Þjóðviljinn - 18.03.1954, Síða 4

Þjóðviljinn - 18.03.1954, Síða 4
4) — PJÖÐVILJIfíN — Fimmtudagur 18. marz 1954 „Hrein óhæfa44 að halda því fram „að samvinna við Sj álfstæðisflokkinn komi ekki til greina44 í verklýðshreyfingunni MorgunblaSiS œrisi af ófta viS vaxandi samstarfsvHja verklýSsflokkanna Þungbærar áhyggjur sækja nú a'ð Morgunblaðinu. Það birtir dag eftir dag greinar um það að nú sé hin mesta hætta á því að agentar at- vinnurekenda missi völd sín í Alþýðusambandi Islands, og verklýðsfldkkarnir taki í stað- inn höndum saman. Kallar blaðið það ,,hreina óhæfu“ að Alþýðublaðið skuli hafa sagt „að sámvinna við Sjálfstæð- isfiokkinn komi ekki til greina“ og býr í þessu sam- bandi til sögur um það að einhverjir leynisamnitigar standi nú yfir milli forustu- manna Alþýðuflokksins og Só- síalistaflokksins um samstarf í verklýðsmálum. Gylfi Þ. Gíslason ber alla slíka samninga 'af sér í Al- þýðublaðinu i gær undir nafni, og virðist vera óþarflega við- kvæmur fyrir yfirheyrslum MorqíímblaJsihs. Hitt er svo rétt að frásögn Mörgunblaðs- ins er tilbúningur. Það sem nú er að gerast er ofur ein- faldlega þhð, að fólkið í AI- þýðufiokknúm og Sósíalista- flokknum er að koma sér sam- an um það að áframhaldandi innbyrðis átök verklýðsflokk- anna séu aðeins íhaldinu til gagns en'allri alþýðú til stór • tjóns. Þeíta sjá nú fleiri og fleíri, það hefur þegar birzt i samvinnu á mörgum stöð- um, bæði við stjóm bæjarfé- laga og.i c instökum félögum. Þeita mál ér hvarvetna mikið rætt á víhnustöðum, bæði í Revkjavik og úti um land, og menn eru.yfirleitt á einu máli um að slik samvinna sé sjálf- Aflabrögð á VesifJörÖum Alþýðtifíokksmaður skrifar um kosningarnar í Kópavogi Kosningarnar í Kópavbgi á dögunum. hafa vakið rrrikla at- hygli og umtal, enda urðu þær á ýmsan liátt sögulegar. At-' burðirnir eftir kosningarnar hafa einnig fengið á sig gam- ansögulegt snið, og hafa þeir einnig verið mikið ræddir. En það er eitt atriði í sambandi við kösningarnar sem hvergi hefur komið fram, svo að ég háfi tekið eftir, og vildi ég því biðja Þjóðviljann að vekja at- hygli á því; ég geri ekki ráð fyrir að annað blað vildi gera það: Guðmundur G. Hagalín rit- höfúndur var sem kunnugt er efsrti maðurinn á lista Alþýðu- flokksíns i Kópavogi, og var r valinn í það sæti eftir nokkur átök. Á síðasta þingi Alþýðu- flokksins hafði Guðmundur sig mikið í frammi og átti manna ríkastan þátt í því að þar var skipt um forustu; Stefán Jó- hann Stefánsson og félagar hans ultu úr sessi, en Hanní- bal Valdimarsson var kosinn formaður flokksins. Hægri mennirnir hafa lengi hugsað á heíndir við Guðmund G. Haga- lín af þessu tilefni, og þeim virtust kosningarnar í Kópa- vogi færa ágætt tækifæri. Það er sannarlega engin tilviljun að þeir óðu þar um eins og grenjandi ljón á kosningadag- inn undir forustu Guðmundar í. Guðmundssonar. Og enginn þárf að ímyrtda sér að útsírik- anirnar hefðu orðið nema brot af því sem varð, ef ekki hefðu komið til leiðbeiningar æðstu rhánna, sem kjósendur tóku márk á. Þórður hreppstjóri er ekki sá áhrifamaður í Kópa- vogi að hann geti skipulagt slíká atburði. Og ég véit þétta raunar af eigin reynd; ég íékk sjálfur. ,þá leiðbeiningu frá fyrrverandi miðstjórnarmanni Alþýðuflokksins að strika Guð- mund G. Hagalín út — végna framkomu hans á síðasta flokksþingi. Mér þykir rétt að fólk viti þetta. í Kópavogi var ekki um að ræða skopþátt, skipulagðan af Þórði Þorsteinssyni hrepp- stjóra; þar spegluðust átökin innan Alþýðuflokksins alls, sömu átök sem standa yfir í Reykjavík og annarstaðar. Hægri mennirnir hyggja á hefndir, og þeir þykjast hafa gert vel í Kóþavogi. Alþýðuflokksmaður í Kópavogi. sögð og óhjákvæmileg. Sam- éiginieg baráttutæki flokk- anna eru pað mörg, að með átaki i félagi verðúr hægt að þoka míklu til lei'ðar. — Vandinn ér sá einn að léggja áherzlu á það sém sameinar en ekki hitt se'm skilur. Það er þessi samhugur fólksins sem er hin dýrmæta forsenda alls starfs, langtum mikilvægari en allir hugsan- legir ,.leynisamningar“. Ef kjósendur verklýðsflokkanna eru á einu máli um að taka höndum saman, skapast fyrir- komulag og forusta þeirrar samvinnu sjálfkrafa og eng- um verður stætt á að bregða fæti fyrir hana. Hitt er augljóst hvað Mb). ætlast fyrir með hinum ó- styrku skrifum sínum. Ihald- ið á sér enn bandamenn í forustu Alþýðuflokksins, menn sem ekkert Ihafa (lært af reynslu undanfarinna ára og eru ekki lengur fulltrúar neinnar verklýðsstefnú: Það er vitað að þessir menn eru í stöðugti sambandf við íhaldið og verður vart taláð um leyni- samninga í því. sambandi. Sú samvinná. sem skipulögð er áf þessúm forsprökkum og ihald- itíu á sér tvehnskonar mark- mið. Annarsvegar að tryggja íhaldinu áfram hina sterk- ustu aðstöðu í stjórn heild- arsamtaka verkalýðsins ög i annan stað að tryggja þessum ihaldsþjónum aftur fyllstu völd yfir Alþýðuflokknum. — Skrif Morgunblaðsins eru vi’ð þetta hvorttveggja miðuð, og það þurfa allir Alþýðuflokks- menn að gera sér ljóst. En það verður ekki íhaldið eða einstakir forsprakkar sem Steingrimsfjörður: Tvéir bátar gengu frá Drangs- nesi og þrír úr Hólmavík. Frem ur rjvr afli og líka sjaldgjöfult. Drangsnesbátar fóru 8—10 sjó- ferðir og fe'ngu oftast 3000 til 4000 í sjóferð, mest 4500 kg. — Hólmavíkur’bátar fóru 8 og 9 sjóferðir, öfluðu frá 3000 tV 3500 kg. í sjóférð. Súðavík: Einn 36 lesta bátur, Sæfari, gengur þaðan og fékk hann 60 smál. í 18 sjóferðum. Annar 8 lésta bátur var líka stopult að veiðum í Djúpinu, fór 5 sjó- ferðir, fékk mest um 1000 kg. í sjóferð. ísafjarðarbær: Aðeins 4 bátar yfir 12 lesta að veiðúm og einn 8 lésta bát- ur. Aflinn rýr, þeirra þriggja, sem hér segir: Pólstjarnan. 67 smál. í 17 sjóferðum, Sæbjörn 60 smál. í 15 sjóferðum, Vébjörn 44 smál. í 15 sjóferðum, 8 lesta báturinn (Ver) aflaði vel fram- an af mánuðinum, en laskaðist við bryggju og hefur tafizt frá Fjölnir í útilegu. Afli þeirra var: Ingjaldur með 42 smál. i 13 sjóferðum, Þorbjörn með 41 srnál. í 11 sjóferðum, Gyllir með 36 smál. í 13 sjóferðum Bildudalur: Tveir vélbátar, Jörundur og Sigurður, hófu veiðar í byrjun mán. Þeir fóru aðeins 8 sjóferð- ir hvor. og fengu reitingsafla, frá 4000 til 5000. kg. í sj.óferð. Síðasta ,.dag . mánaðarin? var góðfiski. Þá féngu þeir 10 þus- und kg. hver, en allmikið af því var steinbítur. Tálknafjörður: Vélb. Sæfari hóf veíðar um 10. febr., fór 9 sjóferðir og fékk 35 srnál: til máhaðamóta. s. ráða þróun þessara mála á næstmmi heldur fólkið sjáíft. Sá samhugur sem nú eflist með hverjum degi milli kjós- enda verklýðsflokkanna þarf að verða sá vamaréeggur sem leynimakk afturhaldsaflanna brotnar á. Patreksfjörður: Vélbátárnir Sigurfari og preyj a hafa þáðir verið að Veiðum. Þeir fóru aðeins 4—5 sjófefðir, fengu 4000 til 5000 kg. í sjóferð. — Gæftir voru afleitar þar í mánuðinum. — Togarinn Gylfi hefur lagt afla sinn upp á Pátreksfirði. — Ólafur Jó- hannesson fór með afla sinn saltaðan til Hull. veiðum. Auk þessara eru þrír stærri bátar að veiðum syðra. Togarafnir hafa báðir verið að veiðum, og lagt afla sínn hér á land, sumt til flökunar og einnig í salt og herzlu. Hnífsdalur: Þrír bátar að veiðurn, en einn (Páll Pálsson) var ffá véiðum mestan paft máhaðáríns vegna vélbilunar. Hinir öfluðu: Mímír 47 smál. í 14 sjóferðum, Smári, 43 smál. í 14 sjófefðum. Bolungavík: Þaðan gengu eftirtaldir natar og öfluðu allvel, sem hér segir: Einar Hálfdáns 74 smál. í 18 sjóferðum, Víkingur 64 smál. í 17 sjóferðum, Flosi 55 smál. í 15 sjóferðum, Völusteinn 36 smál. í 12 sjóferðum. Heiðrún var á togveiðunt, aflaði aðeins 38 smál. Auk þessara voru tveir bátar 5 og 8 lesta að veiðum og fengu góðan reitingasafla. Suðureyri: Fjórir bátar gengu þaðan í mánuðinum (Hallvarður, Freyja, Gyllir, A.ldan). -r-.-Aflinn góðpr og mjög svipaður hjá öllum bát- unhfri; —■ Fór'ír þéif allír . 16 sjóferðir og öfluðu frá 70 smál. — Þeir hgestu vóru með um 79 smálestir. Nýr bátúr bættist í bátafiotann í mánuðinum og hóf véiðar 20. febr. Er hann smíð- aður hjá Marzelíusi Bernharðs- syní á ísafirði, 37 smál að stáelð, búinn öilum nýtízku tækjum, og hið fríðasta skip. Einn bátur hefur og verið á rækjuveíðum. I öllum veiðistöðvum frá Súða- vík var ágætur afli tvo síðustu daga mánaðarins, frá 7000 til 10 þúsund kg. en talsvert var urn steinbít. Framhald á 8. síðu. Þegar krakkarnir haía hamskipti — Komdu í dansk- an, panta byrja! — Karlaparís, lús og vínarbrauð. ÞESSA yndislegu daga að undanförnu er eins og krakk- arnir hafi breytt um svip. í allan vetur hefur maður horft á þá í úlpum með hettur eða í jökkum og síobuxum og gallabuxum með loðhúfur og lopahúfur, en níi hafa þeir liaft hamskipti. Strákarnir erú kannáki í marglitum peys- urn yzLuhv ktæða, húfulausir og það kemur á daginn að duglégi sháðinh í næsta húsi er með eldi*auðan lubba og stelpurnar skilja síðbúxurnar eftir inni, eru í brugðnum bómullarsokkam og jökkum og peysum utanyfir kjólnum, berhöfðaðar eða í hæsta lagi með eyrnaskjól, því að nú er að rehna upp tími boltaleikja og parísa. ★ HÉENA á árunum, þegar maður var laus við gúmmi- stígvélih eftir langan vetur og kom niður tröppurnar heima hjá sér fisléttur í kjól og stuttjakka, beið bezta vin- konan fyrir neðan og varð fyrri til að segja: Komdu í danskan panta byrja. Og það var einmitt veður fyrír dansk- an, svo að svarið var venju- lega: Má stoppa á milli? — Nei, rykk upp að sjö. — Og svo vár farið i dattskan, rykk upp að sjö, en ef til vill með þremur, fiórum eða jafnvel fimm boltum. En með fimm mátti venjulega stoppa á milli, •— ég kynntist aðeins einni stelpu á danska aldrin- um sem gat með fimm rykk upp að sjö. En síðan hefur ekkert komi'ð mér á óvart sem ég hef séð til trúða og kylfu- kástara á fjölleikahúsum, — það var nefnilega óviðjafnan- leg list að geta dánskan með fimm rykk upp að sjö. ★ OG ÖLL moldarflög og mal- argötur vom notuð til hins ýtrasta, Það var fari’ð í landa- parís, karlaparís, lús og vín- arbrauð og svo þennari venju- lega gluggaparís, þar sem reglurnar voru svo strang- ar. Mir.nslu stelpurnar máttu allt nema ekki stíga á strik. Stuhdum var taiið upp hvað mátti, svo sem: hoppa, beygja, styðja, ganga, ýta, sparka með og hilla á brún. En þegar maður var orðinn flínkur mátti ekki neitt nema hoppa og beygja og þá var líka Iist að vera parís. jlugga- OG ÞÁ má ekki gleyma elt- ingaleikjunum, feluleikjunum, fallin spýtan og þessum allra mest spennandi leikjum, sem venjulega voru leiknir þegar stærstu Icrakkarnir voru komnir héim úr skólanum. Þá var stundum farið að skyggja og það var vandi að hafa uppá feiustöðum í hrauninu irí(5 Reykjaríkurveginn. E.u þegar myrkríð var að verða þétt og dularfullt og léikur- inn va - að ná hámarki fóru mömmurnar að tínast út á tröpp irnar og kalla: Mummi, Dóra, Erla, komiði heim að borða. Þær þurftu venjulega að kalia tvisvar, þrísvar siiin- um, því að það var svo díema- laust garuaii úti, en alltaf endaði það með því að við drógumst iún með semingi og hétum því um leið áð byrja fyi’r á leiknum dagiim eftir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.