Þjóðviljinn - 26.10.1954, Side 10

Þjóðviljinn - 26.10.1954, Side 10
1.0) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 26. október 1954 Stigamaðurinn------------------------------------) Eftlr Giuseppe Berto ------------------------------------y 35. dagur „ÞaÖ var guðs vilji.“ ' „Nei, þú skalt ekki guðlasta. Guð hefði ekki gefið þér sex börn til þess eins að taka þau frá þér aftur. Hvað höfðu þau gert af sér aö þeim væri búinn dauði, rétt eftir að þau fæddust? Og þjáðust þau ekki áður en þau dóu? Og þjáðist þú ekki líka, þegar þú sást þau deyja?“ „Það er hlutskipti okkar að þjást.“ „Það er ekki hlutskipti ykkar. Börnin þín dóu vegna þess að þú gafst þeim ekki nóg að borða, vegna þess að þú áttir ekki peninga fyrir lyfjum þegar þau voru veik, vegna þess að ykkur er hrúgað saman í þgssi hreysi eins og skepnum.“ „Hvernig getum við lifað betra lífi, þegar viö höfum ekki vinnu?“ „Hvers vegna hafiö þið ekki vinnu? Kunnið þið ekki að vinna á ökrunum? Og vitið þið ekki hvað mikið landrými er í La Mellaria, Le Coppe og La Cellia? Það er gott land, sem gæti séð ykkur öllum fyrir fæði.“ „En það er ekki okkar land. Og eigandinn vill ekki láta okkur hafa það.“ Það var erfitt að rífa þetta fólk upp úr deyfð sinni, en stundum voru orð hans eins og orð guðs; þau festu rætur í hjörtum fólksins og upp af sáðkorninu óx tré. Fyrst voru þau ekki annað en óljós óánægjukennd, til- finning um þjáningu, sem orsakaði beizkjubragð í munninum, því aö svo virtist sem allt þetta gæti ekki haft annað í för með sér en ófrjótt, tilgangslaust hat-<*> ur. Þeir þorðu ekki aö viðurkenna þá staðreynd að ó- vinir þeirra voru raunverulegir og á næstu grösum. Þeir reyndu að leita að orsök óláns síns hjá einhverju sem ekki var hægt að sækja til saka; og þeir kölluöu þaö guð, lögin eða stjórnina. Og samt festu orðin ræt- , ur í hugum þeirra og hið fyrsta sem af þeim leiddi var löngunin til að bera ekki lengur áhyggjurnar einn. Þeir leituðu hver annan uppi þessir menn, hús úr húsi, sund úr sundi. Og þegar þeir voru margir samankomn- ir fannst þeim sem jafnvel fátæktin yrði máttur. Og þeir fundu hjá sér hvöt til að gera eitthvaö hver fyrir ' annan, líta hver á annan sem félaga sem uröu aö standa saman ef þeir ætluðu að ná ákveðnu marki. Þeir voru reiðubúnir til að hlusta á hvern þann sem gæti gefið .þeim einhverja von. Þeir voru reiðubúnir til að láta einhvern þann leiða sig, sem hafði ljósari og skýrari hugsjónir en þeir. Tvisvar eða þrisvar kom það fyrir aö fátæka fólkiö safnaðist saman og hélt að torginu í Santo Stefano þar sem ráðhúsið stóð. Og þar fór það að hrópa aö þaö væri hungrað og vildi fá vinnu. Og í öll skiptin kom ein- hver og talaði nokkur orð við fólkið, sagði aö þaö yrði að vera þolinmótt, styrjöldinni væri nýlokið og innan skamms myndi ástandið batna sjálfkrafa. Fólkið sneri vonsvikið heim. Það hafði engu komið til leiðar og fann allt 1 kringum sig kæruleysi og fjand- skap þeirra sem ekki voru fátækir. Og þó hafði það fræðzt um eitt — þaö vissi nú með vissu aö þaö var til- gangslaust aö hrópa og biöja um það sem vantaöi. Án þess að nokkur þyrfti aö segja því það, vissi það aö það hafði um tvennt að velja: annaöhvort aö gefast upp og gefa sig eilífri fátækt á vald eða taka til óspilltra mál- anna og hjálpa sér sjálft án þess aö biðja neinn um neitt. Og það var farið að tala um að hefja vinnu á ó- ' ræktuðu landi. Það var erfitt að trúa á slíkan möguleika. Ef til vill trúðu mennirnir sem töluðu um það ekki sjálfir á það, en umtalið eitt nægöi til aö gera fólk hrætt. Hvar end- aöi þetta? AnnaÖ eins og þetta hafði aldrei fyrr heyrzt meöal okkar, aö þjónarnir ætluöu aö voga sér að brjóta gegn vilja húsbænda sinna, án þess aö aðrir húsbænd- ur hvettu þá eöa styddu. Faðir minn var ekki samþykkur þessu. Og sama var að segja um alla þá sem höföu nóg að bíta og brenna og gátu haft nægan mat á borðum á hverjum degi. Þeir þráðu líka betri framtíð, en þeir gátu ekki skilið að hún I yrði tryggö meö ofbeldi. Þeir höfðu komizt í efni smám ' saman, meö margra ára striti og nú ætluðu aörir aö skipa sér í flokk með þeim án þess að hafa gengið gegn- um sama þrældómshreinsunareldinn. Þeir höfðu líka j . barizt gegn yfirlæti og kænsku sterkari manna, en j þeir höfðu barizt einir; og hreykni þeirra yfir velgengni j sinni gerði þaö að verkum að þeir töldu að maðurinn j ætti sjálfur að hugsa og koma undir sig fótimum með j vinnu sinna eigin handa. En þó vildu þeir ekkert gera j til að halda aftur af hinum mönnunum. Þeir vissu að : ■ ógnanirnar beindust ekki gegn litlu býlimum þein-a né j búrekstrinum; og þeir stóðu því álengdar sem áhorf- j endur og létu sér nægja að láta í ljós háværa van- j þóknun. ■ Og svo var fólk af lágaðlinum sem bjó á meðal okkar, j sumt auðugt, annað fátækt, en allt vildi það halda j dauðahaldi í foiTéttindaaðstöðu sína. Ógnuninni var j ekki beint gegn þeim, heldur þeim sem enn Jiærra j stóðu. En þetta fólk óttaðist að röðin kæmi að því á j eftir. Umfram allt vildi það ekki að hin vinnandi stétt j risi upp úr eymd sinni og örbirgð, vegna þess að ef það j missti forréttindin sem það hafði fram yfir almúgann, j þá var ekkert lengur sem gaf lífinu gildi. Þess vegna j var þetta fólk hrætt og leitaði verndar laganna. Það j vildi fá fleiri lögregluþjóna. En óánægjan var ekki ein- ! göngu á okkar slóðum; hið sama var uppi á teningnum j alls staðar, og það var ekki hægt að taka lögreglu- j þjóna frá einum stað og senda þá annaö. Og lágaðallinn ; komst að þeirri niöurstööu að ekki væri hægt að leggja j sig í hættu til að verja annaö fólk. Heldra fólkið fór því j aö semja í leyni, duldi gremju sína. Á ytra borðinu virt- j ist þaö kærulaust eða lét jafnvel í ljós velvild í garð fá- j tæklinganna, .því að það var eins og kalkaðar grafir. j Og svo voru það stóreignamennirnir, sem hægt var j aö beita ofbeldinu við; en þeir bjuggu langt í burtu og j þeirra var ekki von. Þeir sendu skilaboö til ráðsmanna ■ sinna og umboðsmanna og varöa aö þeir yrðu aö verja j rétt þeirra. Og ráðsmenn, umboðsmenn og vopnaðir j verðir töldu það sjálfsagt aö verja rétt húsbænda sinna, j því aö um leið voru þeir að verja hina þægilegu tilveru j sína fyrir fátæklingunum sem vildu svipta þá henni. j Og þeir tóku höndum saman og létu það berast út að j Fyrirmyndar nœrskyrfa Þótt peysur og yfirhafnir séu mikilvægar þegar kólna fer í veðri er ekki síður mikils virði að nærfötin séu hlý. Ullar- nærföt eru að vísu beztu nær- grófa tréprjóna. Framstykki og bak eru alveg eins og svona treyja er mjög fljótprjónuð. Handa átta ára dreng þarf ca. 150 g af garni og 250 g handa föt sem hugsazt getur, en það eru ekki allir jafn hrifnir af því að nota þau, og hér er bómullarskyrta sem er talin fyrirmyndarflík. Það er svokölluð skíðabrynja, sem mjög er notuð í Finnlandi og Norður-Svíþjóð og þessi mynd er tekin upp úr sænska blaðinu „Barngarderoben". I flíkina á að nota fiskigarn 12/18 og hún er prjónuð á fjórtán ára dreng. Einhverjum kann að þykja undarlegt að svona götótt skyrta, sem minnir mest á fiskinet, geti verið hlý. Skýr- ingin er sú, að það er ekki garnið, heldur loftið í lykkjun- um sem hlýjar. Loftið er góður einangrari og skíðabrynjan heldur loftlági milli líkama barnsins og fatanna — og það er hitandi. OC CAMMsl Talið er að franska skáldið Voltaire hafi átt um hálfa milljón dollara, er hann var fertugur að aldri. En hann hafði ekki unnið sér inn þessa peninga með því að skrifa bækur heldur auðgazt á því að lána illa stöddum aðals- mönnum. Hann var vanur að lána vænt- anlegum erfingjum að miklum eignum peningaupphæðir með þeim skilmálum, að hann borg aði sér 10% af upphæðinni á ári meðan báðir lifðu. Og skuldunauturinn þurfti hvorki né mátti losa sig við skuld- ina, því að samningurinn gilti þar til Voltaire lézt. Þannig samdi Voltaire aðeins við unga menn, og vegna þess að hann hafði veiklulegt útlit var hann í engum vandræðum . með að verða sér úti um slíka skjólstæðinga. En það er sagt að ef fyrir kom að eitthvert hik var á girnilegum viðskiptavin, þá hafi Voltaire bara hóstað veiklulega, og þar með hafi björninn verið unninn. m Og skíðabrynjan er ekki að- eins góð á veturna, í sólinni er hún á sama hátt vörn gegn of miklum hita. Og við þessa góðu eiginleika bætist að auðvelt er að þvo brynjuna og hún er nasstum óslítandi. Er hægt að heimta meira ? Perlur á skónum Og nú er farið að nota perl- ur sem skóskraut. Það er ekki eins glannalegt og ætla mætti. Oft eru aðeins notaðar ein eða tvær hvítar perlur á svartan rússkinnskó. Það lítur mjög vel út og ef um tauskó er að ræða er auðvelt að sauma perl- urnar á sjálfur. Perlur eiga auðvitað ekki við gönguskó, heldur aðeins létta spariskó. Taska meó mörgum hólfum Ef þið hafið þörf fyrir nýja tösku þá veljið umfram allt tösku með mörgum hólfum. Nú eru þær orðnar mjög algeng- ar. Margar plasttöskup eru hólfaðar niður í fjögur, fimm hólf og það er mikill kostur, ekki sízt þegar sumum er lokað með rennilás. Þá er hægt að hafa meðferðis peninga eða verðmæti, sem maður er hrædd- ur við að týna ef það liggur laust í töskunni. 9ENNILEGA eru dagar papp- írsrúllugardínanna nú taldir, fyrst farið er að framleiða rúllugardínur úr plasti. Glugga- tjöldin eru framleidd úr þykku plasti og jafnvel sterkustu menn eiga fullt í fangi með að rífa það sundur. Auk þess þola þau fitu, olíu, sól. og loft og þola allan þvott.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.