Þjóðviljinn - 10.01.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.01.1954, Blaðsíða 7
Smmudagrur 10. janúar 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (? Uaraldur S. Norðdahl Takmarkið er= Bindindi. bræðralas, friðnr GóBtempÍarareglan á íslandi sjÖtlu ára Sig-fús Sigurhjartarson éinn af ástsælustu leiðtogum ís- j lenzku Góóte mpTarare gl un n ar. i stórtemplar 1331—1934 Ðagur eftir dimma nótt Högum fslendinga var l>ann veg háttað fyrir miðja 18. öld, að í fullkomið óefni var stefnt á flestum sviðum þ-íóðlífsins. Ýmsir sáu Þetta og hófu til- raunir í Þá átt, að spyma við fótum. Eftirmaður Jóns Vída- líns á Skálholtsstóli, Jón bisk- tup Ámason fór Þcss á leit við Danastjóm um 1742, að tak- markaður yrði innfiutningur á brennivíni til iandsins, og helzt bannaður. Hann má Því telj- ast e. t. v. einn fyrsti opinberi bannmaður lar.dsins. Óskir Jóns biskups fengu daufar 'undirtekth'. Rök þau eða raka- leysur, sem færðar voru fram á móti málinu af embættis- mönntun, kaupmönnum og margri albýðu, voru aðallega þau, að brennivinið væri heilsusamlegt og' sérlega hollt! Margir áhrifamenn höfðu sömu skoðun í þessu efni og Jón Ámason, en þeir áorkuðu litlu til framgangs málinu í það sinn. Harboe og' Jón Þorkelsson koma að konungsboði til landsins, til bess að rannsaka fræðslumál þjóðarinnar og fleira. Þeir skora fastlega á yfirvöldin að stöðva áfengis- ófögnuðinn. Allsleysi er í land- inu allra þarfra hluta, það vantar við, járn, korn, salt og jafnvel snæri, en allt er fljót- andi í brennivíni. Fátæktin er geysileg, fræðslu- og menning- arskortur. För þeirra félaga er merkt timanna . tákn. Upp úr þessu hefjast ýmsar tilraunir. Tilskipanir eru geínar út um meðferð áfengis, og sektir á- kveðnar fyrir drykkjuskap. Telja má að eitt Það merkasta, sem gert er á þessum árum, í áfengismálum sé sú tilskipun frá 17. nóv. 1786, að hrenni- vín-sbremLsIa er algerlega bönn- uð á íslandi. H.ungur og mannfellir höfðu herjað I landj mörg ár, allt frá miðri öldinni, óreiða og flakk almennt. Skilningur á þeirri neyð, sem drykkjuskap- urinn ollj meðal þjóðarinnar, var mjög sljór hjá almenningi, og bann’g- var það alla öidina út. Víða í heiminum kringum okkur fór að bóla á skilningi á bölvun áfengisnautnarinnar ■undir aldamótin 1800. í Ev- rópulöndum og Amer'ku hefst barátta móti otdrykkjunni, gef- in - eru út fyrirmæli og ýmis konar bönn við hættulegri með- • ferð áfengis. Á fyx-sta tug nítjándu aldar er hér gífurlegur drykkjiiskap- ur, ÁrÍQ eftir aldamótin flæð- ir allt i drabbi og slai'ki. Slíkt hafði auðvitað oft gerzt fyrr. Rétt fyrir Napóleonsófriðinn, um 1807, er innflutningur milli 1200 til 1300 tunn'ur af brenni- víni á ári, og þó eru lands- menn aðeins um 50 þúsundir. Meðan á ófriðnum stendur er minni drykkju.skapur, vegna sigiingarteppu, og jafnvel fyrst eftir stríðið gengur brennivín- ið ver út en áður. Þetta breytt- ist þó, er lengra frá leið. Sagt er að eitt fyrst.a bind- indisíélag í heiminum sé stofn- að í New York í'íki 1808, en það varð ekki langlift. Það fé- lagið, sem í raun og veru má Frlðrlk Á. Brekkan stórtemplar 1934—’39 og 1940—’41 teljast hið fyrsta í heiminum, er stofrxsett 1826 og var nefnt: „The American Temperance Society“. Norðmenn stofna ,,hóLsemdarfélag“ 1841, og jafnframt samþykkir Stórþing- ið aðfluttúngs- og framleiðslu- bann á áfengi í Noregi, er taki gildi eftir 10 ár. Konungurinn, Karl Jóhann, neitaði að sarn- þvkkja þau lög, og voru þau úr sögunni i bili. Svíar hefja merkið um 1819. Þjóðverjar um 1838 og Danir um 1840. ís- lenzku stúdentarnir í Dan- mörku stofna félag móti á- fengisdrykkjunni 1843, og ,Ejölnir“ hefur baráttu á móti áfenginu, harða og markvissa, um það leyti. Fræðimenn láta meira og meira til sin heyra, skrifa greinar og ritgerðir, og aimenningur rumskar og hlust- ar. Upp frá þessu hefjast við- tækar hófsemdar- og bindind- isfélagastofnanir á íslpjidi, sér- staklega áx*ið 1845 til 1850, skólabindindi, prestabindindi o. fl. Þetta gekk sæmilega í fyrstu, drykkjuskapur stór- minnkar .víðast hvar, sérstak- lega meðan félögin eru sem fjölmennust og öfiugust á fimmta tugi aldarinnar. En éftir því. sem „hóí'semdartak- ■ markið“ fer að vei'ða teygjan- legra og torveldara að greina hvar það er, dofnar yfir öllu starfi og félögin sofna næstum. Þessi félög eru þó, þrátt fyrir allt, fyrirrennarar Góðtcmpl- arareglunnar, og gerðu sitt mikla gagn, meðan þau vonu og hétu. Árið 1850 rcnnur upp, og það ár verður bindindisstefnan um allt land að heita má fyrir miklu áfalli. Piltar gera vei'k- fall í Lærðaskólanum móti rektor skólans^ Sveinbirni Eg- ilssyni (,,pereatið“). Það kann að hafa átt ýmsar orsakir, en aðalorsökin var sú, að þeir risu upp á móti bindindisfélagi skólans, rufu sín eigin loforð og vildu hafa óbundnar hend- ur um áíengisneyzlu, þó þeir væru í skólanum. Allt fi'á þess- um tíma, næstu áratugina, á bindindið erfitt uppdráttar. Ýmislegt ath.vglisvert er þó að- hafzt til Þess að draga úr þeim óstjónilega di'ykkjuskap, sem þá á séi' stað 1 mörg ár. Inn- flutningurinn er um og yfir hálf milljón potta á ái'i í f jölda ára, og til ei'u mai'gar ófagrar sögur af framferði lærðra og leikra þessi ár. • Þannig liðu, stundir fram þar til Góðtemplarareglan haslaði sér völl í landinu árið 1884, og vann að gjörbreytingu á þessum málum, svo seint verð- ur fullþakkað. Margir leggja hönd að merku verki Góðtemplarareglan bóí göngu sína á Akui-eyri 10. jan. 1884. í meira en áratug hafði Reglan sótt fi*am í Noregi, og yfirleitt reis voldug og sterk viðreisnaralda á Norðurlönd- um móti áfenginu. Sú alda hlaut að berast til íslands fyrr eða seinna, enda kom að því, og hún féll vel að þeirri þjóð- lífsvakningu, sem reis hér í landi eftir 1874. Npi’ðmaðurinn Ole Lied skósmiður á Akur- eyri gróðui'setti Regluna á Ls- landi. Hann sioínar fyrstu stúk- una, „ísafold nr. I“, með ellefu öðrurn Akureyringum. Stofndag ur Reglunnar markar hin mei'k- ustu tímamót, og það er mai'k- víst og fi-amsækið lið, sem hér er að vei'ki. Stofnendumir eru . allir úr góðum alþýðustéttum, margir iðnaðarmenn og fjórði parturinn Noi'ðmenn, enda munu emhverjir l>eirra hafa þe-kkt til þessa félagsskapar að heiman. Ásgeir Sigurðsson, síðar kaupmaður, var í þess- um liópi, hann hafði kynnzt Reglunni 1 Skotlandi. Út írá ^túkunn.i á Akureyxi breiddist Reglan um allt land. Margt gott og nýtt spratt npp af þessai-i félagsstofnun, senx vexl; er að meta og muna. Nýir, starfski-aftar risu upp hvarvetna og ótrúlegur dugn- aður og kraftur var lagður til liðs nýrri hugsjón. Blöð og fræðshix-it vonx gefin út, við allmiklq örðugleika. Fjöldi skemmti- og fræðslueiinda var fluttur, hús voru í'eist vitt um land til íunda- og skemmtana- hálds. Mönnum var kennd fundarstjóm, framkoma, ræðu- li,st, leiklist, ýms íi-æði og vit- í-ænn skilningur á áfengismál- um. Gömlum keiiingabókum var hrundið um lækningamátt og sálarheill áfengisdrykkjunn- ar, en almenningi vakin trú á sjálfan sig og þjóðina. Með vaxandi bixidindissemi sparaði þjóðin sér óhernju fjárupphæð- ir, sem. áður fórú í di-ykkjar- föng, en nú mátti nota til stór- um þarfari hluta. Það er eng- um efa bundið, að þetta og íjölda margt annað í starfi Reglunnar færði þjóðinni mikla heill, en þó mun það mikilvægast og þyngst á met- ununx að fólkinu var blátt áfram breytt í betra og starfs- hæfara íólk. Það var leyst úr álögum. Við hötum ummæli fjölda mauna fyrir því, að Reglan hafi verið þeim hinn bezti skóli, sem þeir hafi not- ið. Hér er ekki tími, rúm eða ástæða að fara ýtarlega í þessi mál. Mikið stax-f er mm- ið, kennt og frætt og margir hafa sýnt lofsvert foi'dæmi í alls konar félagsmálum. Mun þess lengi minnzt, hvert lið Góðtemplai'ai'eglan Lagði hinni vaknandi verkalýðshreyfingu á íslandi, og veitti m. a. mörg- um íorystumöhnum hennar ó- metanlega þjálfun í félagsstarfi. Krlstinn Stefánsson stórtemplar 1941—'52 Tveimur árum eftir stofnun „ísafoldar nr. 1“ var Stórstúka íslánds stofnsetí, af 16 fulltrú- um frá undh'stúkunurn. Til þeii'rar stofnunar var Alþing- ishúslð góðfúslega lánað sum- arið 1886. Þýða varð siði og í'eglur, því hér var á ferðinni alþjóðafé'agssk ;x piu', sá fyrsti sein tjl líuxdsiixs koin, að kirkj- unni undanskilinni. Unglinga- reglan var stöfmxð sama ár. Helmili sem fyrr höfðu verið undii'lögð áfengisnautninni verða nú allt önnur og vegna I Bjöm Magmísson 1 stórtemplar 1952 — almennra áhrifa bindindis-i manna kom aldrei til að önn- ux' heimili lentu í þeirri hættu. . Mjög er það txtt, að vanmetið sé það timafreka og erfiða verk: sem tugir og jafnvel hundruð áhrifamanna, löggjafar og aðrir, hafa lagt fram við að laga og fullkomna áfengislög- gjöf. Löggjöfin sýnir að mark- vxst hafa bindindismenn og vinir þeirra fyrrum, og Templ- arar fyrst og fremst eftir að þeir koma til sögunnar, unnið að bæítri löggjöf sem draga mætti úr hóflausri áfengisnotk- un. Fyrst eru bomar fram ósk- ix- og bænaskrár til konunga og yfirvalda, sem oft var ekki anzað. Siðar koma tilskipanir og loks lög. Tökum tii dæmis )öð laga, sem Templarar unnu mikið að fyrir og • eftir alda- mótin. Lögin 1888, ákváðu m. a. að staupasala og staupagjaf- ir við búðarborð skyldi bönn- uð. Lögin 1899 takmarka & ýmsan riátt' áfengLssöluna. Frá’ 1900 eru lögin sem bonnuðii að bruggað yrði stei'kt öl í landimx m. a. í þeim var einn- ig endurtekið bamx við brugg- un áfengis í landinii, scm fyrsfc kom fi'am í tilskipun konungs árið 1786, Lögin frá 1907, tóku1 fyrir vínveitiagar á skipum með ströndum fram, en í slíic- um strandfei'ðum var fyi’P slai'k mikið. B.annlögin komu svo .árið 1909, scm Dana- og íslandskonungur sagði um, þegar hann undj.ri'itaði þau, ,,að sér væri ánægja að stað- festa slík lög fyrir Danmörku, ef í-íkisþingið vildi samþykkja þau“. Síðan það gerðist hefur mik- ið vatn runnið til sjávar, unn- ið hefur vei'ið að því, að af- stýra ýmsum skemmdarverk- um á iöggjöf þessa. Og ef ein- hverjir kxuma að líta svo á, að ekki hafi verið haldið í horf- inu, verður það ekki talin sölí Templara og bindindismanna, ábyrgði.na ættu þeir að bera sem skemmdarverkin hafa1 unnið, og fært löggjöfina i það horf sem nú er. Góðtemplararegi- an sjötíu ára Góðtemplarareglan á íslandi (I. O. G. T.) á merkisafmæli í dag, þar sem féiagsskapurinn er sjötugúr. Það var ástæða til að m’.nnasí liaxxs xniltlu nán- ar en . hér hefui* vei'ið gert. Litið heiur verið lauslega eft- ir hinum farna vegi, og drepið á sárfá atriði í stuttri blaða- grein. Sagan hefur vé'rið of viðburðarík og margbrotin til Framhald & 11. aið'U *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.