Þjóðviljinn - 09.07.1954, Blaðsíða 12
afnarfir
Skattskrá Hafnarfjarðar er komin út. Gjaldendur eru
1697 og var jafnað niður nokkuð á níundu millj. króna.
Er þó um töluverða lækkun á útsvörum einstaklinga
að ræða, því þegar lagt hafði verið á eftir sama skattstiga
og í fyrra voru útsvör af tekjum lækkuð um 16,5%.
Ennfremur var felldur niður fasteignaskattur af íbúðar-
húsum. Hinsvegar voru veltuútsvör fyrirtækja hækkuð.
Veltuútsvar var lagt. á alla er
atvinnurekstur hafa, en það er
misjafnt eftir tegund atvinnu-
rekstrar og aðstöðu.
Felidur var niður fasteigna-
skattur af öllum húsum þar
sem ekki er rekin verzlun eða
atvinnurekstur. Var niðurfell-
ing slíks skatts af íbúðarhús-
um eitt af samningsatriðum
Sósíalistaflokksins við Alþýðu-
flokkinn eftir kosningarnar s.l.
vetur.
Útsvarslækkunin hjá ein-
staklingum er raunverulega
meiri, en þau 16,5% er frá var
sagt hér að framan, því auk
þeirrar lækkunar var tekið til-
lit til ýmislegs annars, t.d. hjá
þeim er stunda vinnu fjarri
heimilum sínum og ennfremur
frádráttur hjá sjómönnum
vegna hlifðarfataslits.
Þótt niðurfelling fasteigna-
skatts af íbúðarhúsum þýddi á
5 hundrað þús. kr. tekjulækk-
un hjá bæjarsjóði var þessi út-
svarslækkun hjá launafólki
möguleg vegna þess að tekjur
manna voru almennt hærri en
árið áður og vegna hærri út-
svara á fyrirtæki nú.
Þessir greiða 20 þús. kr. eða
þar yfir:
Bátafélag Hafnarfjarðar 24 þús
980
Dröfn h.f. 54 þús. 195
Dvergur h.f. 56 þús. 420
Einar Þorgilsson & Co 55 þús.
045
Fiskur h.f. 38 þús. 475
Frost h.f. 45 þús. 350
Ishús Hafnarfj. 63 þús. 885
Jón Gíslason 77 þús 460
Kaupfél. Hafnarfj. 30 þús.
Lýsi og Mjöl h.f. 86 þús. 335
Malir h.f. 35 þús. 220
Mathilde Hansen 22 þús. 100
Málningarstofan s.f. 21 þús 025
Raftækjaverksmiðjan h.f. 144
þús. 295
Sverrir Magnússon lyfsali 35
þús. 500
Venus 58 þús. 050
Verzlun Einars Þorgilssonar &
Co 28 þús. 800 ' e
Vélsmiðja Hafnarfj. 42 þús. 555
Vélsmiðjan Klettur 38 þús. 110
Þór h.f. 46 þús. 480.
Afstöðu Eisenhowers til Kína
og SÞ tekið illa í Bretlandi
Dulles hótar að beita neitunarvaldi
í Öryggisráðinu
Hin skilyröislausa andstaða við aðild Alþýðu-Kína að
SÞ, sem Esenhower lét í ljós á blaðamannafundi í fyrra-
dag, hefur mælzt mjög illa fyrir í brezkum blöðum.
Manchester Guardian komst
þannig að orði í gær, að Bretar
hefðu rn-jög veigamikií rök fyr-
ir því, að þessi afstaða Banda-
ríkjastjórnar til aðildar Al-
þýðu-Kína að SÞ væri röng
Bretar álitu, að aðild kínversku
alþýðustjórnarinnar að SÞ
mundi verða til að draga úr
viðsjám á alþjóðavettvangi.
Þjoðaratkvæiagreiðsla í
Frakklandi um E-her?
' Tíu franskir íhaldsmenn hafa lagt fram tillögu um, aö
efnt verði til þjóöaratkvæðagreiöslu í Frakklandi um
Evrópuherssamningana.
I greinargerð fyrir þessari
tillögu segja þeir, að samning-
I Þórsmörk og
Landmannalaugar
Guðmundur Jónasson og ferða-
skrifstofan Orlof efna til ferða
í Þórsmörk og Landmannalaugar
um helgina, og verður Jagt af
stað í báðar kl. 2 á morgun og
komið aftur á sunnudagskvöld.
Þórsmerkurbíllinn mun freista
þess að aka inn að Stórasandi
sem er inni undir jökli, en tjald-
að verður í Langadal sem flest-
ir þekkja.
arnir um Evrópuherinn séu að
kljúfa frönsku stjórnmálaflokk-
ana í tvennt og gera ókleift að
mynda stjórn með stöðugan
meirihluta þingsins að baki sér.
Slík þjóðaratkvæðagreiðsla
myndi krefjast breytingar á
frönsku stjórnarskránni, en til-
lögumenn segja, að það sé betra
að breyta stjórnarskránni, ef
með því móti mætti skapa ör-
uggan grundvöll fyrir afstöðu
þingmanna til þessa mikia deilu
máls, en að láta það ógert og
glundroðann halda áfram.
Parísarblaðið L’Express, sem
talið er standa nærri Mendés-
Framhalcf á 11. siðu.
Hvenær hefjast áæliunarferðir til
Patreksfjarðar og Bildudals
I sambandi við það að einn bezti áætlunarbíll lands-
ins hefur nú verið tekinn í notkun á áætlunarieiðinni til
Vestfjarða (Isafjarðardjúps) spurðu blaðamenn Guð-
brand Jörundsson sérleyfishafa hvenær hann ætlaði að
byrja áætlunarferðir til Patreksfjarðar.
Guðbrandur kvað ekki standa á sér, en cnn væri veg-
urinn í Kollafirði slíkur að ekki væri gerlegt að hefja
áætlunarferðir.
Hinsvegar vita allir að Barðstrendingar, Patreksfirð-
ingar og Bílddælingar vænta þess fastlega að vegamála-
st.jóri láti gera veginn bílfæran svo vegurinn opnist
sem fyrst nú sumar.
4>.
-4
News Chronicle sagði, að
þessi afstaða Bandaríkjastjórn-
ar gæti orðið til að loka öllum
samkomulagsleiðum og Tlie
Scotsman komst þannig að
orði, að „yfirlýsingar sem
þessi legðu mjög erfiða tálma
í veg fyrir samvinnu Bretlands
og Bandaríkjanna.“
Einnig í Bandaríkjunum.
Hin tvístígandi afstaða Eis-
enhowers til kröfunnar um að
Bandaríkin segðu sig úr SÞ,
ef Kína fengi upptöku, var
einnig gagnrýnd í áhrifamikl-
um bandarískum blöðum. Wash-
ington Post-Times-Herald sagði
í gær, að forsetinn héfði átt
að taka af öll tvímæli um það
að Bandarikin mundu ekki
Framhald é 8. síöu.
Föstudagur 9. júlí 1954 —
19. árgangur
150. tölublað
Reiknar Jén Sxal börnunum vinn
una til skuidar?
Hjá Bæjarútgerð Reykja-
víkur hafa verið börn í vinnu
við skreiðina. Hafa börnin
sem eru undir 11 ára aldri
fengið sarna kaup og 12 ára
börnin, eða kr. 7,80.
í gær fengu yngri börnin
hinsvegar enga peninga,
heldur miða sem á stóð að
þau hefðu fengið þetta og
þetta ofgreitt í kaup og væri
þeim talið þetta eða þetta
mikið til skuldar. Mun t.d.
einum drengnum hafa verið
reiknaðar yfir 600 kr. til
skuldar.
Vakti þetta mikla óánægju
og reiði í gær. Ekki vegna
þess að menn krefjist að
börn innan 12 ára fái sama
lcaup og eldri börn, heldur
sætta menn sig ekki við
svona kauplækkunaraðferð,
né heldur það að börnin séu
krafin um sem skuld það
kaup er þeim hefur óumbeð-
ið verið greitt.
Vígbúnaðurinn er að ríða
efnahag Dana að fullu
Hervæðingarbyrðarnar, sem þátttakan í Atlanzbanda-
laginu hefur lagt á dönsku þjóðina, eru nú algerlega að
sliga hana
Gjaldeyrisforði danska Þjóð-
bankans hefur minnkað mjög í-
skyggilega að undanförnu og var
þegar síðast fréttist aðeins 23
millj. d. kr. Sósíaldemokrata-
stjórnin, sem nú situr við völd
í landinu, hefur gert ýmsar ráð-
stafanir, sem að hennar áliti eru
til þess fallnar að bæta úr þess-
ari gjaldeyrisþröng. Vextir hafa
m. a. verið hækkaðir verulega.
Hríðarveður og
hellirigningar
Mikið óveður hefur geisað
suður í álfu undanfarinn sólar-
hring. 1 Ölpunum liefa verið
hríðarveður og fjallaskörð milli
Austurríkis, Sviss og Italíu
teppzt. I dölum hafa verið úr-
hellisrigningar, víða flætt, og
skriðuföll orðið. Sömu sögu er
að segja frá Suður-Þýzkalandi.
Samkór Reykjavíkur gergi
góSa ferð usn Norðurðend
Samkór Reykjavíkur fór til Finnlands 12. júlí aö taka
þátt í söngmóti er Finnar efndu til. Kórinn söng einnig
i finnska útvarpið og það sænska og tók þátt í samnor-
rænu söngmóti í Ósló á heimleiöinni. Fékk kórinn hvar-
vetna hina beztu dóma.
og var söng íslendinganna tek-
ið hið bezta.
Frá mótinu var haldið til
Abo og sungið þar, þaðan til
Stokkhólms og sungið í sænska
útvarpið. Ekki mun þe;m söng
hafa verið útvarpað enn, en
það mun þá verða gert á
næstunni.
Á samnorræna söngmótinu x
Ósló voru kórar frá öðrum
Norðurlöndunura. Stóð mótið
dagana 25.-27. júní. En sem
fyrr báru gagnrýnendur mikið
lof á söng kórsins.
Kórinn söng e:ngöngu ís-
lenzk lög, og vöktu t. d. tví-
söngslögin fornu mikla athygli.
Undirleikari var Gisli Magnús-
son, og lék hann einnig einleilc,
Meðal þeirra verka sem hann
flutti voru Glettur Páls ísólfs-
sonar og sónata eftir Jón Þór-
arinsson.
Söngstjóri var Róbert Abra-
ham Ottósson, en fararstjóri
Gísli Guðmundsson. Þátttakend
ur voru 49, og láta allir mjög
vel yfir förinni. Komu flestir
heim í gærmorgun, en nokkrir
staldra lengur við í útlandinu.
Um 3 ferðir aS
velja hjá Ferða-
Þjóðviljinn hafði í gær tal
af Jónasi Eggertssyni, er var
í fararstjórn, og innti hann
frétta af förinni. Hann sagði
að kórinn hefði fyrst sungið
í tónlistarskólanum í Helsing-
fprs við ágætar viðtökur. Hins-
vegar var söngurinn ekki fjöl-
sóttur, enda lék fiðlusnilling-
urinn mikli David Oistrak
í borginni sama kvöld, og bar
sigur úr býtum í samkeppn-
inni um áheyrendur. Næst
söng kórinn inni í landi, í
borginni Lahti; en 17. júní
var haldið vatnaleiðina svo-
nefndu til Jyváskyla, þar sem
söngmótið var haldið. Þar var,
auk finnskra kóra, norskur
kvennakór, sænskur kór og
þýzkur. Stóð mótið þrjá daga,
Þessar ráðstafanir hafa komið
fyrir ekki, en krafan um, að
dregið yrði úr hervæðingarkostn-
aðinum hefur sífellt orðið há-
værari, jafnvel innan stjórnar-
flokksins.
í gær barst frétt frá Kaup-
mannahöfn um að stjórnin hefði
loks ákveðið að stytta herskyldu-
tímann úr 18
í 16 mánuði,
en reiknað hef-
ur verið út, að
slík stytting
myndi spara
„ ,.y,ríkinu hundr-
uð milljóna kr.
, útgiold árlega.
m H. C. Hansen,
H. C. Hansen
utanríkisráðh.,
hefur kvatt
sendih. Dana í
helztu löndum Ailanzbandalags-
ins heim til viðræðna, og er á-
litið, að hann vilji kanna undir-
tektir stjóma A-bandalagsríkj-
anna við slíka ráðstöfun.
félaginu
Um þessa helgi geta menn
valið milli þrigja ferða með
Ferðafélagi íslands.
Ein ferðin er austur í Þórs-
mörk. Tekur hún 2 Vz dag, kom-
ið aftur á mánudag. Önnur ferð-
in er í Landmannalaugar. Verð-
ur gist þar í skála Ferðafélags-
ins. Umhverfi þar er fagurt og
sérkennilegt. Sú ferð tekur hálf-
an annan dag. Verður lagt af
stað í báðar ferðirnar kl. 2 e. h.
á laugardag. Þriðja ferðin er 6
daga sumarleyíisferð inn á Kjöl.
Verður gist í sæluhúsum Ferða-
félagsins í Hvítárnesi, Kerling-
arfjöllum, Þjófadölum og Hvera-
völlum. Þeir sem vilja geta haft
með sér skíði og dvalið í Kerl-
ingarfjöllum meðan aðrir fara
um Önnur svæði.