Þjóðviljinn - 26.10.1954, Qupperneq 6
<S) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. október 1954
þJÓfiVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
&------------------------------------------------——------------$
' Dr. Adenauer fagnað
Ðr. Konráð Adenauer, forsætisráðherra Vesturþýzkalands,
kernur hingað í opinbera heimsókn í dag, og vantar þá aðeins
íimmtán daga upp á að réttur áratugur sé liðinn síðan Go§a-
foesi var sökkt hér úti á Faxaflóa, er hann átti um tveggja
Slunda siglingu til lands. Þýzkur kafbátur réðst á vopnlaust og
Ví.rnarlaust skipið og með því fórust 24 íslendingar, sextán
karlmenn, fjórar konur, fjögur börn. Sjaldan mun hryggð og
reiði hafa gagntekið Islendinga á jafn algeran hátt og eftir
3>ennan atburð, og um þær mundir komst ritstjóri Morgun-
Þlaðsins þannig að orði í blaði sínu:
„Mönnum er enn í minni árásin á vélskipið Fróða, hér fyrir
sunnan land, er nokkuð af skipshöfninni var skotið til bana, þó
Stðrir skipverjar björguðust við illau leik til Vestmannaeyja,
«nda þótt allir skipstjórnarmeim væru fallnir. Menn muna
l.iöldamorðin á Reykjaborg, er hinir þýzku kafbátsmenn linntu
«kki skothríðinni, fyrr en flestallir voru drepnir eða særðir til
sölífis og skipinu sökkt, en liending réði að nokkur var til frá-
sagnar um þennan ójafna leik milli vopnlausra Islendinga og
mannanna með öli morðtólin. í orðsins venjulegu merkingu eru
Slíkir atburðir ekki slys, frekar en það er Grettir Ásmundarson
\ar myrtur í Drangey. Nema ef nefnd væri slys sú ógæfa að
jaienn eins og banamenn Grettis skyldu hafa verið til. Og sama
Jr.afni væri nefnt heimsólánið hroðalega, að vítisstefna nazista
gat risið upp meðal mannkynsins. Þau mannslíf sem glötuðust
tneð Goðafossi urðu þeirri helstefnu að bráð. Þau morð voru
framin með ráðnum hug. Hér gat frá sjónarmiði árásannanna
«*kki verið um neinn hernað að ræða, ekkert sein koin styrjöld
\ið, ekkert nema að gera aðför með ægilegum morðtólum að
yarnarlausu fólki ...
Ákaflega er það ótrúlegt ef satt er að enn séu til liér á landi
ViHuráfandi sálir, sem hafa allt fram á þennan dag lokað aug-
tim fyrir stefnu, framferði og eðli nazisinans, sem hafa neitað
«ér um að horfast í augu við staðreyndir núverandi styrjaldar.
Eg get ekki vikið frá því að vandfundinn er staður fyrir þann
Smann innan íslenzks þjóðfélags sem enn í dag telur sig andlega
fekyldan Hitler og hysld hans.“
1 ★
Þegar forsætisráðherra nýnazistastjórnarinnar í Vesturþýzka-
Sandi kemur hingað í opinbera heimsókn í dag verður mikið um
iöýrðir. Forseti landsins og stjórnarvöld munu keppast um að
,Votta honum og stjórnarfari hans virðingu og hollustu, og við
f'-að verður ekki látið sitja. Það verður einnig rætt um það
jnvernig íslenzk stjórnarvöld geti bezt stuðlað að því að þýzki
Jierinn verði endurreistur, svo að hetjurnar sem réðust að
Fróða, Reykjaborg og Goðafossi geti tekið upp aftur sín fyrri
Störf. Dr. Adenauer finnur fljótt að hann er kominn í vinahóp,
}iví eflaust tekur Bjarni Benediktsson hann sérstaklega tali og
Begir honum frá því að einnig hér hafi verið tekinn upp sá
Vesturþýzki háttur að hefja nazista til vegs og virðingar, þótt
jþeir hafi því miður verið svo fáir að ekki sé hægt að hafa þá
alstaðar í fyrirrúmi. Hann getur skýrt hinum tigna gesti sínum
frá því að lögreglustjórinn í Reykjavík hafi verið einn af helztu
leiðtogum názista og beitt kunnáttu sinni af prýði 30. marz
3649. Hann getur skýrt honum frá því að formaður stærsta
Stjórnmálafélags höfuðstaðarins, Varðarfélagsins, hafi alla tíð
Verið dyggur og trúr nazisti. Hann getur sagt honum frá nán-
asta samverkamanni sínum í dómsmálum Guttormi Erlends-
syni, frá Þorbirni kaupmanni í Borg og frá ýmsum æðstu
stjórnarmönnum Germaniu. Og hann getur bent á það sér til
ágætis að vel er gert við þá íslendinga sem tóku virkan þátt
I hetjuverkum þýzka liersins. Það yljar eflaust dr. Adenauer að
heyra urn SS-manninn Björn Sv. Björnsson — sem var bundinn
irúnaðareiði hersveitum þeim sem myrtu fimm milljónir gyð-
inga — og er nú í ágætum metum hjá bandaríska innrásar-
Iiernum, og trúlega verður Ólafi Péturssyni ekki heldur gleymt.
Ef til vill gefst ráðrúm til þess að koma á góðra vina fundi í
gömlu bækistöðum þýzku nazistanna við Túngötu, húsinu sem
tekið var eignarnámi til að bæta Islendingum tjón af styrjaldar-
yöldum en hefur nú í staðinn verið afhent nýnazistunum vest-
aisþýzku á nýjan leik. Ef hollvinir Bjarna Benediktssonar yrðu
|>ar mættir fengi dr. Adenauer góðar viðtökur; ef til vill myndu
eumir fagna hinum nýja leiðtoga með því að berja saman hæl-
um og rétta fram handlegginn af gömlum og góðum vana.
★
„Ákaflega er það ótrúlegt ef satt er að enn séu til hér á
L ndi villuráfandi sálir, sem liafa allt fram á þennan dag lokað
augum fyrir stefnu, framferði og eðli nazisinans, sem hafa neit-
aú sér um að horfast í augu við staðreyndir núverandi styrj-
a)dar. Eg get ekki vikið frá því að vandfundinn er staður fyrir
Jýann mann innan íslenzks þjóðfélags sem enn I dag telur sig
andlega skyldan Hitler og hyski hans.“
|>EZTA atriði vikudagskrár-
mnar var ótvírætt sam-
fellda dagskráin á laugardags-
kvöldið um ævintýrið af Trist-
an og ísól, var þetta heims-
fræga ævintýri flutt á mjög
fullkominn, hrifandi og heill-
andi hátt. Má með sanni segja
að þannig hófst vetrardag-
skráin á glæsilegan hátt, og
er nokkur ástæða til að ætla,
að vænta megi góðrar útvarps-
dagskrár á þessum nýbyrjaða
vetri, því að það fer ekki milli
mála, að nú hefur útvarps-
ráð lagt sig venju fremur
fram um að skipuleggja og
undirbúa góða vetrardagskrá.
Orð formanns útvarpsráðs á
föstudagskvöldið um vetrar-
dagskrána báru því augljóst
vitni, að nú vill útvarpsráð
vanda sig.
Fátt annað getur manni
orðið minnisstætt af dagskrá
vikunnar, en nokkur atriði
voru þar allgóð. Ekki var
minning aldarafmælis Óskars
Wildes eins áhrifamikil og á-
stæða var til að ætla. Mætti
það ekki teljast ástæðulaust,
að útvarpið bætti upp þá
minningu t.d. með því að
flytja eitthvert leikrita þessa
skálds einhvern tíma í vetur.
Dagur og vegur var skil-
merkilegur hjá Rannveigu
Þorsteinsdóttur, en nokkuð
þunglamalegur.
Guðm. Þorláksson leysti
mjög frísklega úr spurningum
um náttúrufræði.
Sigþrúður Pétursdóttir ann-
aðist þáttinn Vettvangur
kvenna og flutti einn allra
bezta bindindisþátt, sem út-
varpið hefur flutt, látlausan,
rökfastan og sannfærandi.
Kveður þessi þáttur því mjög
Um starfstíma verzlana
Sem húsmóðir langar mig til
að láta í ljós skoðun mína á
kröfum þeim, sem afgreiðslu-
fólk í sölubúðum berst nú fyrir,
um styttingu vinnutímans á
laugardögum yfir allt árið.
Ég hygg að húsmæður ai-
mennt hafi ekki andúð á því,
að verzlunum verði lokað á há-
degi á laugardögum.
Þær sjá að þetta er sanngjörn
krafa, sem ætti ekki að þurfa
að verða til óhagræðis fyrir
viðskiptafólk ef góður vilji
væri til staðar, að draga ekki
innkaup fram á síðasta dag
vikunnar.
Afgreiðslufólk hefur mjög
langan vinnudag. Það vinnur
venjulega lengur en fram að
lokunartíma, oft til kl. 7 og
jafnvel 8. Á laugardögum þegar
lokað er kl. 4, þá er algeng
sjón að sjá það við vinnu eft-
ir lokunartíma.
Ég geri ráð fyrir því, að þeir,
sem mesta andúð hafa á þess-
um kröfum, séu í raun og
veru sjálfir sölubúðaeigendur,
sem sjá fram á minnkandi sölu
í sambandi við breyttan lokun-
artíma. En ég held að það sé
ástæðulaus ótti. Fólk verzlar ef
það hefur atvinnu og viðskiptin
fara fyrst og fremst eftir kaup-
getu fólks, en ekki eftir því
hve lengi er opið á laugardög-
um.
Hitt er annað mál að kjöt-
búðir þyrftu að hafa annan
lokunartíma en aðrar verzlanir.
Almenningur hefur ekki ís-
skápa og segir það sig sjálft að
kjötinnkaup verða að dragast
framá laugardag. Þrengslin í
þeim búðum eru alkunn og er
ekki vanþörf á að skipuleggja
afgreiðsluna þar betur til hag-
ræðis fyrir húsmæður.
En erindi mitt í blaðið er
að sýna, að við húsmæður höf-
um. skilning á sanngjörnum
kröfum afgreiðslufólks. Við er-
um nú þegar búnar að venjast
því að sölubúðir séu lokaðar
frá hádegi á laugardag yfir
sumarmánuðina. Við höfum
meira að segja smitaslj 'af
kyrrðinni, sem færist yfir allt
athafnalif á laugardagseftirmið-
dögum og reynt að koma sem
mestu frá á föstudögum til að
byrja sjálfa helgina fyrr.
Þess vegna held ég að við
getum með hugarró horft fram
á þennan sið allt árið.
Húsmóðir.
Fylkingarþingið
Framhald af 1. síðu
vott um félagslegan þroska og
óþrjótandi baráttukjark ungra
sósíalista.
Mál hinna ýmsu hagsmuna-
hópa íslenzkrar æsku í bæjum,
þorpum og sveitum voru ýtar-
lega rædd og af góðum kunn-
ugleik auk þess, sem krufið
var til mergjar, hvaða leiðir
myndu farsælastar í komandi
átökum við öll þau öfl, sem
andstæð eru hagsmunum æsk-
unnar og alþýðunnar allrar.
Þingið samþykkti margar
merkar álj-ktanir er væntanlega
verða birtar innan skamms..
Ný sambandsstjórn fyrir
næsta starfsár var kjörin í lok
þingsins. í fimm manna fram-
kvæmdanefnd eiga sæti:
Forseti: Haraldur Jóhanns-
son, hagfræðingur. Varaforseti:
Adda Bára Sigfúsdóttir, veður-
fræðingur. Ritari: Brynjólfur
V. Vilhjálmsson, járnsmíða-
nemi. Gjaldkeri: Hannes Vig-
fússon, rafvirki. Meðstjórnandi:
Halldór B. Stefánsson, verka-
maður. — Aðrir í sambands-
stjórn eru (þar af eru tveir
fyrstu varamenn í framkvæmda
nefnd): Einar Gunnar Einars-
son, Böðvar Pétursson, Guðm.
J. Guðmundsson, Guðlaugur
Jónsson, Ingvaldur Rögnvalds-
son, Björn Sigurðsson, Baldur
Villielmsson, Ársæll Magnús-
son, Hrafn Hallgrímsson, Karl
Árnason, Guðmundur Magnús-
son.
Varamenn era: Kjartan Ól-
afsson, Sigurður Guðgeirsson
og Gunnar Guttormsson. —
Endurskoðendur sambandsins
voru kjörnir: Bogi Guðmunds-
son og Svanur Jóhannesson en
til vara Jóhannes Jónsson.
Hinn nýkjörni forseti, Har-
aldur Jóhannsson, sleit þinginu,
en þakkaði áður fráfarandi for-
seta Inga R. Helgasyni fyrir
vel unnin sförf fyrr og síðar
og hét á félagana að starfa
betur en nokkru sinni fyrr.
vel, en nú hefur hann verið
felldur niður svo sem kunn-
gert hefur verið. Er það mjög
vafamál, hvort sú ráðstöfun er
rétt og fer varla hjá því, að
konur gerist yfirleitt óánægð-
ar með hana.
Erindi séra Jakobs um á-
hættu barnanna í nútíma þjóð
félagi var óþarflega langdreg-
ið í upphafi, en hefði gjarnan
fleira mátt bera á góma, þeg-
ar á leið og þá ekki sízt um
skyldur þjóðfélagsins til að
tryggja heimilunum undir-
stöðuatriði farsæls fjölskyldu-
lífs, svo sem atvinnu til handa
fyrirvinnu og möguleika á
mannsæmandi húsnæði.
Einar Guðmundsson kennari
las velsamda smásögu, þótt
efni hennar verði ekki sagt
merkilegt.
Kvæðalestur Páls H. Jóns-
sonar kennara var viðfelldinn.
Þótt ekki væru kvæðin öll
verulega frumleg, þá voru
þau lýtalaus, bjart yfir þeim
og það hafa ekki aðrir gert
skemmtilegri brag um skóla-
æskuna.
Sigurður nokkur Magnús-
son flutti þátt frá Samem-
uðu þjóðunum í fréttaauka
á þriðjudaginn. Það er lang-
bezti þátturinn sem fluttur
hefur verið af þeim vettvangi,
sá fyrsti þar sem vitnað hefur
verið í ræður fulltrúa Rússa á
þann veg, að ljós hafi komið
rök frá þeirra hendi í deilumál
um þeirra við auðvaldsheim-
inn. Það er. hálfvegis átakan-
legt að maður skuli sjá á-
stæðu til að vera þakklátur
fyrir jafnsjálfsagðan hlut.
Búnaðarþættirnir hafa verið
hver öðrum betri nú í seinni
tíð. Ólafur Stefánsson ráðu-
nautur flutti mjög skýran
þátt um mjaltir á mánudags-
kvöldið.
Tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar á þriðjudagskvöld
ið nutu sín ágætlega í útvarp,
einkum fiðluleikur Björns Ól-
afssonar. Einsöngur Guðmund
ar H. Jónssonar var mjög
ánægjulegur og alltaf er það
mikil hátíð þegar maður fær
að hlýða á Amelítu Galli-Cur-
si.
Útvarpið frá Háskólahátíð-
inni var virðulegt, þó hefði
ræða hins nýja rektors mátt
vera ívið hátíðlegri og andrík-
ari. — G. Ben.
Farþegaflug-
vélar saknaS
Bandariskrar flugvélar með
21 farþega er saknað. Vélin
var á leið frá Róm til Lyon í
Frakklandi. Fregnir hafa borizt
um að brak sem gæti verið úr
vélinni hafi fundizt á Miðjarð-
arháfi nærri Korsíku.
Pakisfan
Framhald af 1. síðu.
leyst upp með hervaldi í sum-
ar og stjórnin sem það skipaði
sett af.
Ókyrrð í stjórnmálalífi Pak-
istan hefur vaxið jafnt og þétt
síðan stjórn Múhameðs Alí brá
á það ráð að gera hernaðar-
bandalag við Bandaríkin.
Mafziarverkíallið
Framhald af 1. síðu.
enn þorað að gera alvöru úr hót-
un sinni að láta hermenn af-
greiða skip, enda vafamál að hún
hafi nógu marga hermenn á tak-
teinum.