Þjóðviljinn - 21.01.1954, Page 6
6) — ÞJÓÐVHJINN — Fimmtudagux 21. janúar 1054----------
þJÓOVILJINN
Útgefaadi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíaUstaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.)p SigurSur GuSmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarni Benedlktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjóm, afgreiSsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Askriftarverð kr. 20 á. mánuði i Reykjavík og nágrennl; kr. 17
} annars etaðar á lantíinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
! Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
_________________________I________________________'
FramleiðsSa og skortur
Síðast liðið mánudagskvöld var erindi um daginn og
vegimt flutt 1 útvarpinu svo sem venjulega. Var það flutt
af Árna G. Eylands stjómarráðsfulltrúa og fjallaði um
matvælaástandið í heiminum og starfsemi Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjjóðanna (F.A.O.).
Benti höfundur réttilega á það hörmungarástand að
jafnframt því sem hundmð millj. manna svelta í fjöl-
rnörgum löndum heims, er ómögulegt að selia matvæla-
framleiðslu annarra landa, og alls konar óeðlilegar að-
ferðir notaðar til að halda uppi veröi, og hefði þó mátt
betur lýsa þeirri staðreynd, aö oft hefur verið varið stór-
fé til eyðileggingar matvæla sem vitfirrtngar einir væm
þar að verki. Kom síðan höfundur inn á þá miklu mögu-
leika sem við’ fslendingar höfum til matyælaframleiðsiu og
hina miklu möguleika sem fyrir hendi eiga að vera til
sölu á þeirri framleiðslu til síaukins mannfjölda þar sem
mannkyninu fjölgi um 25 milljónir á árí.
Allt er þetta hverju orði sannara, og ánægjulegt að
heyra úr þessari átt.
En daginn áður en þettá erindi var flutt, var sá er þetta
ritar staddur á fundi í einu af samkomuhúsum Reykja-
víkur. í>ar stóð á fætur kona búsett í nánd við nýlendu
Bandaríkjanna á Suðurnesjum og dró með skýrum orð’um
mynd af því ástandi er þar ríkir í þessum málum.
Hún lýsti því m.a. hvemig bændurnir á þessum lands-
hluta hverfa nú frá framleiöslustörfum, leggja búskap-
inn beinlínis niður til þess að vinna heldur fyrir sér og
sínum við herstöðvagerð á Keflavíkurflugvelli. Og úr
öðrum héruðum þyrpast ungu mennirnir í leit að auöæf-
um til hinnar bandarísku „Klondyke“ á íslandi. Þá þarf
tæpast aö minna á hvernig gengur að manna hinn ís-
lenzka veiðiskipaflota. Og er þó án efa alvarlegust sú
þjóðmenningarlega hætta, sem af því stafar ef íslenzka
þjóðin fer smátt og smátt að sætta sig við aö lifa á er-
lendri hernaðarvinnu í eigin landi og sú afsiðun hinnar
uppvaxandi kynslóöar, er fylgja hlýtur í kjölfar slíks á-
stands, svo sem ræðukonan er fyrr var á minnzt einnig
henti réttilega á.
En hverjar eru svo ástæðurnar til þessara ömurlegu
staöreynda, matvælaskortsins og hungursins í sumum
löndum, offramleiðslunnar og eyðileggingar matvælaima
í öðrum löndum, hinna gífulegu möguleika okkar fs-
lendinga til þess að veröa 1 fremstu röð meðal þjóða
heims um framleiðslu matvæla, þegar miðað er viö
fólksfjölda og flóttans frá framleiöslustörfunum í þjóð-
hættulega og menningarfjandsamlega hervirkjagerð? Þær
ástæður eru hverjum skyni bornum manni auösæjar, ef
hann aðeins hefur aðrar staöreyndir í huga.
Þær staðreyndir, að matvælaskorturinn og hungrið eru
landlægar pestir í löndum arðráns og nýlendukúgunar
og hvergi annarsstaðar. Hins vegar -er offramleiösla og
eyðileggingin mest 1 löndum hins háþróaða auðvalds-
skipulags s.s. Bandaríkjum Norður-Ameríku, hjá þeim
þjóðum sem lengst ganga í arðráni nýlendukúgunarinnar.
En á þessu aröráni lifa auðvaldsskipulag og auðhringir
þessara landa. En hin smærri og allra smæstu auðvalds-
þióðfélög' neyðast til að dansa með. Af ótta við að tapa
-arðránsaðstöðunni, og einnig til að geta haldið áfram í
sem fyllstum mæli hergagnaframleiðslunni, sem er mesta
gróðaframleiðslan hafa þessi ríki haldið vígbúnaðarkeppn-
inni áfram eftir heimstyrjöldina, jafnframt því sem
smærri styrjaldir eru háðar til aö berja niður frelsisbar-
áttu hinna kúguöu, arðrændu og hungruðu nýlenduþjóða.
Jlver mað'ur má sjá að slíkar andstæöur sem þessar eru
sú heljarkvörn, sem fyrr eða síðar malar sjálft auðvalds-
skipulagið til grunna, og megna engar matvælaeyóilegg-
ingar að halda uppi veröi og foröa kreppu að hindra slíkt.
Inn í þennan dans höfum við íslendingar borizt, vegna
Jbess, að okkar fulltrúar sem þjóöin hefui' kosiö, hafa þótzt
sjá sínum einkahagsmunum bezt borgið með því að
tengja okkur sem fastast hinu hrynjandi hagkerfi auð-
valdslandanna og gefa voldugasta herveldi heims land
okkar fyrir víghreiður. Þess vegna flýja íslenzkir æsku-
menn frá nauösynlegum framleiðslustörfum 1 víghreiöra-
byggingar.
FANGARNIR I KÓREU
HVER var tilgangur Banda-
ríkjamanna með Kóreustríð-
inu? Því var ætlað að brejd-
ast í algera styrjöld við Kina.
Bandaríkjastjórn hafði aldrei
gleymt brakförum þeim sem
her þeirra og Sjang Kai-sjeks
fór fyrir byltingarhemum á
árunum eftir heimsstjTjöldina
síðari og endaði með algerum
Ó3igri þeirra, er staðfestur var
svo glæsilega. með stofnun Al-
þýðulýðveldisins Kína þann 1.
okt. 1949. Sá atburður olli ó-
lýsanlegri skelfingu meðal
burgeisa hins „frjálsa“ hcims.
Stærsta þjóð veraldar, einn
fjórði hluti mannkynsins,
hafði afnumið veldi hinna arð-
i-ænandi kúgara og rekið höfð-
ingja þeirra úr landi með leif-
ar liðs síns.
Aðgerðanna var ekki iengi að
bíða. Rúmu hálfu ári eftir
stofnun Alþýðulýð-veidisins
Kína hófu Bandaríkin Kóreu-
stríðíð. Ind stríði var ætlað
að vinna Kína aftur með
vopnavaldi. Sigur yfir því átti
að vera upphaf að land\'inn-
ingastyrjöld gegn löndum só-
síalismans. Kóreustríðið \ar
því einn liður í heimsvalda-
stefnu Bandai'íkjaxma, jafn-
framt því að það var \'an-
megna tiiraun til að forðast
yfirvofandi kreppu. Það
byggðist á þeirri grundvallar-
skoðun að allt sé leyfilegt í
baráttunni gegn kommúnism-
anum, annars sé einungis
hrun hins kapítalistíska heims
fyrir hönchmi, Fyrst beri að
leggja Alþýðulýðveldið Kína
að velli með aðstoð Sjang Kai-
sjeks, Syngmans Rhee og áð
ógleymdum Sameinuðu þjóð-
unum. En Kóreustríðið, lielzta
og alvarlegasta tilraunin sem
Bandaríkin hafa gert til að
ná þessu takmarki endaði með
algenim ósigri hinnar amer-
ísku yfirdrottnunarstefnu, til
óblandinnar gleði öllum fram-
farasinnuðum mönnum. Þau
endalok sönnuðu svo að ékki
Bill Boatner, bándarískl hershöfð Inginn sem stjómaöí íjötOamorð-
um íanca á Koje-ey
verður lengur um villst að
hrun kapítalísmaHs verður
ekki umflúið, livorki með
heitu né köldu stríði. Ekkert
sýnir betur hver ráð Banda-
ríkamenn telja sér leyfileg í
baráttunni fyrir yfírörottnun-
arstefnu sinni en meðferð
þeirra á stríðsföngum í Kór-
eu. Frá því skömmu eftir upp-
Fyrri grein
<6 .
liaf stríðsins og allt tii loka
þess, bárust stöðugt ffegnir
í gegnum útvarp og blöð um
sífelldar óeirðir og blóösút-
hellingar I fangabúðum Sam-
eínuðu þjóðanna í Kóreu.
Mörgum voittist erfitt að gera
sér ljósa grein fyrir þri, hvað
lá á bak við þessa atburði,
hver væri hio raunverulega á-
stæða til þessara fjöldamorða.
Bókin „Koje unscreened“ eft-
ir blaöamenmna Alan Winn-
ington og Wilfred G. Bur-
cliett er mjög ýtarleg greinar-
gerð um 'þessi mái. Höfundarn-
Þettu er föic-
ar sjón fyrir
'ömlu ausriin
nín.“ — Mc-
\ rthur á víg-
öUum Kóreu
ir voru viðstaddir allar vopna-
hlésviðræðumar í Kaesong og
Panmunjom, þeir áttu þess
kost að yfirheyra fanga, er
sluppu úr fangabúðum SÞ í
Kóreu og vom seinna teknir
til fanga í Norður Kóreu. Þeir
ræddu þar einnig ríð fanga úr
liði Sameinuðu þjóðanna
sjálfra og höfðu því yfir
fyrstu handar heimikium að
ráða. Niðurstöður ]x-irra um
fangamáiin em í stuttu máii
þær, að með sla.gorði sínu:
Engir fangar veiði sendir heim
til sín nema þeir sem fúsh’
eru til þess, hafi Bandaríkja-
stjórn ætlað að halda eftir
þúsundum stríðsfanga, til þess
s\ro seinna að þvinga þá til
þjónustu í herjum Syngmans
Rhee og Sjang-Kai-Sheks. -—
Þan.nig átti að slá tvær flug-
tir í einu höggi: Fá ódýrt fall-
bvssufóður, þyrma dýrmætum.
lífum bandarískra hermanna,
og framhald Kóreustríðsins
með því að láta aliar vopna-
hlésviíræður stranda á fanga-
málinu, neita að skila aft-
ur str'ðsföng-um. Herstjóm
Bandaríkjanna lét sér það
ekki fyrir brjósti brenna þó
að þessar aðfarir væru á móti
ölhan alþióða’ögum og Genf-
arsamþvkktinni, sem Banda-
ríkin tóku þátt í að semja,
enda fór fátt eftir lögmn. í
st.ríðsrekstri þeirra í Kóreit.
En Genfarsamþykktin kveður
svo á að alla stríðsfanga skuli
skilyrðislaust senda heim að
lolcnum vopnariðskiptum.
FuJltrúar Bandaríkjastjórnar
í Panmunjom kváöu það vera
af mannúðarástæðum að þeir
neituðn að skila stríðsföngum,
því að yfirgnæfandi meirihluti
allra stríðsfanga, sem í lialdi
væru hjá þeim, kysu heldur
dauða en vera fluttir aftur til
heimalanda. sincia. En það er
mjög fróðlegt að athuga
hversu niaimúðlegar aðferðir
Bandarikjamenn notuðu til að
koma þessum „mannúðar-
hugsjónum" sínum í fram-
kvæmd.
Þegar vopnahlcsumræðurnar
hófust í jiim 1951 þá drógu
ameriskir stríðsmenn enga dul
á það. áð það væri ekki þeirra
vilji að vopnahlé næðist í Kór-
Framhaltí á 11. siðu.