Þjóðviljinn - 09.07.1954, Síða 10
10) .— ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 9. júlí 1954
INNAN
VIÐ
MÚRVEGGINN
EFTIR A. J. CRONIN
Þegar því var lokið sagði hann ekkert fyrst í stað,
en hann var þungbúinn á svip þegar hann valdi sér smá-
vindil, kveikti í honum, hóstaði ákaft og hnyklaði
brúnir.
„Það er einmitt það“, sagöi hann brosandi. „Ekki var
að furða þótt mér fyndist þetta allt vera að vakna að
nýju. í öll þessi ár hefur þetta verið gleymt og grafið . . .
nú er eins og maður hefði lagt eyrað að jörðinni og
heyrt hreyfingu niðri í gröfinni“.
Það varð þögn. Þaö var eins og skuggar liðu um
stofuna.
„Enn er allt á huldu“, hélt Prusty áfram. „En það eru
einkenni .... já, alls konar merki og fyrirboðar .... ég
veit ekki hvort þeir boða gott eða illt, en ég finn þaö
í beinunum í mér að eitthvað er í aðsigi. Ég finn það á
þessu herbergi“. Hann leit upp. „Og í herberginu fyrir
ofan“.
Við hinn annarlega hreim í rödd Prustys fór kynlegur
fiðringur um Pál og hann leit einnig upp í loftið“.
1 „Er það tómt ennþá?“
Tóbakssalinn kinkaði kolli. „Galtómt. Eins og ég sagði
yöur, hefur aldrei verið búið í því til lengdar síðan morð-
ið var framið“.
Páll mjakaði sér til í sætinu; óþægilegar hugsanir
flykktust að honum og hann réð tæpast við löngun
sína til að framkvæma eitthvaö.
„Þér búið yfir einhverju? 'Er það vegna þess sem ég
hef verið að aðhafast?“
„Já, þaö hefur frétzt“, samsinnti Prusty. „Það er
hvíslað um það. Og það hefur borizt til hinna furðuleg-
ustu staða. Þess vegna bað ég yður að koma til mín“.
Páll spennti greipar í ofvæni og hallaði sér fram í
stólnum.
„Síðast liðinn föstudag kom maður ao finna mig, hing-
aö í þessa íbúð. Ég var að vinna, en frú Lawson sem
' hreinsar hjá mér tvisvar í viku, var stödd hérna. Hún er
skynsöm kona og hreint ekkert hræðslugjörn. En eftir
öllu aö dæma hefur hún orðið miður sín af hræðslu við
að sjá þennan mann“. 'Prusty skotraði augunum til Páls.
„Viljið þér að ég haldi áfram?“
1 „Já“.
„Þessi maður var á engum aldri. Hann hefði getað',
verjð ungur og hefði getað verið gamall. Hann leit sterk-'
legá út og þó veiklulega. Fötin hans fóru illa. Andlit
' haris var hörkulegt og náfölt. Höfuð hans var nauðrak-
' að.' Frú Lawson sór að hann væri sakamaður".
„Hver getur þetta verið?“ Kverkar Páls voru skræl-
þurrar.
„Það veit guð en ekki ég. En ég skal ábyrgjast að hann
kom frá Stoneheath. Hann skildi ekki eftir nafnið sitt.
En það sem hann skildi eftir voru skilaboð“.
Hægum einbeittum hreyfingum tók Prusty lítinn
pappírsmiða upp úr vestisvasa sínum, braut hann sund-
ur og rétti Páli hann. Á þvældum, gulleitum bréfmiðan-
um voru nokkur orð. Páll las þau aftur og aftur.
«
í guðs bœnum láttu þá ekki stöðva þig. Finndu
Charles Castles í Lanes. Hann segir þér hvaö þú átt
aö gera.
I
Hvaö merkti þetta? Hver hafði skrifað þessi örvænt-
ingarorð? Hvaðan kom þessi lúði bréfmiði? Páll rétti
sig upp í stólnum gagntekinn kynlegri æsingu. Það gat
ekki veriö! Og þó, einhver dularfull tilviljun gat valdið
því. Ef þessi bréfmiði kæmi úr höndum föður hans
eftir leyndum, óþekktum leiðum, færður honum í hend-
ur af fanga sem látinn hefði verið laus?
Það var eins og rafstraumur færi um Pál. Út úr þess-
um dularfulla miða las hann nýja hvatningu, ákall sem
hvatti hann til dáða. Það var eins og hjartað tæki við-
bragð í brjósti hans. Hann vafði miðanum saman og
leit á Prusty
Tóbakssalinn setti upp ábyrgðarlausan svip og yppti
öxlum.
„Feginn verö ég að losna við hann. Ég hef aldrei sótzt
eftir að láta flækja mér í svona mál“.
Það var hálfdimmt í herberginu. Birtan frá gaslog-
anum var nær engin. Þögnin fyrir utan var orðin enn
dýpri og snjóflyksurnar lögðust þunglega að gluggarúð-
unum. Páll sat hreyfingarlaus, gripinn nýrri von og nið-
ursokkinn í hugsanir sínar.
Allt í einu og fyrirvaralaust heyrðist fótatak í her-
berginu fyrir ofan.
Páll stirðnaði og andartak hélt hann að þetta væri
ímyndun. En fótatakið heyrðist aftur, og enn á ný, reglu-
legt og ógnþrungið. Þessi kynlega tilviljun tók á sig ó-
hugnanlegan blæ ofaná hugsanir hans. Hann rétti úr
sér í stólnum og starði á loftið fyrir ofan sig. Prusty
hafði einnig rétt úr sér og horfði jafn skelfdur upp fyrir
sig.
„Þér sögðuð að íbúðin væri auð“, hvíslaði Páll.
„Ég sver hún er það“, svaraði Prusty.
Með ótrúlegum flýti spratt Prusty upp úr stólnum,
þaut gegnum herbergið og út úr íbúðinni. Um leið
heyrðist hurð skellt á hæðinni fyrir ofan og einhver
heyrðist ganga niður stigann. Páll var kominn á fremsta
hlunn með að fara á eftir Prusty, en þá heyrði hann
upphrópun, næstum fagnandi, utanúr ganginum. Hann
hlustaði titrandi af eftirvæntingu, bar höndina upp að
eyranu til að heyra betur. Fyrst heyrði hann einhverja
ókunna rödd segja eitthvað í kveðjuskyni, síðan rödd
Prustys sem aftur var orðin með sínum eðlilega blæ. Svo
heyrðust lágværar samræður, síðan „Góða nótt“ á báöa
bóga.
Andartaki síöar kom Prusty inn aftur og þurrkaði sér
um ennið. Hann lokaði dyrunum, kveikti á loftljósinu,
sneri sér síðan að Páli, dálítið kindarlegur á svip.
„Það var húseigandinn“, sagði hann. „Þakið lekur
.... nokkrar flísar hafa fokið burt. Hann var að aðgæta
Amma: Svo þið Jóhann setlið að
fara að gifta ykkur. Ég hélt
þetta væri bara svona mein'.aust
dagur.
Jóttína: Hann hélt það líka.
Læknirinn: Verið þér alveg ró-
iegur. Eg þjáðist einu sinni af
sama sjúkdómi og þér, og mér
batnaði alveg.
Sjúklingurinn: Jæja, einmitt það
já, mynduð þér kannski vilja
segja mér hvaða lækni þér höfð-
uð? \
■ ■ ;i
Tveir strákar höfðu verið óþekk-
ir í skólanum, og refsaði kenn-
arinn þeim með því áð 'láta þá
skrifa nafn sitt fimm hundruð
sinnum.
Eftir stundarfjórðung brauzt
gremjan og hrygðin út hjá öðr-
um þeirra með þrautastunu:
Þetta er alls ekki sanngjarnt.
Hann heitir bara Jón, en ég
heiti Sigurbjavtur Guðfinnur. —
(Úr BV).
Hvenær fer næsti áætlunarbíll
ti! Þingvalla?
Eftir rétta tvo tíma?
Fer enginn fyrr en það?
Nei, það fer enginn á undan
þeim „næsta."
Láflausir róséffir kgéiar
Mynstraðir og rósóttir kjól-
ar mega yfirleitt ekki vera
með flóknu og margbrotnu
sniði. Efnið sjálft þarf að fá
að njóta sín og það gerir það
bezt í látlausum og sléttum
flíkum. Þetta sést einmitt á
kjólunum á myndunum úr
Harpers Bazaar.
„Má ég hafa hann?“
hvort heldur er á heitum sum-
ardegi eða í samkvæmi
sumarlagi. Reglulega samkvæm
iskjóla notar maður eiginlega
alls ekki á sumrin.
Hinn kjóllinn er úr bómull-
arefni, en þar fyrir er vei hægt
að nota hann í samkvæmi ef
manni sýnist svo.. Án jakkans
Silkikjóllinn er gulur með lítur kjóllinn eiginlega út sem
svörtu mynstri og fer dæma- dálítill samkvæmiskjóll og ef
laust vel við stóra svarta hatt- efnið er fallegt og ber sig vel
inn og svarta flauelsbeltið. — er allt fengið. Um leið má
Þetta er kjúll með sparisvip,, nota kjólinn sem strandkjól og
sólkjól, og er hægt að gera
meiri kröfur til sumarkjólsins ?
Kjólnum fylgir dálítill svartur
jakki með kraga og uppslögum
úr kjólefninu.
Bara dálítið ber
Danski prófessorinn, dr. Jens
Foged hefur sagt í fyrirlestri
um krabbamein í brjósti, að frá
30-35 ára hætti konum við að
fá brjóstkrabba. Flest tilfellin
koma fyrir á aldrinum 45-55
ára, en hlutfallstalan er þó
hæst eftir 60-65 ára.
Til þess að auka möguleikana
á bata skipti mestu máli að
fara til læknis sem fyrst. Kon-
ur á áðurnefndum aldri geta
talað um það við lækni sina
að hann rannsaki þær með
vissu millibili, eða þær geta
sjálfar gert sér það að reglu
að athuga á sér brjÓ3tin um
le:ð og þær þvo sér. Ef lconan
rekst á þótt ekki sé nema
agnarlítið ber í brjóstinu, ber
henni strax að fara til læknis.
Oft kemur í ljós að svona ber
er hættnlaust, og ef það er
það ekki eru mögulelkarnir á
bata miklum mun meiri heldur
en ef beðið er þótt ekki sé
nema stuttan tíma.