Þjóðviljinn - 25.08.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.08.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. ágúst 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 BTUŒnn NNS fypir friði og þjóðlegn sjálfsíæði Þegar Norður Kórea losn- aði undan kúgun Japana og 'komið var á lýðræ'ðislegum endurbótum fengu konur þar jafnrétti. Þær höfðu mik:ð starf lagt til endurbyggingar lands síns. En þessi friðsama uppbygging var stöðvuð af vopnaðri innrás. Konur Kóreu liafa risið upp ásamt allri (þjóðinni, til þess að ver.nda líf barna s-nna, lif þjóðar sinnar. I þrjú ár hefur þetta land sem kallað var „land hins friðsæla morguns" liðið hin- ! ar dýpstu þjáningar. Blaða- 1 menn sem voru vottar að upp- hafi stríðsins bentu strax á að markmiðið væri ekki að ráða niðurlögum hers Norður Kóreumanna heldur „að eyða þjóðinni.“ I hinu áhrifamikla bréfi sem Samband lýðræðissinnaðra kvenna í Kóreu, en í því eru tvær milljónir kvenna, skrif- aði Alþjóðasambandinu 5. jan- úar 1951 kom í ljós því mið- ur, að þessar fyrirætianir voru að koma fram. „Frá fyrstu árásmni í norður beindu þeir hernaðaraðgerðum sínum að friðsömum borgum og þorpum, gamalmennum konum og bömum.“ Sem svar við þessu bréfi frá kóreönsku konunum bauð Al- þjóðasamband lýðræðissinn- aðra kvenna vorið 1951 kon- um sem höfðu mismunandi stjórnmálaskoðanir og trúar- brögð, konum sem nutu al- menns trausts, að fara til Kór- eu og rannsaka stríðsglæpina. Fulltrúar frá 17 löndum tóku sér þessa ferð og safnaði nefndin óyggjandi sönnunum fyrir þeim glæpum, sem framdir höfðu verið. Margar þessara kvenna eru nú s-tadd- ar hér á þinginu, frú Kathe Fleron og Ida Bachmann Dan- mörku, Monica Felton frá - Stóra Bretlandi, Lilli Wachter frá Vestur Þýzkalandi, Cand- elaria Rodriquez frá Kúba, Avassia Tod!l frá Alsír, Bai lang frá Kína og María Ovsi- annikova frá Sovétríkjunum. i Skýrslan sem þær sendu frá sér við heimkomuna er hræ'ði- leg ákæra. Þessi skýrsía var send til allra stofnana og sendinefnda sameinuðu þjóð- anna, til allra ríkisstjórna í heiminum og t!l þúsunda ein- staklinga og félaga. Hún var prentuð á 24 tungumálum og dreift út í hundru'ðum ]riús- unda eintaka. Vegna þess að þær útbreiddu san.nleikann og vegna þess að starf þeirra vakti mótmæiaöldu gegn stríð- inu, var ýmsum konum í nefnd inni hótað með málsókn, eins- og til dærnis frú Rodd frá Ca.nada og Mon:cu Felton frá Stóra Bretlandi eða dregoar fyrir rétti eins og Candelaria hnepptar í fangelsi einsog Lille Wachter frá Vestur Þýzka- landi. 'Starf nefndarinnar gerði huadruðum þúsu.nda fólks kleift að sjá viilimenoskuna sem framin var gegn Kóreu og að styrjöldin er markvisst gereycingarstríð. gegn þjóð sem vill vera sjálfstæð. Viðbjóðurinn sem gagntók heiminn átti eftir að aukast enn meir, þegar Kúó Mó Jó forseti skýrði Frederic Joliot- > Curie forseta friðarráðs'ns frá því, áð frá ársbyrjun 1952 hefði bakteríuhernaður verið rekinn af ameríska hernum gegn Kóreu og Norður Kína. Fréttin var svo yfirgengi- leg að fólk neitaði að trúa henni. En endurteknar sannanir sem komu frá Alþjóðasam- bandi lögfræðinga (apríl 1952) frá Yves Farge (maí 1952) og að lokum frá vísindalegri rannsóknamefnd, en í henni vom m. a. doktor Andrea Andreen forseti Félags A. L. K. í Svíþjóð, eyddu að lokum öllum efa, þar að auki játuðu handteknir flugmenn að hafa kastað bakteríusprengjum. Að stuðla að farsóttum í landi, sem þar að auki er hrjáð af stríði, er greinilega gert í þeim einum tilgangi áð eyða íbúum þess. Konur allra landa skilja áhyggjur kóre- anskra og kínverskra mæðra yf'r hættunni sem á hverju augnabliki getur stafað af hinu minnsta skorkvikindi fyr- ir fjölskyldur þeirra, sem þeg- ar hafa þurft að líða svo skelfilega í sprengjuárásunum og sérstaklega í hinum hræði- legu napalm (benzínsprengju) árásum. í þrjú ár hafa kóreanskar konur þolað miklar þjáningar og af mikilli fórafýsi barizt hetjubaráttu með þjóðinni fyr ir frelsi sínu. Þær em ekki aðeins áð verja sinn eigin rétt ti'l lífs og frelsis eða rétt sirma eig!n bama, þær eru einnig að berjast fyrir lífi kvenna og barna annarra landa. Þegar konur berjast fyrir því að stríðið í Kóreu taki enda, eru þær um ]eið að vernda heimili sín, barna sinna og lieimsfrið- inn. Sérstakiega kraftmikil bar- átta hefur verið háð í Suður- Ameríku. 1 Argentínu hafa tugir þúsunda farið í kröfu- göngur undir kjörorðinu: „Lát um kóreönsku þjóðina sjálfa X-------------------------------- 15. ágúst s. 1. blrtl Þjóðvilj- tnn kafla úr skýrslu þeirrl sem frú Cotton flutti alpjóðaþingl kvenna í Kaupmannahöfn í sumar. 1 kafla þeim sem hér er birtur segir frá baráttu kvenna til að binda endi á Kóreustyrjöldina, frá frelsis- baráttu Víet-Nam og Maiaja. Nú hefur sá stórfelldi árangur unnizt að vopnalilé er orðlð í Kóreu, og konur helmsins und- ir forustu Alþjóðasambands lýðræðlssinnaðra kvemia eiga áreiðanlega ekki síztan þátt í því. Konur frá Kóreu, Víet-Nam og Maiaja ætluðu að sitja heimsþingið og voru kömnár að landamærum Kamnerkur eftir langt og erfitt ferðalag, en danska ríkisstjórnin neitaði þeim um vegabréfsárltun. I*eg- ar er þinginu bái-ust þessar fregnir voru send mótmæli til dönsltu stjórnarinnar, en því einu var svarað að Danir ættu í styrjöld við Kóreumenn. Ung- ar danskar stúlkur báru inn í þingsallnn fána Kóreu, Víet- Nam og Malaja, og sendl þing- ið konum þessara þjóða bar- áttukveðjur sínar. ráða málum sínum, vio eigum ekki að blanda okkur þar í. Við argentískar mæður vilj- um ekki að sýTiir okkar séu sendir t!l Kóreu." Á Kú'ba hafa yfir 300 mæðranefndir verið starfandi sem mótmæla að synir þeirra verði sendir til Kóreu. í Brazilíu berjast konur gegn því að hermenn verði sendir til Kóreu. Eliza Branco var dæmd í 4 ára fang elsi fyrir að bera við hersýn- ingu spjald sem á stóð „Her- menn ,synir okkar skulu aldrei fara til Kóreu.“ Mótmæli fólks ins voru svo ö'flug að enginn hermaður hefur veri'ð sendur frá Suður-Ameríku til Kóreu að undantekinni Colombía. Andstaða mæðra. gegn send- ingu sona þeirra til Kóreu hefur aukizt í ýmsum löndum t. d. Tyrklandi, eina landinu af hinum nálægari Austurlönd um sem sendi herlið til Kór- eu. Konur og mæður fjöl- menntu við höfnina í Smyma við brottíför eins herflutninga- skipsins og hrópuðu: „Við viljum fá syni okkar aftur.“ í Stóra Bretlandi og Banda- ríkjunum berjast konur fyrir því að fá syni sína senda heim, og baráttan fyrir því að Kói'eustríðinu ljúki nær nú orðið til mikils hluta þjóð- anna. Mörg félagasamtök brezkra kvenna, þar á meðal Samvinnufélagið Guild hafa oftlega gert samþykktir um vopnahlé í Kóreu þegar í stað. Heildarsamtök kvenna v!nna stöðugt fyrir því að stríðinu Ijúki. Formaður þess- ara samtaka Monica Felton hefur óhikað skýrt brezku þjóðinni frá sannleikanum um Kóreustríðið, g’æpunum sem þar eru framdir. Sendinefnd 125 mæðra og eiginkvenna stríðsfanga i Kór- eu fóm til þvnghúss'ns og kröfðust heimsendingar fang- anna, fjölmenn nefnd frá Heildarsamtökum kvenna fór á ráðstefnu brezka Verka- mannaflokksins s.I. haust, til þess a'ð biðja hana að leggja áherzlu á vopnahlé í Kóreu. New York Herald Tribune í Bandaríkjunum viðurkenndi m. a. að mótmæli gegn Kór- eustríðimu kæmu fram í flóði a-f bréfum til Hvíta liússins til Eisenhov/ers forseta, þar sem hann er minntur á, að végna þess að hann lofaði að binda endi á Kóreustríðið hafi hann verið kosinn forseti. Til viðbótar þeim samtökum sem fyrir em t. d. „Ameri- can Women for Peace“ og „Minute Women for Peace“, rísa upp samtök fólks viða um landið, einsog mæðranna þriggja í Washingtonríki sem söfnuðu 30 þúsund undir- skriftum undir ósk um endi Kóreustríðsins og hreyfingu „S.O.S.“ (Bjargið sonum okk- ar) sem stofnuð var í Illinois af foreldrum hermanna í Kór- eu. Deildir þess eru nú starf- andi í mörgum fylkjum Banda ríkjanna. Kvennadeild Stál- verkamannafélagsins 1010 í C. I.O. samþykkti svolátandi á- lyktun: „Heitasta ósk okkar er að Kóreustríðið endi 1953 og að allar mæður hvar sem er í heiminum geti alið börn sín óttalausar í öryggi og friði.“ I Italíu hafa Samtök ítalskra kvenna starfað mikið meðal þjóðarinnar. Til þess áð sýna hve víðtæk mótmæli fólksins em, vil ég nefna sem dæmi frá Reggíó Emilía þar sem konur sendu 43 þús. póstkort til ameríska sendiherrans í Rómaborg þar sem krafizt er endi stríðsins. í baráttunni sem háð er í Frakklandi fyrir endi þeirra stríða sem nú geisa, er sér- stök áherzla lögð á endi stríðs ins gegn Víet-Nam og gegn sendingu hermanna og her- gagna þangað. Mikill meiri- hluti þjóðarinnar krefst heim- sendingar hersveitanna og að stofna'ð verði til friðar- samninga við stjórn Lýðveld- isins Víet-Nam. Bandalag franskra kvenna og konur í Heildarsamtökum verkalýðsins (CGT) styðja hafnarverkamennina sem neita að skipa út hergögnum. Þær hafa skipulagt sendinefndir mæðra og eigínkvenna her- manna í Víet-Nam tiV ríkis- stjómarinnar og krafizt þess að hersveitirnar ver'ði ka'llaðar heim. í sama alþjó'öa fé!agsanda hafa mæður í Alsír margsinn- is mótmælt brottför sona sinna í nýlenduherinn í Víet- Nam. Konur hafnarverka- manna hafa átt ,í miklum á- tökum við lögregluna, þær hafa staðið við hl'ð manna sinna, sem hafa þráfaldlega neitað að skipa út vopnum og Framhald á 11. síðu. Fulltrúar á lielnisþlngi kvenna koniu hvaðanæfa að og sýn du liiuar ólikustu nianngerðir. — Hér er til vinstrl fomiað- ur indónesísku sendlnefndarinnar, Setijati Surasto, f orustukona í verklýðslireyfingu heinialands síns. Til hægri er madame Alice Cliaiin frá Iioumain ville i. J’arís, en hún er ein þeirra fjölmörgu frönsku mæðra sem misst liafa son í nýlendustyrjöld Fraltka í Viet-Nam

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.