Þjóðviljinn - 25.08.1953, Page 8

Þjóðviljinn - 25.08.1953, Page 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 25. ágúst 1953 -- JOSEPH STAROBIN: iViet-Nam sækir fram til sjálrstæðis og freísis „Þá hófu Frakkar árásir sínar á okkur og eyðilögðu glað- ’ værð okkar og friðsamt starf. Unga fólkið kepptist við í vinnu sinni og þrír synr mínir gengu í herinn. Þá, í nóvember 1 1948, var dóttir mín orðin fullfær fyrirliði í andspyrnuhreyf- Mgunni. Mér fannst það skylda barna minna að verja hemili ' okkar og land okkar gegn kúgurunum. Þess vegna leyfði ég þeim að halda burt. Eg ráðlagði þeim að gera skyldu sína og fara að dæmi félaga sinna. 1948 féll sonur minn Cuong og ári síðár annar, Vy. Þriðji senur minn berst ennþá. 1951 var hann sæmdur heiðursmerki fyrir frækilega framgöngu- Því meiri ást sem ég bar til barna minna og því meir sem ég gladdist yfir afrekum þeirra, því meir hataði ég nýlendukúgarana. Og dóttir mín, Cuc, stappaði í mig istálinu. 11. nóvember 1948 kom franskur herflokkur í þorp okkar og brenndi það til kaldra kola. Þeir slepptu ekki einu sinni mykju- haugunum. Þeir rændu öllu. Þeir hlífðu ekki einu sinni minnis- varðanum við bænahúsið. Og þegar þeir voru farnir, kom fólkið aftur í þorpið og hóf að endurreisa heimili sín, gera sér kofa með stráþökum til verndar gegn sól og regni. 'En í ágúst 1949 komu frönsku hermennirnir aftur og enn kveiktu þeir í þorpinu okkar og brenndu það hálft til kaldra kola. Þeir þvinguðu okkur til að þræla fyrir þá og við urðum að feila bamb- ustré og byggja virki fyrir þá. Öll bambustrén voru felld og við áttum ekkert til að binda hrísbindin l saman með. Franski iiðsforinginn var eins og óður hundur, hann skaut hvern sem var niður fyrirv.aralaust, ef þannig lá á honum. Konurnar urðu eih'nig að vinna í virkisgröfunum og Frakkarnir nauðguðu þeim, bar sem þær voru við vinnu sína. A þessum tíma bjó í þorpinu okkar svikari að nafni Nhi, og hann var skósveinn nýlendukúgaranna. Þeir settu hann yfir tvö hérúð og hann gaf þeim upplýsingar um allar ferðir skæruliðanna. Hann valsaði um eins og hann væri mikill maður, hafði prik í hendi og skammbyssu við hlið, og hund og fimm manna lið á eftir sér. Hann sölsaði undir sig land, sem var sameign allra þorpsbúa og neyddi fólk til að þræla fyrir sig. Þeir voru margir, séín urðu að þola barsmíðar og högg af honum. Sá dagur kom ekki, að hann veldi sér ekki eitthvert fórnarlamb og þorpsbúar hugsuðu varla um annað en hvernig þeir gætu komið honum iyrir kattarnef. í okkar þorpi einu saman lét hann taka 36 af lífi. Dóttir mín, Cuc, var 20 ára í lok 1949. Einn af frelsisliðum að nafni Dan bað hennar, en fresta varð hjónavígslunni vegna ný- árshátíðahaldanna. Þá var svo komið, að enginn gat lengur þolað svlkarann Nhi. Allir, bæði ungir og gamlir, vildu losna við hann, svo að við gætum lifað I friði og dregið andann léttara. Dóttir mín Cuc vissi, hve erfitt og hættulegt það var, en hún tók að sér að ryðja honum úr vegi og 23. marz 1950 var það gert., Islenzku sundknattleiksmennina vantaði reynslu og leikni en höfðu sundfærni á íþróttasíðan hefur átt sam tal við tvo af þeim sem fóru á 'Norðurlandasundmótið í Gjövik í Noregi en það voru þeir Þorsteinn Hjálmarsson, þjálfari og fararstjóri flokks- ins og Einar Sæmundsson, gamalreyndur sundmaður og keppandi í sundknattleik. Eins og áður hefur verið sagt hér, var ferð þessi ekki farin með sigra fyrir augum, heldur til þess að sjá og læra eftir 17 ára sambandsslit við aðrar þjóðir í þessum leik. Ekki hafði verið lagt í dýra þjálfara til undirbúnings keppni þessari, það var gert af einskærum á- huga endurgjaldslaust og þeir sem fóru, (þjálfarinn líka) greiddu úr eigin vasa um 75% af ferðakostnaðinum. Frásögn þeirra félaga var á þessa leið: Góðar móttökur, og sann- norrænn andi. Þess er fyrst að geta að móttökur allar í Noregi voru fádæma góðar, og í veizlum þökkuðu Norðmean íslenzka flokknum sérstaklega fyrir komuna. Það vakti líka mikla athygli keppenda og farar- stjóra hinna landanna, er það kvisaðist að íslenzku keppend- urnir hefðu greitt sjálfir mest af kostnaðinum við för þessa. Naut það virðingar og aðdáun- ar, sem við urðum mjög varir við. Meðal sundmanna var yf- irleittt ágætt samtoand og við nutum félagsskapar þeirra og fræðslu í ríkum mæli, og samvera okkar með þessum mönnum á þessu íyrsta nor- ræna móti sem við tökum þátt í verður okkur lengj minnis- sþæð. Við vonum þvi að þetta sé aðeins byrjun á framtíðar- Þannig fara Frakkar aS í Viet-Nam. samstarfi sundknattleiksmanna hér við hin Norðurlöndin. Það kom líka fram í ræðu í skiln- aðarhófi mótsins að danski leiðtoginn Borre, skoraði á Is- lendinga að taka þátt í næsta móti sem háð verður í Dan- mörku eftir tvö ár. V Svíar jafnbeztir, en okkur vantar keppnisvana og leikni. Sænska liðið var jafnbezt þótt því tækist ekki að sigra. í því voru allir ungir menn, sem er nokkuð óvanalegt. Var aldur þeirra 16—26 ára. Hraði þeirra er mikill og leikni, og sem dæmi um það og hug- kvæmni þeirra lék einn þeirra það, mjög léttilega að því er virtist, að sparka með fæti ó- verjandi í mark, er honum tókst ekki að grípa með hönd- um, sem voru ,,fastar“ (eins og þeir orðuðu það kímandi). Danir unnu fyrst og fremst á meiri reytislu í leiknum, voru þyngri og sterkari, en það sem fyrst og fremst gaf þeim sig- urinn var hinn gamli 38 ára heimsmethafi Finn Jensen, sem var bezti maður mótsins og sá markahæsti. I fyrra tapaði þetta lið Dana fyrir Svíum með 17:0 og var því lengi vel vafi á að liðið yrði sent til móts þessa, en á æfingarleik við Norðmenn fyrr í sumar uniau þeir 8:1 og þótti það þá tiltækilegt að senda þá. Finnska liðið var leikið en ekki vel samæft og satt að segja fór þeim fram með hverj- um leik sem þeir léku. Leik ur Norímanna einkenndist mest af dugnaði og krafti. Þrír góð- ir sundmenn voru í li’ði þeirra sem báru af. Af liði okkar bjuggumst \rð ekki við sigr- um, en þátttaka okkar hefur sannfært okkur um að við er- um færír um að taka þátt í 'oessu móti hvað *sundfærni snertir. Sund okkar manna er sízt lakara en hinna. Leikní vantar nokkuð á en það sem mestu munar er skortur á keppnisreynslu. Það var líka alrneont álit manna þar úti að við værum keppnisfærir í þess- um hópi, en töldu Iífsnauosyn fyrir okkur að öðlast keppnís- reynslu og þáð væri fyrst og fremst þeirra styrkur. Við vitum því hvar við stöndum, hvað við þurfum að gera til aukins þroska, og var það raunar höfuðtilgangur fer'ð arinnar. Ný leiktætcni. Við urðum þess fljótt varir | að með hinni nýju reymslu hef- ! ur leiktækni breytzt mikið. Hraðinn hefur mikizt mjög og : starfið að knettinum krefst i miklu meiri leikni en áður. Leik- urinn krefst því miklu meiri þjálfunar en áður bæði hvað snertir leikni og úthald. Nýjaf þjálfunaraðferðir hafa því ver- ið teknar upp, og einn sænski félaginn sem við kynntmnst í Gjövik hefur nú sent okkur ráð og leiðbeiningar til leik- manna, dómara og svo æfinga- skrá á mörgum vélritúðum sið- um sem ætti að koma okkur að miklum notum í framtíðinni. Það var okkur mikilg virði að sjá dómarana dæma, en þeir voru allir mjög góðir, strangir en þó ekki of smá- munasamir. Túlkun þeirra á reglunum virtist mjög lík og hjá okkur. Þú spyrð um áætl- anir fyrir Danmerkurferð 1955. Enn hefur að sjálfsögðu ekkert verið ákveðið, en eins og fyrr segir teljum við það nauðsyn- legt. Það er fyrst og fremst undir þeim mönnum komið sem e;ga að leggja á sig þá æfingu sem til þarf og mun Sundsam- bandið taka þetta mál upp fyrr en seinna. — Laug sú sem keppt var í er 30x20 m en Sundhöllinn hér er 10x23, og er það mikill munur á stærð og hefði getað haft meiri áhrif en raunin varð. Til gamans má geta þess að keppendup í mót- inu klæddu sig úr undir berum h:mni og virtust allir kimna því vel. Getraunaúrslit Úrslit leikjanna 12 á síðasta get- raunaseðli urðu: Arsenal 0 — Huddersfield 0 x Blackpool 2 — Chelsea 1 1 Cardiff 2 — Aston Villa 1 1 Charlfcon 3 — Burniey 1 1 Liverpool 4 — Manch. Utd 4 x Manch. City 0 —■ Wolves 4 2 Míddlesbro 0 — Preston 4 2 Newcastie 2 — Sunderland 1 1 Portsmouth 3 — Sheffield U 4 2 Sh'effield W 2 — Tottenham 1 1 WBA 1 — Bolton 1 x Fulham 0 — Stoke 1 2 A 3 seðlum reyndust 10 réttar ágizkanir og voru á einum 2 rað- ir, og verður vinningur á hann 574 kr. Fyrir röðína með 10 réttum verða greiddar 167 kr. en fyrir 9 rétta 60 kr. GeÉrara m Aston ViIIa-Arsenal .... Bolton-Líverpool ....... Burnley-Sfieffield W.... Chelsea-Chariton ....... Huddersf.-POrtismouth . . Manchester U-Newcastle Preston-WBA ............. Sheffield Utd-Blackpoor . Sunderl.-Mancheister C.. . Tottenham-Middlesbro.... Wolves-Cárdiiff ........ Roterham-Birmingham . . Kerfi: 8 raðir. 2 2 1 2 x 2 1 x 2 1 2 x 1 1 2 lírjóst&haldarar Mjaðmabelti Korselet eru komin aftur. Skólavörðustíg 8, sími 1035

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.