Þjóðviljinn - 09.07.1954, Side 6

Þjóðviljinn - 09.07.1954, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 9. júlí 1954 þlÓiVÍLJINN fttgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — SósiaUstaflokkurlnn. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (á.b.)t SlgurBur GuBmundsson. Blaðamenn: Ásmundur Slgurjónssoi.. Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiSsla, auglýsingar, prentamiBJa: SkólavörBustíg Í9. — SSml 7600 (8 línur). JLskriftSLrverð kr. 20 á mánuBl S Reykjavík og nágrenni; kr. 1T nnnars staðar á landinu. — LausasöluverB 1 kr. elntakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Hverjir viija bandaríska árás frá Isiandi? Þegar hernámssamningurinn var loks borinn undir Al- þingi íslendinga haustiö 1951, eftir að stjórnarskrá ís- lands hafði verið þverbrotin um vorið, bar Einar Ol- geirsson m.a. fram þá breytingartillögu að eftirfarandi ákvasði yrði fellt inn í samninginn: „Nú hefja Bandaríki Norður-Ameríku árásarstríð og skal þá þessi samningur samstundis úr gildi fallinn. Skulu Bandarikin þá tafarlaust flytja allan her sinn burt af íslandi“. Stuðningsmenn hernámsins héldu því fram að slíkt á- kvæði væri óþarft; til þess myndi aldrei koma að Banda- ríkin hæfu árásarstríð, en þeim var þá á það bent að þeim mun meiri ástæða væri til að fella þessa grein inn í samninginn ef hún væri sjálfsögö, og sízt myndu Banda- ríkin þá hafa nokkuð, við hana að athuga. Engu að síður var þessi tillaga Einars Olgeirssonar felld af öll- um þingmönnum íhaldsins, Framsóknar og Alþýöuflokks- ins — aðeins sósíalistar greiddu henni atkvæði. Nu ’er ekki að efa að ýmsir þingmenn hafa trúað því statt og stöðugt að hernám íslands væri bundiö við „varnir“ einar, að aldrei gæti til þess komið að Bandarík- in hæfu árásarstríð — þótt jafn barnalegt trúaratriði sé ekki sæmandi alþingismönnum. En hvernig skyldi þeim sömu trúmönnum lítast á heimsástandið nú, þegar öllum er ljóst að árásaröflin í Bandaríkjunum verða æ oísafengnari í áróðri sínum og að þau móta stefnuna að mjög verulegu leyti? Hvað segja þessir sömu þing- menn, þeir sem greiddu atkvæði í góðri trú, um ummæli bandarískra ráðamanna eins og þau sem rakin voru í yfirlitsgrein Magnúsar Torfa Ólafssonar hér í blaðinu í gær? Mikill áhrifamaður vestanhafs og blaðaútgefandi, John Fox, komst svo að oröi í málgagni sínu, Boston Post, nýlega: „Vér álítum að Árásin mikla, sú síðasta . . . hljóti ó- hjákvæmilega að eiga sér stað áöur en fimm ár eru liðin .. . Vér álítum einnig að líkurnar á að við verðum til þess að gera hana séu að minnsta kosti 50 á móti 50 .. . Hver sem greiðir fyrsta höggið vinnur heiminn“. Ummæli svipuð þessum, hafa fallið í hundraða- og þúsundatali 1 bandarískum blöðum og ræðum stjórn- málamanna síðustu árin og hafa aldrei veriö háværari en nú, þegar miklar horfur eru á því að takast muni að binda endi á styrjöldina í Indó Kína eins og Kóreu- stríðið áður og framundan geti verið friðartímabil. Það er augljóst mál að bandaríska auðvaldið óttast ekkert eins og friðarskeið í heiminum og að valdamiklir menn vestanhafs eru reiðubúnir að grípa til örþrifaráða. Af þessum ástæðum eru nú leiðir Bandaríkjanna og Vesturevrópulandanna að skilja í veigamiklum málum; þjóðir Vesturevrópu eru ekki reiðubúnar til að fórna sér vegna þess að bandaríska auðvaldið er orðið tryllt af ótta við dauðastríð sitt. En hvað þá um ísland? íslenzk stjórnarvöld bera sína miklu ábyrgð á kalda stríðinu og þeirri hættu sem það leiddi yfir mannkynið með því að heimila Bandaríkj- unum herstöð á KeflavíkúrflugVelli þegar 1946 og sí- vaxandi ítök síðan. Þessi stefna hefur alltaf verið rök- studd með því að hér væri um „varnir“ að ræða, ekkert annað, og eins og áður er sagt er ekki ástæða til að efa að ýmsir þingmenn hafa trúað því. En þá ber þessum sömu þingmönnum einnig að standa við þá trú og hegða sér í samræmi við það. Þeim ber aö taka upp hina ein- földu og skýru tillögu Einars Olgeirssonar til ítrekaðrar yfirvegunar og koma þeim sjónarmiðum sem þar eru mörkuð á framfæri við Bandaríkjastjórn. íslenzkt frum- kvæði í því efni gæti skipt verulegu máli. Og nú eru að- stseðurnar það skýrar að engir geta verið andvígir jafn sjólfsögðum fyrirvara aðrir en þeir sem vitandi vits vilja kalla yfir þjóðina þau örlög að ísland verði vettvangur bandarískrar árásarstyrjaldar. Allf of háir vexfir ein ástæSan fi! fogarasföðvunarinnar í sambandi við stöðvun togaranna hefur Þjóðvilj- inn margssinnis bent á það hvílík fjarstæða það væri að láta þjóðbankann hirða árlega stórfelldan gróða af út- gerðinni — en að sjálfsögðu er það- eitt aöalverkefni bankans að styðja og styrkja atvinnuvegina. Er nú svo komið að hver togari neyðist til að greiða um 1000 kr. dag hvern í vexti af lánum sínum en mjög verulegur hluti af þeirri upphæð er beinn gróði fyrir bankann. Eins og nú er háttað eru vextir af afurðalánum 5%. Út- vegsbankinn tekur þó aðeins í í sinn hlut y2% af afurðalán- I um þeim sem þar eru fengin, en endurselur síðan seðlabank- anum afurðavíxlana jafnóðum og innheimtir fyrir hann 4y>% vexti. Þetta er mjög fróðleg stað- reynd. Þegar Útvegsbankinn veitir afurðalán, tekur hann á sig alla þá áhættu sem því fylgir og hefur alla fyrirhöfn af lánveitingu og innheimtu. Þó telur hann y2 % nægja fyrir sig. Sést bezt af því ' hversu stórfelldur gróði seðlabankans er og hversu stórlega væri hægt að lækka þessa vexti án þess að ganga nokkuð á raun- verulega hagsmuai bankans. S’íkt okur á afurðalánum mun óþekkt annarstaðar. Lán út á afurðir sem bíða útflutn- ings eru ósambærileg við venju- legar lánveitingar bankanna. Þau fela í sér fulla trvggingu og þeim fylgir engi.n fjárfest- ing; öllu heldur má líkja þeim við lán út á gjaideyrise'gn. Auk þess á það, e-ins og áður er sagt, að vera eitt helzta verkefni bankanna að efla at- vinnuvegina og sérstaklega að auka útflutning og gjaldeyris- öflun, en stefna seðiabankans hefur þveröfug áhrif, dregur úr atvinnulífi og gjaldeyrisöfl- un, eins og ástand togaraflot- ans nú sannar bezt — þó þar komi að sjálfsögðu margt fjeira til en vaxtastefna. þjcð- bankans eins og margsinnis hefur verið rakið hér í blaíinu. Eins og hiutur Útvegsbank- aus sannar bezt ættu 1% heildarvextir af þessum lánum að vera nægilevir. Munu helztu keppinautar okkar einnig búa við slík vaxtakjör, og gcfur auga le'ð að beir hafa þá þeim mun betri aðstöðu til að keppa un afurðasölu á heimsmark- aðinum. Yngsti sundniað- nrinn á Sandi 7 ára Sandi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. S.l. laugardag lauk sundnám- skeiði því sem • hér heíur verið haldið undanfarið, og urðu þátt- takendur yfir áttatíu. Kennari var Sigurður Helgason íþrótta- kennari frá Stykkishólmi. Jafn- hliða sundnámskeiðinu fór fram keppni í samnorrænu sundkeppn- inni og hafa 20% íbúanna nú synt 200 metrana. Yngsti þátttak- andinn var 7 ára, og meira en helmingur allra nemenda barna- skólans hafa lokið sundinu. í þessu sambandi má geta þess að árið 1951 syntu aðeins 2% af íbúum sveitarinnar. Sundnámskeiðinu lauk með keppni í 100 metra brjngusundi og var keppt um sundbikar slysavarnadeildarinnar Bjargar. Keppendur voru 6, og varð Er- lingur Vigfússon hlutskarpastur. „Philips fréttirwí Hafin er útgáfa á „Philips frétt- um“ og er þeim ætlað að koma út 3—4 sinnum á ári og flytja fréttir af framleiðsluvörum og nýjungum hollenzku Philipsverk- smiðjanna. í fyrsta heftinu er á- grip af sögu Philipsverksmiðj- anna, sem voru stofnsettar 1891 í hollenzka smábænum Eindhov- en, sem þá var smábær en telur nú 140 þús. íbúa. Viðtæki og fleiri framleiðsluvörur verksmiðjanna eru kunn hér á landi, m. a. má geta þess að öflugasta röntgen- tækið er hingað hefur komið, og sjúkrahús Akureyrar á, er frá Philipsverksmiðjunum, svo og þrívíddartæki Stjömubíós. Útgef- andi „Philips frétta" er Snorri B. Arnar, umboðsmaður verk- smiðjanna hér á landi. Landsbanki Isiands græðir áriega milljónatugi, m.a. með alit of háum vöxtum áx lánum til útfiutningsframleiðsiunnar. Til að dylja þessa miklu auðsöfnun eru framkvæmdar liinar ltynleg- ustu afskriftir; m.a. er Landsbankahúsið í Reykjavík ásamt innbúi bókfært á EINA KRÓNU cins og sést á myndinni hér fyrir ofan úr reikningum bankans. (?Kippir i hjartarótunum, sem liggja gegnum pyngjuna” Aðalmálgagn íhaldsins hefur sem kunnugt er hafið mikla áróðursherferð til að undirbúa — flokksþing Alþýðuflokksins! Talar sú staðreynd sínu skýra máli um hvað er deilt í Alþýðuflokkn- um, en auðvitað lýsir íhaldið því af mikilli til- finningu hversu annt því sé um að gengi Alþýðu- flokksin$ verði sem mest! Þessum áróðri er svar- að 1 forustugrein Alþýðublaðsins í gær, en þar segir m.a. svo: „Ást íhaldsins á Alþýðuflokknum œtti og að verða fylgjendum jafnaðarstefnunnar nokkurt íhugunarefni. Hvað gengur íháldinu raunverulega til? Er því allt í einu orðið svona vel við Alþýðu- flokkinn og málefni hans eða setur að því hrœðslu, sem er þess eðlis, að það býr hatur sitt í sýndar- zimbúðir og réttir það fram sem ást og umhyggju? Er hér kannski um að rœða kippi í hjartarótunum, sem liggja gegnum pyngjuna“... Og Alþýöublaðið svarar sjálft spurningum sín- um á þessa leið: ,,íhaldið beitir öllum ráðum til að hindra það, að verkalýðshreyfingin á íslandi verði samtaka og einhuga í baráttunni fyrir bœttum kjörum al- þýðunnar af því að þaö yrði á kostnað forrétt- indastéttanna sem bera Sjálfstæðisflokkinn uppi. Sameinuð alþýða væri afl, sem myndi ógna völd- um og áhrifum íhaldsins. Sigurður Bjamason taí- ar þess vegna um það sem hann óttast mest, þegar hann biður Alþýðuflokkinn að láta þaö ógert að sameina íslenzkan verkálýð".

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.