Þjóðviljinn - 09.07.1954, Page 7
Föstudagur 9. júlí 1954 — ÞJÓÐVILJINN
(7,
Niðurlag.
Nú verð ég að biðjast afsök-
unar að draga fram persónu-
legar ástæður síðast liðið
haust, en það mætti segja
mér að hér sé sígilt dæmi um
unga skólapilta og harða lífs-
baráttu þeirra í þeim aðstæð-
um, sem ísienzkt auðvald býr
meiri hluta yngri kynslóðar-
innar í dag.
Það var sjöunda desember
klukkan hálf sex að morgni,
að ég gekk niður Skólavörðu-
stíginn i regni og myrkri
skammdegisins niður á bif-
reiðastöð Steindórs, til þess að
ná í rútuna upp á Keflavíkur-
flugvöll. — Það var kaldur
regnstormur á suðaustan og ég
man, hvað maður stakk hönd-
unum langt niður í úlpuvasana
og handlék þar hálfa sígarettu
af frómu lítiilæti. — Það var
sú eina jarðneska nautn sem
maður hafði yfir að ráða þá
stundina. Það hafði gengið
nokkuð erfiðlega að útvega sér
mat mánuðinn þar á undan og
ósköp var maður langsoltinn.
Maður var leiður að þurfa að
gefa upp á bátinn háskólanám
þennan vetur, yfirgefa lærdóm
og góða félaga og skuldum vaf-
inn eftir langa skólavist.
Það hafði gengið erfiðlega
að slá sér fyrir farmiða kvöld-
ið áður af fátæku, melankólsku
skáldi niður á Hressingarskála,
sem hvað þó að lokum það einu
gilda hvorum megin þessir pen-
ingar lægju.
*
Það hafði kostað mann miki’.
heilabrot mánuðinn á undar,,
hvort maður ætti að útvega sér
meira lán fyrir námskostnaði
eða útvega sér góða atvinnu
og grynnka á skuldunum. •—
Eftir viðleitni í ýmsar áttir,
var sú ákvörðun tekin að vinna
þennan vetur. — En það er
ekki þar með sagt, að sú vinna
liggi á lausu, þessa skammdeg-
ismánuði, þegar íslenzku at-
vinnulífi daprast mjög flugið.
Það er þá helzt sjórinn, en um
þetta leyti streymdu sjómenn-
irnir í land og sögðu að and-
skotinn mætti vinna í sinn
stað upp á þau ónógu kjöí.
Það er ekki árennilegt að leita
upp til sveita um þetta leyti
fyrir mann, sem skuldaði þús-
undir, og norður í þorpinu
mínu var allt atvinnulíf stein-
dautt. — Verkamannavinna var
stopul við höfnina, þó að hún
glæðist í kringum hátíðina, og
Keflavikurflugvöllur blasti viö
manni með langan vinnutíma
og mikla peninga. Þetta er
mikil freisting fyrir fátæKan
skólapilt sem vill rétta við
fjárhagslega aðstöðu rína og
glittir í þann möguleika að fá
þannig stundað nám næsta vet-
ur, og þegar neyðin sækir að,
þá er dýrt að hafa hugsjónir
Og fórna sér fyrir íslenzkt at-
vinnulíí, þegar menntun er í
Guðgeir Magnússon:
veði og eyðileggja fyrir sér
hálfskapað verk.
★
í aðra röndina kitlaði mig
sú freisíing að þekkja lífið á
Vellinum, en það er meiri and-
leg raun en mann grunar og
ekki ungum' íslendingi holit
í dag, ef hann vill halda þjóð-
areinkennum sínum og glata
ekki islenzkri sál í stað undir-
lægjuháttar nýlendunnar. Það
eru furðulegir umskiptingar
sem hafa alizt unp undir hand-
arjaðri bandaríska hersins á
Vellinum, margt af þessu ung-
lingar sem ekki hafa náð að
skilgreina ástandið og einangra
sitt innsta hólf í skiptum við
erlenda menn. Þetta eru af-
styrmi, sem eru hvorki fuglar
eða fiskar og ganga undir
nafninu hálfkanar, ungt fólk,
sem hefur tapað uppruna sín-
um og íslenzk þjóðarsál hefur
glatað Þessi hópur fer sífellt
stækkandi vegna skilyrðis-
lausrar þvingunar Bandaríkja-
manna í skiptum við íslenzka
menn. Þeir eru hin ráðandi
þjóð á þessu íslenzka land-
svæði. Því ber að taka upp
siðu og háttu þeirra og sætta
sig við hið efnahagslega mis-
rétti í kaupgreiðslum og að-
búnaði og telja það sjálfsagt.
Það er gamla sagan um herra-
þjóð og undirþjóð. Þannig er
minnimáttarkenndin sköpuð
fyrir þjóðerni sínu og sjáifs-
veran deyfð og sífellt fleiri
vilja gleyma uppruna sinum.
En hvernig eru þeir íslend-
ingar sem veljast i útjaðar
þjóðar sinnar gegn þessum inn-
rásarlýð?
Það eru einmitt þeir sem ó-
hægast eiga við að skilgreina
hættuna, þessi áróðursreköld
borgarablaðanna, og þeir sem
dveljast áfram sljóvgast smátt
og smátt, en hinir, pem lenda
þarna og spyma við fótum, þeir
eru reknir aftur heim til föð-
urhúsanna. Það er þannig sér-
stakt glæfraspil að ráða sig á
Völlinn. En það er ekki þar
með sagt. að þeim sem bezt
þyldu það, standi allar dyr
opnar.
★
Þannig hefur verið skapað
ógnariegt njósnabákn með sam-
spili hemámsflokkanna við
bandaríska sendiráðið. Hin
venjulega leið, þegar maður
ræður sig á Völlinn, er að fara
til ráðamanns innan auðvalds-
ins og fá hjá honum læknis-
skoðun, það er að segja, athug-
un hans á róttækni og fórn-
fýsi viðkomanda innan verka-
lýðshreyfingarinnar.
Eftir skoðuuina senáir
hann viðkomanda með papp-
íra á sérstakar skrifstofur
hernámsflokkanna eftir at-
vikum. Fer þar fram ný at-
hugun. Er þar um þrjá leið-
ir að ræða, Framsóknar-
menn eru sendir til Þráins
Valdemarssonar, Edduhús-
inu, íhaldsnienn sendir til
Gunnars Ilelgasonar, Hol-
stein, og hægri kratar til Vil-
helms Ingimundarsonar, AI-
þýðuhúsinu. — Það hafa'
sagt mér greinargóðir menn
að þegar komið er inn á
þessar skrifstofur' sé fíett
upp i flokksskránum, það
er hringt í bandariska sendi-
ráðið og þar flett upp í
njósnaskrám og ef maður-
inn sleppur í gegnum þetta,
þá er hægt að fara að tala
við ráðningarstjórana á
Vellinum.
Það þótti mér ráðlegast að
sleppa framhjá þessum varn-
armúr og hóf athugun á öðrum
leiðum.
★
Það er venjan að fara fyrst
til Sigmundar Símonars<nar
fulltrúa varnarmáladeildar, sem
hefur aðsetur í ósköp hrörleg-
um bragga suður á Velli. —
Hann tekur á móti þessum
pappírum og flettir því næst
upp í atvinnuskrám, sem hann
hefur með höndum og les upp
lausar stöður, sem gætu hæft
viðkomanda. — Það er oft mik-
ill troðningur hjá þessum fyrr-
verandi kaupfélagsstjóra frá
Heliissandi og tekur oft þrjá
til fjóra tíma að ná af honum
tali. — En það eru margir sem
átta sig ekki á því, að þessi
fulltrúi hefur til skamms tíma
verið algjörlega áhrifalaus. —
Þegar komið er með pappíra
hans á viðkomandi vinnustað,
þá er þegar búið að ráða í
þetta starf. Þetta hefur Fram-
sókn ekki getað unað við með
sínar klíkuleiðir fyrir flokks-
menn sína, og lýstur þarna
saman við umfangsmikið
njósnabákn, sem var skapað á
dögum Bjarna Ben. í nánu
samspili við leyniþjónustu
bandaríska hersins og hafa ís-
lenzkir starfsmenn þess verið
aðallega Heimdellingar.
Sá leiðandi maður í þess-
ari klíku Sjálfstæðisflokks-
ins við leyniþjónustuna er
íhaldsmaðurinn Konráð
Axelsson og er skipaður
ráðningastjóri hjá Hamilton,
en sú aðstaða veitir raun-
verulega völdin yfir öllum
ráðningum á Völlinn. Það
hefur þannig verið framan
af, þegar fulltrúi íslenzku
ríkisstjórnarinnar hefur
viljað koma einhverjum
Framsóknargæðingi í vinnu,
þá skrifar hann út á spássíu
ráðningarskjalsins með
stimpli Félagsmálaráðuneyt-
isins: „Konráð minn, get-
urðu nú ekki komið þessum
manni í vir.nu á góðum
stað. — Bless. Sigmundur".
En ítök Framsóknar fara
vaxandi innan njósnaklíkunnar
og þar verða brátt helminga-
skipti eins og á öðrum sviðum
þessara tveggja hagsmuna-
klíkna auðvaldsins. Þessi
njósnaklíka hefur skapað
mörgum góðum dreng þjáning-
ar og erfiðleika með ofstækis-
fullri kommúnistahræðslu sinni,
sem er raunar ekki annað en
kúgun á íslenzku alþýðufólki,
sem vill ekki láta hlut sinn
í skiptum við erlenda atvinnu-
rekendur. Manni er það spurn
hvaða dóm íslenzkir njósnarar
eiga í vændum, íslenzkir menii,
sem aðstoða erlent herveldi til
þess að kúga samlanda sína.
Hvernig fór fjmir o.uislingunum
i Noregi, sem léku sama land-
ráðahlutverkið og þessir menn?
*
Þegar fátækir skólapiltar
hrekjast suður á Völl vegna
aðstöðu þeirra, eins og ég hef
lýst hér að framan, þá er það
raunar ekki merkilegt, þó að
þeir freisti þess að nota klæki
til þes.s að komast í gegnum
þetta víðfeðma njósnakerfi.
Þannig hafði ég athugað per-
sónulegar klíkuleiðir til þess-
ara tveggja ráðningastjóra. Ann
arsvegar kom það upp úr kaf-
inu, að móðurbróðir minn hafði
legið með Sigmundi Símonar-
syni á Landakoti og þeir voru
góðir kunpingjar. Þetta opnaði
mér leið inn að- hjarta Fram-
sóknar, sem revndist gagnslaust
í þann tíma. Hinsvesar kom ég
með kveðju frá lánardrottni
Konráðs Axelssonar, og það
höfðu ekki liðið tveir tímar,
þegar gamlir heimdellskir
skólabræður úr Verzlunarskól-
anum og Háskólanum, höfðu
aðvarað Konráð, sem réði mig
þó í öryggisvörðinn, þar sem
sex og sjö menn voru reknir á
hverri nóttu um þetta leyti.
Það hefur varla verið búizt við
langlífi.
En þarna hjarði ég í fjóra
mánuði og bjóst allan tírnann
við að vera rekinn daginn eft-
ir. Þarna var ég undir stöðugu
eftirliti frá engu minni manni
en Major Verba, bandaríska
lögreglustjóranum á Keflavík-
urflugvelli, þarna kom ég á
hverja einustu vakt, stundvís
og rólegur og slóst aldrei upp
á neinn mann — þaðan af síð-
ur var ég gripinn sofandi á
varðstöðu. Til þess þótti mér
lífið allt of merkilegt að ég
vildi missa af nokkrum sköp-
uðum hlut og það kristallaðist
í mér reynsla, sem gaf mér
skilning á hviku þess daglega
lífs, sem hrærist í þessari um-
deildu borg á Miðnesheiðinni.
Það sagði mér Guðmundur
Arngrímsson, að það hefði bor-
izt til tals á fyrstu dögunum
að finna upp tylliástæðu til
þess að reka mig. En sá góði
maður hafði þá tekið þá á-
kvörðun að ala mig upp sem
íslenzkan hermann og þegar
tók að líða á tímann var mér
boðið að ganga í Sjálfstæðis-
flokkinn, en aldrei þáði ég það
göfuga boð, til þess reyndisí
ég of mikill fantur.
★
En það hafa hinsvegar kvikn-
að þær sögur, að ég hafi verið
rekinn burtu af Vellinum, fyrst
úr öryggisverðinum, síðan úr
söluturni Guðmundar Egilsson-
ar vegna vinnusvika. Það er
skýringin sem lætt er að mönn-
um til þess að breiða yfir of-
beldið og’ margir hafa orðið
fyrir. Til þess að sanna hins-
vegar, að hér var um pólitískar
atvinnuofsóknir að ræða og
það aðeins eitt dæmi af mörg-
um, þá sé ég mig tilneyddan að
birta nokkur meðmæli frá ís-
lenzkum varðstjórum í örygg-
isverðinum og kaupmanninum
Guðmundi Egilssyni.
1. meðmæli frá Einari
Bjarnasyni og Árna Ingólfssyni. •
2. meðmæli frá Boga J. Hall-
grímssyni.
3. meðmæli frá Guðfinni J.
Bergssyni.
4. meðmæli frá Guðmundi
Egilssyni.
Keflavíkurflugvelli 2./4. ’54.
' Guðgeir Magnússon, Rauf-
arhöfn, hefur unnið undir
minni stjórn síðastliðna fjóra
mánuði í öryggisgæzlu M.H.S.B.
Guðgeir hefur unnið störf sín
mjög samvizkusamlega, verið
reglusamur og prúður í um-
gengni. — Eg gef honum mín
beztu meðmæli.
Einar Bjarnasou, varðstjóri í
Öryggisgæzlu M.H.S.B.
sign.
Samþykkur:
Ámi Ingólfsson, varðstjóri í
Öryggisgæzlu M.H.S.B.
sign.
Keflavíkurflugvelli 2./4. '54.
Framhald á 11. síðu.