Þjóðviljinn - 26.10.1954, Síða 7
Þriðjudagur 26. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
orku- og vetnissprengjunnar
hafa vakið hroll í margra
brjósti, tíðindin um upphafið
að vanskapnaði heilla þjóð-
flokka, um helrykið, sem berst
með loftstraumunum, um timg-
un geislavirkra sjávardýra; —
hver veit nema fiskarnir syndi
hingað, sagði Sjálfstæðisflokks-
kona við mig síðastliðið vor.
Margir sjá nú, betur en áður,
að hér býr eitthvað annað und-
ir en verndarhugsjónin, þegar
Bandaríkjamenrt leggja ofur-
kapp á að festa sig hér í seti
og spenna hramma sína sem
víðtækast yfir þjóðlífið, á sama
tíma sem erlendur her er að
hverfa úr mörgum löndum.
Okkur berast fregnir um brott-
flutning hers frá Súes, Trieste,
Kóreu, Indónesíu og senn frá
Þýzkalandi, en hér er boðuð
víðtækari herseta, auknar hern-
aðarframkvæmdir.
II.
Undirskriftasöfnun sú, sem
nú er hafin undir kröfuna um
uppsögn hernámssamningsins
og brottflutning hersins, er ekki
uppátæki nokkurra einstaklinga
til þess að svala þörf sinni að
baksa í þessum málum. Þetta
hlendingar hafa áöur sannað aö þeir geta meö undir-
skriftum sýnt samheldni og einhug. Krafan um sakar-
vppgjöf þeirra sem dæmdir voru eftir atburðina 30. marz
1949 var undirrituð af 27.364 landsmönnum. Hér sjást
undirskriftalistarnir áöur en þeir voru bundnir inn.
Sagan hermir frá fornhöfð-
ingja einum, sem lét bera lík-
kistu inn í veizlusali sína, þeg-
ar glaumurinn var hvað mest-
ur. Er mælt, að hann hafi gert
þetta til þess að minna á alvöru
lífsins og hverfulleik stundar-
innar. Þessu hliðstætt væri, ef
íslenzki fáninn væri borinn í
hálfa stöng inn í hvert sam-
kvæmi á Islandi á meðan í
landinu situr erlendur stór-
veldisher, sem grefur undan
sjálfstæði þjóðarinnar, svo að
til tdrtímingar horfir. Á meðan
við dveljumst hér þessa kvöld-
stund er herveldið svo sem
aðrar stundir að styrkja aðstöðu
sína hér með geysilegu fjár-
framlagi. Bandaríkin hafa árið
1954 lagt fram til hernaðarað-
gerða á íslandi um 700 krónur
á hverri mínútu ársins eða um
41667 krónur á hverri klukku-
stund sólarhringsins. Fjármagn
þetta liggur í vopnum, sprengi-
efnum, byggingum, flugvalla-
gerðum, vegalagningum, hern-
aðartækjum í lofti og á láði,
auglýsingum og áróðri fyrir
ágæti og nauðsyn hersetunnar,
veizlum fyrir innlenda og er-
lenda forkólfa og talsmenn
hersins, útvarpsrekstur, njósnir
og blaðaútgáfu. Það er drjúgt
sem drýpur.
Fram á sjónarsviðið koma ís-
lenzkir menn, sem hafa beðið
um þessa smán og ógn til handa
þjóðinni. En bak við þá menn
rísa þjóðsögurnar með feiknleg-
um blæ og dulmögnuðum orð-
um qg bljómi. Þar fer leikurinn
fram eftir að kvöldsett er orð-
ið: — Sízt mun ég flotinu neita.
— Eg skal lána þér duluna
mína að dansa í. — Ærum
hann, ærum hann áður en kem-
ur Ijósið. — Fögur þykir mér
hönd þín, snör mín hin snarpa.
Og það er vafalaust, að sum-
ir þessara íslendinga fá dulu
til að dansa í um stundarsak-
ir, eða flotbita að bíta í.
Þegar litið er á hinn geysi-
lega fjáraustur Bandaríkja-
manna til hernaðaraðgerða hér
á landi og borið saman við það,
sem Alþingi veitir á sama tíma
til ýmiskonar framkvæmda og
reksturs rikisstofnana, sézt
bezt hvert stefnir. Skulu hér
nefnd örfá dæmi: Árið 1954 er
veitt til nýrra vega á 184 stöð-
um alls á landinu fjárhæð, er
svarar því, sem herinn eys í
sínar framkvæmdir á 10 dög-
um. Af því fé hafa 3 hernáms-
forkólfarnir fengið fyrir kjör-
dæmi sín, sem hér segir: Ólafur
Thórs fyrir sitt kjördæmi 220
þúsund kr., eins og herinn eyð-
ir til framkvæmda á 5 klukku-
stundum, Hermann Jónasson
svipað og 9 klst. eyðsla hersins
og Sigurður Bjarnason ámóta
og herinn eyðir á 12 klst. til
þess að festa sig hér í sessi.
— Kostnaður við allar brúar-
gerðir á landinu svarar til þess,
er herinn eyðir á 4 dögum, —
til eflingar menningarsambandi
við Vestur-íslendinga, eins og
herinn notar hér á 4 mínútum,
til umbóta á Þingvöllum 11 mín-
útna eyðsla hersins, og þannig
mætti halda áfram.
Sem betur fer hefur mikill
fjöldi íslendinga komið auga á
þá gífurlegu þjóðernislegu
hættu, sem vofir yfir vegna
hersetunnar, og eftir að vetnis-
sprengjan kom til sögunnar
opnuðust augu margra fyrir fá-
nýti hinnar svokölluðu her-
verndar. Hin skelfilegu tíðindi
frá Japan um afleiðingar kjarn-
er liður í þeirri þróun, sem
hefur orðið gegn hersetunni,
einn þáttur í baráttunni til
þess að endurheimta lýðveldið
Island undan oki hernáms-
ánauðarinnar, og ekki sá þýð-
ingarminnsti. Hersetin þjóð un-
ir aldrei hlutskipti sínu til
langframa. En leiðirnar til þess
að vinna gegn erlendum her
eru margar. Sums staðar í lönd-
um brýzt andstaðan út í
skemmdarverkum, annars stað-
ar með skæruhernaði og vopna-
viðskiptum, enn annars staðar
með þögulli andúð og hljóðlátu
samkomulagi um að hafa ekk-
ert samneyti við hinn erlenda
her og þjóna hans. Við íslend-
ingar höfum ekki valið neina
þessara leiða. Þrátt fyrir það,
að herinn er kominn hingað á
ólöglegan hátt og svikizt var
aftan að þjóðinni, þegar hann
var hingað sendur, höfum við
farið hinar löglegu færu leiðir.
Við höfum talað til skynsem-
innar, til hugsunarinnar að vega
og meta málavexti, til viljans
að þola eigi ágang og órétt mót-
mælalaust. Leið íslendinga var
að hefja mótmælaöldu gegn
hersetunni og beita þjóðlegum
og alþjóðlegum rökum um
hættur hennar og fánýti. Félög
og félagasamtök hafa sent frá
sér tugi og hundruð mótmæla-
ályktanir á undanförnum miss-
erum gegn hernum. Við höfum
borið rökin inn í þingsal þjóð-
arinnar og krafizt brottfarar
hersins. Með slíku óþrotlegu
starfi hefur tekizt að sameina
sundurleit öfl til nýrrar sóknar
gegn hernámsöflunum, það er
undirskriftasöfnunin. Að henni
standa opinberlega aðilar úr
þremur eða fjórum stjórnmála-
flokkum, auk þess óháðir menn,
sem af heilum hug hafa viljað
leggja lið gegn hersetunni, og
telja hér tilvalið tækifæri að
sýna vilja sinn og innlegg í
baráttunni.
Söfnun undirskriftanna mátti
haga með ýmsu móti. Það mátti
hefja áhlaup þegar í byrjun,
blása upp fundum, ganga að
fólki eins og á kjördegi og láta
árangur og úrslit ráðast þegar
í byrjun. Þetta var þó ekki
gert. Það var byrjað með því
að afhenda áhugafólki undir-
skriftalista og láta hvern og
einn beita þeim aðferðum, er
honum þættu hagkvæmastar.
Hver og einn skyldi ná til
kunningja sinna og vina, vinnu-
félaga eða annarra samborgara
eftir því sem tækifæri gæfust.
Mörgum þúsundum lista hefur
verið útbýtt og dreift um land-
ið. Andspyrnuhreyfingin hefur
afhent flestum fulltrúum félaga
sinna lista, þá hafa armar
þriggja pólitískra flokka tekið
undirskriftagögn, þ. e. Sósíal-
istaflokkurinn og Æskulýðs-
fylkingin, Þjóðvarnarflokkur-
inn og vinstri armur Alþýðu-
flokksins. Innan skamms mun
útfylltum listum verða safnað
saman til þess að fengin verði
nokkur vitneskja um heildar-
árangur eftir fyrstu lotu. Það
er eftirtektarvert og góðs viti,
að samfara kosningum til Al-
þýðusambandsþings hafa fjöl-
mörg verkalýðsfélög samþykkt
skorinorðar ályktanir um brott-
för hersins og hvatt þjóðina til
að undirrita kröfuna. Er vissu-
lega mikill styrkur að fylgi
verkalýðshreyfingarinnar, og
er þess að vænta að Alþýðu-
sambandið láti til sín taka í
málinu og krefjist uppsagnar
hernámssamningsin, en leggi
jafnframt höfuðáherzlu á að
gerðar verði ráðstafanir til
þess að hafin verði störf við
lííræna framleiðsluhætti þjóð-
arinnar, og hún losni úr ánauð-
arfjötrum hernámsvinnunnar.
Á þessari stundu verða ekki
nefndar neinar tölur um þann
fjölda,. sem hefur undirritað
kröfuna. En það yfirlit, sem
undirskriftanefndin hefur nú,
sýnir töluvert augljóslega, að
úti um land er árangurinn
betri en í Reykjavík, og sums
staðar með ágætum. Fram-
kvæmdir og samvinna hernáms-
andstæðinga á Akureyri hefur
lyft mjög undir Norðlendinga
og raunar landsmenn alla. En
á Akureyri sameinuðust menn
úr ýmsum flokkum og birtu
ávarp og áskorun til manna um
að krefjast brottfárar hersins.
Á Akureyri hefur einnig verið
mynduð sameiginleg undir-
skriftanefnd, skipuð fylgjend-
um þriggja flokka. í sumum
hreppum austan fjalls, t. d. í
Árnessýslu, hefur meiri hluti
hreppsbúa skrifað undir og
söfnunargögn, er þangað voru
send í fyrstu, dugðu hvergi
nærri, en þess má geta að 20
nöfn komast á hvern lista. Úr
Borgarfirði berast góðar fregn-
ir og þó öllu betri úr Borgar-
firði eystra. í því fámenna
byggðarlagi hafa áhugamenn
bepið um fleiri undirskriftalista
en þeim voru sendir fyrst, og
láta vel af undirtektum. Kjós-
endur í kjördæmi Hermanns
Jónassonar hafa sýnt ágætan
áhuga og sent nokkra útfyllta
lista. Á Skagaströnd fékk mað-
ur 2 lista, hann bað um 15 til
viðbótar til þess að láta áhuga-
menn í kaupstaðnum og ná-
grannasveitinni safna á og taldi
horfur góðar. Sama saga frá
Sauðárkróki, þangað þurfti
brátt að senda viðaukalista, og
víðar er ágætur árangur í kjör-
dæmi Steingríms Steinþórsson-
ar og í ýmsum stöðum í kjör-
dæmi Gísla Jónssonar. f Suð-
ur-Þingeyjarsýslu vinna marg-
ir áhugamenn, þar hafa ýmsir
sjálfboðaliðar boðið sig til
starfa. Frá Austfjörðum eru
einnig örvandi fregnir. Auk
sósíalista, þjóðvarnarmanna og
Alþýðuflokksmanna, hafa
Framsóknarmenn allvíða gerzt
umboðsmenn og tekið undir-
skriftalista. Sjálfstæðismaður,
sem er eigandi og f ramkvæmda-
stjóri hraðfrystihúss á Suður-
nesjum gerðist umboðsmaður
og tók 2 lista. — í Reykjavík
eru mörg hundruð umboðsmenn
með undirskriftalista. Sumum
finnst róðurinn þungur, og
skal því eigi leynt, að aukinn.
kraft þarf að leggja á söfnun-
ina hér. En ýmsar örvandi
fregnir er hægt að nefna héðan.
í einum spítala borgarinnar
hefur meirihluti lækna, hjúkr-
unarfólks og annars starfsfólks
skrifað- undir, í einni stærstu
prentsmiðju borgarinnar skrif-
aði einnig meirihluti starfs-
fólksins undir, háttsettur emb-
ættismaður hafði safnað milli
50—60 nöfnum í umhverfi sínu,
menntaskólapiltur, er ég hitti
fyrir nokkrum dögum, var
kominn með á þriðja lista (um
50 nöfn), verkstjóri hjá sím-
anum kvað flesta í sínum
vinnuflokki hafa skrifað undir,
byggingameistari, sem hefur
fjölmarga menn í vinnu um
þessar mundir, kvaðst hafa
skrifað undir og flestir eða all-
ir ' starfsmenn sínir einnig.
Sjálfstæðismaður sendi okkur
þessar línur: Heiðruðu herrar.
Gjörið svo vel að þiggja þetta
litla framlag mitt til undir-
skriftasöfnunarinnar. Ykkar
einlægur Sjálfstæðismaður gegn
her í landi. — Bréfinu fylgdi
200 krónur í frímerkjum.
Kunnur listmálaði lagði fram
100 krónur með undirskrift
sinni og kvaðst finna til þess að
hann ynni ekki nóg að þessu
nauðsynjamáli. Þannig mætti
halda áfram að nefna mörg góð
dæmi.
Næstu skrefin verða þessi:
Tilkynnt verður nefndarskipun
og yfirfari sú nefnd undir-
skriftalistana og votti talningu
og niðurstöður, og tryggi jafn-
framt að engin nöfn verði send
til opinberra aðila. Þá vérða
Framhald á 8. síðu.
Fregnir
a£
undirskrifta-
söfnuninni