Þjóðviljinn - 26.10.1954, Page 1
1‘riðjudagur 26. október 1954 — 19. árgangur — 243. tölublað
Stærsti bék-
yr arsisis
S|á 3. síðu
ánægja i Vestur-Þýzkalandi með
um framtíð Saar
Adenauer sakaSur um aS fórna milljón
ÞjóBverja á alfari hervœSingarinnar
Stjórnarandstaðan í Vestur-Þýzkalandi hefur ráðizt á-
kaflega á samningana sem Adenauer forsætisráðherra
hefur gert um framtíð Saarhéraðs og þeir eru einnig
mjög gagnrýndir í stjórnarflokkunum.
Samningurinn um Saar, sem
Adenauer og Mendés-France, for-
sætisráðherra Frakklands, luku
við í París á laugardaginn, var
birtur í gær.
Helztu ákvæði hans eru að
héraðið skuli fá landstjóra, skip-
aðan af bandalagi Vestur-Evrópu-
rikjanna, og má hann hvorki
vera franskur né þýzkur. At-
vinnulíf Saar verður áfram tengt
atvinnulífi Frakklands. Flokkum
sem vilja sameiningu Saar og
Þýzkalands verður leyft að starfa.
Saarbúar eiga að greiða atkvæði
um þessa skipan mála, sem á að
standa þangað til friðarsamn-
ingur hefur verið gerður við
Þýzkaland og landið sameinað.
Þá eiga Saarbúar aftur að greiða
atkvæði um framtíð héraðsins.
Sósíaldemokratar, helzti stjórn-
arandstöðuflokkurinn, sagði í
gær að með þe^sum samningi
hefði Adenauer fórnað milljón
Þjóðverja á altari vesturþýzkrar
hervæðingár, sem hann léti ganga
fyrir öllu öðru. Þingmenn úr
stjórnarflokkunum, einkum
Frjálsa lýðræðisflokknum, hafa
komizt svo að orði að samningur-
inn um Saar sé óviðunandi.
Von á Adenauer hingað í dag á
leið til Bandaríkjanna
Hingað er í dag von á Konrad Adenauer, forsætisráö-
herra Vestur-Þýzkalands, í opinbera heimsókn.
Konrad Ádenauer er fæddur
1876 og er þvi 78 ára gamall.
Hann er lögfræðingur að mennt-
un, varð aðstoðarborgarstjóri í
Köln í Rínarlöndum þrítugur og
aðalborgarstjóri fertugur. Því
embætti gegndi hann óslitið
þangað til stjórn nazista vék hon-
um úr embætti fyrir að láta
draga niður hakakrossfána, sem
hengdir höfðu verið upp vegna
heimsóknar Hitlers til Köln.
Nazistar handtóku Adenauer
tvisvar en slepptu honum fljótt
aftur úr haldi í bæði skiptin.
Eftir heimsstyrjöldina tók hann
að skipuleggja kaþólska flokk-
inn og varð forsætisráðherra
1949 þegar sambandslýðveldi var
stofnað í Vestur-Þýzkalandi.
Adenauer er erkiíhaldssamur
þýzkur embættismaður af gamla
skólanum, ráðríkur og einþykk-
ur. Þýzka afturhaldið sameinaðist
um hann eftir stríðið, þegar það
Konrad Adenauer
vegna aðstæðnanna þurfti að
skýla sér bak við einhvern, sem
ekki var persónulega blettaður
af nazismanum. Á stjórnarárum
Adenauers hefur nýnazisminn
fengið óáreittur að skjóta rótum
í Vestur-Þýzkalandi en róttæk
verkalýðshreyfing hefur verið of-
sótt miskunnarlaust. Síðustu árin
hefur Adenauer barizt af öllu
því harðfylgi og selglu sem hon-
um er lagið fyrir hervæðingu
Vestur-Þýzkalands og hefur tek-
ið upp æ nánara samstarf við
Bandaríkjastjórn og gamla naz-
ista í Þýzkalandi.
Fréttamenn í Bonn sögðu í gær
að erindi Adenauers til Banda-
ríkjanna væri að-' ganga frá
samningum um bandaríska að-
stoð við vesturþýzka hervæð-
ingu.
Það var skilyrði fyrir sam-
þykki frönsku stjórnarinnar við
hervæðingu Vestur-Þýzkalands
að samið yrði um Saar.
Breiðist verkfallið
fril skoxkra hafna?
Atta stæzstu ihafKÍr Englasids kmaSaz
Hafnarverkfallið í Englandi breiddist í gær til áttundu
hafnarborgarinnar, Manchester.
' sterlingspunda hafa hrúgast upp^
Yfir 43.000 hafnarverkamenn í
Englandi voru i verkfalli í gær
og á fjórða hundrað skip eru
stöðvuð vegna verkfallsins. Vör-
ur að verðmæti 110 milljónir
Ágætu þingi ÆskulýðsÍ
arinnar iauk á sunnudagskvöid
Hazalduz Jóhaimsson kjözinn fozseti
Ungir sósíalistar munu á komandi árum heyja barátt-
una gegn bandaríska innrásarliðinu og leppum þess og
brjóta íslenzkri alþýðu braut til stórlega bætti'a lífs-
kjara og glæstrar menningar. Leiðarljósið verður hinn
visindalegi sósíalismi.
Á sunnudagskvöldið lauk
XIII. þingi Æskulýðsfylkingar-
innar, sem haldið var í Alþýðu-
húsinu á Akureyri dagana 22.-
24. október.
Var þingið í alla staði hið
merkasta og tók um margt
fram fyrri þingum Fylkingar-
innar. Deildin á Akureyri ann-
aðist allan undirbúning þar á
staðnum af mestu prýði, og
fengu aðkomufulltrúarnir allir
hinar beztu móttökur. Þátttaka
í þinginu var góð þegar litið er
á samgönguerfiðleikana á þess-
um tíma árs, en þeir orsökuðu
það, að fulltrúar frá Austur-
landi komust ekki til þings.
XIII. þingið ræddi ýtarlega
hin margvíslegu vandamál al-
þýðuæskunnar í landinu, dró
lærdóma af fenginni reynslu og
lagði á ráð um nýja sókn.
Ungum sósíalistum er ljóst,
hver ábyrgð hvílir þeim á herð-
um. Baráttan gegn hernámi
landsins og leiðsögn í sókn al-
þýðuæskunnar til bættra kjara
og aukinnar menningar eru og
verða meginverkefni Æskulýðs-
fylkingarinnar.
Hinar miklu og frjóu umræð-
ur á þrettánda þinginu báru
Framhald á 6. síðu.
Haraldur Jóhannsson
í höfnum.
Erindrekar Deakins, foringja
sambands flutningaverkamanna,
sem flestir verkfallsmenn teljast
til, fóru einu sinni enn út af örk-
inni í gær og reyndu að fá
verkamenn til að hverfa aftur
til vinnu en árangurslaust.
Foringjar verkfallsmanna boð-
uðu i gær að þeir myndu senda
menn til hafna í Skotlandi tii
þess að reyna að fá skozka hafn-
arverkamenn til að leggja einnig
niður vinnu.
Brezka ríkisstjórnin kom enn
sarnan á aukafund í gær til aÁ
ræða verkfallið. Hún hefur ekki
Framhald á 6. síðu.
---- ■ ■ ■ —. ■ —*r
SíieUÆr
dauðadónmr
Herréttur í Teheran, höfuð«
borg Irans, dæmdi í gær fimm
liðsforingja til dauða og tvo í
ævilangt fangelsi fyrir landráð,
Eru þeir úr hópi um 500 her-
foriiigja og embættismanna,
sem handteknir voru fyrir
skömmu og sakaðir um að
styðja hinn bannaða vinstri--
flokk Tudeh. Af föngunum hafa
nú 30 verið dæmdir til dauða
og 10 þeirra teknir af lífi. Öll
réttarhöklin fara fram fyrir
lukturn dyrum og engin máls-
skjöl eru birt nema dómarnirc
Forlngi fœreyskro siómanná
diœmdur í 40 daga fangelsi
íyrir að koma í veg íyrir verkfallsbrot
Dómstóll í Þórshöfn dæmdi í gær Erlend Paturson,
formann samtaka færeyskra sjómanna, í 40 daga fang-
elsi.
Þing Pakistcin rofið,
neyðarástandi lýst
Stjórnlagaþing sem var í þann veginn að leggja síðustu
hönd á stjórnarskrá Pakistan var fyrirvaralaust leyst upp
í fyrradag.
I sjómannaverkfallimi mikla
í vor fór Paturson eitt sinn
með mannafla um borð í tog-
ara, sem verið var að reyna
að koma á veiðar með verk-
fjallsbrjótum. Fékk hann talið
áhöfnina á að fara í land. Fyr-
ir þetta er hann nú dæmdur.
Dómstóll í Kaupmannahöfn
dæmdi verkfall færeysku sjó-
mannanna ólöglegt en þeir
höfðu dann dóm að engu . og
unnu verkfallið.
Erlendur Paturson er foring:
stjórnmálaflokks í Færeyjum
Það var landstjórinn í Pak-
istan, fulltrúi brezku krúnunn-
ar, sem leysti þingið upp. Jafn-
framt setti hann ríkisstjórnina
af og lýsti yfir neyðarástandi
í landinu. Múhameð Alí forsæt-
isráðherra var kallaður heim
úr ferðalagi um Bandaríkin og
falið að mynda nýja stjórn,
Stjórnlagajtingið var skipað
en ekki kjörið árið 1947, þegar
Pakistan var myndað af þeim
hlutum Indlands, þar sem mú-
hameðstrúarmenn eru í meiri-
hiuta, Því sóttist starfið seint
en síðastá umræða um stjórn-
arskrárfrumvarpið átti að hefj-
ast eftir nokkra daga. Ilin nýja
stjórnarskrá átti að svi ta
landstjóra.nn valdi til aðgerða
eir.s og þeirra, sem hann hefur
sem nefnist Þjóðveldisflokkur-
inn og stefnir að sjálfstæði |nn gr>pið til.
eyjanna. Hann er í framboði 1 Þegar fýikisþingskosningar
fyrir flokkinn í lögþingskosn- I fóru í fyrsta sinn fram í Aust-
ingunum 8. nóvember. * ur-Pakistan i vor kom i ljös' *að
stjórnarflokkurinn, Múhameðs-
trúarmannabandalagið, má
heita fylgislaus. Það þing var
Framhald á 6. síðu.
Múhameð Alí