi 27. júlí sl. skipað Hilmar Stefánsson bankastjóra til þess að hafa á hendi fyrir það og í samráði við það for- stöðu og eftirlit með fram- kvæmdum þeim er gerðar verða til endurreisnar í Skálholti á næstu árum. Biskup og stjórn- endur Skálholtsfélagsins verða einnig með í ráðum um þessar framkvæmdir. Það hafði verið tilkynnt, að Iranskeisari mundi dveljast Verðar spennu- stöðin fjarlægð? Spennustöðin á gatnamótum Kalkofnsvegar og Hafnarstrætis er áð flestra áliti ein höfuðor- sök þess hve bifre;ðaslys og á- rekstrar eru tíðdr á þeim stað, en samkvæmt yfirlitskorti sem lögreglustj. hefur látið gera um þá staði í bænum þar sem flest slys og árekstrar hafa orðið á undanfömum árum, eiga þessi fjölförnu gatnamót þar sem Lækjargata, Hverfisgata, Kalk- ofnsvegur og Hafnarstræti sker ast, langsamlega metið. Það er því allra álit sem til þekkja og hefur lengi verið áð fjarlægja beri spennustöðina sem blindar þarna gjörsamlega umferðina. Umferðanefnd bæj- arins er nú einnig komin að þessari niðurstöðu. Á síðasta bæjarráðsfundi var lögð fram fundargerð nefndarinnar, þar sem á það er lögð áherzla að spennistöðin verði flutt burt af þessum stað hið fyrsta. Engin ákvörðun var þó tekin á fundi bæjarráðs um framkv. verksins. burðir í framleiðslu þeirra hafi komið í veg fyrir hernaðarárás á Vesturlönd frá Sovétríkjun- um. Allt frá því Atlanzbanda- lagið var stofnað og hin tryllta hervæðing hófst í Bandaríkj- unum og Vestur-Evrópu, hefur því verið haldið fram, að land- her Sovétríkjanna væri marg- falt öflugri en herir þessara landa, og þegar þeirri spurn- ingu hefur verið varpað fram, hvernig á því gæti þá staðið, að Sovétríkin hefðu ekki þegar hafið þá hernaðarárás, sem Atlanzbandalagið á að vera vörn gegn, þá hefur svarið ver- ið, að yfirburðir Bandaríkj- anna á sviði kjarnorkufram- leiðslu hafi hingað til komið í veg fyrir hana. Fulltrúarnir ákváðu að senda sameiginleg mótmæli allra Ar- abaríkjanna vegna afsetningar soldánsins t’l Auriols, Frakk- nokkra daga í Bagdad, áður en hann sneri heim. En í morgun skýrði útvarpið í Teheran frá því, að flugvél keisarans hefði lent á flugvelli borgarinnar. Þar tók Sahedi hershöfðingi, erlendir stjórnarerindrekar, her foringjar og trúarleiðtogar á móti honum. Þaðan ók keisar- inn til sumarhallar sinnar um götur Teherans, sem skrýddar voru blómum. Lögregla og her- lið, búið skriðdrekum og bryn- vörðum bifreiðum voru á verði á allri leiðinni, sem keisarinn fór um. Sahedi skýrði í gær frá skip- an hins nýja ráðuneytis. Ilann er sjálfur forsætis- hermála- og innanríkisráðherra. Enn er ókunnugt um, hver verður ut- anríkisráðherra. Talið var, að Nasrullah Entezam, fulltrúi ír- ans hjá SÞ, mundi taka við því embætti, en nú er sagt, að hann hafi hafnað því. Ógurlegt fárviðri geisaði í Chile í fyrrinótt. Vitað var um 20 manns, sem fónist, en miklu fleiri slösuðust. Hús jöfn uðust víða við jörðu og fólkið hefur verið flutt í hermanna- skála til bráðabirgða. Aróðursstaðhæfingu hnekkt. En nú hafa Bandaríkjamenn neyðzt til að viðurkenna, að yfirburðir þeirra eða a.m.k. hernaðarleg þýðing þessara yf- irburða sé úr sögunni. Það mun því eftirleiðis verða erfiðar að sannfæra þjóðir Vestur-Evrópu Framhald á 11. síðu. Bisted kemur aftur í vetur Samkvaemt upplýsingum þjóð- leikhússtjóra mun danski ballett- meistarinn Bisted, sem stjómaði baldettskóla leikhússins s.l. vetur og færði upp íslenzka ballettinn þar, koma aftur að leikhúsinu í vetur og hefja sefingar að nýju. Bisted mun nú að mestu hafa náð sér eftir meiðsli þau, sem hann hlaut á sýningu í Þjóðleik- húsinu s.l. vetur. landsforseta, franska þjoðþings ins og franska verzlunarráðsins. Framkvæmdastjóri Arababanda lagsins, sem hefur aðalbæki- stöðvar í Kairó, hefur skrifað stjórnum allra Arabaríkjanna til að spyrja þær um álit þeirra á því, að boðað verði til sér- stakrar ráðstefnu til að ræða atburðina í Marokkó. Fulltrúar Araba- og Asíuríkj- anna 16 hjá SÞ hafa ákveðið að kæra framferði Frakka í Marokkó fyrir Öryggisráðinu á þeim forsendum að Frakkar hafi með ihlutun sinni og vald- beitingu í Marokkó stofnað friðnum í hættu. 1 fyrra mis- heppnaðist tilraun þessara ríkja til að fá mál’ð tekið fyrir í Ör- yggisráðinu, þar sem Frakkar neituðu að gefa samþykki sitt á þeim grundvelli, að hér væri um franskt innanríkismálefni að ræða. Leikrit þau sem um ræðir eru Einkalíf eftir Noel Covvard og Sumri hallar eftir Tennessee Williams. Fyrra leikritinu stjórnar Gunnar R. Haasen og er það fyrsta leikstjórn hans í Þjóðleikhúsinu, en Inga Þórð- ardóttir og Einar Pálsson fara með aðalhlutverkin. Hitt er undir stjóm Indriða Waage og þar leikur Katrín Thors aðal- hlutverkið. Skýrði Pétur Þjóðviljanum svo frá er blaðið átti stutt við- tal við hann í gær, að farnar hafi verið tvær reynsluferðir eftir að viðgerðin fór fram. Var forstjórinn með í fyrri ferðinni. Sigldi skipið þá 980 mílur, .tustur undir Svíþjóð og Noreg, og þótti reynslan af vélunum þá ekki með þeim hætti er vænzt var. Var þá á- kveðið að láta fara fram við- bótarlagfæringu á vélum skips- ins og reyna að fá það í lag sem í ólagi var og fara síðan reynsluför að nýju. Síðari reynsluför.'n hefur nú verið farin alveg nýverið og er talið að hún hafi gengið sæmi- lega. Ekki hafði þó borizt í gær nákvæm skýrsla um árang urinn Cn hún er .væntanleg nú um helgina. Þór mun leggja af stað hing að heim alveg á næstunni. Þá er ákveðið ameríski gam- anleikurinn Koss í kaupbæti verði sýndur að nýju, en sýn- ingum á honum lauk í vor án þess að aðsókn hefði nokkuð minnkað. Fyrsta íslenzka leikritið á starfsárinu verður Valtýr á grænni treyju eftir Jón Björns- son, og verður það sýnt fyrir jól. Lokið setningu asdic- tækjanna í Ægi. Nýlokið er að setja hin nýju asdic-tæki í varðskipið Ægi og er skipið nýfarið til reynslu á þeim. Tæki þessi eru sérstaklega heppileg til að leita uppi fisktorfur undir yfirborði sjávar, t.d. síldartorfur. Er í ráði að Ægir leiðbeini síld- veiðiskipunum jafnframt land- helgisgæzlunni. Með í förinni eru tveir brezkir sérfræðingar og einn maður frá landhelgis- gæzlunni. Samkvæmt beiðni varnarmála- nefndar tók skipið með austur hreyfil í flugvélina, sem lenti á Egilsstöðum fyrir skömmu, eft- ir að hafa flogið á einum hreyfli í 4 klukkustundir, er hinn bilaði. Lagði skipið hreyf- ilinn á land á Reyðarfirði. Sprengiefna- geymslur stað- settar í Breiðholtshvarfi Á fundi bæjarráðs 21. þ. m. var ákveðið að fela bæjarverk- fræðingi að láta gera geymslur fyrir sprengiefni í svonefndu Breiðholtshvarfi. Er þetta í samræmi við fyrri umræður í bæjarráði um staðsetningu geymslanna. Áður voru geymslurnar í Langholti, skammt frá þeim stað sem verið er áð byggja dvalarheimili aldraðra sjó- manna. Þótti ékki annað fært en flytja sprengiefnageymsl- urnar vegna byggingar dvalar- heimilisms og annarra bygginga sem eru að rísa í grendinni. íranskeisara fagnað af skriðdrekum og herliði íranskeisari sneri, aftur til Teheran úr útlegð sinni í gærmorgun. Honum var fagnað af vopnuðum hermönn- um, skriðdrekum og brynvörðum bifreiðum. Fulltrúar Arabaríkjanna é fundi í Kairó vegna Marokkó Fulltrúar Arabaríkjanna sátu á fundi í gær í Kairó til að ræða framferði Frakka í Marokkó og hugsanlegar aðgerðir Arabaríkjanna. Valíýr á grænni treyju verður næsía íslenzka Ieikrit Þjéðleikiiússins Æfingar hefjast að nýju í Þjóðleikhúsinu 1. sept. n.k. Verð- ur þá byrjað á þeim leikjum, sem voru að mestu fullæfðir í vor, þegar starfsári leikhússins lauk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.