Þjóðviljinn - 25.02.1954, Side 10

Þjóðviljinn - 25.02.1954, Side 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 25. íebrúar 1954 Sélma Lagerlöf: KARLOTTA LÖWENSKÖLD so. skrífa nýtt bréf. Nú ætlað'i hún að taka á ,sig alla sök. Hún ætlaði að hvítþvo Karl-Artur. Það var ekki nema eðlilegt og sjálfsagt. Karl-Artur var staðráðinn í að inna af hendi umfangsmikið hlut- verk í þessum heimi; hún mátti þakka fyrir ef henni 1 tækist að hlífa honum við illsku heimsins. Hann hafði slitið böndin milli þeirra, en henni þótti : enn jafn vænt um hann og hún vildi vemda hann og hjálpa honum, jafnt í dag sem alla aðra daga. Hún byrjaði bréfið til ofurstafrúarinnar. „Ég vona ; að mín elskulega tengdamóðir hugsi ekki ailtof illt um mig-------“ En svo hætti hún. Hvaö átti hún að segja? Hún hafðí aldrei kunnað að ljúga, og það var ekki auðvelt að hnika sannleikanum til. Áður en hún var búin að hugsa málið til •hlitar, hringdi hádegisverðarklukkan. Hún hafði engan tíma til stefnu. ' Þá tók hún það til bragðs að hún skrifaði nafnið sitt ' undir þessa einu línu, braut bréfið saman og innsiglaði það. Hún hélt á því niður með sér, lagöi það í póst- 1 kassann og fór inn í borðsalinn. Um leið varð henni ljóst að nú þurfti hún ekki leng- ; ur að leita að „manneskjunni“. Ef hún vildi að ofursta- frúin tryði henni, ef hún ætlaði í raun og vem aö taka á sig sökina, þá var henni ómögulegt að hegna neinum öðrum. bæta upp það sem þú misstir af. — Ég skal segja þér, lcæra frænka, að ég missti ekki af neinu. Ég leit inn til organleikarans á heimleiðinni, og frú Sundler gaf mér kvöldverð. Lág upphrópun heyröist frá Karlottu. Karl-Artur leit snöggt á hana og varð um leið kafrjóður í andliti. Hann hefði ekki átt að nefna nafn frú Sundler. Nú sprytti Karlotta ef til vill á fætur og segðist skilja, að það væri frú Sundler sem hefði ásakað hana og setti allt á amran endann. . En Kai-lotta hreyfði sig ekki. Og yfir andliti hennar hvildi fullkomin ró. Hefði Karl-Artur vitað hversu mikl festa bjó á bakvið hið hvíta enni, hefði hann sagt að það ljómaði af. innra ljósi. En það var ekkert undarlegt þótt Karlotta vekti undr- un borðfélagans. í sál hennar áttu mjög óvenjuleg urn- brot sér stað. Og þó er það ef til vill ekki rétt til orða tekið, þar sem það var ekki annað en það sem gerðist hið innra með okkur öllum, þegar við höfrnn reynt að fullnægja ein- hverri erfiðri skyldu eða lagt á okkur fóm. Ef til vill var okkur þimgt um hjartað meðan við framkvæmd- um skylduna. Við fundum ekki til hrifningar, við trúð- um því ekki einu sinni til fullnustu að breytni okkar væri rétt og skynsamleg og við áttum ekki von á öðrum launum en áframhaldandi eymd og volæði. En allt í einu fundum við að hjartað tók fagnaðarkipp, það fór að slá létt og leikandi og dásamleg gleði gagntók okk- ur öll. í einni undursamlegri svipan var eins og við vær- um hafin yfir okkar venjulega, hversdagslega sjálf, — þjáning og sársauki var okkur fjarri, já, við vorum sann- færð um að frá og með þessari stundu gengjum við ó- snortin gegnum heiminn, ekkert gæti varpað skugga elmllisþáttJtr ,»#«>##i#############i##<»###>##<##l#l#l##l#######»)»«>«>«>««Kfr#>##.####>#####^#«i> í UPPI í SKÝJUNUM 1 Morgnnverðurinn á prestsetrinu, þegar etin voru ný egg, smurt brauð, vellingur og rjómi og loks var drukk- ið kaffitár og með því dáindis kringlur, sem áttu ekki sinn líka í sókninni, var venjulega skemmtilegasta mál- tíð dagsins. Gömlu hjónin voru þá nýkomin á fætur og fjörug eins og unglömb. Næturhvíldin hafði hresst þau og endurnært. Elliþreytan, sem kom í ljós þegar ' lengra leið á daginn, var horfin eins og dögg fyrir sólu, og þau gátu skemmt sér og glensazt við unga fólkið og hvort annað. En auðvitað kom ekkert glens til mála. þennan dag. Unga fólkið var í ónáð. Karlotta hafði valdið'þeim von- brigöum með svari sínu til Schagerströms daginn áður, og aðstoðarpresturinn hafði sært þau með því að koma ekki til kvöldverðar kvöldið áður og gefa enga skýringu á fjarveru sinni. Þegar Karlotta kom þjótandi inn til þess að setjast að borðinu, var hitt fólkið setzt og prófastsfrúin ávarp- ' aði hana 1 á.vítunartón. — Ætlarðu að setjast að borðum svona um hendurnar? ; Karlotta leit á hendumar á sér, sem voru útataðar í bleki eftir allar skriftirnar. — Nei, auðvitað ekki, sagði hún hlæjandi. Þaö er rétt hjá frænku. Fyrirgefið þið, fyrirgefið þið! Hún flýtti sér út og kom inn aftur með hreinar hend- ur og sýndi ekki nein merki þess að henni hefði mis- ‘ líkað áminningin, sem gefin hafði verið í návist unn- ustans. Prófastsfrúin leit undrandi á hana. „Hvað er nú á seýði?“ hugsaði gamla konan. „Annan daginn er hún önug og snúin, hinn daginn kurrar hún eins og dúfa. Já, það er erfitt að botna í unga fólkinu nú á dögum.“ Karl-Artur flýtti sér að bera frarn afsökun fyrir van- rækslu sína. Hann hafði farið í gönguferð, en orðið þreytt ur og lagt sig út af í skógarrjóðri. Hann h^fði sofnað og þegar hann vaknaði hafði hann sér til mikillar undr- unar sofið af sér bæði miðdegisverð og kvöldverð. Prófastsfrúin varð fegin því að ungi maðurinn hafði haft vit á þvi að koma með skýringu. — Karl-Artur þarf ekki að vera svona óframfærin, sagði hún náðarsamlegast. Við hefðum getað fundið mat handa honum, þótt við værum búin að boröa sjálf. — Regina er alltof góð. — Nú verðurðu að borða tvöfaldan skammt til að Nýju kjólarnir í prófíl Margir nýtízku kjólar eru svo látlausir aö framanverðu, að manni finnst næstum nóg um, en þegar þeir eru skoðaðir frá hlið er öðru máli að gegna. Kjólar með þröngu, sléttu pilsi með áhnepptu, lausu stykki að aftan, eru einkenn- andi fjrir tízkuna eins og stend ur, og þeir kjólar exu góðir handa þeim sem þola að ganga í pilsum sem eru þröng að framan en þola ekki eins vel að þau séu þröng að aftan, og þá klæðir lausa stykkið alla ágalla af. Ennfremur er mikið um kjóla með pilsum sem eru slétt að framan en víddin er öll tekin saman í föll á pilsinú aftan- verðu. Þetta er mjög grenn- andi. Á mymdunum sjást dæmi um þetta hvort tveggja, bæði úr Harpers Bazar. Dísa lltla við móður sína: Aj hverjii léztu inlg- hcita Ásdísi og hana systur mína Þórdísi. ViItK ekki eiga annað en eintómar Dís» ur, mamma mín? Móðirin: Nei, ég vil ekki annajf. Manstu eftir nokkrum flelri þess. konar nöfnum sem ég gætl notað? Dísa: Næsta stúlka gæti heitíf! Aldís, svo Arndis, svo Sigui-dís, Vigdís, Hjördís, Herdís og ... » Paradís. Móðlrin: Nei, hættu nú, góða mítt. Hv^rt ætlarðu að fara með þenn» an hest? Til dýraiæknisins. Má ég athuga hann ofurlítið. Svo' skal ég strax segrja þér hvað a3 honum gengur. Já, gerðu svo vel, ekki er þéri of gott að llta á hann. Eftir skoðunina: það gengur ekk* ert að hestinum. Eg vissi það. Til hvers ertu þá. að fara með hann til dýralæknis? Til þess að skila honum tií eig- andans. Kaili við liárskerann: Kg ietla a3 biðja yður að klippa mlg. Hárskertnn: Hvemig vfltu láta kllppa þig, Kalii lltll? líalli: Eins og hann pabbl — me9 hvítan blett í hvirflinum. KarSöílnt á veitinga- | siöðnm Það er ekki hægt að segja að hótel eða veitmgastaðir hér á landi gangi á undan um aukna kartöfluneyzlu. Yfirleitt mun þ?,n.nig borið fram, er menn fá framreiddan. heitan. mat á matsölustöðum, að minnsta. kosti hér í Reykjavik, að 1 eða 2 litlar kartöflur fylgja með kjöt- eða fisk- skammtinum. Vitum við að margt fó!k er mjög óánægt með þetta og vill með glöðui geði borða helmingi meira af kartöflum. Það er einkennilegt að veit- ingahúsin skuli ekki sjá hag sinn í því að bera fóllci nægar kartöflur. Það væri að minnsta kosti varla til of mikils mælst nú á þessu kartöfluári, að fólk gæti fengið svo mikið sem það óskar af kartöflum, er jjað kaupir sér mat á veitingastöð- lun jafnvel á.n þess að draga sé úr öðrum skammti. (Frá Hí). Þreims kon- ar smákök- nr úr sama deigi 200 g smjörlíki, 250 g strá-i sykur, 2 egg, 500 g hvciti og 2 tsk. lyftiduft linoðað sarnan og deiginu skipt í þrjá hluta. i/2 stöng af fínt hakkaðri yan- illu 'bætt í einn hlutann og úr því búnir til vanillu kransar. Ur næsta hluta gerum við finnsk brauð: Dálitlu af rifnum sítrónuberki blandað í deigið, því er rúllað upp í lengjur sem skornar eru skáhallt sundur í hæfilega laaga búta. Kökuniar síðan penslaðar með eggi eða mjólk og grófum sykri stráð á þær. Síðasti hlutinn verður gyðinga kökur. Deigið er flatt þunnt út, kökurnar stungnar út undan glasi, siðan eru þær penslaðar og á þær stráð kanil, sykri og hökkúðum möndlum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.