Þjóðviljinn - 09.07.1954, Side 3
Föstudagur 9. júlí 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Tefldi á sviðinu í slóru leik-
húsi á alþjóðamótinu í Praha
Tilgangslaust að taka þátt í skákmóti nema menn
hlaupi 100 metrana á minna en 15 sekiíndum!
Friðrik Ólafsson kom heim í fyrrinótt eftir þátttöku
sína í alþjóðaskákmótinu 1 Tékkóslóvakíu, en þar tefldi
hann með miklum ágætum, vann 9 skákir, gerði 5 jafn-
tefli og tapaði 5 — og varð sjötti í röðinni í hópi 20 úr-
valsmanna, þar á meðal beztu skákmanna Austurevrópu-
landanna, annarra en Sovétríkjanna.
Fréttamaður Þjóðviljans náði
tali af Friðriki í gær og spurði
hann um tilhögun mótsins.
— Fyrst voru tefldar 6 um-
ferðir í Praha, þá 8 i Mari-
anske Lasne og loks 5 í Praha.
í Praha var teflt í stóru leik-
húsi, Radio-Palads. Sátum við
þar á sviðinu, en áhorfendur i
sætum allt i kring, og var hús-
ið venjulegast fullskipað. Kom-
ið var fyrir sýningarborðum,
einu fyrir hverja skák, þannig
að áhorfendur gátu fylgzt vel
með öllu sem gerðist og var
þar einnig gefið upp hvern
tíma hver taílmaður hefði not-
að. Einnig voru sumir áhorf-
endur- með kíkja til þess að
geta fylgzt enn betur með gerð-1 . ' ' -t
um okkar sem á sviðinu sátum. , ' ■' ®
Einn bezfi áæfiunarbiii landsins fek-
iiesi í ncfkun á VesffjarCaleiðinni
Nýr glæsilegur bíll hefur verið tekinn í notkun á áætl-
unarleiöinni zxlilli Reykjavíkur og ísafjarðardjúps.
— Mótið hefur þannig vakið
mikla athygli?
— Já, skákáhugi er greini-
lega mjög mikill þarna eystra.
Það kom þó nokkrum sinnum
fyrir að áhorfendur klöppuðu,
þegar þeir töldu að sérstaklega
vel hefði verið teflt.
— Var þetta ekki erfiðasta
mót sem þú-hefur tekið þátt í?
— Jú, það er óhætt að segja
það. Það þarf geysilegt þrek
til að taka þátt í slíkri keppni
og geta haldið fullum kröftum
til loka. Satt að segja fann ég
á mér þreytu þegar eftir 10
umferðir. Fyrir austan leggja
þeir mikla áherzlu á að keppn-
isskákmenn þjálfi með sér
Kkamlegt þrek, og aðstoðar-
maður Szabos sagði við mig að
ekkert þýddi fyrir menn að
taka þátt í skákkeppni af þeir
hlypu ekki 100 metrana undir
15 sekúndum!
— Hvað ert þú lengi' að
hlaupa 100 metrana?
— Eg hljóp þá nú einhvern
tima á 13 sekúndum, sagði
Friðrik og brosti. En þetta er
alveg rétt hjá þeim. Slík keppni
reynir ekki síður á líkamsburði
og þjálfun en hugann, maour
sá að þeir vönustu sóttu sig
undir lokin. Mér var sagt
að Austurevrópukeppendurnir
hefðu hvílt sig og þjálfað
. líkamlega i mánuð fyrir keppn-
ina, synt og hlaupið.
— Voru ekki aðstoðarmenn
með keppcndunum til að
hugsa um biðskákirnar?
— Jú, flestir voru með slíka
aðstoðarmenn, og er það að
verða alveg fastur siður. Er
það auðvitað mikill kostur.
T. d. tapaði ég biðskák við
Kluger, en hún átti að vera
einsætt jafntefli — en ástæðan
var sú að við Guðmundur átt-
um þá biðskák báðir i einu og
cg hafði minna tóm til að
grandskoða skákina en Kluger
og aðstoðarmaður hans.
— En hefði þá ekki verið
betra að Guðmundur hefði að-
Friðrík Ólafsson
stoðað þig, eins og ráð var
fyrir gert í upphafi?
— Ja, Guðmundur segir það
En mér fannst nú einnig mik-
ill styrkur að því að annar
íslendingur tók þátt í skákmót-
inu með mér.
— Nokkur sérstök heppni
eða óheppni í mótinu?
— Það var hrein hand-
vömm í skákinni við Slhva. Eg
var með gerunna skák, þarinig
að hann var að þvi komihn
að geía hana. og ég haíði næg-
an tima. En þá lék ég herfi-
lega af mér, hef líklega verið
orðinn of öruggur. Þetta var
í 12. umferðinni og slík slysni
hefur auðvitað áhrif á mann á
eftir. Hins vegar vann ég þetta
ekki upp. með neinni hliðstæðri
heppni.
— Það hefur farið vel um
ykkur þarna eystra?
— Já, það var ágætlega um
okkur búið. Þátttakendurnir
bjuggu allir á sama hóteli, og
ég hafði þar heibergi fyrir mig.
— Voru keppendurnir ekki
flestir eldri en þú?
— Við Uhlmann, Austurþjóð-
verjinn, vorum yngstir, 19 ára.
Sigurvegarinn Pachmann mun
vera 33 ára og Szabo 38.
— Var ekki úthlutað verð-
launum?
— Jú, segir Friðrik og sýnir
vandað útvarpsviðtæki sem
hann fékk frá Tékkneska skák-
sambandinu. Pachmann fékk
mikinn plötuspilara og Szabo
kvikmyndatökuvél. Annars var
verðlaunum þannig háttað, að
menn fengu 50 tékkneskar
krónur fyrir hverja unna skák.
— Það hefur heyrzt að þú
verðir útnefndur alþjóðlegur
skákmeistari fyrir frammistöð-
una á mótinu.
En Friðrik vill sem minnst
um það tala; segir að vísu að
á það hafi verið minnzt í
Praha, en stjórn Alþjóðaskák-
sambandsins muni taka ákvörð-
un um það á sínum tíma. Og
ekki býst Friðrik við að taka
þátt í neinum meiriháttar skák-
mótum á næstunni; nú tekur
við hvíld og áframhaldandi
^kólanám.
Guðbrandur Jörundsson, sér-
leyfishafinn á þessari leið, sýndi
blaðamönnum bíl þenna i gær.
Hcfur bíllinn farið tvisvar vestur
og reynzt ágætlega, en litlu
munar að hann sleppi yfir
sumar brýrnar, vegna þess hve
mjóar þær eru og hafa því verið
tveir bílstjórar í þessum ferðum.
Bíllinn er hinn glæsilegasti og
þægilegasti, fenda mun hann
kosta hátt í 500 þús. kr. Bila-
smiðjan hefur by-ggt yfir hann
og leyst það vel af hendi að
vanda. Eru ýmsar nýjungar í
yfirbyggingunni, t. d. að sætin
sem hægt er að leggja aftur
eins og í „svefnvagninum“, eru
nú gúmmífóðruð og útilokar það
skrölt og hávaða. Sætagerð þessa
byrjaði Bílasmiðjan að fram-
leiða á s.l. vetri. Milli vélarhúss-
sínu hvað hjólunum iíður.
Lausan stiga er hægt að festa
utan á bilinn til nofkunar við
hleðslu og losun farangurs af
þakinu. Sjö hátölurum er komið
fyrir í bílnum, svo þægilegt sé
að hlusta á útvarp allsstaðar i
honum.
Lúðvík Jóhannesson framkvstj.
Bilasmiðjunnar kvað það reglu
smiðjunnar að miða vinnu sína
við það sem bezt væri fyrir
farþegana, en ekki fyrst og
fremst við hvað það kostaði, því
það borgaði sig bezt fyrir sér-
leyfishafann að farþegum hans
liði veh
Sérleyfishaíar telja það
valda miklum vanda og erfiðleik-
um að vegirnir hafa orðið á
eítir bílunum i þróuninni: eru
of mjóir. Einkum eru það ýmsar
ins og yfirbyggingarinnar er gamlar
sem erfiðleikum
komið fyrir leðurbelg er kemur valda.
í veg fyrir titring frá vélinni. *
Bíllinn er klæddur innan með
alumíni neðan glugga, en þar
fyrir of an stáli. Farangurs-
geymsla er yfir sætunum. Rúð-
ur eru að framan á yfirbygging-
unni niðri við gólf og getur þvi
bílstjórinn fylgzt með úr sæti umboð fyrir bíla þessa.
brýr
i
LangferðabíH þessi er af
Damlier-Benz gerð og eru tveir
aðrir áætlunarbilar á leiðunum
Reykjavik—Kjós og Reykjávik
—Akureyri af sömu gerð. Auk
þess 3 strætisvagnar frá sömu
verksmiðjú. Ræsir h.f, hefur
Árnesingafélagið gróðursetur 4,
trjáplöofiir á Þingvöllum
Heíur iengið tii umráSa iandspildu
í ÞjóðgarSÍRum
Á síðastliðnu ári sótti stjórn Árnesingafélagsins í Rvík
um þaö til Þingvallanefndar, að félagið fengi til umráða
landspildu í Þjóðgarðinum, er gæti oröið samastaöur fé-
lagsmanna um helgar á sumrum og við önnur tækifæri.
Nýi bíUinn á leiðinni Reykjavík — ísafjarðardjúp
dacg hefsf ferð í nýjum bíl
Þingvallanefnd tók þessari
málaleitan vel, og á þessu vori
var land þetta mælt og afmark-
að og afhent félaginu. Liggur
land þetta upo • írá svonefndu
Vatnsviki eða nánar tiltekið
upp og austur frá Vellankötlu
og niður að vatni og er um 15
ha. að stærð. Hefur félagið tek-
ið að sér að gróðursetja skóg
í þessu landi í skjóli hins lág-
vaxna kjarrs, er þar vex hvar-
vetna. Setti félagið þar niður
4500 trjáplönt.ur nú i vor, og
er skóggræðslan þar því hafm.
I tilefiji af þessum áfanga i
sögu félagsins gekkst það fyrir
skemmtisamkomu í Velhöll
laugardaginn 3. júlí. Hófst hún
með sameiginlegu borðhaldi kl..
7.30. Formaður Árnesingafé-
lagsins Hróbjartur Bjarnason
stórkaupmaður, setti samkom
una, en Þorlákur Jónsson skrif-
stofustjóri stýrði borðhaldinu.
Aðalræðuna í tilefni samkom
unnar flutti Steindór Gunnlaugs
son, lögfræðingur, sem hatði á-
samt Þorláki Jónssyni og Jóni
sál. Guðlaugssyni haft mest á
hendi milligöngu' og samrdnga
við Þingvallanefnd um útvégun
landsins af félagsins hálfu. ond
ir borðum tóku ennfremur Lil
máls dr. Guðni Jónsson, Pétur
Jakobsson, skáld, og Sig. Ó.
Ólafsson, alþm. Þess í milli
voru sungin ættjarðarlög, og
fór samsæti þetta í öllu vel og
virðulega fram.
Að loknu borðhaldi var dans
Framhald á 4. síðu.
Þeir bræður Ingim&r og Kjart-
an Ingimarssynir, sem um 10 ára
skeið hafa ekið Reykvikingum í
skemmtjferðir þeirra . um land-
ið hafa nú tekið í notkun nýjan
hópferðabíl sem búinn er öllum
þeim þægindum sem bezt þekkj-
ast bér, svo sem fullkomnu há-
talarakerfi fyrir útvarp og leið-
sögumann, rykþéttri farangurs-
geymslu, sérstaklega ■ þægilegum
Ísléiízk boka og
myndasýEiing
liinbrot í Péfa
í fyrrinótt var farið inn um
opinn glugga á rafgeymaverk-
smiðjunni Pólum hér í bænum.
Var stolið þaðan tveimur raf-
Þann 18. júrií s.l. var opnuð í
Kiel íslenzk bóka- og myndasýn-
ing á vegum háskólans þar, og
stóð hún yfir þar til 27. júni.
Voru þar sýndar samtals um
400 gamlar og nýjar bækur.
Sýningin vakti nokkra athygli
þar i borg,, en aðatlrvaþimaður-
hennar mun‘ hafa verið- íslands-
‘1. V'
vinurinn prófessor dr. Kuhn við
NorrænuÖe\|d skólans,
Sendihehra íslands í Þýzka-
landi, Villijálmur Finsen, óg
rektor skólans, prófessor dr.
Hofmarin, voru viðstaddir opnun
geymum og einhverju af fatnaði.
Ekki hefur orðið uppvist um' sýningarinnar auk margra ann-
hver þarna var að verki. j arra.
stólum fyrir hvern farþega. Auk
þess er farþegum ætlað meira
pláss hverjum fyrir sig, en hing-
að til hefur tíðkazt.
Almenningi gefst kostur á að
reyna þennan nýja og glæsilega
farkost í ferð sem þeir bræður
fara i samráði við Ferðaskrif-
stofuna Orlof h.f, i dag,
föstudag kl. 1,30 e. h. Þá verður
ekið til Þi.ngvalla og dvalizt þar
um stund en síðan snúið við- og
ekið að Heiðarbæ en þaðan verð-
ur ekið um hina undurfögru
Grafningsleið til Ljósafo.ss. og
írufossa og þar höfð viðdvöl á
meðan þáttt. skoða neðanjarðar-
stöðina. Síðan verður haldið til
Hveragerðis. Heim verður ekið
um Hellisheiði og stanzað við
Skíðaskálann í Hveradölum sera
vel er þekktur sem matstaður,
þar verður framreiddur kvöld-
verður fyrir þá farþega, sem
óska þess. Farið verður frá
Ferðaskrifstofunni Orlof h.f. kl.
1,30 e. h. í dag. Fróður far-
arstjóri verður með í ferðinni.
Æ. F. R.
Farið vcrður i skálann á
laugardag kl. 6 e. h.
Haíið samband við skrif*
stofuna, sími 7512.