Þjóðviljinn - 27.03.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagrur 27. marz 1954
þlÓÐVILIINN
Ctgefandl: Samelningrarflokkur alþýSu — SósíaUstaflokkurinn.
Hitatjórar: Magnúa Kjartansson (At>.), SigurSur Guðmundsson.
FréttastJÓri: Jón Bjarnason.
Blaðaznenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjaml Benediktsson, Gu5-
mundur Vlgfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Rltstjóm, afgTelðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
18. — SSmi 7500 (3 linur).
Askriftarverð kr. 20 á mánuðl S Reykjavík og nágrenni; kr. 17
tnnara staðar & landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentamiðja Þjóðviljans h.f.
Svikin við sj óm a n nastétti na
Það hefur að vonum vakið mikla athygli meðal sjómannastétt-
arinnar og allra er láta sig hag heunar og sjávarútvegsins
varða hvernig ríkisstjórn Ihalds og Framsóknar hefur brugðizt
yið sanngirniskröfum hennar um skattfríðindi þegar gengið var
frá skattafrumv. því er nú liggur fyrir Alþingi. Krafa sjómanna,
Bem legið hefur 1 frumvarpsformi fyrir Alþingi síðan í haust
Og studd er með undirskriftum sjómanna svo þúsundum skiptir,
er um veruleg skattfríðindi þeim til handa, þar sem tekið er
tillit til þeirra sérstci'.u kringumstæðna sem sjómannastéttin
býr við varðandi atvinnu sína. Kemur hér til greina allt í semi;
áhætta og erfiði þess starfs sem togarasjómenti og aðrir fiski-
menn inna af hendi, óvenjulega mikill vinnu- og hlífðarfata-
lío&tnaður og síðast en ekki sízt f jarvera frá heimilum langtím-
um saman og sá aukakostnaður og óþægindi sem slíkri tví-
ekiptingu fylgir óhjákvæmilega.
Þegar á þetta allt er litið og það til viðbótar hvilík þjóðar-
nauðsya það er eins og málum nú er háttað að glæða svo sem
unnt er áhuga ungra og vaskra manna fyrir sjómannsstarfinu,
hefði það sízt verið ofrausn að ætla sjómönnum a.m.k. röskan
þriðjung takna sinna skattfrjálsan. En það er eitthvað annað
en ráð sé fyrir slíku gert i blekkingafrumvarpi ríkisstjórnar-
innar um skattamálin. Þar er ekkert að finna varðandi skatt-
fríðindi sjómamia annað en smávægilegan frádrátt vegna vinnu-
fataslits Qg fæðiskostnaðar. Er gert ráð fjTÍr einum 300 kr.
frádrætti á mánuði á togurum og 200 kr. á öðrum fiskiskipum
vegna hlífðarfatakostnaðar, hvort tveggja miðað við þann tíma,
sem sjómenn eru súráðir á skipin.
Og þetta er allt og sumt sem ríkisstjómin gengu.r til móts
við kröfur sjómanna í skattafrumvarpi sínu. Þetta er öll rausn
hennar og viðurkenning á milcilvægi sjómannsstarfsins, óvenju-
legr-i áhæ-ttu þess og óumdeilanlegri þýðingu fyrir alla afkomu
þjóðarinnar. Þetta er svarið sem sjómannastéttin fær frá
íhaldi og Framsókn þegar hún ber fram réttlætiskröfur sínar
um skattfríðindi.
Eins cg sjá má er raunveruleg krafa sjómanna með þessu
sniðgengin með öllu. Þrátt fyrir samstillingu allrar sjómanna-
stéttarinnar um málið og stuðning útgerðarmanna sem vita
gerst hvar a’.córinn kreppir að með að tryggja nægan mannafla
á skipin og iþá ekki sízt togaraflotann, hyggst ríkisstjórnin og
flokkar hennar á Alþingi að hafa kröfuna um skattfríðindi sjó-
manna að engu. Og það leynir sér ekki hver það er sem ræður
stefmumi, sem tekin er i þessu mikla hagsmunamáli sjómanna-
stéttarinnar, Það er hinn ótrauði skattheimtumaður Framsókn-
arflokksins, Eysteinn Jónsson, sem hér er að verki og hefur
sagt sitt afdrifaríka nei við réttlaetiskröfum sjómanna. Og eins
og að vanda hefur Ihaldið beygt sig af þeirri auðmýkt sem ein-
kennir öll viðskipti þess við þemian heimsmeistara í dýrtíðar-
EvJaiingu og skattpíningu.
Tekur Alþingi í taumana?
Sú spurning er nú ofarlega í huga margra landsmanna í sam-
bandi við frumvarp Einars Olgeirssonar um breytingu á Áburð-
arverksmiðjulögunujn hvort Alþingi geri skyldu sína og taki
svo rösklega í taumana að ránið á þessari sameign þjóðaiámar
verði hindrað eða hvort meirihluti aiþingismanna gangi í þjón-
ustu þeirra gróðabrallsmanna sem ræna vilja þessu stórfyrirtæki
úr ríkiseign.
Það er hin Ulræmda 13. grein Áburðarverksmiðjulagarma,
sem frumvarp Einars gerir ráð fyrir að felld verði niður, jafn-
framt þvi sem gerðar verði nauðsynlegar raðstafanir til að
tryggja rakstur verksrniájunnar sem hreins rilcisfyrirtækis eins
og ætlazt var til í upphafi.
Þrettándu greininni var laumað iiin í lögin á sínum tima við
síóustu umræðu. Forgöngu um það liafði Bjöm Ölafsson heild-
sali og fyrrv. íhaldsráðherra. Með henni var gefin heimild til
hlutafjárreksturs á verksmiðjunni að því tilskildu að 4 milijónir
króna yrðu lagðar fram sem hlutafé. Verksmiðjan kostar hinsveg
ar 125 millj. kr. sem ríkið leggur fram að þessari smáuppiiæð
undanskilinni og átti þannig að afhenda einstökum fjárbrails-
mönnum stjóraarfioi’íkanha fyrirtaúdð til eignar samkvæmt yf-
iriýsingum tveggja Framsóknarráðherra á þingi. Það er þetta
hneyksli sem Alþingi verður að hindra á ótvíræðan hátt og
tryggja þjóðinni allri þann eignarrétt á verksmiðjunni sem til
vgr ætlazt í upphafi og lögin gera tvímælalaust ráð fyrir.
7
Þegar Dulles utanríkisráðherra hótaði endui-a’.coðim á utam-íkis-
stefnu Bandaríkjamia ef Frakiiar samþykktu ekki Evrópuher-
inn, teiknaði Bixistrup þessa mynd.
Dulles við frönsku Marianne: „Ef pú lœtur ekkí strax aö vilja mínum pá fer ég
mína leiö“.
|T Tm síðustu helgi kom mis-
^ litur hópur saman á ráð-
stefnu í París. Þar voru fulltrúar
frá öllum þeim ríkjum sem ætl-
azt er til að standi að fyrirhug-
uðum Vestur-Evrópuher, Frakk-
landi, Vestur-Þýzkalandi, Ítalíu,
Hollandi, Belgíu og Luxemburg.
Auk þess sátu ráðstefnuna
nokkrir Bretar. Frakkarnir voru
að vonum fjölmennastir og í
hópi þeirra voru framámenn úr
nær öllum stjórnmálaflokkum
Frakklands. Forseti ráðstefn-
unnar var Edmond Michelet öld-
ungadeildarþingmaður, sem áð-
ur var í kaþólska flokknum en
fyllir nú flokk gaullista. Meðal
fulltrúanna voru fleiri gaullist-
ar, menn úr róttæka flokknum
og ýmsum borgaralegum smá-
flokkum auk kunnra forystu-
manna kaþólska flokksins og
kommúnista. Af ítölunum má
nefna sósíalistaforingjana Nenni
og Lombardi og kommúnistann
Terracini. Belgiski sósíaldemo-
kratinn og öldungadeildarmað-
urinn Henri Rolin sat ráðstefn-
una og það gerði einnig Helen
Wessel úr kaþólska miðflokkn-
um í Vestur-Þýzkalandi. Þrír
Bretanna voru Verkamanna-
fiokksþingmenn.
Qamkoma þessi virðist í fljótu
^ bragði æði sundurleit en
samt bar þar ekki á öðru en
fyllstu eindrægni og samstarfs-
vilja um það mál sém ráðstefnan
fjallaði um; baráttu gegn stað-
festingu samninganna um Vest-
ur-Evrópuher. í setningarræðu
sinni sagði Michelet: „Þótt við
berjumst kannski ekki gegn
Vestur-Evrópuhernum af sömu
ástæðum er okkur þó ein skoð-
un sameiginleg: AÍlt er betra
en stríð. Vestur-Evrópulierinn
myndi hafa þá skelfingu í fÖr
með sér og þess vegna er alit
betra en hann“. Michelet lagði
áherzlu á að Frökkum þeim sem
berjast gegn Vestur-Evrópu-
Erlend
iíðindi
V___________________✓
hernum gengi ekki til hatur á
Þjóðverjum. Þeir væru hjartan-
lega sammála öllupa sem vildu
varpa fyrir borð hugmyndinni
um erfðafjandmann. En það
næði ekki neinni átt að skapa
sér nýjan erfðafjandmann um
leið og sá g|imli væri lagður í
glatkistuna.
|>áðstefnan gegn Vestur-Ev-
rópuhernum vakti mikla at-
hygli og þá ekki sízt hversu
menn með gjörólíkar stjórn-
málaskoðanir tóku þar höndum
saman. Mikilsvirtasti stjórn-
málamaður Frakklands, Edou-
ard Herriot, fyrsti maðurinn sem
franska þingið hefur kjörið
heiðursforseta sinn, sendi ráð-
stefnunni skeyti og óskaði henni
gengis en harmaði það að hann
gæti ekki verið viðstaddur
sjálfur. Herriot er kominn á ní-
ræðis aldur og hann var eftir
sig eftir þing flokks síns, rót-
tæka flokksins, sem sat á rök-
stólum fyrir hálfum mánuði.
Þar fengu Herriot og skoðana-
bræður hans því til leiðaf kom-
ið að tillögum René Mayers,
fyrrverandi forsætisráðhefra,
um að flokkurinn lýsti yfir
stuðningi við Vestur-Evrópu-
herssamningana, var liafnað.
Herriot vék að því að hann hef-
ur verið níddur í Bandaríkjun-
um fyrir að leggjast gegn Vest-
ur-Evrópuhernum. „Eg er gam-
all aðdáandi Bandaríkjanna“,
sagði hann.. „Eg er f ús til að
gera næstum hvað sem er fyrir
Bandaríkjamenn, nema það sem
samvizka mín segir mér að
enginn góður Frakki megi
gera“.
Tlerriot ljóstraði því einnig
** upp á flokksþinginu að
David Bruee, sem Eisenhower
Bandaríkjaforseti hefur í Paris
með sérlegu sendiherraumboði
til að vinna að því að knýja
fram fullgildingu sarnning-
anna um stofnun Vestur-Ev-
rópuhers, hefur sagt frönsku
ríkisstjórninni að ef samning-
arnir hafi ekld verið fullgiltir
fyrir 1G. apríl muni hefjast það
„sársaukaþrungna endurmat" á
afstöðu Bandarikjanna til Vest-
ur-Evrópu sem Dulles utanrík-
isráðherra sagði fyrir jólin að
væri óhjákvæmilegt ef Frakkar
hefði ekki endanlega samþykkt
Vestur-Evrópuherinn fyrir vor-
ið. „Vio látum ekki undan hót-
unum", sagði Herriot, og undir
þau ummæli hefur verið tekið
í blöðum og á mannfundum
viðsvegar um Frakkland. Kröfu-
skjal Bruce hefur verið birt í
heild og að sögn fréttaritara
New York Times í París haft
Framliald á 11. síðu