Þjóðviljinn - 18.03.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.03.1954, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1S. marz 1954 — ÞJÓÐVTLJINN — (11 Framhald af 7. síðu. falda og augljósa með óbrotn- um skilgreiningum, kjörorðum og kröfum, rólfestum í með- vitund þjóðanna; að bregða með slíkum skilgreiningum og skýrum og gagnorðum tillög- um ljósi yfir hin brýnustu heimsvandamál, og stuðla að baráttunni fyrir lausn þeirra í því Ijósi á hverjum stað og á hverjum tíma. í þessari baráttu hefur mik- ið unnizt á. Jafnvel inn í vit- und margra þeirra stjórnmála- manna, sem ekki árna þó Heimsfriðarhreyfingunni neins góðs, eru þegar brennd kjör- orð sem þessi, og liggja þeim á tungu án þess þau séu til hennar rakin — eru jafnvel á dagskrá slíkra stórveldaþinga sem Berlínarfundar fjórveld- anna um daginn: „Ráðstafanir til að draga úr alþjóða við- sjám (lessening of internation- al tension); friðnum má og verður að bjarga; allan ágrein- ing meðal stórveldanna má leysa með samningum“, o. s. frv. — fleyg viðkvæði og eggj- unarorð þeirrar vaknandi sam- vizku í brjóstum manna, sem Friðarhreyfingin er orðin. Og hún hefur líka orðið hin slæma samvizka heimsins, sem öllu framar hefur t. d. átt þátt í að opna augu manna fyrir hryllingi KóreustyTjáldarinnar og knýja þannig á urn lausn þeirrar deilu. .Skýrslur alþjóð- legra nefnda, beint- og óbeint á vegum hennar, hafa fært ver- öldinni heim sanninn íTm þá ó- heyrilegu, hluti, sem þar hafa í orðið, svo sem um sýkla- hernaðinn, sem rannsakaður var af nefnd er forseti friðar- hreyfingar Frakklands, Yves Farge, var formaður að. Orð, sem hann mælti fyrir skýrslu sinni á fundi Heimsfriðarráðs- ins í Berlín í júlí ’52, og Kr. E. Andrésson tilfærir í bækl- ingi sínum um ráðstefnuna, Skulu bræður berjast? — lýsa vel þessum þætti í starfsemi Heimsfriðarhreyfingarinnar: „Það sem ég hef orðið sjónar- vottur að, hefur opnað augu mín fyrir því, að skyldan býð- ur oss að sýna enn meiri þol- inmæði, þrautseigju og skiln- ing og leita að víðari grUnd- velli fyrir sameiginlegar að- gerðfr. Þjáningarnar og grimmdarverkin léggja hverj- um þeim, sem elskar börn sín Og heimkynni og finnur sér misboðið með grimmdinni, þær skyldur á herðar að taka afstöðu og hefja upp raust sína. Þær skýrslur, sem ég fæ hér í hendur heimsfriðarráð- stefnunni og þær sannanir, sem ég legg fram fyrir sýkla- hernaðinum verður að kunn- gera öllum mönnum, öllum sem vilja vera menn. Þeir verða að fá að vita: Þannig er nútíma- styrjöld rekin, svona er henni í dag háttað í einum hluta heimsins. Það liggur fyrir öll- um, hvort sem þeir skilja það enn eða ekki, að verða að skipa sér í fylkingu undir á- kyeðna fprystu. „Hafið gát! , <5.æjj.ð ykkar“j verðum 'Mér að fatóps tjl alþ-a. Hy«h kseru- laus er pg ekki starfar tekur á sig ábyrgð, sem' hann fær aldrei varið fyrir samvizku sinni né íyrirgefna". Þá er enn að nefna nokkur dæmi um ákveðnar kröfur og tillögur um lausn heimsvanda- mála, sem friðarhreyfingin hef- ur mótað og fylgt á eftir að marki eða hrundið í fram- ktæmd. Á fundi heimsfriðarráðsins í Berlín í febrúar 1951 var sam- þykkt að hefja undirskrifta- söfnun að áskorun til fimm- veldanna, Frakklands, Bret- lands, Ráðstjórnarríkjanna, Bandaríkja Norður-Ameríku og Kína að gera með sér friðar- sáttmála, þar sem samkomu- lag þessara ríkja væri frum- skilyrði til þess að forða mætti heimsstyrjöld. Þriðjungur alls mannkynsins, eða 606 milljón- ir karla og kvenna undirrituðu með eigin hendi þessa áskorun, þeirra á meðal 16 milljónir manna á ítalíu og 5.9 milljón- ir í Vestur-Þýzkalandi. Á Vín- arþinginu var þessi áskorun ítrekuð, og nefnd sú, sem þar var skipuð til að fylgja fram ályktunum þingsins, sendi er- indi þetta bréflega ríkisstjórn- . um allra landa heims. Sú þróun heimsmála, sem birtist í stöðvun vopnavið- skipta í Kóreu, í afstöðu stjórnmálamanna eins og t. d. Winstons Churchills til stór- veldafundar, í fundi fjórveld- anna í Berlín og ákvörðun um væntanlegan fimmveldafund í Genf — allt sýnir þetta þann þunga almannaálits og eftir- gangs 'um. jgkvæð viðbrögð gagnvart kröfum Heimsfriðar- hreyfingarinnari sem óráð hef- ur þótt að standa í gegn. Svipað er að segja um þann hljómgrunn, sem mótmælunum gegn endurhervæðingu Japans hefur verið skapaður í Asíu fyrst og fremst, á sama hátt og í Evrópu gegn endurhervæð- ingu Þýzkalands, sbr. frakk- nesk-belgísku ályktunina í því efni, sem mjög er sammála Varsjárávarpinu til Sameinuðu þjóðanna, og tillögur Grote- wohls til Bonnstjórnarinnar á grundvelli tillagna Parísar- fundarins 1951 um endursam- einingu Þýzkalands. Mér vinnst ekki að þessu sinni tími til að segja nema í fáum orðum frá friðarþingi þjóðanna í Vínarborg í fyrra- vetur, og aðeins til fyllingar þeirri hugmynd um Heimsfrið- arhreyfinguna almennt, sem þessu erindi var ætlað að gefa. Þátttakendur voru um 1880 frá samtals 85 löndum, og þingið stóð frá 12.—19. des- ember, daga og nætur að kalla, því utan allsherjarfunda og þeim jafnvel samtímis voru nefndafundir og samkomur ýmiskonar fulltrúahópa, svo sem t. d. frá Norðurlöndum, með rithöfundum, vísinda- mönnum, stúdentum, prestum, sem voru yfir 60 á þinginu, og öðrum þvílíkum af ýmsum stéttum, störfum og þjóðernum. Skilyrði til þátttöku og mál- frelsis á þinginu var sá skiln- ingur einn, hvað sem skoðun- um ökipti í stjómmálum eða öðru, að állar deilur iþjóða í milli megi og eigi að leysa á friðsamlegum grundvelli og ó- lík hagkerfi þurfi ekki að standa þar í vegi. — Það var líka raunin, að söfnuðurinn var harla mislitur, víðar en á hör- und; ég nefni til dæmis furðu- lega óraunhæf sjónarmið og óráðskenndan ótta við rúss- neska árás yfirvofandi í Ev- rópu, sem lýst var í ræðum nokkurra íulltrúanna á kvöld- fundi Norðurlandanna. Til skilnings á þeim anda hins vegar, sem mestu réði og end- anlega um stefnu þingsins, störf og ályktanir, sem af- greiddar voru samhljóða með atkvæðagreiðslu í þinglok, þá vel ég nokkrar málsgreinar úr ræðu ítalsks þingmanns úr flokki kristilegra demókrata, Raphaels Terranova, en hann talaði fyrir eina stærstu og sundurleitustu sendinefndina á þinginu og þangað komna í forboði landstjórnar sinnar. „Þjóðirnar hafa ekki ætíð yfir sér þær ríkisstjórnir, sem þær eiga skilið. Um það getið þér og vér öll borið dæmi. Vér erum hér kornin til að leita allra leiða, kanna alla mögu- leika til þess að hindra end- anlega tilgangslaus hjaðninga- víg. Vér .viljum ekki biða þess aðgerðalaus, hvað aðrir geri, og þá í voru nafni, eins og það mun verða látið heita, því að með því móti myndum vér verða samsek þeim, sem æskja stríðs og að því róa. Ef þér, ef vér þegðum, myndi dauðinn hafa orðið. Vér viljum þvert á móti leggja • áherzlu á : rét-t vorn. tií lífáins. “ Fundur vor er í sjálfu sér srgú'r. Vér' sonnum með honum — og vér munum færa á það æ ríkari sönnur — að austur og vestur, fólk af hinum fjar- skyldustu hugsjónum, og trúm getur mætzt undir merkjum friðarins og komizt hjá því að berast á banaspjótum á víg- völlum... Það er tilgangslaust að tala um frið, ef enginn fær sig til frumkvæðis um að ryðja hindr- unum haturs og misskilnings úr vegi. Á meðan aðrir ör- vænta álengdar og þylja það sem ritað er um „frið á jörðu, með þeim mönnum er vel vilja“, þá verður þetta þing þjóðanna, þar sem saman er komið fólk af hinum margvís- legustu trúar- og stjórnmála- skoðunum, að finna lausnarorð-- ið til þess að stórveldin, sam- einuð á breiðum alþjóðlegum grundvelli, fremji raunhæfan frið á jörð. Þjóðirnar hindra ekki stríð með viðbúnaði til víga. Til þess að styrjöldum linni verður friður að semjast í hjörtum manna, verður að draga úr við- sjám með þjóðum og djúpið að brúast, sem staðfest er á milli þeirra og mannkynsheild- arinnar... Það verður að knýta að nýju rofin tengsl og það ljós að tendrast í vitund manna, er sameinar þá innst inni, hvað sem líður lit og þjóðernum, trúar- og stjórn- málaskoðunum. Með þessu móti einu. verður lokið hinum „vopnaða friði“, sem óhjákvæmilega leiðir að striði. Með þvi móti einu, að menn mæli hver annan málum, Erlend tíðindi Framhald af 6. síðu. sem hann stimplaði „undirróð- urssamtök“ og var listinn lagður til grundvallar við brott- rekstrana. Það voru dómsmála- ráðherrar Trumans sem hófu ofsóknirnar gegn foringjum Kommúnistaflokks Bandaríkj- anna með þeim árangri að þeir hafa síðan tugum saman verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að „kenna og útbreiða Marx-Leninisma“. fTiil að réttlæta þessar aðfarir var auðvitað rekin gífurleg áróðursherferð með öllum þeim áróðursmeðulum sem tiltæk voru. Nú er McCarthy að sölsa undir sig uppskeruna af því, sem þá var sáð. Tilraunir Eis- enhowérstjórnarinnar til að keppa við hann í að virkja kommúnistahræðsluna í Banda- ríkjunum í eigin þágu hafa sannað að á þeim vettvangi er hann ósigrandi. McCarthy er ábygðarlaus og getur því alltaf leyft • sér að yfirbjóða ríkis- stjórnina. Þetta *fékk vesalings Stevens hermálaráðherra að reyna um daginn eins og frægt er orðið. Þegar félagar Mc Carthys á þingi höfðu talið Stevens á að hætta við að bjóða honum byrginn gegn munnlegu loforði um að Mc Carthy skyldi ekki framar lít- illækka hérshöfðingja í yfir- heyrslum, hélt. Stevens sig hafa unnið frægan sigur. En Stevens var varla horfinn úr augsýn þegar McCarthy sagði blaða- möhnum að hermálaráðherr- •ann hefði ekki gétað sýnt ‘al- gerari uppgjafarmerki þótt hanri héfði komið til sín skfíð- andi á hnjánum. Blaðamenn í Washington hafa það eftir ýms- um ráðamönnum þar að þetta kvöld hafa Steveiís hringt til þeirra og sagt snöktandi að hann ætti nú einskis annars kost en að segja af sér vegna þess að eftir skiptin við Mc Carthy sé hann sviptur allri virðingu í augum hersins. rátandi hermálaráðherrar eru að vísu dálítið kátleg fyrirbrigði en fleirum og fleir- um er nú að verða ljóst að uppgangur McCarthys í Banda- ríkjunum er ekki lengur neitt gamanmál. Brezki blaðamaður- inn heimsfrægi Vernon Bartlett komst svo að orði í síðustu verður keppninni um yfirburði í krafti atóm- og sýklavopna lokið. Með gagnkvæmri við- leitni einni saman til að fremja frið, hvað sem hann kostar, verður forðað þeirri styrjöld sem steðja virðist að, hröðum skrefum ... Stöndum vér einangruð, sundruð og klumsa, munum vér verða henni að bráð. Stönd- um vér sameinuð, munum vér leggja grundvöll að bræðralagi með þjóðum heimsins, bræðra- lagi, þar sem sérhver þjóð mun fá að njóta í friði þess lífs og vaxtar, sem hún keppir að. Og til þess erum vér skyld- ug“. Þessi orð hins ítalska þing- manns eru táknræn fyrir þann anda sem mótaði stefnu, störf og ályktanir Vínarþingsins. (Niðurlag á morgun). viku að afstöðu Eisenhowers til McCarthys svipaði mjög til þess hvernig Hindeuburgh for- seti afhenti Hitler á sínum tíma völdin í Þýzkalandi. „En Eisen- hower hefur ekki einu sinni þá afsökun að vera elliær", segir Bartlett. Fréttaritari New York Timcs í London, Drew Middle- ton, hefur það eftir einum a£ sendiherrum A-bandalagsríkj- anna þar í borð að tregða Frakka og ítala að staðfesta samningana um stofnun Vest- ur-Evrópuhers stafi af „vaxandi ótta við að fasisminn sé að læsa klóm sínum um Banda- ríkin og að Vestur-Evrópuher- inn sé skref í styrjaldarátt“ (N. Y. T., 5. marz). Ritstjórar Monthly Review segja í greininni sem áður var getið að enginn vafi sé á að MeCarthy stefni að því að ná völdum í republikanaflokkn- um pg Verða frambjóðandi hans í forsetakosningunum 1956. Jafnvel þótt honum takist það væri of snemmt að spá fullum sigri fasismans í Banda- ríkjunum. Horfur séu á því að þjóðfélagsvandamál eins og at- vinnuleysi og lækkandi af- urðaverð bænda dragi athygli manna frá kommúnistagrýl- unni. McCarthy stendur að því leyti ver að vígi en Hitler að hann hefur ekki neina lýð- skrumsstefnuskrá í félagsmál- um að bjóða. Og það sem meira er, ef hann reyndi að koma saman slíkri stefnuskrá myndu milljónararnir nýríku tvímæla- laust snúa við honum bakinu. Huberman og Sweezy, sem báð- ir hafa orðið fyrir barðinu á rannsqknarréttí. McCá'rthys, eru því tiltöluleg'á vorigóðir um framtiðifta þótt upþgangur hans sé mikill í svipinn. M. T. Ó. Iþsrétfir Framhald af 8. síðu. einn frá ÍR og 1 frá Ármanni, auk KR-inga, svo segja verður að þessir tveir „rivalar“ KR og þó samherjar, hafi ekki fjöl- mennt til keppni þessarar, og virðist það óþarfa sparsemi við svona hátíðlegt tækifæri. Beztu afrek í mótinu urðu: Langstökk án atrennu: Guðm. Valdimarsson KR 3,10 Guðjón B. Ólafsson KR 3,09 Daníel Halldórss. ÍR 3,08 Þrístökk án atrennu: Daníel Halld.s. ÍR 9,61 ungl.met. Guðjón B. Ólafsson KR 9,22 Guðm. Valdemarsson KR 8,97 Kúluvarp: Guðm. Hermannsson KR 13,55 Friðrik Guðmundsson KR 13,38 Aðalsteinn Kristinsson Á 12,46 Hástökk: Guðjón Guðmundss. KR 1,70 Birgir Helgason KR 1,65 Pétur Rögnvaldsson KR 1,65 fL£labfögð á Vestfjörðum Framhald af 4. síðu. Flateyri: Reitingsafli og stundum all- góður var í mán., mest 8000 kg. í sjóferð, 3 bátar gengu og auk þess togarinn, en afli hans var tregur. Aflahæsti báturinn, Sjöfn fékk 50 smál. í 11 sjó- ferðum. Þingeyri: Þrír bátar hafa stundað veið* ar úr landi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.