Þjóðviljinn - 30.04.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.04.1954, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. apríl 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Sögyr Dulles um kínverska íhlutun í Indó lCína uppspuní frá rótum Fréffanfari franska horgarablaSsins Le Monde fleftir ofan af lygaáróðri Bandarskjgmanna Allar sögur Foster Dulles, utanríkisráöherra Banda- ríkjanna, urn beina hlutdeild kínverska alþýðulýöveldis- ins í stríðinu í Indó Kína eru uppspuni frá rótum, segir fréttaritari hins mikilsvirta franska borgarablaðs, Le Monde 1 Indó Kína. Foster Dulles og aðrir banda- rískir ráðamenn hafa upp á síðkastið gert sér tíðrætt um að kinvei-skir hermenn berðust í sjálfstæðisher Viet Minhs, kínverskur hershöfðingi stjórn- aði sókn þeirra, kínverskar hjálparsveitir, búnar ratsjám bg öðrum tækjum, tækju þátt í bardögunum við Dienbienphu osfrv. Þessar sögur liafa verið breiddar út til að réttlæta beina íhlutun Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í styrjöld- ina. Enginn Kínverji Fréttaritari Le Monde, Char- les Favrel, segir í skeyti frá Hanoi, að enginn Kínverji sé í sjálfstæðishei’num og loft- varnabyssur hans séu ekki bún- ar neinum ratsjártækjum. Fav- rel flaug sjálfur yfir vígstöðv- arnar við Dienbienphu og komst að raun um, hvers vegna loftvarnaskyttum sjálfstæðis- hersins hefur tekizt svo vel að hæfa flugvélar Frakka, en það hefur Dulles kennt kín- verskum ratsjám. Favrel seg- ir að sjálfStæðisherinn geti hlýtt á öll fjarskipti flugvél- anna og varnarliðsins í virkis- bænum, og þar sem þau fari ekki fram á dulmáli, fái hann allar þær upplýsingar sem hann þurfi til að miða byssum sínum rétt. Hann bend- ir einnig á, að engin af þeim loftvarnabyssum, sem Frakk- ar hafa tekið herfangi, hafi verið búin ratsjá. Kínverjar Dulles „En herra Dulles", segir Favrel, „sem hefur svo lítið álit á skothæfni hermanna Viet Minh, heldur sér við Kínverj- ana sína. Hann hefur komið þeim fyrir á vígvellinum og gert þá að ratsjármönnum, símriturum, bifreiðastjórum, tækniráðunautum osfrv. „Hann hefur sett yfir þá hershöfðingja, sem hann gefur nafnið Lí Sénhú, en það nafn hefur hann grafið upp úr ruslakistu þeirri, þar sem geymdar eru minningax-nar um afrek hersveita Sjang Kajséks frá því að þær héldu Indó Kína norðan 16. breiddarbaugs her- numdu. (Það var árið 1945. — Þjóðv.) Frakkar neita „En það vill svo illa til, að njósnadeild herstjórnarinnar í Tonkin, sem er öllu betur sett en Pentagon (aðalbækistöðvar Bandaríkjahers í Washington — Þjóðv.) til að vita hvað er að gerast, afneitar með öllu þessum staðhæfingum. „Það má vera, að foringjar Viet Minhs fái herstjórnar- menntun sína í Kína. Það ér fullvíst að vistir og hergögn berast frá Kína. Það er sann- að, að nokkur hluti útbúnaðar- ins kemur frá Rússlandi og Tékkóslóvakíu. En hvorki yfir- heyrslur fanga né sú vitneskja sem erindrekar okkar hafa lát- ið í té, benda til þess, að einn einasti Kínverji sé í her Viet Minh. „Og enda þótt einhver orð hafi verið látin falla í Saigon og þau hafi orðið til að ýta undir Laniel að samsinna Dull- es, þá hafa þau enga stoð í veruleikanum. Sldpulagður lygaáróður „Vilji maður rannsaka, hvernig áróðui’inn er skipu- lagður í algerum blóra við staðreyndirnar, þá kemst mað- ur að raun um það, að til allr- FOSTER DULLES ar hamingju eru enn heiðar- legir liðsforingjar og hershöfð- ingjar í her okkar, sem eru Dsiles og Dicnbiesphti Framhald af 12. síðu. Það fylgdi sögunni, að Eden hefði flogið til Löndön til að leggja þessa tillögu fyrir brezku stjórnina, en hún hefði samþykkt á sunnudagsfundi sínum, að hafna henni með öllu. Brézka stjórnin hefði lát- ið í ljós þá skoðun, að Banda- ríkjamenn gerðu of mikið úr hernaðarþýðingu Dienbienphu, og auk þess bent á, að slíkar aðgerðir sem Bandaríkin færu fram á, gætu orðið til þess, að kínverski flugherinn yrði sendur á vettvang. Brezka stjórnin liafi um leið tekið fram, að brezkur almenningur muni ekki taka í mál, að Bret- ar flæktust inn í enn þá eina styrjöld í Asíu. óhræddir við að segja álit sitt á þessum aðferðum. „Fyrir þrem vikum var til- kynnt, að 20,000 manna her- flokkur væri á leið frá kín- versku landainærunum til Dien- bienphu. Þessi tilkynning var uppspuni frá rótum en hún bar þá tilætlaðan árangur. Fyrir fjórum árum, þegar misklíðin út af MaeArthur stcð sem hæst, skrifaði ég, að í Taipeh (aðsetursstað Sjang Kaiséks á Formósu — Þjóðv) væri mesta lygafréttamiðstöð heims. Ekk- ert hefur breytzt síðan. Til að spiiia fyrir friði „Það ,er hætta á því, að hin- ar kerfisbundnu rangfæ'rslur, sem fréttastofur og stjórnmála menn, heimavanir í völundar- húsi kalda stríðsins, stunda, geti orðið til þess nú þegar Genfarráffstefnan er að hefj- ast, að evðileggja samningatil- raunirnar og koma í veg fyrir þá friðargerð, sem hermenn- irnir í Indó Kína hafa rétt til að gera sér vonir um“. Sjómannafélögin í Bergen eiga skólaskipið. Ætlunin var að það færi í sumar yfir Atl- anzhaf til Baltimore í Banda- ríkjunum. Hin alræmdu McCarranlög krefjast þess, að hver farmað- ur, sem í bandaríska höfn kem- ur, hafi sérstaka vegabréfs- áritun og hún er ekki veitt, ef nolckur grunur er á, að far- maðurinn eða ættingjar hans aðhyllist skoðanir, sem Banda- ríkjastjórn telur sér hættuleg- ar. Drengirnir á skólaskipinu Gengur beiur fyrir ausfan j Stjórnarvöld Austur-Beriínar hafa ákveðið að Ijuka við þeg- ar á næsta ári að hreihsa rúst- irnar í borgarhlutanum, og er það allmiklu fyrr en áður liafði verið taiið að væri hægt. Flataimál Berlínar er 884 íerkílómetrat’, þaraf er Austur Berlín 403. Rústirnar sem ryðja þurfti og flytja á burt voru í stríísiok 20 miílj. rúm- metrar að ummáli. Þar af' er enn eftir að ryðja burt 6 millj. rúmmetra. 2000 manns vinna að því að hreinsa ríist- irnar, auk fjölmargra sjálf- boðaliða. I Vestur-Berlín er talið, að rústirnar verði ekki ruddar að fullu fyrr en árið 1960. Frú Athalie Neuvelle í Angou- leme i Frakklandi varð 101 árs um daginn. Þegar hún var spurð, hverju hún þakkaði það að vera ern og hress þrátt fyrir þennan mikla aidur, svaraði gamla kon- an: „Eg hef alltaf tekið koniak framyfir meðalasullið frá þessum læknum“. myndu allir þurfa að fara til Oslóar og láta embættismenn bandaríska sendiráðsins þar spyrja sig í þaula, en slík ferð myndi kosta samtals um 10.000 n. kr. og mundi þar að auka leiða til þess, að sumir þeirra fengju ekki áritun. — Félag norskra útgerðarmanna hefur snúið sér til stjórnarinnar og bandaríska Sendiráðsins og beð- ið um, að gerð yrði undanþága frá lögunum, en sú beiðni hef- ur engan árangur borið. Bandaríkj astjórn óttast ; 200 norska skóladrengi Bandaríkjastjórn telur sér stafa mikil hætta af 200 norskum drengjum sem læra sjómennsku á skólaskipinu Statsraad Lemkuhl, og hefur því neitaö þeim um leyfi aö Koma í bandaríska höfn Fo?sætisiáðhe;ra£'«mdiu:iim í Colemho samþykkir ályktusi um 2dð í Ináó ISína Forsætisráðherrar Indlands, Pekistans, Ceylons, Burma og Indónesíu, sem nú eru á fundi í Colombo, samþykktu í gær ályktun um friöargerð í Indó Kína. 1 ályktun forsætisráðherra Asíuríkjanna fimm cr nákvæm- lega fylgt tillögum Nehrus um friðargerð í Indó Kína, sem hann lagði fram í síðustu viku, en jxær voru: Frakkar afsali sér öllu tilkalli til yfirráða í Indó Kína, tafarlaust verði lýst yfir vopnahléi, liafnir verði beinir samningar milli stríðs- aðilja og Bandaríkin, Sovétrík- in, Bretland og Kína skuld- bindi sig til að hætta hernað- araðstoð við þá. Oegn bandarískri ásælni. Fréttaritari New York Tim- es í Colombo, Robert Trumbul, símar blaði sínu, að ljóst sé, að í þeim Asíulöndum, sem eiga fulltrúa á ráðstefnunni, þ. e. Indlandi, Pakistan, Ceylon, Burma og Indónesíu, óttist menn alls ekki kommúnismann, en séu hins vegar uggandi yfir ásælni Bandaríkjanna. Trumbul segir: „Ef trúa má skrifum blaða hér, þá vilja þessir Asíumenn í rauninni, að Viet Minh, sem kommúnistar stjórna, beri sig- urorð af Frökkum í Indó Kína, aðeins vegna þess að þessi hreyfing er þjóðernissinnuð öðrum þræði.“ Starfsmenn sovézka sendi- ráðsins í Canberra liéldu i gær af stað heimleiðis með áströlsku skipi, sem mun flytja þá til Southampton. Starfs- menn áströlsku sendisveitarinn- ar í Moskva héldu af stað með lest frá Moskva til Leningrad og Helsingfors í gær. Sjólfstæðishreyflng Indó Kíncs fær fulltrúa á Genfarfundinum Enn þrálátur orSrámur um oð Frakkar muni geta fallizt á skiptingu landsins Frá því var gengiö endanlega í gær, aö fulltrúar sjálf- stæöishreyfingar Indó Kína sitji þá fundi ráðstefnunnar í Genf, sem fjalla um Indó Kina. Leppar Frakka í Indó Kína óttast að svo kunni aö íara aö samiö verði um skiptingu landsins í Genf. Orö'- rómur um það hefur þó enn ekki verið staöfestur. í fyrraclag höfðu Bidault og Molotoff orðið ásáttir um, að stórveldin fimm, þrjár lepp- stjórnir Frakka í Inöó Kina og sjáifstæðishreyffng landsins skyldu eiga fu’.Itrú.a á fundiíh- um, þegar fjallað verður um Indó Kína. Eftir var að fá samþykki Bao Dai, franska leppkeisarans í Viet Nam, og voru gerðir út sendimenn á hans fund í gærmorgun, en hann dvelst nú í Cannes á Mið- jarðarhafsströnd Frakklands. Féllst hann á þessa tilhögun. Orðróimir um skiptingu. Eins og sagt var frá í blað- inu í gær, hafa fréttaritarar í Genf skýrt frá því, að Frakk- ar muni fúsir til að semja um vopnalílé í Indó Kína, ef land- inu yrði skipt á milli þeirra bg sjálfstæðishreyfingarinnav. Þessar fréttir hafa ekki verið staðfestai', en frá Hanoi berast fréttir um, að þar sé mikiil uggur í frönskum leppum um að Frakkar kunni að fallast á skiptingú landsins, sem þá myndi undir öllum kringum- stæðum þýða að Rauðárdalur allur og þarmeð Hanoi yrði á yfirráðasvæði sjálfstæðishreyf- ingarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.