Þjóðviljinn - 30.04.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.04.1954, Blaðsíða 8
_ WÓÐVILJINN — Föstudagur 30. apríl 1954 flfgreilsla Þjéðviljans vexðuí lokuS hk Mukkan Íð i.h. 1. maí. iðemiiNN Skólagarðar Réykjavíkur Starfa sem aö undanfornu frá 15. maí til sept- emberloka. Aldurstakmark er 11-14 ára. Umsóknareyöu- blöð liggja frammi í gagnfræða- og barnaskólum bæjarins, skrifstofu fræöslufulltrúa, Hafnarstræti 20 og skrifstofu bæjarverkfræðings, Ingólfsstræti 5 Ræktunárráðunautur Reykjavikur. r~ Kvenfélagið Hringurinn: Happdrætti tí! ágóða íyiif Baxnaspítaiasjóðinn 1. Málverk eftir Kjarval. 2. Málverk eftir Jóhannes Jóhannesson. 3. Þvottavél, kr. 3.620,00. 4. Flugfar til Hamborgar kr. 1.778,00. 5. Gólfteppi, indverskt kr. 1500,00. 6. Radering, eftir Baron (franskur). 7. CBoiler-rafmagnssteikarofn kr. 1.000,00. 8. Hárþurrka kr. 380,00. 9. Straujárn kr. 210,00. 10. Kökuspaði, ítalskur, kr. 200,00. Verð kr. 5,00. — Dregið verður 10. maí. Fullorðnir og börn, sem vinsamlegast vilja selja happ- drættismiða, vitji þeirra að Hótel Borg, suðurdyr í dag og á morgun kl. 2—6. Góð sölulaun S.G.T. S.G.T. FÉLAGSVÍST 0G DANS í G.T.-húsinu í kvöld kl. 9 stundvíslega Gömln og nýjn dansamir Carl Billich stjórnar hljómsveitinni Aögöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 3355. Vmsamlega komið snemma til að forðast þrengsli Þjóðviljaníi vantar nnglmg um næstu mánaðamót til að bera blaðið til kaupenda á Grímsstaðaholti HÓDVILJINN, Skólavörðustíg 19, sími 7500 # ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl FRtMANN HELGASON BENEDIKT JAKOBSSON Þfálf un Ég gat þess í upphafi máls míns, að íþróttamaðurinn yrði að hafa á því nokkrá þekkingu, hvaða eiginleikar væru honum vænlegastir í hverri sérgrein, til góðs árangurs. Á ég þar við, kraft, mýkt og hraða. Sér- þjálfun stefnir að því að æfa og þroska þessa séreiginleika og samleik tauga og vöðva. Vitað er( að vilji einhver ná hámarksárangri í vöðvaþjálfuu, verður álag viðkomandi vöðva að nálgast hámarlsáreynslu. Vöðvarnir verða sern sagt að yfirvinna meiri mótstöðu, en þeir eru vanir við, til að verða sterkari. Vöðvana er hægt að láta vinna á tvennan hátt, þ.e. a.s. í kyrrstöðu, og í hreyfingu. Með öðrum orðum, það er hægt að styrkja vöðva með því að halda ihonum samandregnum æ ofan í æ, vinni hann á móti á- kveðinni þyngd, og það er líka hægt að láta hann starfa að samdrætti og slökun á víxl, gegn sömu þyngd. Framfarir, hvað kraft snertir, verða svip- aðar. Nú er því svo farið í ýmsum greimrm íþrótta, að orkan verð- ur að birtast leiftursnöggt, eða explosivt. Sprengifimur við- bragðsflýtir er að öðrum þræði erfanlegur, og að hinu leytinu er hægt með snerpu og við- bragðsæfingum að auka þenn- an meðfædda eiginleika, sér í lagi, sé það gert á vaxtar- skeiði mannsins. Æfingar m?ð þunga hnetti, sandpoka, lóð og fleira eru vel til þess fallnar að auka. vöðvaorkuna. Sé oft æft með léttu álagi, þ. e. a. s. lítilli byrði, verður orkan sprengifim, en sé oft æft með þungri byrði, verður oik- an átaksþung. Mýktarþjálfun er ekki fyrst og fremst í því fólgin að tevgja vöðvana og auka einhliða hreyfividd hinna ýmsu liða- móta og þá^oft og tíðum á kostnað góðrar reisnar heldur að samst.illa hreyfihæfni lið- anna. Góð hreyfitælcni og þá um leið hreyfihæfni, byggist á því frumskilyrði, varðandi mýktar- þjálfun, að vöðvarnir hafi eðli- lega hvíldarlengd, séu eðlilega spenntir og auðveldlega teýgj- anlegir. Við ák\eðið starf. Við ákveðið starf er rétt að skipa vöðvunum í samverkandi og gagnverkandi vöðva. Töku.m dæmi: Þegar hnénu er lyft við hlaup eða stökk, vinna eða dragast saman beygivoðvnr mjaðmarliðsins, í þessu tiJiiíi eru þeir samverkandi við hreyí- inguna. Gagnvérkindi eru hins- vegar vöðvarnir atta.i á iær- leggnum og á sitjandanurn. Starf þeirra vöðva, sem lyfta h-aénu, er þríþætt. Fyrsta: Þeir verða að yfirvinha og jyfta þyngd fótarins. Annað: Þeir þurfa að yfirvinna spennu vöðvanna (tonus). Þriðja: Þeir verða að yfirvinna vaxandi mótstöðu fyrrnefndra gagn- verkandi vöðva, en mótstaða þeiiTa vex því meir. sern þeir eru teygðir nær endamörkum teygjanleika síns. Gildir þar sama lögmál og um gúmmí- band. Af þessu er það skiljanlegt, að þab eru tVær leiðir til þess að auka hraðá hnélyftunnar: Önnur er að auka kraft beygi- vöðvanna og sprengifimi, hin er að leitast við að skapa vöðv- unum eðlilega speimu og æfa upp sem rnýkst viðnáni hinna gagnverkandi vöðva. Rólegar teygjuæfingar, sem enda með seigu átaki, en ekki rykk eða htiykk, er bezta aðferðin til þess. Uppbyggjandi þjálfun. Að æfa upp hraða einhvers viðbragðs er vitanlega það sama og að æfa upp stíl eða tækni. Hraði einhvers viðbragðs vex í réttum hlutföllum við kraft og hreyfitækni. Því nær sem einhver hreyfing eða hreyfingar nálgast að vera gerðar af 100% samverkandi voðvum, því betri árangur og- því minsii orkueyðsla. Þýðingarmesta þjálfunin er hin svonefnda uppbyggjandi þjálfun. Henni er ekkert óvið- komandi. Fyrsta slig hennar er heilsurækt á víðtækum grundvelli. Annað stig er margslungin þol- og brekþjálf- un, og því aðeins að þessa hafi verið gætt, og viðkomandi úr- skurðaður heilbrigður af ser- fróðum lækni, hefst þriðja stig þjálfunarinnar ,sem er séileg þol-, þrek- og tækniþjálfun. Það sem ég vil undirstrika með þessu, er, að því aðeins að líkaminn sé fyllilega heil- brigður, og alhliða þjálfaður, þolir íþróttamaðurinn að spenna afreksgetu líffæraur.a að yztu mörkum mannlegrar „getu, og þo aðeins stuttan tíma í einu. Margra ára reynsla cg rnarg- víslegar rannsóknir sýoa, að hámarksgeta í íþróttum er fyrst og fremst ’ltomin undir persónulegum eiginleikum, sem gefa sig til kynna í óvenjulegri starfshæfni hinna ýmsu líffæra líkamans, og að hinu leytinu byggist afreksgetan á mark- vissri margra ára þjálfun. Að verða afburðamaður í einhverri íþróttagrein, eins til dæmis Zatopek, er raunar ekki meira að býsnast yfir en að einn er svarteygur og annar bláeygur, en hvorttveggja fer eftir vissum erfðalögrnálum. Zatopek og margir fleiri í- þróttamenn hafa feagið alveg óvenjulega hæfileika í vöggu- Framhald á 11. síðu. Imtanféiagsméi KR í ksinglu- ©g sSeggjukasii Frjálsíþróttadeild KR hefur auglýst innanfélagsmót í kringlukasti og sleggjukasti á morgun kl. 3 e. h. Félagið hef- ur áður í vor haldið mót þar sem keppt var í sömu greinum. Úrslit urðu þá þessi: Kringlu- kast: 1. Þorsteinn Löve 46.35, 2. Friðrik Guðmundsson 46.24, 3. Guðmundur Hermannsson 44.50, 4. Pétur Rögnvaldsson 37.38. Sleggjukast: 1. Þórður Sigurðs- son 45.07, 2. Þorsteinn Löve 40.24, 3. Pétur Rögnvaldsson 33.01. Handknafileikskeppiiiíi í Frá úrslitaleik íslandsmótsins í handknattleik milli ; Ármanns og Fram. Undirbúningsleikur fyrir Svíakeppnina fer fram í kvöld að Hálogalandi. Úrvalslið Reyk- víkinga í II. flokki, sem leik- ur við Hafnfirðinga í sama ílokki, hefur nú verið valið og er það þannig ekipað: Guð- mundur Gústafsson Þrótti, Kristinn Karlsson Á, Sigurður Sigurðsson KR, Geir Hjartar- son Val, Kristinn Jónsson Fram, Hilmar Magnússon Val, Árni Njálsson Val, Þorvarður Búason Á, og Guðmundur Axelsson Þrótti. í sambandi við leikina í kvöld verður efnt til smáhappdrættis til ógóða fyrir heimsókn Sví- anna. Svíarr.ir leika hér fjóra leiki, tvo við úrvalslið og fer annar fram inni en hinn úti, og tvo leiki við einstök félög, Ármann og Val.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.