Þjóðviljinn - 09.07.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.07.1954, Blaðsíða 4
'A) — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 9. júlí 1954 Knötíurinn er yfirleitt ákaflega mikið út af — — Loðið mál á bráðabirgðalögum PÉTTJR fær hann og sendir hann til Halldórs, en of hátt, og knötturinn fer út af. ... Kom við hann með hendinni cig gefin aukaspyrna á Akra- nes. Er nú hættulegt hjá Akranesi, en Þórður nær knettinurn. Hann missir hann og hann fer út af; knötturinn er yfirleitt ákaflega mikið út af. . . . fer í bakið á Halldóri, og fær hann heilmikið högg í bakið.... Norðmenn táka háspyröu. Ðybwad nær knétt- irium og spymir, en yfir stöng.... Það ætlar lítið sögulegt að gerast; um 25 mínútur eftir af seinni hálf- leik og ekkert mark verið skorað. Ég minnist þess ekki að Akumesingar hafi leikið klukkutíma hér á vellinum án þess að skora mark.. . . Rík- arður hleypur fram með knöttinn, gefur hann tll Hall- dórs, en hann missir hann og hann fer út af. Knötturinn er yfirleitt • ákaflega mikið út af. ÞANNIG LÝSTI Björgvin Schram seinni hálfleiknum milli Akurnesinga og Norð- manna í fyrrakvöld. Maður sat við útvarpstækið og hlust- aði af spenningi, enda þótt maður væri náttúriega ný- kominn af vellinum þar sem maður stóð augliti til auglitis við kappana, en lýsingunni ekki útvarpað fyrr en seinna. En Bæjarpósturinn lagði eitt sinn stund á knattspymu, með þeim árangri að honum hefur verið fremur lítið gefið um íþróttina síðan. Svo bra hann vana sínum í fyrrakvöld til að sjá hvemig áhorfendur höguðu sér. Og það vom nátt- úrlega mikil hróp og köll, og einn sagði þegar honum þótti klaufadómurinn keyra úr hófi: Þverleikurinn hjá fúl- bökkumnum —. meiri leikur- inn. Fyrir framan Póstinn stóð gamall maður feitur sem á heima inni á Barónsstíg. Hann þurfti mikið að teygja sig, af því hann er svo lítill, og skrýtið að sjá hvernig fyrra. Með slíkar þjóðfélags- aðstæður að baki kom 11. þing verkalýðsfélagasambands Sovétríkjanna saman. Nauðsyn friðar 1 lokaályktun sem þingið sam- þykkti segir að verkalýðsfélög Sovétríkjanna séu trú al- þjóðahyggju sósíalismans og það feli stjórn verkalýðsfé- lagasambandsins að sjá um samvinnu þess við. Alþjóða- samband verkalýðsfélaganna. Ennfremur segir þar að verka lýðsfélög Sovétríkjanna álíti það æðstu skyldu sína að styðja alþýðu allra landa í baráttu hennar fyrir bættum kjömm, friði og lýðræði. I ræðu sem Níkólaj Svémík, forseti sambandsins, hélt lagði hann sérstaka áherzlu á auð- syn góðrar vináttu milli al- þýðu Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. — (New Times). hálsinn á honum titraði. Rétt í le:kslok flaug önd lágt inn yfir völlinn og stefndi beint á mark Akurnesinga. Það Virtist ætla að verða mark eftir allt saman. 'En það varð ekkert mark. Hún fór yfir þverslá. k OT V ARPSHLÚST ANDI skrif- ar: „Fyrir fáum kvöldum skýrði Ríkisútvarpið frá því, að nú yrðu lesin nýútgéfini bráðabirgðalög, náttúrlega staðfest af forseta. Þvínæst hóf þulurinn lestur á klausu einni, sem var þvílíkt orða- og hugsanaþvogl að nær eins- dæmi -má kalla -— jafnvel frá hendi þessara sömu stjórnar- valda. Tilefni þessarar nýj- ustu lagasmíðar er það, að vinnubrögð þau sem utanrík- isráðherra landsins var m.a. skikkaður til að gegna með „forsetaúrskurði" 1953, reynd- ust lögleysa ein og markleysa. Hin nýju lög og „úrskurður“ eiga að vera bót á f’ikina. Og þá kom að hugsanaskýr- leik og móðurmálssmekk hinna æðstu stjórnarvalda. Ég fullyrði, að enginn hlust- andi hafi getað áttað sig á efni klausu þessarar, er átti að heita lög, af að heyra hana lesna í útvarp, . . Vill nú ekki Þjóðviljinn eða einhver hjálp- samur hlaupa undir bagga stjómarvaldanna og þýða þessa klausu, sem líkist aum- asta málfari frá dýpstu nið- urlægingartímum þjóðarinnar, á hversdagslegt íslenzkt mál? — Otvarpshlustandi". Á Þingvölliim Framhald af 3. síðu. stiginn um stund, en um kl. 11 birtist næsta velkominn hópur Ámesinga. heiman úr héraði. Vom það söngmenn úr Hreppa- kórnum með hinum vinsæla söngstjóra sínum, Sigurði bónda Ágústsyni í Birtingaholti. Að lokum var dans stiginn til kl. 2, og skemmtu menn sér hið bezta. Það hefur verið sagt og sjálf- sagt ekki alltaf að ástæðulausu, að erfitt sé að halda skemmtan- ir í nágrenni Reykjavíkur og víðar, þannig að þær fari sóma- samlega fram. En annaðlivort er þetta orðum aukið, að því er Þingvelli snertir, eða Árnes- ingafélagið hefur verið sérstak- lega heppið, nema hvort tveggja sé. Fór þessi samkoma félagsins í Valhöll í alla staði prýðilega fram og án allrar ó- reglu. Er ástæða til að leggja áherzlu á það hér, því að nóg mun vera af hinu, sem miður fer, og það sjaldnast látið liggja í láginni. Á sunnudaginn söfnuðust þeir Ámesingar, sem staddir voru á Þingvöllum, saman í landi félagsins, dvöldust um stund og nutu sólar og fegurð- ar Þingvalla. Hér er valinn staður fyrir Árnesinga austan f jalls og vestan að koma sam- an, rif ja upp gamlar minningar og treyBta vináttuböndin. I vor vora lagðir undir plóginn 6 milljón hektarar óræktarlands í Síberíu og sovétlýðveldinu Kasakstan. Vélar þær sem sýndar era á mynd inni áttu að fara til Altaisvæðisins, og meðal farangursins voru bráðabirgðavistarverar fyrir þær tugþúsundir manna sem fóra þangað austur í vor til að erja jörðina. leggur áherzlu á friS og bœffa sambúS þjóSa Ellefta þingi Verkalýðssam- bands Sovétríkjanna lauk í Moskvu 15. júní sl. Fulltrúar voru alls 1364 og fóru þeir með umboð 40.400,000 með- lima verkalýðsfélaga hvaðan- æva að úr Sovétríkjunum. Meðal fulltrúanna voru námu- menn, vélfræðingar, dráttar- vélaökumenn, skó’akennarar, leikarar, rithöfundar osfrv. Verkalýðsfélög í Sovétríkjun- um eru samtök alls vinnandi fólks, hvort sem það vinnur líkamlega erfiðisvinnu eða aðra vinnu. Inntökuskilyrði eru ekki önnur en þau að sá sem um inntöku sækir vinni eitthvert þjóðnýtt starf. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá síðasta þingi verka- lýðsfélaganna hefur meðlíma- tala þeirra aukizt um þvínær 12 milljónir og er nú rúm- lega 40 milljónir. Þau eru stærstu og umfangsmestu fé- lagssamtök í Sovétríkjun- um. Verkalýðsfélögin þurfa ekki að berjast með hnúum og hnefum fyrir að verkamenn fái sómasamleg laun vegna þess að andstæðar stéttir eru ekki lengur til í Sovétríkjun- um. Verkalýðsfélögin ákveða kaupgjald í samráði við ráðu- neyti það sem sér um áætlun- arbúskap atvinnuveganna. — Verkalýðsfélögin skipuleggja viðleitni meðlima sinna til að auka framleiðslu landsins og bæta þar með efnahag verkamanna og þjóðarinnar allrar. Þetta gera verkalýðs- félögin með því að stuðla að notkun nýrra véla, fljótvirk- ari vinnuaðferðum, aukinni leikni þeirra verkamanna er með vélum vinna, og með því að vinna að stöðugt meiri menningarþroska verkamanna. Aukin framleiðsla er verkamönnum { hag Þar sem öllum andstæðum stéttahagsmunum er útrýmt í Sovétríkjunum hafa verka- menn einungis hag af aukinni framleiðslu. Þetta er grund- völlur þess vinnuskipulags sem mest tííkast í Sovétríkj- unum: ákvæðisvinnunnar. — Verkamenn hafa sjálfir skipu- lagt hina svokölluðu stakhan- of-hreyfingu sem miðar að því að kenna verkamönnum fljót- virkari vinnuaðferðir og gera þeim þannig kleift áð auka framleiðsluna. Verkalýðsfé- lögin hafa á hendi yfirstjórn og eftirlit þessarar hreyfing- ar sem hefur lagt drjúgan skerf til þeirrar blómgunar Níkólaj Svérnik forseti Alþýðusambands Sovétríkjanna. hins sósíalistíska efnahagslífs Sovétríkjanna sem raun ber vitni um. Hið vinnandi fólk nýtur wiðugs menningarlífs Eitt höfuðhlutverk verkalýðs- félaganna í Sovétríkjunum er að auka menningarþroska fé- laga sinna og gera þeim kleift að verða aðnjótandi allra á- vaxta hinnar nýju menningar sósíalisraans. I þeim tilgangi er lögboðinn átta stunda vinnudagur og við erfiða og hættulega vinnu, t.d. ,námu- gröft, er hann ekki nema 4 stundir. Reglan um sömu laun kvenna og karla fyrir sömu vinnu gildir alls staðar. Verldýðsfélagasambandið hef- ur yfirráð yfir 9420 menning- arheimilum, þ.e. tómstunda- heimilum fyrir verkamenn, 13000 bókasöfnum og þúsund- um he’lsuhæla, hvíldarheimiia í og dvalarstaða þar sem verka-' menp njóta ókeypis vistar í sumarleyfum sínum. Það hef- ur og umráð yfir framkvæmd almannatrygginga, en niður- stöðutölur fjárhagsáætlunar þeirra fyrir þetta ár eru 24.700 milljónir rúblna. Réttur til gagnrýni Verkamenn í Sovétríkjunum hafa allt frá lokum bylting- arinnar sýnt vakandi viðleitni t:l að finna ráð til bóta á hag þeirra og ríkis þeirra. Án þess hefðu hinar miklu efnahagslegu og menningar- legu framkvæmdir sósíalism- ans í Sovétríkjunum tæplega verið framkvæmdar eins glæsilega og raun hefur orðið á. Rétturinn til að gagnrýna og sjálfsgagnrýni er því grundvallaratriði í lögum verkalýðsfélaganna. Margir' verkamenn á þinginu báru fram kvartanir vegna of mik- illar skriffinnsku í stjórn verkalýðsfélaganna og ónógs áhuga sumra starfsmanna þeirra fyrir starfinu. Sýndi það að verkamenn voru ein- huga um að koma í veg fyrir mistök í starfi félaganna og gera hærri kröfur til þeirra til samræmis við sífellt betri árangur í efnahagslegri og menningarlegri þróun lands- ins. Á fyrstu þrem árum þeirrar fimmáraáætlunar sem nú er verið að framkvæma, 1950-53, óx iðnaðarframleiðsla Sovét- ríkjanna um 45 af hundraði, iðnaðarverkamönnum og skrif- stofumönnum fjölgaði um 6 milljónir og kaupmáttur launa þeirra þeirra um 30 af hundr- aði á þessum þrem árum. I ár er veitt til íbúðabygginga 35 af hundraði meira en í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.