Þjóðviljinn - 25.08.1953, Side 10

Þjóðviljinn - 25.08.1953, Side 10
10) — ÞJÓÐVIUINN — Þriðjudagur 25. ágúst 1953 Nýff penisillin frá Tékkóslóvakiu ■é Rí kisf y rir ts)ki ö Penicillin í Boz- tók við Prag hefur byrjað framleiðsíu á nýju penisillíh- iyfi. Þetta nýja efni er kallað perósillín. Það er framleitt í töfl um og hefur nokkra kosti fram yfir venju- legt penisillín t.d. hindrar það, að nokkrir sjúk- dómar ágerist, eins og hjarta- gigtarsjúkdóm- ar o. fl. Dr. O. Cmahel og verk- frmðingurinn M. Herohl fundu upp perosillínið, en þeir og lækna- nemarnir sem með þeim unnu, r.otfærðu sér reynslu sovétvlsindamanna I framhvæmd. Fram- Jeiðslan var hafin með samvinnu læknadeildar Karls háskól- ans í Prag og starfsfólksins í penisillín verksmiðjunni í Roz- toky. Rafmagnstakmörkun 3hvCtfí Hlíðarnar og Norður- - II" VIII mýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir, íbúðarhverfi við Laugarnesveg' að Kleppsvegi ög Bvæðið þar norðaustur af. Þrjár hlússur v/ð sama pi/siS Nýu efnin gera það mögulegt að eiga föt, sem hægt er að nota allt árið. Plíséruð orlon- pils eru t. d. bæði falleg og mjög hentug. Hér er sýnt Ijós- grátt pils, sem hægt er að hreinsa í það óendanlega og plíséringin fer ekki úr. Með ljósblárri popl'nblússu er það ágætur hversdagSbúningur og með flegi.nni svartri peysu er það góður kvöldklæðnaður. Með rósóttri silkibiússu er kom inn sumarklæðnaður. Hægt er að framleiða orlon þannig, að það líti út eins og létt ullar- efni og falli e’ns vel og kam- garn. Þessi tilhneigirig að hafa fötin þa.nnig, að hægt sé að breyta dálítið til og nota þau allt árið, er mikiö upp á ten- ingnum núna og er það gleði- legt fyrir okkur sem ekki eig- um fulia klæðaskápa. Þetta er nýtt tímabil í tízkunni, sem vert ,er að taka eftir..— fiftir MARTHA OSTENSO hefðarkonu, sem hafði dáið þegar hann var barn í reifum, sagði liernii af starfi sínu og að liann vcnaði að geta liafið það með nýjum áhuga að sex mánuðum liðnum. Og Linda sagði honum frá því, hvers vegna hún væri hingað komin, að hún væri staðráðin í að vera kyrr, þrátt fyrir óvild Calebs Gare og ömurlegt heimilislífið. Loks tók Linda diskana af borðinu og þvoði þá og raðaði iþeim snyrtilega inn í skáp. Svo leit hún út um gluggann og tók eftir því ao það var því nær hætt að rigna. „Frú Gare heidur að ég sé hjá Sanabo- fólkinu og hún hefur engar áhyggjur. En ég verð að fara heim núna“, sagði hún. Mark tók hatt sinn og jakka og þau gengu saman út. Enn var örlítil rigning og remnvotar trjá- krónurnar bar við þungbúinn himininn. Mark fóðraði og vatnaði hesti Lindu, lagði síðan á hest handa sjálfum sér. Linda stóð inni í hesthúsinu meðan hann lault því. Það var notalegt inni, lágt undir loft og að utan heyrðist dauft regnhljóð, sem miimti hana enn frekar á nærveru Marks. Hann kveikti ekki á ljóskeri meðan hann fann reiðtygin. Hann baukaði í myrkrinu til þess að návist þessarar undarlegu stúlku kæmi honum ekki alveg út úr jafnvægl. Þegar hami var tilbúinn teymdi hann hestinn út og rakst á Lindu, sem kom ekki auga á hann í tíma. Þessi stutta snerting kom af stað áköfum hjartslætti. Svo riðu þau af stað gegnum mildan úðann, hlið við hlið eftir skógarstígnum. Mark reið með Lindu því nær alla leið, þótt liann hefði ekki ætlað sér það í upphaf. Það hætti áð rigna og loks greiddust skýin frá alstimdum himni. Norðan úr mýrunum heyrð- ist einmana kvein. Það var villigæs, sem dreg- izt hafði aftur úr, síðasti ferðalangurinn á leið norður á bóginn. Linda og Mark hlustuðu graf- kyrr og litu síðan hvort á annað. Allt í einu var eins og loftið hefði hreinsazt og nóttin umlukti þau, víðáttumikil og óendatnleg, tær og gegnsæ eins og kynlegur draumur ............. Amelía var að sækja vatn í brunninn, þegar Linda kom heim. „Ert þú búin að borða kvöldverð, ungfrú Archer?“ spurði hún þegar Linda nálgaðist. Það var kvíðahreimur í rödd hennar. „Já, þökk, ég er búin að því,“ svaraði Linda dálítið fljótmælt. Húa var rjóð og viðutan eft- ir kveðjustundina. Amelía horfði á eftir henni. Allt í einu sneri Linda sér við gekk aftur til konunnar til að lijálpa henni við vatnsburðinn. „Eg komst í ævintýri í lcvöld, frú Gare,“ sagði Linda. ,,Eg kyntntist mjög skemmtilegum manni og eftir því lagleguui.“ y Amelía brosti. Hún hélt að Linda væri að gera að gamni sínu. „Hver var það? Hann hlýtur að hafa kormð af himniun ofan með rigningunni." „Hann er kaupamaður hjá Klovacz — um stundarsakir. Hann er hérna sér til heilsubót- ar. Hann er auðvitað enginn venjulegur sveita- maður,“ sagði Linda, en um leið liefði hún get- að bitið af sér tunguna fyrir hugsunarleysi sitt. Með sjálfri sér fann hún að Amelía kipptist við „Hvað heitir hann?“ „Já, hvað hét hann nú? Jordan — Mark Jordan,“ sagði Linda. „Hvað þá?“ „Mark Jordan,“ endurtók Linda og togaði í fötuna, sem virtist allt í einu hafa þyngzt um helming. Amelía stóð kyrr og horfði fram fyrir sig eins og hún sæi eitthvað úti á dökkri slétt- imni handan við girðinguna. „Hvað er þama?“ spurði Lánda og leit í 19. dagur sömu átt. Andartak stóð Amelía kyrr og þögul. Hún hélt máttlausri hendi um fötuna. „Sérðu eitthvað, frú Gare?“ sagði Linda og leit aftur á konuna. í hálfrökkrinu virtist andlit Amelíu sviplaust og stirnað. Þegar Linda endurtók spumingu sína hrökk hún við og kippti í fötuna. „Nei — nei .... ég þóttist sjá eitthvað. Það eru birair á þessum slóðum," tautaði hún. ,,Marteinn verður að aðgæta fjárgirðingarnar." Þær fóru inn og Linda sleppti fötunni. Caleb var að lesa búnaðarritið við lampaljós- ið í innra herberginu. Þegar Linda var komin úr ytri fötunum settist liún einnig við borðið og fór að umdirbúa sig undir kennsluna næsta dag. Galeb leit ekki upp og yrti ekki á hana. Linda hafði hugboð um að honum þætti miður þegar húei kom ekki að borða; Hún brosti með sjálfri sér. Amelía kom inn, skipti um glas á lampanum og fægði það sem hún tók af með ullarklút. Meðan ljósið blakti, hi-eyfði Caleb sig óþolin- móðlega til í sætinu. Amelía ávarpaði Caleb, minntist á hina kær- komnu rigningu og talaði um að hún þyrfti bráðum að fara að panta garðfræ. Caleb svar- aði henrií engu en færði sig til í sætinu, svo að hann sneri næstum í hana baki. Amelía brosti næstum glettnislega til kennslukonunn- ar, Linda hafði aldrei séð hana svo fjörlega og ömgga í fasi. Hún furðaði sig á livers vegtia það væri. Hitt fólkið hafði farið snemma að hátta að venju eftir erfiði dagsins. Skömmu seinna fór Linda einnig upp á loftið. Caleb og Amella voru ein feftir. „Þú sagðir mér ekki að hann væri kominn hingað,“ sagði Amelía. Augu hennar glóðu í fölu andlitinu. Hún stóð við borðsendann og fitlaði við borðdúkinn. Caleb sneri sér við með hægð. „Einmitt,“ hreytti hann út úr sér. „Þú ert búin að kom- ast a.ð því.“ „Já, ég er búin að komast að því,“ endurtók Amelía og lagði þunga álierzlu á hvert orð eins og hún væri að festa sér þau í minni. „Kennslukonan er búin að tala við hann.“ Caleb lyfti brúnum og strauk vinstri hend- inni yfir yfirskeggið. Svo að kennslukonan hafði átt hér hlut að máli. Hann hefði átt að geta sagt sér sjálfur að þessi blíðeygða drós væri að sletta sér fram í þetta. „Jæja. Ætlarðu að lilaupa upp um liálsinn á honum? Hann verður sjálfsagt stórhrifinn,“ sagði hann. Hann fletti tímaritinu og Amelía heyrði hláturinn sjóða niðri í honum. Hún greip fastar um dúkinn. „Nei...... ég geri eítki nett,“ sagði hún. Caleb reis á fætur, leit inn í ofninn, spýtti inn í hann og byrjaði síðan að færa sig úr skónum. Fleira sagði liann ekki áður en hann fór í rúmið. í fyrsta .skipti á ævinni var það óvissan sem olli þögn lians; ekki fullvissan um það að vilji hans skildist orðalaust. GllMLf OC CAMfN Tveir Icunnlnfíjar, sem ekki liöfðu séð hvorn annan lengi, liittust á ffötu. Annar þeirra studd- ist við hivkjur. — „Sæll og blessaður". sagði annar. — Hvað er að sjá þig? — Eif lenti í bílslysi, sagði maðurinu með liækj- urnar. ), — Hvenær skeði það? — Fyrir um það bil sex vikuin. — Og þú verður emi að nota hækjurnar? — O já, annars sagðl læknlrinn mér að ég kæm- lst vel af án þeirra, en lögfræðingurimi sagðl að ég yrðl að nota þær.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.