Þjóðviljinn - 08.09.1954, Side 10

Þjóðviljinn - 08.09.1954, Side 10
Þ.TÓÐVILJINN Míðvikudagur 8. september 1954 55. ÍNNAN vro MÚRVÉGGÍNN EFTIR Á. J. CRONIN Átjándi kafli. Morguninn eftir, þegar réttarhöldin hófust, var eins og loftið væri hlaðið rafmagni. Mannfjöldinn var enn þéttari og fólk talaðist við í hálfum hljóðum. Alls konar flugufregnir bárust um salinn. Þegar 1 ljós kom að sir Matthew var ekki í sæti sínu komst kynlegur orðrómur á kreik, sem dó út um leið þegar hann birt- ist á síðustu stundu, flýtti sér !í sæti sitt, tekinn og svefnlaus að sjá og með sár á hökunni, þar sem hann hafði skorið sig þegar hann var að raka sig. Þegar dómararnir voru setztir í sæti sín, reis Nigel Grahame á fætur, rólegur aö vanda, en kuldalegri í fasi en fyrr. „Herrar mínir“, sagði hann. „Meo yðar leyfi mun ég halda áfram að yfirheyra vitnið Lovísu Burt.“ Það var stutt þögn meðan gengið var frá formsat- riðum, síðan birtist Burt og kom sér fyrir í vitna- stúkunni. „Eg vænti þess,“ hóf Grahame mál sitt kurteislega en kuldalega um leið, „að þér hafið átt þess kost að jafna yður yfir nóttina“. „Mér líður ágætlega“. Burt var ekki lengur ísmeygi- leg, heldur allt að því ruddaleg í fasi. Hik hennar frá deginum áður var horfið, rétt eins og stappað hefði verið í hana stálinu á meöan. Hún var teinrétt !í vitna- stúkunni og endurgalt óhikað augnaráð Grahames. „Við vorum að ræða um“, sagði Grahame, „kunnings- rkap yðar og Eðvarðs Collins, piltsins sem fór með þvottinn til myrtu konunnar. Þér hittuö hann oft fyr- ir réttarhöldin og meðan á þeim stóð.“ „Hvernig er hægt að komast hjá því, þegar við vor- um saman megniö af tímanum“. „Nú, svo að þið voruð saman. Þá haíið þér oft rætt um þetta mál við hann.“ „Nei“, flýtti Burt sér að segja. „Við minntumst aldrei á það.“ Grahame lyfti brúnum lítið eitt og leit til Fi'ame dómara áður en hann sagði: „Þetta er kynleg staðhæfing. Við látum hana þó óátalda. Rædduð þér um máliö við Collins eftir rétt- arhöldin?“ „Nei,“ svaraði Burt þrjózkulega. „Eg verð að minna yður á það,“ sagði Grahame stillilega, „að þér hafiö unnið eið og refsingar fyrir meinsæri eru mjög strangar.“ „Herrar mínir, ég mótmæli þessum aðdróttunum." Saksóknarinn reis til liálfs upp úr sæti sínu. „Þær eru til þess eins að hræöa vitnið.“ „Töluðuð þið Collins aldrei saman um málið?“ spurði Grahame enn. ' 1 „Ja,“ í fyrsta skipti leit Burt niður fyrir sig. „Eg man það ekki greinilega. Ef til vill höfum við gert það.“ „Með öðrum orðuro. — þiö hafið gert það?“ „Ef til vill.“ ,.Og oft?“ „Já.“ Grahame dró djúpt andann. „Morðnóttina, þegar maðurinn hljóp framhjá Eð- varði Collins á stigapallinum, gat hann þá ekki komið honum fyrir sig?“ „Nei,“ sagði Burt hárri röddu. „Og þér? Var hann yður bláckunnugur?“ ,Já“. „Þér hafið aldrei sagt við Collins að þér hefðuð séö manninn áður?“ „Aldrei“. „Þér hafiö ekki nefnt nafn við hann í trúnaðl?" ,Nei.“ Það varð djúp þögn. „Svo að við snúum okkur aftur að athugunum yðar þetta örlagaríka kvöld .... jafnvel þótt ekki væri kveikt á götuljósunum .... jafnvel þótt þér gætuð ekki greini- lega séð andlitsdrætti flóttamannsins, þá hafið þér séð hvað hann gerði. Var hann hlaupandi?“ „Já, ég er margbúin að endurtaka það.“ „Ég bið afsökunar ef ég þreyti yður^ Hljóp maðurinn alla leiðina?" „Hvaða, alla leið?“ „Niður götuna.“ „Já, ég geri fastlega ráð fyrir því.“ „Þér gerið ráð fyrir því? Það kemur þá ekki til mála aö hann hafi stokkið upp á reiðhjól, grænt reiðhjól sem stóð upp við grindurnar, og hjólað unz hann hvarf sýnum?“ „Nei.“ Grahame leit alvarlega á vitnið. „Með tilliti til vissra upplýsinga sem við höfum fengið — verð ég enn að áminna yður um sannsögli. Eg endur- tek —- stökk hann ekki á grænt reiðhjól?" Burt var brugðið. Hún tautaði: „Ég er búin að segja „Nei“. Ég get ekki meira.“ Og hún fór að snökta niður í vasaklútinn sinn. Enn einusinni mótmælti saksóknarinn. „Herrar mínir, ég mótmæli þessum aðferðum sem beitt er til að koma vitninu úr jafnvægi.“ Daufur roði litaði kinnar Grahames. Hann svaraöi með nokkrum hita: „Ef til vill finnst saksóknaranum að ég sé að seilast inn á svið hans. Það hefur komið fyrir í þessum sama réttarsal að ég hafi heyrt sækjanda krúnunnar nota vitni á sama hátt og hundur rottu, gert þau svo miöur sín og rugluð af ótta og skelfingu að þau vissu ekkert hvað þau sögðu. Þótt ekki væri nema þessvegna, leitast ég við að sýna þessu vitni tillitssemi, og ég fullvissa yöur um það herrar mínir, aö hún þarf á henni að halda." Það varð dauðaþögn á eftir þessum orðum. Sir Matt- hew Sprott leit 1 áttina til dómaranna, en í þetta sinn lét Frame dómari þetta óátalið. Grahame beið, þangað til Burt var búin að þurrka sér um augun. „Þegar réttarhöldunum var lokið komuð þér ásamt Eðvarði Collins á lögreglustöðina til þess að taka við betur el þau eru 1 B a ts O Hvernig á að þvo öll þessi nýju efrJ sem komið liafa á markaðinn á síðai’i árum ? Margar húsmæður spyrja að þessu og svör við þessu má finna í litlum dönskum bækl- ingi sem nýlega hefur verið gefinn út. Þar segir til dæmis að nælon og svipuð efn: séu mjög harð- gerð og þoli að jafnaði. hvers konar meðíerð og hvers konar þvottaefni. V'égna sniðs, pi.ísér- inga og annars þess háttar er tóö. að sjóða þau ekki og láta ekki vatnið á beim veröa heit- ara e:i' ca. 60 g. Þessi efm þarf að strjúka með mikiiii varú' ,og elcld of heitu járni. Þegar nciloi verður grá’e’tt eða gullcitt getur’ það stafað af því að of vexk þvottaefni eru notuð eðá efnið breytir bein’í-ih um llt með e.ldrinum.' Ef.iin þo’a ekki bleikivatn, en hægt er að géra. þau hvítari með því að j vo þau úr sjálf- virkum þVottaefnum. Rétt er að slétta úr kröguni og líning- um og hengja flíkurnar til þerris rennvotar. Þær mega ekki þorna í sólskini. Nælonspkka og silkisokka á að ]dvo í hvert skipti sem þeir hafa verið notaðir, enda eru flestir farnir að þvo sokka sína á hverju kvöldi. Það er góður vani. Öðru hverju verður að nota þvottaefni í vatnið. Everglaze og svipuð efni á að þvo á þann liátt að nudda þau eins lítið og mögulegt er ! í volgu vatni með sápuspónurn eða veikum þvottaefnum. Flík- I urnar skolaðar vandlega, en jþað má ekki vinda þær. Vafð- ar inn í handklæði og þurrk- aðar flatar í skugga. Ómynstr- uð efni af þessu tagi má strjúka á réttunni en upp- hleyptu exnin á að strjúka létt á rör.gnnni. Járnið má alls ekki vera of heitt. Ekta siiki og ull má aldrei leggja í bleyti, heldur þvo þau úr tveim volgum vötnum. Þetta. tvennt þolir ekki sterk alkalisk þvottaefni. Ef erfitt er að halda fötunum vel hrein- um má nota sápuspæni öðru hverju. Flíkurnar handþvegnar, núnar eins lítið og mögulegt er og skolaðar í volgu skol- I vatni. Notið' 1 dl. af ediki í , fötu í næstsíðasta skolvatnið. i Ullarföt undin í handklæði eða hreinum dagblöðum og breidd til þerris og þess gætt að lag- ið haldi sér. Ef hætt er við að litir renni til er pappír lagð- ur milli laganna. Silkiflíkur eru vafðar inn í handklæði, vatnið kreist vel út, en flíkurnar ekki látnar þorna heldur stroknar rakar. HhmhJII OC CAMN J Dr. Pullman tannlæknir var í góðu skapi við að bursta í sér tennurnar í skrifstofu sinni á seytjándu hæð í skýja- kljúf í Madisonstræti. Skyndi- lega heyrir hann hátt óp, hrekkur við og hleypur út að glugganum. Sér hann þá hvar vinur hans, sem hafði skrifstofu nokkrum. hæðum ofar, þýtur fyrir gluggann á niðurleið. Skömmu síðar kom annar kunningi Dr. Pullmans inn á. skrifstofu hans og segir dap- ur: Hefur þú heyrt um Johny Jones. Hann stökk . út unx glugga á þrítugustu hæð. Hann liggur nú þarna niðrf. og er hörmulega farinn.“ Dr. Pullman: „Hvernig stend- ur á þessu, þegar hann féll fyrir gluggann fj'rir minútir síðan leit hann ágætlega út. e=SSS=> Gesturinn: — Konuna mínæ dreymdi síðastliðna nótt, skemmtilegan draum. Hannl fannst hún vera gift marg- miljónera. Heimamaður: — Þú ert hepp- inn slíka drauma drejmiir mína konu á daginn. Rendar þveisum ©g laugsum Kjóllinn á myndinoi minnir að sniði til á dx’agt, og þessir kjólar ei’u mjög þægilegir og" snotrir. Kjóllinn á myndinni er úr röndóttu bómullarefni og: saumaður í tvennu lagi. Pilsið er þröngt og það má nota það við hvíta blússu, og blitssan. er hneppt að framan. Ermarn- ar eru sniðnar út í eitt og rendurnar eru þversum í öll- um kjólnum. Aðcins brydding- arnar á vösum, kraga og horn- um eru með lóðréttum rönd- um og það gerir kjólinn mjög skemmtilegan. Væri þessi kjóll saumaður úr einlitu efni yrði hann ekki eins fallegur. Kjóll- inn er frá Pieri’e Billet. Leggið aldrei þvott sem enn er rakur, í skápa eða skúffur. Bæði getið þið átt á hættu að rakablettir komi í þvottinn og líka að raki komi í skúffurnar og skápana.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.