Þjóðviljinn - 29.09.1953, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 29.09.1953, Qupperneq 6
6) .— ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 29. september 1953 Avaip til heimsæskunnar JUÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Slgurður Guðmundssoo. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur VigfÚ3son, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 1». — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sjáifsögð ákvörðun Alþýðublaöið á sunnudaginn ber þess ljósan vott að þjónustuímenn atvinnurekenda og klofningsaflanna í verkalýösihreyfingunni ráða sér ekki fyrii' gremju vegna þeirrar ákvörðunar tveggja sterkustu verkalýðsfélaga landsins að taka boði Alþjóöasambands verkalýðsfélag. anna um að senda fulltrúa á þing þess sem háð verðm- í Vínarborg í næsta mánuði. Er bæöi forustugrein blaðsins og langur rammi annars staðar 1 blaðinu helgaöur þess- ari ákvörðun Dagsbrúnar og Iðju, og jafnframt reynt að afsaka þá stórvítaverðu framkomu formanns full- trúaráös verkalýösíélaganna að neita að kalla saman fund í fulltrúráð’hu til þess að taka þar afstöðu til fulltrúasendingar á þingið. Þáö er tvennt sem Alþýðublaðið leggur höfuðáherzlu á í þessum skrifum sínum. í fvrsta lagi að Alþjóðasam- band verkalýð'sfélaganna sé ekki lengur raunverulegt heimssamband verkalýðsstéttarinnar heldur aðeins „koimmúnistasamband“ sem íslenzkur verkalýður þurfi ekki og eigi ekki aö standa í neintlm tengslum viö. Það sé aðeins sóun á fjármunum og annað ekki áð eiga full. trúa á þingi þess. f öðru lagi heldur Alþýðublaðið því fram að það sé fullkomlega lýðræðisleg áfgr-eiðsla á boði Alþjóðasambandsins til fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna að fella fulltniasendingu í stjórn þess, engin rök séu fyrir því að bera. málið undir fulltrúaráðið sjálft eftir að það hefur fengið þessa afgreiðslu í stjóminni. Um fyrra atriðiö er það að segja að þrátt fyrir klofn- ingtilraun Bandaríkjamanna og náustu fylgisveina þeirra í alþjóöasamtökum vei'kalýðsins standa þau tiltölulega jafnrétt eftir. Innan Alþjóðasambands verkalýðsfélag- anna starfa 80 milljónir vinnandi manna víðsvegar um heim. í sambandinu eru ekki aðeins hin öflugu verka. lýðssamtök Ráðstjórnarríkjanna og alþýðulýðveldanna, heldur eiinnig yfirgnæfandi imeirihluti verkalýðsins í öðr- um hlutum heims. Þannig eru flest verkalýðssamtök ný_ lendnanna skipulögð innan vébanda þess. Öll öflugustu verkalýðssambönd Evi’ópu, að undanskildu því brezka, eru og starfandi innan Alþjóðasambandsins. Má þar í fremstu röð nefna alþýðusambönd Frakklands og Ítalíu. en innan þeirra er yfirgnæfandi meirihluti verkalýðsiins í þessum löndum. Alþjóðasamband verkalýösins hefur frá stofnun haft á hendi alla forustu í hagsmuna- og frelsisbaráttu verka. lýðsins í veröldinnii. Þáö hefur hvarvetna um heim verið reifðubúið til áð veita verkalýðnum alla aðstoð sem í þess valdi hefur staðið. Klofningssambandið, sem Alþýðusam- band íslands var vélaö í af þrífylkingunni 1948, gegnir hinsvegar því ömurlega hlutverki að sundra verkalýðs- stéttinni og þjóna heimsvalda. og yfirgangsstefnu Banda- ríkjaauövaldsins, enda runnið undan rifjum þess. Um síðara atriðið í skrifum Alþýðublaðsins er óþarfi að fjölyrða. Þaö er staðreynd sem kom í ljós á s.l. vetri, aö meirihluti stjórnar fulltrúaráðsins er í minnihiuta í full- trúaráðiinu sjálfu. Meirihluti afturhaldsins í fulltrúaráðs- stjórninni var fenginn með yfirtroðslum og ofbeldi í fundarstjóm. Úr þessu skar kosning varastjórnar á næsta fundi á eftir þar sem sameiningarmenn fengu alla vara- stjórnina kjörna. Og ástæðan til þess að formaður full. ráðsins þorir ekki aö bera afstöðu stjórnarme'rihluta síns undir sjálft fulltrúaráöið er engin önnur en sú. að hann veit sig þar í minnihluta, En gott dæími er þetta um raunverulega viröingu þeirra manna, fyrir lýðræðis- legum rétti meirihlutans til að ráöa afgreiðslu mála, sem oftast og hátíðlegast bera sér lýöræði 1 munn og sverja því dýrasta hollustueiöa. Afturhaldsfylkingin sem kaus að skipa íslenzkum verkalýðssamtökum á bekk með klofningsmönnum og verkfallsbrjótum veröur að sætta siig við það, að hún er' þess ekki megnug áð slíta öll tengsl íslenzku verkalýðs- stéttarinnar viö stéttarsyskini hennar í öðrum löndum. Fyrir því hafa Dagsbrún og Iðja séð ttneö sinni sjálfsögðu og framsýnu ákvörðun, sem er í fyllsta samræmi við hags- muni íslenzku vea’kalýðsstéttarinnar í heild. Við köllum ykkur til baróttu ÞaS ber oð ala œskuna upp I anda lýSrœSis og vináttu til allra jb/óðo Hér birtist ályktun Þriðja heimsþings æskunnar er haldið var í Búkarest dag- ana 25.-30. júlí s.l. Fjallar ályktunin um starfsemi Alþjóðasambands lýð- ræðissinnaðrar æsku milli 2. og 3. þingsins og um viðfangsefni þess í framtíðinni: baráttu æskunnar fyrir alþjóðafriði og fyrir réttindum sínum. Þriðja heimsþing æskunnar er hlýtt hefur og rætt skýrslu aðalritara Alþjóðasambands Jýðræðissinnaðrar æsku um ■störf þess frá Öðru heimsþing- ingu og um viðfangsefni æsk- unnar í baráttu hennar fyrir friðj og réttindum sínum, lýs- ir ánægju sinni yfir störfum Alþjóðasambandsins á þessum tíma. Með fögnuði vekur Þingið athygli á sístyrktu aflí og árangri heimsæskunnar í bar- áttu hennar fyrir friði og rétt- indum sínum. Hin göfugu markmið þessai'ar hreyfingar hvetja æskuna til tvíefldrar baráttu fyrir hamingjuríkri framtíð, þar sem þúsundir ungra manna og kvenna skipa sér daglega undir met'ki henn- ar. Þriðja heimsþing æskunnar, er ræðir hin almennu áhuga- efni allrar ungu kynslóðarinn- ar, er þeirrar skoðunar að víð- tæk starfsemi til varnar frum- réttindum og draumum unga fólksins hljóti .að vera höfuð- mál Alþjóðasambands lýðræð- isisnnaðrar æsku og allra æskulýðsfélaga. í mörgum löndum er fram- tíð æskunnar búinn voði. Milljónir ungra manna og kvenna eru sviptar frumstæð- ustu réttindum — pólitískum, félagslegum og efnahagslegum. Atvinnuleysi, verðhækkanir, skattar, ójötn og óréttlát laun; erfiðleikar varðandi frjálst nám, stofnun heimilis, skemmt- anir, þátttöku í íþróttum; of- sóknir á hendur æskunni og félagsskap hennar — allt þetta og margt fleira horfist mikill hluti æskunnar í augu við á líðandi tímum. Þó er aðstaða æskunnar ; nýlendunum og öðrum frum- stæðum löndum enp erfiðari. Eftir Þær upplýsingar sem fram hafa komið í umræðum hér á þinginu eru fulltrúarn- ir sannfærðir um að grund- vailarástæðan fyrir böli æsk- unnar í fjölmörgum löndum e.r fólgin í undirbúningnum und- ir nýja heimsstyrjöld, í vígbún- aðinum og undirokun þjóða. I nafni allrar ungu kynslóð- arinnar kveður Þingið öll fé- lög æskufólks til sameiginlegr- ar varnar f.vrir almennum þörfum og lýðréttindum æsk- unnar. Þingið kveður unga menn og konur til baráttu fyrir því að ríkisvöld tryggi bæðj a’.menna nænntun og sérmenntun ungu kynslóðarinnar; tryggi henni rétt til vinnu og hvíldar, sömu laun íyrir sömu vinnu, fulla möguleika til þátttöku í opin- berum máium. Það ber að ala æskuna upp í anda lýðræðis og alþjóðlegrar vináttu; það ber að vemda hana fyrir hern- aðaráróðri og kynþáttahatri. Þriðja heimsþing æskunnar er þess fullvíst að einungis með efldri baráttu fyrir rétt- indum sínum, friði og þjóð- iegu sjálfstæði verði æskunni auðið að tryggja sér liamingju- ríkt líf og þroska alla hæfi- leika sína — og felur því framkvæmdastjórn Aiþjóða- sambandsins að beita sér fyrir slíkri baráttu eftir hverri færri ,ileið. Þingið telur að Alþjóða- áambandið verðj að halda áfram að skipuleggja raunhæí- ar aðgerðir, berjast fyrir því að leystar verði þarfir æsk- unnar í borg og sveit og skól- um. Alþjóðasambandið verður að styðja heilshugar öll félög og nefndir er hafa á stefnu- skrá sinni slíkat- aðgerðir í hinum ýmsu löndhm. Ekki sízt verður að styðja að fjölmenn- um þingum, ráðstefnum og öðrum fundum æskufólks af öllum stéttum, á grundvehi þrotlausrar baráttu fyrir kröf- um æskunnar. Alþjóðasamband lýðræðis- sinnaðrar æsku verður að styðja hvert frumkvæði í þess- ari baráttu, styðja þann mál- stað er felst í vörn æskunnar fyrir réttindum sínum. Þingið telur að Alþjóðasamband lýð- ræðissinnaðrar æsku hljóti að lcggja sig fram um að skipu- leggja menningarskipti æsku- fólks i Öllum löndum, vilji það vera trútt draumum og vilja æskunnar. Alþjóðasambandinu ber að styðja á allan hátt að frjá'sari kynnum þjóða, scm félagsskap vináttu og friðar. Það er mjög brýnt verkefni að skipuleggja þjóðleg og alþjóð- leg menningarmót æskunnar, sýningar. sendinefndaskiptj o.s. frv. Þingið telur nauðsynlegt að Ailþjóðasamband lýðræðissinn- aðrar æsku láti íþróttamál til sín taka. Það lýsir stuðningi sinum við alþjóðleg vináttu- mót, íþróttakeppnir og leiki. Það verður að tryggja þátt- töku sem allra flestra ungra manna og kvenna í öllum þess- um aðgerðum og framkvæmd- um. Þriðja heimáþing æskunnar heitir á hvern félagsskap æskufólks að styðia í verki viðleitni þjóðanna til að draga úr alþjóðlegum viðsjam. Þróun síðustu mánaða hefur leitt í ljós að það er hægt að komast að samkomulagi, hægt að binda endi á blóðsúthell- ingar, hægt að Ijúka kalda stríðinu. Vopnahléð í Kóreu, vaxandi árangur friðarstarfs- ins — þetta hvort tveggja styður þessa fullyrðingu, og hlýtur samtímis að ef’-a æsk- una til nýrra átaka á þessum vettvangi. Sú sérstaka skylda hvílir á æskunni að beit.a hinni ungu orku sinni í baráttu Heimsfnð- arráðsins fyrir samningavið- ræðum, fyrir friðsamlegri lausn alþjóðlegra deilumála, fyrir vopnahléi í þeim styrjöld- utn sem enn eru háðar, fyrir því að bundinn verði endir á aðgerðir er skerða sjálfstæði þjóða. Þingið lýsir yfir samstöðu sinni með hinni réttlátu bar- áttu æskunnar í nýíendunum og meðal háðra þjóða fyrir frelsi og sjálfstæði Janda sinna, fyrir réttmdum sínum. Það íördæmir valdbeitingu gegn þjóðlegum hreyfingum er vinna að sjálfstæði ættlands- ins, Samningaumleitanir og tryggt öryggi þjóða fá miklu áorkað um stöðvun vígbúnað- arkapphlaupsins, þannig að auðæfum landanna sé ekki lengur vai'ið í þágu dauða og eyðileggingar heldur til að bæta lífskjör almennings — ekki sízt æskunnar, er hrópar á framför og hamingju. Samkvæmt sjálfu eðii sínu hlýtur öll æska að styðja heils- hugar hina göfugu baráttu fyrir öryggi þjóða, fyrir friði og alþjóðiegri samvinnu. Æska heimsins þarf án af- •láts að styrkja og efla einingu sína, til að tryggja árangur í baráttunni, til að fullnægja þörfum sínum, koma fram hugsjónum sínum um frið og sjálfstæði þjóða. Eining æsk- unnar er aflgjafi hennar og tryggir árangur í hverri at- höfn. Þriðja heimsþing æskunnar felur framkvæmdastjórn Ai- þjóðasámbahds lýðræðissinn- aðrar æsku að leita til alþjóð- legra, þjóð'egra og staðbund- inna félaga æskufóiks og stúdenta, sém ekki eru innan ■sambandsins, um sameiginleg- ar aðgerðir til vavnar réttind- um og hagsmunum aeskunnar í dag. Þriðja heimsþing æskunnar kallar öll félög, er helga starf sitt þörfum og he'.il ungs fólks, kallar alla æsku til liðs við hinar 83 milljónir bræðra sinna og systra í 90 löndum, íil að styrkja enn hið volduga Alþjóðasamband lýðræðissinn aðrar œskú, hið gifíurík-t bar- áttutæki heim'sæskunnar íyrir friði og bjartri framtíð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.