Þjóðviljinn - 18.03.1954, Page 7

Þjóðviljinn - 18.03.1954, Page 7
Fimmtudagiu' 18. marz 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Heimsfriðárhreyfingin er síærsta fjöldahreyfing,. sem vakin hefur verið i veröldinni svo að. vitað sé, og síðan henni vár hrundið af stað á árinu 3949 hefur hún komið svo viða og margvíslega við sögu í öilum heimsmálum, að ver- aldarsaga þessa tímabils er ekki hvað sízt hennar saga. — Og verður það að minnsta kosti ef málstaður hreyfingarinnar ber hærri hlut í átökum þess- arar aldar en tortímingaröflin. Þegar fyrstu atómsprengj- urini var varpað í ágúst 1946 yfir japönsku borgina Hirosj- íma, urðu þau aldaskil í heims- sögunni, sem næsta áratuginn ráðast væntanlega á annan hvorn veginn. Einhliða ákvörð- un Trumans Bandaríkjaforseta bremur árum síðar, gjörð án þess að spyrja þing eða þjóð, um framleiðslu vetnissprengj- unnar, sem Albert Einstein taldi þá í útvarpserindi að hugsanlega gæti verkað á gufuhvolf jarðarinnar til tor- tímingar öllu lífi, — þessi á- kvörðun hins kalda stríðs, sem þá var komið í algleyming, sýndi ein með öðru enn skýrar, hvert byrinn bar o" myndi mál að liamla skriðnum. Það er þá, sem fulltrúar frá 72 þjóðurn koma saman í Par- ís og Prag á fyrsta fundi Heirns- íriðarhreyfingarinnar, móta henni stefnuskrá og velja henni til forystu hina frægustu og boztu menn af fleslum þjóðum. Þessi forystuhópur er hið svo- kallaða Heimsfriðarráð og héf- ur atómíræðingurinn Joliot- Curie setið þar í forsæti frá öndverðu. Þáð varð að vonum verkefna ntest fyrir höndum að setja fram kröfuna um bann við beitingu kjarnorkuvopna í hernaði og kveðja alþýðu heimsins til að fylgja henni eftir með árvekni og atkvæði. Stokkhólmsávarpið, sem enn er í fersku niinni, var út gefið og undirritað af 500 milljónum manna. Það bíður síns tíma að þorri stjórnmálamanna með vest- rænum „lýðræðisþjóðum" svari fyrir það, hvers vegna þeir Undirrituðu ekki Stokkhólms- ávarpið — hvers vegna hinum fr.jálsu borgurum þessara ríkja — mætum prestum og skóia- stjórum í Reykiavík t. d., — var jafnvel hótað atvinnumissi og ofsóknum, ef þeir legðu sitt litla nafn við þetta stóra mál. Belgísk kona, Isabella Blume, þingfuiltrúi jafnaðar- manna og siðar, að viðlögðum félagsréttindum í flokki þeirra, fulltrúi í Heimsfriðarráðinu, hún hefur hins vegar svarað því, hvers vegna hún undirrit- aði Stokkhólmsávarpið, enda þótt hún væri þá erin full tor- tryggni gagnvart hinni nýju hre.víingu. Hún mælir fyrir margra munn og er rctt að tilfæra nokkuð úr bæklingi þar sem hún gcrir grein fyrir af- stöðu sinni, 02 raunar hefði verið vert að þýða í heild. „Hvers vegna skrifaði ég undir? Var það ekki eins og kunnur lögfræðingur í heima- landi mínu komst að orði, „meinlarist grín“? Var það ekki sama klappið í klettinn eins og bænaskrárnar gegn endurhervæðingu fyrir stríð? Eg ritaði undir af því það var einfalt og sjálfgert; af því Fi*á þingi HeimsfriSari'áðsins er haldið var í Vínarhorg í nóvomberntánuSi sioastii.’im: m auðinn orðið Frásög?i af stefnu og starfi Heimsfriöarhreyfmgarinnar, eftir Þorstein Valdimarsson að i ávarpinu vár túikuð af- staða góðviljaðra manna ... Hafa þjóðirnar ekki rétt til að krefjast þess, að fyrsta skrefið til afvopnunar sé tek-. ið með því að banna tæki til múgmorða? Hafa þær ekki rétt til að krefjast þess, eíns og \’ér gerum, .að næsta skrefið verði afvopnun stig af stigi, samtaka og undir eftirliti? Hver ætti að varna þeim réttar síns til að dæma sekan um glæp hvern þann, er slíkum vopnum beitir gegn mannkyn- inu, vopnum sem kynnu, ef verkast vildi, að tortíma jörð- inrii sjálfri. Fimmhundruo miUjónir karla og kvenna skildu hættuna — og sú stað- reynd var tekin Til greina af hr. Attlee, er hann íiaug vest- ur um haí á fund hr. Trumans í tilefni af ummælum Banda- rikjastjórnar um beitingu atómsprengjunnar í Kóreu. Stokkhólmsávarpinu fylgdi Pragávarpið í ágúst 1950, þar sem boðað var til annars heimsþings Friðarhrej’fingar- inriar. í ávarninu var endurtekin fordæming á atómvopnum; lýst fylgi við takmörkun og eftirlit með hvers konar vopna: búnaði, fordæmd erlend íhl.ut- un í innanríkismál þjóða; lýst stuðningi við urnleitanir til íriðsamiegrar lausnar í Kóreu- deilunrú; mótmælt sprengjuá- rásum á varnarlausa borgara og þess krafizt, að fullsetið Öryggisráð, b. e. a. s. með þátt- töku kínversku alþýðustjórn- árinnar, miðlaði málum með því að veita báðum deiluaðil- um áheyrn; krafizt þess, að Ityerskonar stríðsáróður yrði bannaður og boðið öllum vel- viljuðum mönnum, körlum og konum til þátttöku í öðru hei,msþingi Friðarhreyíingar- innar'*. Isabella Blume segir siðan . frá aðdraganda þess að hún sótti Varsjárþingið, og tók sæti í Heimsfriðarráðinu: „Stríðið hafði brotizt út í Kóreu og fólk sem varð á vegi mínum og varði hina vopnuðu íhluíun Sameinuðu þjóðanna og Bandarikjanna var raunar lsabelle Blunio hið sama og það sem prédikaði krossferð gegn kommúnisman- um og Ráðstjórnarríkjununi og vildi skina málum i Evrópu að hagsmunum heimsveldasinna undir yfirskyni þess að varð- yeita kristna menningu. í»að var ekki lengitr nóg að taka afslöðn á þingi og bcrjast á flokksfundum. I*að var nauð- synlegt að komast að rauu um, liverníg nnnt va\ri að sam- eina krafta sína með jákvæðu móti öðrum beittv öflunt sem börðust fyrir friði. Það var nauðsynlegt að fara og ganga úr skugga um. hvort þetta ávarp til állra góð- viljaðra manna væri af ein- lægum og falslausum hvötum runnið. Það var nauðsyniegt að ganga úr skugga ,um, hvort Frið.arhreyfingin væri í raun- inni ekki annað en kommún- isjasamtök eða verkfæri í höndum Sovetstjómarinnar, eins og hún hafði vcrið sökuð um; eða hvort húti væri alvar- leg og einlæg vitieitni til að sameina friðaröflin gegn styrj- aldarstefnunni á meðari tími væri til. Eg skráði þvr af eigin hvöt- um nafn mitt til þatttöku í þinginu í Sheffield og þannig lá leið min til Varsjár. Aðfarirnar yið að hindra þinghaldið i Engiandi sýndu mér þá .þegar, hvert áhrifa- . vald því var. eignað af stríðs- öfiunum. Eg gekk til fyrsta fundarins mcð sömu tortryggninni, sem hafði gert mig hikandi i af- stöðu minni mánuðum saman. Það var rétt, að allar þjóðir áttu fulltrúa á þessu þingi; það var líka rétt, að sendi- neíndifnar voru skipaðar kunn- um mönnum, mörgurn í ábyrgð- arstöðum ýtnsra samíaka og jafnvel í rikisstjórnum. Enn fremur voru þarna sam- an komnir fulltrúar af hinum margvíslegustu heims- og stjórnmálaskoðunum. En var þetía nóg til að tryggja hreyf- ingunni kjölfestu. markvrsi og skilning á Vandamálunum?" Isabélle Blume fékk jákvætt svar við þeirri spurningu þeg- ar á þessu þingi, einkum af stárfi sínu í ncíödunum. Það stéytti • þar samart hirium andstæðustu Sjéiriarmiðum við afgreiðslu mála og horfði oft óvænlega um það, að allir yrðu á eitt sáttir; en sama hvötin, sama knýjandi tak- markið, sama spurningin; „hvað þarf að gera til að sjá málstað friðarins borgið, hvernig á að framkvæma það sem gera þarf, og hvernig á að íramkvælna það svo vel sé?“ — þessi af- staða allra fulltrúanna ruddí þeim hiridrunum úr vegi, sem ella hefðu orðið óyfirstígan- Iegar. Isabelíe Blume nefnir nokk- ur dæmi urri ágreiningseíni í nefndunum, þar á meðal varð- andi kröíuna um vopnahlé í Kóreu, sem auðvelt hefði átt að vera að orða þannig að all- ir gætu samþykkt; samt reynd- ist erfitt að fá kórversku full- trúana til að fallast á, að ekki kæmi fram í ályktuninni gagn- rýni - á Mac Arthur, heldur væri þess krafizt, ,,að skipað- ur yrði htefur aiþjóðlegur dóni- stóll til rannsóknar á hernað- arglæpum í Kóreustyrjöldinni, og ábyrgð Mae • Arthurs hers- höfðingja sérstaklega.“ „Mac Arthur var kallaður heim (sem kunnugt er) og dómstól- • inn var ekki þörf að skipa, því að svör hershöfðingjans fyrir þingnefnd öldungadeild- arinnar voru í sjálfum sér hin þyngsta 'sakfel.ling yfir hann og stefnu hans“. „Eftir reynslu mína. af starf- inu í nefndunum“, segir þcssi aldurhnigna og reynda stjórn- málakona enn fremur, „var mér það ljóst, að ég hiyti að bregðast málstað friðarins, ef ég tæki ekki þátt i þessari hreyfingu, og héldi mér við sjónarmið hinna efagjörnu, að engu yrði um þokað“. Slík var sem sagt niðurstaða þessarar efagjörnu stjórnmála- konu eftir Varsjárþingið, og svipuð reynsla ótölulegs fjölda manna af starfi . Friðarhreyf- ingarinnar hefur unnið þá til fylgis við málstað hennar með líkum hætti, alla stund síðan þjóðir heimsins voru kallaðar til árvekni og ábyrgðar unt ör- lög sín með Stökkhólmsávarp- inu. Síðan Varsjárþingið ‘ var haldið, hefur Heimsfriðarráðið — sem annars hefur bækistöð i hinum veglegustu húsakynn- utn i Prag og völdu starfsliði á að skipa — haldið fundi með fulltrúum frá flestöllum lönd- um í París, Vínarborg, Berlín og Búdapest, og loks stóð hi.ð liriðja allsherjnrþing þjóðanna i Vínarborg fyrir rúmu ári, en rétt áður, eða í september 1952, friðarþing Asíu- og Kyrrahafslanda í Péking, þar sem fulltrúar 1.600 milljóna ntanna, eða um þriggja fjórðu ■ hluta alls mannkynsins' voru saman kotnnir. Á þann fjölda þinga heimssambanda sem tekið hafa upp merid friðar- baráttunnar og telja tugi mill.i- ótta, svo sem Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna, ,A1- þjóðasamband lýðræðissinn- aðrar æsku, stúdenta o. s. frw, landsþinga ú vegum hreyfing- arinnar og hvers konar slíkra funda um allar .iarðir verður svo auðvitað engri tölu konrið, né á þau blöð, bækur og rit, sem málstað hennar eru -heiguð. En allt hefur þetta starf í sinum marg.víslegu myndum einn og sarna tilgang: að opna augu tnanna fyrir ó- friðarvoðanum og vekja satn- vizkit þeirra fyrir glajpsemi styrjalda, að gera liugsjón friðarins hverjum manni ein- Framhald & 11. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.