Þjóðviljinn - 15.10.1953, Blaðsíða 6
5) — ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 15. október 1953
þlÓOVIUINN
Útgefandi: Samelningarflokkur alþýCu — Sósialistafiokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsaon, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
10. — Sími 7500 (3 línur).
Askrlftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Margítrekuð spurning
ALþingiskosningarnar í sumar sýndu mjög ljóslega af-
leiðingar sundrungarinnar fyrir íslenzka alþýðu. Stjórn-
arflokkarnir fengu miklu fleiri þingmenn en þeir áttu
rétt á vegna þess að atkvæði vinstri sinnaðra kjósenda
tvístruðust. Ekki sízt hafðil íhaldsflokkurinn af þessu mik-
inn ávinning, og hreppti nú m.a. alla kjördæmakosna
þingmenn í bæjum utan Reykjavíkur, vann bæði aðaJvígi
Alþýðuflokksins, Hafnarfjörð og ísafjörö og fékk einnig
kjöixiæmakosinn (þingmann á Siglufirði, þar sem sósíal-
istar hafa haft þingsætið undanfarið.
Þessi úrslit ýttu við öllum þeim kjósendum sem hugs-
uðu af einhverri alvöru um stjórnmálaþróunina á íslandi,
og eftir kosningarnar var það mál manna hvarvetna að
nú yi’ðu Sósíalistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn að taka
upp samstarf til þess að vernda alþýðusamtökin gegn
þessu nýja valdi íhaldsins. í samrami við það sendi Sós-
íalilstaflokkurinn Alþýðuflokknum bréf nokkru eftir kosn-
ingar og stakk upp á því að flokkárnir tækju upp við-
ræður um það hvort tök væru á að skipuleggja slíkt sam-
starf og hvernig því yrði bezt háttað. Vakti þetta frum-
kvæði Sósíalistaflokksins hina mestu athygli og fékk mjög
almennar undirtektir hvarvetna.
Það stóð hins vegar á svarii frá Alþýðuflokknum. Viku
eftir viku vai’ð ékki vart við neinar undirtektir, hvorki
jákvæðar né neikvæðar, þótt raunar yröi ekki séð á skrif-
um Aiþýðublaðsins að þáð hefði vitkazt neitt af kosn-
ingaúrslitunum. Fór þá Þjóðviljinn að inna eftir svari,
og eftir margar ítrekanir birti loks formaður flokksins
þá yfirlýsingu í Al)þýðublaðinu 21. ágúst s.l. áð tilboð
Sósx'alistaflokksins yrði
„vandlega athugað og lielzt ekki afgreitt af flokksforustuuni
einni saman án nokkurs samráðs við flokksfólk almennt. Nú
er það alkunna, að félagslíf er dauft að sumrinu xun háanna-
tímann. Það er því svo að segja útilokað að ná saman félags-
fundum fyrr en nokkuð kemur fram í september. Þá fyrst er
þess að vænta, að liægt sé að taka þetta stórmái til umræðu, og
afgreiðslu í flokksfélögunum“.
Þetta var lofoi’ð Hanníbals Valdimarssonar, en efndirn-
ar hafa orðið minni. September er liðinn og komið fram í
miðjan október án þess að nokkuð verði'vart við að Al-
þýðuflokksmenn eiigi að fá að ræða þetta stórmál. Á þeim
tíma sem síðan er liöinn hafa þau tíðindi hins vegar gerzt
að foi’usta flokksins hefur í vei’ki svarað tilboðinu meö
framkomu sinni 1 nefndakosningum á Alþingi. í þeimj
kosningum höfnuðu forsprakkar flokksins allri samvinnu
við sósíalista, neituðu því að koma mönnum 1 nefndir af
leigin í’ammleik sem stjómai’andstööuflokkur, heldur báðu
stjórnarflokkana ásjár eins og jafnan fyrr. Og stjórnar-
flokkarnir voi’u fúsir í kaupskapinn, þótt ekki gætu þeir
setiö á sér áö hirta þiingmenn Alþýöuflokksins um leiö
eins og brekastráka, en þeir tóku hirtingunni af undii’-
gefni. Um sömu mundir gerðust þeir atburðir aö forustu
flokksins áskotnaöist fé til þess áð grelöa upp margra
ái’a ói’eiðuskuldir — án þess þó að flokksmenn væiu á
nokkurn hátt til kvaddir að hjálpa blaðinu — og hafa
foi’sprakkarnir ekki séö neina ástæöu til aö skýra óbreytt-
um fylgjendum fi’á fjái’aflaaðferðum sínum.
En þótt þannig sé ljóst að forusta Alþýðuflokksins hefur
þegar svaraö í verki stendur lofoi’ö foxmannsins óhagg-
að, flokksmennirnir í Reykjavík og um land allt eiga eftir
aö segja sitt orö. Hitt er vitað að þeir ei*u margir sem
gerðu sér áðrar vonir um fomstu flokksins eftir breyt-
inguna í fyrrahaust og töldu víst að viðbi’ögöin við kosn-
ingaúrslitunum yrðu önnur en þau að fallnir frambjóö-
endur Alþýðuflokksins hirtu náðarbrauö þeirra íhalds-
þingmanna sem felldu þá.
Því skal enn einu sinni xti’ekuð fyrirspurnin til stjórn-
enda Alþýðuflokksins: Hvenær fá flokksmeimimir að
taka tilboö Sósíalis.taflokksins til xxmræðu og afgreiöslu;
treystist fomstan ef til vill ekki til þess áð láta slíkar um-
ræður fara fram?
Sveit úr bandaríska hernámsliðinu á hergöngu í Trieste
I
Vesturveldin í úlfakreppu í Trieste
HvaS sem þau taka til bragBs móðga
þau annaÓhvort Itali eSa Júgóslava
egar reitum keisaradæmls-
ins Austurríki-Ungverja-
land var skipt eftir heimsstyrj-
öldina fyrri rifust arftakamir
um þær eins og hrafnar um
hræ. Eitt af þrætueplunum var
Istríuskaginn, sem gengur út í
botn Adriahafsins. 1 átökunum
milli Italíú og Júgóslavíu um
skagann urðu ítalir hlutskarp-
ari en þeir gerðu sis ekki
ánægða með land-amæralínuna
eins og hún var dregin á frið-
arráðstefnunni. Undir forystu
rithöfundarins d’Annunzio tók
hópur ævintýramanna sig til
og hrifsaðt borgina Fiume -af
Júgóslövum og bætti við Ítalíu.
Þar að auki var borgin Z-ara
á miðri Dalmatiuströnd gerð
ítalskur skiki á júgóslavneskri
strandlengju.
TTstríuskaginn er þýðingarmest-
ur fvrir hafnarborgina Tri-
Efra korfcið er af Triestsvæðinu
og næsía nágrenjii. Á neðra
kortinu er sýnd lega þess i
Evrópu.
este, sem stendur við flóa sem
skerst vestan í -skagann of-an-
verðan. Trieste er þýðingar-
mesta hafnarborg við Adría-
haf, eðlileg höfn fyrir utanrík-
isverzlun Austurríkis, Ung-
verjalands og Júgóslavíu vest-
ur á bóginn. Þarna er hin
bezta herskipahöfn og miklar
skipasmiðastöðvar. Á þessum
slóðum hagar svo til að slav-
nesk menning Balkansk-agans
og ítölsk menning mætast. Alit
frá dögum Rómaveldis hafa
ftalir fært út kvíarnar í aust-
ur. Borgimar við ströndina eru
því flestar bvggðar ítölum en
■sveitirnar by-ggja Slóvenar, hin
vestlægasta slavneskra þjóða.
Eftir að Mussolini og fásistar
hans komust til valda á
Ítalíu var mjög tekið að
þrengja kosti Slóvena, sem'lent
höfðu innan ítölsku landamær-
anna frá 1919. Kevrði þó fyrst
um þverbak í heimsstyrjöld-
inni síðari, þegar fasistar her-
námu alla Slóveníu og frömdu
þar hin verstu hryðjuverk,
svipuð atferli þýzkr-a nazista i
Póllandi. í striðslok tóku júgó-
■slavneskar hersveitir Istríu allt
vestur til Trieste en urðu á
brott úr borginni innan fárra
daga er Vesturveldin hótuðu
að hrekja þær elia á brott með
va’di vegna þess að í Jalt-a-
samningnum var ákveðið að
lið Breta og Bandaríkjamanna
á ftal'u skyldi hernema bor-g-
ina.
TVTú hófst togstreita um fram-
’ tíð Istríu sem 1-auk með þvi
að skaginn mestaliur féll í hlut
Júgóslavíu nema Trieste og
næsta nágrenni hennar. Ákveð-
ið var á friðarráðstefnunni í
París 1945 að þar skyldi stofn-
að íríríki und'r vernd Öryggis-
ráðsins. Af stofnun þess varð
þó ekki, stórveldunum tókst
ekki að koma sér saiinan um
landstjóra. Vorið 1948 þóttust
rvo Vesturveldin siá sér leik
á borði að hafa áhrf á úrslit
þingkosninganna á Italíu með
þvi að lofa því að styðja kröfu
Itala til -alls Triestesvæðisins
ef skjólstæðingur þeirra, De
Gasperi, ynni kdsningamar.
Sumarið 1948 bar hinsvegar
að höndum samvinnuslitin
milli Júgóslaviu og hinna Aust-
ur-Evrópurikjanna. Létu þá
Vesturveldin Triestemálið kyr-rt
lig-gja eins og loforðið til De
Gasperi hefði -aldrei verið -gef-
Erlend
| tíðindi
ið. Hluti af hinu fyrirhugaða
fríríki, A-svæðið svokallaða
með Triesteborg sjálfri, er á
valdi brezks og bandarísks hers
en B-svæðið hersitja Júgó-
slavar. Eftir að Júgóslaviu-
stjórn tók -að vingast við Vest-
urveldin hreyfðu þau hvorki
hönd né fót til að efna loforð-
ið við De Gasperi um að bola
Júgóslövum burt af B-svæðinu.
T vor kom svo að skuldadög-
-*■ unum fyrir Vesturveldin.
Flokkur De Gasperi stórtapaði
í kosningunum á Ítalíu, meðal
annars vegna þess ,að honum
hafði ails ekkert 'orðið ágengt
í að fá Vesturveldin til að efna
loforðið um Trieste frá 1948.
Nú situr á Ítalíu völt stjórn
Pella, flokksbróður De Gasper-
is, og til að festa hana í sessi
lýstu stjórnir Bandaríkjanna og
Bretlands yfir fyrir viku að í
næsla mánuði myndu þær af-
henda ítölum A-svæðlð i Tri-
este. Auk þess varð ekki ann-
að séð en að enn stæði í fullu
i-gildi skuldbindingin frá 1948
um stuðning v'ð kröfu ítala
til B-svæðisins líka. jtalir tóku
líka yfirlýsingu Vesturveld-
anna svo að hér væri um góða
byrjun að ræða og nú skyldu
Júgóslavar setja ofan.
17'ikur nú sögunni til Belgrad.
' Þar ællaði allt um koll að
keyra þegar fyrirætlun stjóma
Vesturveldann-a vitnaðist. A'ð-
sú-gur hefur nær dagl-ega verið
gerður að sendiráðum o-g upp-
lýsingaskrifstofum Breta og
Bandaríkjamanna í borginni ög
ræðismannsskrifstofum þeirra
í Zagreb, höfuðborg fylkísins
Króatíu og Ljubljana; höfuð-
Framh. á 11. síðu.